Dagur


Dagur - 13.01.1954, Qupperneq 5

Dagur - 13.01.1954, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 13. janúar 1954 D AGUR 5 LYNCBARUE í þjóðsögum segir frá því, að fyrir kom einstaka sinnum, að sjómenn, er sigldu úthöf, sáu eyju lyngivaxna, þar sem þeir áttu enga von lands. Þessi eyja freistaði stundum sumra skipverja. Þeir tóku skips- bátinn, réru að eynni og gengu á land. En þegar þeir voru komnir upp á eyna, gerðist ætíð sama sagan. Eyjan sökk skyndilega og dró mennina með sér í djúpið. Þessi eyja var ekki land, held- ur ein af ókindum hafsins, hval- urinn Lyngbakur. ----o---- Á hafi íslenzkra stjórnmála skaut upp einhverju, sem líktist eyju. Þessu var gefið nafn og nefnt Þj óðvarnarf lokkur. Nokkrir menn þóttust strax vissir um, að þetta væri nýtt land og fagurt, — helzt fyrirheitna landið. Þeir tóku báta sína, reru þeim þangað og stigu „á land“. Sumir þessir menn voru flótta- menn sinna eigin skugga, — menn, sem alltaf eru að reyna hvenær sem færi gefst að róa frá sjálfum sér, ef svo mætti að orði komast og vita þó ekki, hvað veldur eða hvað þeir eru að gera. Þarna voru líka „þreyttir" kommúnistar, eins og t. d. Björn Sigfússon, sem búinn var að ganga fram af samvizku sinni með fylgi við kommúnista og Rússatrú, en ekki tortrygginn við djúpin frekar nú en þegar hann réðist á skip kommúnistanna. Aðrir voru „spekúlantar11, sem hugðu á landvinninga, hló hugur við landsýn og dreymdi um mannaforráð á eynni. Enn voru nýjungagjarnir menn með ýmsu móti lausir í skiprúmi, óráðnir menn, en leiðitamir og fúsir til ævintýra. Lóks voru menn, sem reru að eynni í heilbrigðum landnáms- hug. ■ Hver einasti þessara manna, sem lét á annað borð til sín heyra, sagði, að hér væri um óvenju- lega gott land að ræða — betra en áður hefði þekkzt. Þeir fyndu yndislega sætan lyngilm, þótt enn væri ekki nema fyrstu vor- dagar. •Þeim var sagt, að landið væri blekking og ókind úr djúpi kommúnismans. En þeir tóku það ekki til greina. Sleppum líkingum um stund, þótt þær séu sjónaukar, sem gott er að hafa við hendina. — Þeir, sem höfðu orð fyrir Þjóðvarnar- flokksmönnum við alþingiskosn- ingarnar í sumar sem leið, sóru og sart við lögðu, að þeir væru fullkomnir andstæðingar komm- únista. Út á þá svardaga fékk flokk- urinn mörg sinna atkvæða, — máske mestan hluta þeirra, — af því að flestu fólki, sem ekki er blindu slegið, er að verða það ljóst, að kommúnismi og þjóð- hollusta samrýmast ekki á fs- landi. Síðan kosið var eru vikur liðn- ar og mánuðir. Margt hefur gerzt, sem sýnir, að svardagarnir voru markleysa og blekkingar. Eitt allra gleggsta dæmið um þetta kom fram á Alþingi 9. des. Þá kaus sameinað Alþingi í tólf ráð og nefndir. Þeir tveir menn, sem Þjóð- varnarflokkurinn kom inn í þing, sátu hjá (þ. e. skiluðu auðum kjörseðlum) við þessar kosning- ar, nema kosningar í mennta- málaráð og útvarpsráð. Með hjásetunni voru þessir fulltrúar Þjóðvarnarflokksins að fela sig. En með kosningaþátttöku sinni við kjörið í menntamálaráð og útvarpsráð sýndu þeir samt svo glöggt sem verða má, hvert inn- ræti þeirra er og með hverjum þeir vilja standa, þegar mest liggur við. Þeir gengu þarna hreint og beint til liðs við kommúnistana og kusu með þeim. Fyrir þessa hjálp þingmanna Þjóðvamarfl. komu kommúnist- ar einum manni' frá sér inn í menntamálaráð og öðrum frá sér inn í útvarpsráð. Um leið felldu Þjóðvarnar- flokksmennirnir Guðmund G. Hagalín skáld frá því að vera í menntamálaráði og Stefán Pét- ursson, fyrrv. ritstjóra, frá þátt- töku í útvarpsráði. Báðir þessir fulltrúar Alþýðu- flokksins, Guðmundur og Stefán, eru hreinlega ákveðnir andstæð- ingar kommúnista, svo að hjálp- arstarfsemi Þjóðvarnarmanna fyrir kommúnista í þessum kosn- ingum er svo skýr sem hugsazt getur. Tófan, sem felur sig fyrir skot- manninum, stenzt ekki mátið og gefur sig fram við grenið, þegar hvolpurinn hennar kveinar. Svona er jafnvel tófan. Blóð- böndin eru sterk. Þjóðvarnarmennirnir á Alþingi vildu fela hug sinn við allar nefndarkosningarnar, en gátu það ekki, hlýddu rödd hjartans og eðlis síns, þegar að þeim kosn- ingum kom, sem kommúnistarn- ir fundu sárast til að tapa. Kosningarnar í menntamála- ráð og útvarpsráð voru auðvitað fyrir kommúnista lang þýðingar- mestu kosningarnar, sem fram fóru á Alþingi 9. des. Að eiga menn í þeim ráðum er geysilega mikilsvirði fyrir útbreiðslustarfsemi kommúnista á íslandi. Þeir menn, sem þau ráð skipa, eru valdir til þess að vera and- legir sáðmenn meðal þjóðarinnar. Þingmenn Þjóðvarnarflokksins hafa sjálfsagt haft samráð um þessa kosningaþátttöku við stjórn flokks síns. Stjórn Þjóðvarnarflokks ís- lands hefir með þessu ótvírætt sýnt, að hún vill að kommúnist- ar fái góða aðstöðu til þess að sá sæði sínu. Blóðböndin leyna sér ekki. Hvað segir nú sá kjósandi, sem kaus Þjóðvarnarflokkinn í trausti þess, að hann væri á móti komm- únisma, — hélt, að með því að kjósa þannig, væri hann að nema nýtt land? Finnst honum nú, að hann hafi fast undir fótum? Nú hefir meðal annars umboð- ið, sem hann gaf með atkvæði sínu, verið notað til þess að koma kommúnista í stað skáldsins Guð- mundar Hagalíns í menntamála- ráð. Allir kjósendur Þjóðvarnar- flokksins frá í sumar eru ábyrgir fyrir þessum atburðum. Með þessum atburðum er full- komlega í Ijós komið, að Þjóð- varnarflokkurinn er ekki nýtt land, heldur LYNGBAKUR, sem dregur kjósendur sína í djúp kommúnismans. — („Tíminn"). Býlið HOLTAKOT, Glerárþorpi, er til sölu og laust til ábúðar nú þegar. Tilboðum veitir móttöku Einar Svein- björnsson, Norðurgötu 40, Akureyri, og veitir nánari upplýsingar. — Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Reykt Hrefnukjöt komið aftur á markaðinn. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Sigin ýsa Kjötbúðir KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Frosin Lambalifur Kjötbúðir KEA. Hafnarstræti 89. Sími 1714 Ránargötu 10. Qími 1622. Súrt sláfur Súr hvalur Harðfiskur á kvöldborðið. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. LAUST OG FAST NÝMÓÐINS ERFIÐISMENN. Kommúnistablaðið' þykist ákaflega hneykslað á því, hve fáir verkamenn eigi sæti á lista Framsóknarmanna (og raunar á listum annarra Iýðræðis- flokka), en á því sannast hið fornkveðna, að það sæmir þeim illa, sem í glerhúsi búa, að kasta grjóti. Á lista kommúnista sjálfra er nefnilega enginn verkamaður fyrr en kemur nið- ur fyrir miðjan lista. Níundi maður er að vísu talinn verka- maður en kaupmaður væri meira réttnefni, en enda þótt hann sé talinn með eru ekki nema fjórir verkamenn á gjör- völlum kommúnistalistanum! — Enginn verkamaður mun því á þeirra vegum komast í bæjar- stjórn sem aðalmaður og ekki heldur sem varamaður. Efsti maður listans — og líklega sá eini, sem að kemst — er verka- maður í víngarði kommúnista- flokksins og hvergi nema þar, en hefur fyrir löngu látið af öðru erfiði. Varamaður hans verður væntalega útgerðarfor- stjóri. Má því með sanni segja, að „verkamenn“ kommúnista séu nýmóðins erfiðismenn, og enda þótt sumum hafi meðGabardine-rykfrakki, pólitískum bolabrögðum teldzt með ^ kf 500 00_ að na vegtyllum í verkalýðs- félögum eru þeir þar sem ann- GUFUPRESSAN, ars staðar fulltrúar kommún- Skipagötu 12. ^Ö-ÖíKBKBKBKBKHKBKBKBKHKBKHKHKBKHKHKBKBKBKBKHKHKH istaflokksins en ekki verka- manna almennt. SÍMASKRÁIN OG ISLENDIN GUR. Á því var vakin athygli í síð- asta blaði, áð ísl. hefði haft uppi nokkra tilburði til þess að kenna kandídata sína við önnur störf en þeim eru eiginlegust til þess að leyna forstjórasvipn- um á listanum. Ef menn efast um að sumir titlarnir séu ný- smíði, þá er fróðlegt fyrir þá að fletta upp í símaskránni og gá að því, hvaða titla sumir kandí- datarnir völdu sjálfum sér í fyrra þegar símaskráin var í undirbúningi og enn óralangt til kosninga. í símaskránni þykir fínt að vera „stjóri“ og „kaupmaður“, en á framboðs- lista er það ákaflega ósniðugt að skoðun fsl. að því er nú er upplýst. Já, það þarf að gá að mörgu í allrastétta- og allra- málaflokknum fyrir hverjar kosningar. Ný smókingföt, tvíhneppt, kr. 800.00. 'omsafa 4 A&e/'fr y 5 bækur fyrir 55 krónur Almanak Þjóðvinafélagsins 1954. Andvari. Eggert Ólafsson: Kvæði (íslenzk úrvalsrit). Lönd og lýðir: Suðurlönd. Musteri óttans eftir Guðmund Daníelsson. Nýjar aukafélagsbækur Sagnaþættir Fjallkonunnar. Andvökur Stephans G. Stephanssonar. Saga íslendinga í Vesturheimi V. Lcikritasafn Menningarsjóðs nr. 5 og 6: „Piltur og stúlka“ og „Skugga-Sveinn“. Gerizt félagsmenn! iBÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Umboðsmenn á Akureyri Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hafnarstræti 88, Akureyri 5 KHKHKHKHKBKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKBKHKHKÚ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.