Dagur - 19.12.1953, Blaðsíða 24

Dagur - 19.12.1953, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ DAGS Frelsisstyttan i New York-höfn. V iðkomus t aðir á langri leið Fitir Ólaf Ólafsson kristniboða I»AÐ ÞYKIR ekki framar í frásögur færandi þó að einhver bregði sér til Bandaríkjanna. Ferðalagið sjálft er úr scigunni senr frásagnarefni, svo fullkominn er sigur flugtækninnar yfir tíma og torfærum langra leiða. Okkar ágætu flugmenn skutla nú fólki yfir hafið á öllum árstíðum, frá Reykjavík til New York, á mjög svipuðum tíma og bíl er ekið milli Reykjavíkur og Akureyrar á sumardcgi. í meðvitund almennings hafa Banda- ríkin færst nær okkur. Við erum orðin kunnug þar eins og á næsta bæ. Og með blámóðu fjar- lægðarinnar cr horfinn ævintýraljóminn yfir undralandinu í vestri, Ameríku vesturfaranna. En nýir tímar skapa ný ævintýri. Og ný þekk- ing er hverju ævintýri cftirsóknarverðari. Fátt á okkar tímum er undursamlegra cn það, að orðinn cr að vernleika hinn aklagamli óska- draumur allra manna: ,,Á vængjum vildi eg berast með vinda léttum blæ, djarft um fjöll og dali, og djúpan reginsæ." Svifið er á breiðum vængjum vélflugunnar ofar skýjum. Öðru hvoru grillir í hv'itfextar öldur Norður-Atlahtshafs, siglingaleið gömlu vestur- faranna, scm d jarfir sjómenn sigla enn. Þegar við svo höfum liðið til jarðar og áfanga er náð „over tlicre“, bcr ef til vill ekki margt óvænt fyrir augu — fyrst í stað. Maður hefur svo sem ýmislegt heyrt og lesið. En lengi liefur maður sjálfur varla vcrið svo í Bandaríkjaunum, að séð verði ekki að fyrri lutg- rnyndir þurfi nokkurrar endurskoðunar með. Og slík endurskoðun getur orðið íslendingum gagn- leg. Framtíðarheill okkar þjóðar er nú ckki sízt undir því komin, hversu tekst til um samskipti okkar og Bandaríkjanna. En þau geta ekki vel farið án þekkingar og skilnings af beggja hálfu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.