Dagur - 02.12.1953, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR
GJALDDAGI
blaðsins var 1. júlí. — Léttið
innheimtuna! Sendið afgr.
áskriftar g j al dið!
DAGUR
kemur næst út á regluleg-
um útkomudegi, miðviku-
daginn 9. desember.
XXXVI. árg.
Akurcyri, miðvikudaginn 2. desember 1953
61. tbl.
Tveir meiin af Dalvík fórust
Bátar víða hætt komnir, er norðangarður
brast skyndilega á
Um hádegi á fimmtudag sl.
brast á fyrir Norðurlandi oísa-
veður af norðaustri með miklum
sjógangi. Voru bátr.r víða á sjó
og lontu í hrakningum, og einn
báíur náði aklrei landt, trii’u’iát-
urinn Ilafbjörg frá Dalvík.
Fórust m.eð henni tveir menn:
Ari Kristinsson formaður, Karls-
braut 28, Dalvík, 3G ára, kvæntur
og átti 4 börn, og Jón Gunnlaugs-
son, á fertugsaldri, ókvæntur, cn
átti fyrir öldruðum föður og föður
systur að sjá. Báðir þessir menn
voru vaskir sjómenn og vel
kynntir í byggðarlaginu.
Fórst skammt undan landi.
Hafbjörg mun hafa lagt línu
sína vestan megin fjarðarins, og
er ætlun manna, að báturinn hafi
veiið kominn langleiðina heim, cr
hann fórst. Tók að reka úr hon-
um þegar á fimmtudagskvöldið.
Tveir aðrir bátar frá Dalvík lentu
í hrakningum. Annar þeirra náði
landi í Hrísey, en hinn komst
heim á seglum. Höfðu þeir iagt
línu austur af Gjögrum. Bilaði
vél annars bátsins og varð þá að
grípa til segla. Mun það hafa ver-
ið hin mesta þrekraun að ná landi
eins og veður var, en tókst þó
giftusamlega. Skipverjar á þess-
um bát voru Tómas Pétursson,
rösklega tvítugur maður, og Við-
ar Jónsson, á svipuðu reki, báðir
frá Dalvík.
Bátur ferst á Skjálfandaflóa.
í veðri þessu týndist vélbátur-
inn Víkingur frá Húsavík á
Skjálfandaflóa, en menn björguð-
ust í vélbátinn Grím. Hafði Grím-
ur ætlað að draga Víking að
landi, það reyndist ógerlegt. Bát-
ar frá Skagaströnd og víðar lentu
í hrakningum, en náðu landi
stórslysalaust.
Ræíf um nauðsyn á stofnun
afkvæmatilraunabús
I’ösklega 100 menn á síðasta fundi bænda-
klúbbsins á mánudagskvöldið
Bændaklúbburhui hélt fund að
Hótel KEA sl. mánudag. Voru
þar tekin tvö mál til umræðu.
Hið fyrra var um kartöflutil-
raunir og hafði Árni Jónsson til-
raunastjóri framsögu. Flutti hann
um þær greinargóða skýrslu og
sagði meðal annars frá nýjum af-
brigðum og þurrefnisrannsókn-
um kartaflna. Spunnust um þær
langar umræður og tóku margir
til máls.
Síðara umræðuefnið reifaði
Danfiegur 1. des.
Lítið var hér um að vera í
gær til þess að minnast full-
veldisdagsins. 1. descmber. Er
nú af sem áður var, er stúdent-
ar o. fl. gengust fyrir samkom-
um á þessum degi. Svo dauflegt
var hér í gærmorgun að um kl.
9,30 sáust hvergi fánar við hún
í tilefni dagsins nema hjá
brczka ræðismanninum og á
Samkomuhúsinu. En úr því
fóru fánar að sjást hér og þar
og þó hvcrgi nærri alls staðar.
Bjarni Arason ráðunautur og
fjallaði það um steinefnaþörf
nautgripa. Var erindið hið fróð-
legasta og varð tilefni til um-
ræðna á breiðum grundvelli, þar
sem margir bændur skýrðu frá
reynslu sinni í jarðrækt og fóðr-
un kúnna. í þessum umræðum
benti Jónas Kristjánsson Mjólk-
ursamlagsstjóri á nauðsyn þess
að Eyfirðingar kæmu sem fyrst
upp afkvæmatilraunabúi í naut-
griparækt.
Um 100 manns ú fundi.
Umræður í heild voru fundar-
mönnum bæði til fróðleiks og
skemmtunar. Fundinn sátu að
þessu sinni um 100 manns og
meðal ræðumanna, er ekki hafa
nefndir verið, voru: Jóhannes
Laxdal, Hjörtur Eldjárn, Ólafur
Jónsson ráðunautur, Þór Jó-
hannesson, Gunnar Krisljánsson
og Ármann Dalmannsson.
Bændaklúbburinn er að verða
mjög vinsæll og líklegur til að
auka skilning og áhuga bænda og
ræktunarmanna á flestum sviðum
landbúnaðarins.
Unnið að þreskingu byggs á Dagverðareyri
Þcssi mynd er tckin á túninu á Dagverðarcyri sl. miðvikudag. Gunnar bóndi Kristjánsson og starfs-
menn hans eru að þreskja það síðasta af uppskeru sumarsns. Þreskivélin er knúin af Farmalldrátt-
arvél búsins. T. li. er Gunnar bóndi við vigtina, lætur fullþroskað byggið renna um greipar sér í poka.
»1
ítii
mi
af einum hektara á siðastliðnu sumri
Gunnar Kristjánsson á Ðagverðarevri hefur
ræktað bygg í 3 sumur með góðum árangri
Á miðvikudaginn sl. var
unnið að þreskingu á Dag-
verðareyri hjá Gunnari bónda
Kiistjánssyni, og var það síð-
asta af uppskeru sumarsins
sett í poka, vigtað og látið
kornhlöðu.
Varð árangurinn af kornrækt-
inni í sumar sérstaklega góður.
Fengust alls 30 tunnur af þroskuðu
byggi af um það bil 1 hektara
lands og er það mjög góður árang-
ur og sá langbezti, sem Gunnar
hefur fengið í þriggja ára tilraun-
um við þessa ræktun, enda var sl.
sumar mjög hagstætt fyrir allan
gróður.
Þreskivélin gengur fyrir
dráttarvél.
Þegar fréttamaður blaðsins kom
í hlaðið á Dagverðareyri á mið-
vikudaginn, var unnið kappsam-
lega að þreskingu byggsins. Gunn-
ar hefur þreskivél og gengur hún
fyrir Farmalldráttarvél búsins og
sóttist starfið vel. Inni i kornhlöðu
voru hlaðar af korninu, sem
þreskt hafði verið fyrr á haustinu.
Gunnar bóndi sagði blaðinu frá
reynslu sinni af kornræktinni.
Hann sáði byggi fyrst sumarið
1951, í hálfan hektara lands, og
spratt það allvel. Þreskivél átti
hann ekki og þreskti því ekki nema
lítið af korninu í lítilli handþreski-
vél, en telur að uppskeran muni
hafa numið 8 tunnum. Sumarið
1952 var mjög óhagstætt, enda
uppskeran þá fremur léleg, alls
um 10 tunnur af 1 hektara. Gunn-
ar óttaðist að útsæði mundi ekki
heppilegt af þessari uppskeru, en
rannsókn, sem gerð var á Sáms-
stöðum hjá Klemenz Kristjáns-
syni, sýndi að grómagn kornsins
frá Dagverðareyri var mikið og
spiraði 85% af því. Var ekki völ á
betra útsæði í vor.
Kornræktin ekki erfiðari en
grasrækt.
Á sl. ári sáði GunnaY í tvö stykki,
annað 9000 fermetra en hitt mun
minna. Stærra stykkið var mólendi,
og sáði hann í það 13. maí. Kornið
var slegið 2.—4. september og
fengust þá 23 tunnur af fullþrosk-
uðu byggi og er sú uppskera sam-
bærileg við það betza, sem þekkist
sunnanlands. í hinn reitinn sáði
hann 20. maí og var það land
framræst mýrlendi. Þessi blettur
var sleginn 20. september og það
var uppskeran af honum, sem nú
var verið að þreskja. Verður upp-
skeran alls um 30 tunnur, sem fyrr
segir. Gunnar telur, að mjög miklu
máli skipti, hvenær sáð er á vorin,
og eins, hvernig til tekst með áburð
á sáðlendið, en að öðru leyti telur
hann þessa ræktun sízt erfiðari en
grasræktina. Kornið þarf minni
áburð og vinnsla lands þarf sízt
að vera vandaðri en undir gras.
Gunnar telur að fenginni þessari
reynslu, að hagkvæmt sé að halda
þessari kornrækt áfram og hj'ggst
gera það.
Gott mjöl í brauo.
Heimilið á Dagverðareyri hefur
látið mala lítið eitt af byggi til
reynslu og reyndist mjölið ágætt
í brauð og fl. Til sannindamerkis
bauð húsfreyjan til kaffidrykkju
og var byggbrauð af ýmsum gerð-
um á borðum og smakkaðist það
ágætlega. Aðalnot uppskerunnar
eru samt önnur. Hænsnin munu fá
bróðurpartinn af henni, auk þess
sem gengur til útsæðis á Dagverð-
eyri eða selt verður burt sem út-
sæði.
Lítið um kornrækt í Eyjafirði.
Reynsla Gunnars á Dagverðar-
eyri er athyglisverð af því að nú
er lítið sem ekkert um kornrækt í
Eyjafirði. Kaupfélag Eyfirðinga
hafði um hrið talsvert umfangs-
mikla kornrækt að Klauf og var
ræktað þygg, hafrar og rúgur og
fékkst oft ágæt uppskera. Ymsir
eyfirzkir bændur hafa og ræktað
líygg og fleiri korntegundir með
góðum árangri á liðnum árum, en
nú munu þeir hafa hætt því, og að
því blaðið veit bezt, er nú hvergi
ræktað korn svo að teljandi sé
nema á Dagverðareyri. Hins vegar
er það álit bænda, sem reynt hafa
þessa ræktun, svo og kunnáttu-
manna, eins og Klemenzar á
Sámsstöðum, að byggræktun hér
nyrðra eigi að geta gefið góðan ár-
angur og reynst sæmilega árviss.
Virðist sumarið 1952 og sanna það,
því að byggið spratt þá ekki ver
tiltölulega en annar gróður.
í gær gekk norðaustan hriðar-
veður yfir Norðurland og setti
niður allmikinn snjó. Má búast við
að ógreiðfært sé yfir fjallvegi.