Dagur - 19.12.1953, Blaðsíða 23

Dagur - 19.12.1953, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ DAGS 23 Ekki neitt eg átti skilið innst í mér þín birta skín. Hvernig fórstu’ að brúa bilið, bilið milli þín og mín? O, að trúa’ og treysta mega, treysta þér sem vini manns, Drottinn Guð, að elska’ og eiga æðstu hugsjón kærleikans. Ekki neitt eg átti skilið, ekkert, sem eg bað þig um, en nú sé eg, að breiða bilið brúað er með þjáningum. Án þín hefði’ eg gæfu glatað, Guð, sem vakir yfir mér, án þín liefði’ eg aldrei ratað, — og þó gat eg vantreyst þér. Guðdóms elsku eðlið djúpa, inn til þín eg mæni klökk. Ó, ef þarf að krjúpa, krjúpa, koma til þín heitri þökk. Ljóð eftir Ólöju Sigurðardóttur frá Hlöðum, lag eftir Vald. V. Snœvarr. Daginn eftir hugsaði hann mikið um þetta samtal. Nú skyldi hann það. Var það ekki undarlegt, að Helga skyldi þurfa að benda honum á þetta?“ Hann hafði elt hégómann. Hann hafði dreymt um að gifta sig til fjár. Hann hafði litið með lítilsvirðingu á alþýðuna. Nú kom gáfuð, ómenntuð stúlka úr al- þýðustétt og benti honum á þetta. Oddný! Ekki hafði hún elskað hann. Þá hefði hún ekki farið frá honum, þegar hann þurfti hennar mest við. Hún var eins og fiðrildin, sem fljúga milli blóm- anna og reikul eins og þau. Eftir því sem tíminn leið, fann hann að ást hans til Helgu óx með degi hverj- um. Hann hlakkaði til í hvert skipti, er hún kom inn til hans. Og þó að hún sæti aðeins þögul inni hjá honum, fann hann unað streyma um sál sína. Honum fannst hann þekkja hana betur en nokkra aðra stúlku, sem hann hafði kynnzt. Hún hafði líka opnað sál sína fyrir honum. En hvaða vit var í þessu? Var hann að verða ástfanginn, örkumla maðurinn? Hvaða stúlka mundi vilja eiga samleið með honum? Enn hafði hann dulið hana þessa. En hvað mundi hann geta geta það lengi? Og þar kom, að eitt kvöld, er hún var inni hjá honum, urðu tilfinningarnar hon- um yfirsterkari. Hann faðmaði hana að sér og játaði henni ást sína. Hún tók at- lotum hans með innilegri blíðu, og sagð- ist hafa vitað þetta fyrir löngu. Nú sagð- ist hún vera sælasta stúlka á jarðríki. Eftir þetta leið tíminn fljótar í sjúkra- herberginu. Nú hafði hann eignast ástvin, sem hann bar traust til og gat rætt við um hugsanir sinar, áhyggjur og fyriraétl- anir. Hann hafði eignast ástvin, sem bar byrðarnar með honum og átti með hon- um sameiginlega framtíðardrauma. Eiríkur Sigurðsson. f N

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.