Dagur - 17.03.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 17.03.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 17. marz 1954 D AGUR 7 - Heimsókn háskóla- stúdenta ^ Framhald af 1. síðu). að ullariðnaðurinn hér hvíldi nú á nýjum grunni, hinni nýju Gefjuni, sem búin er fyrsta flokks vélakosti og byggir á langri og dýrmætri reynslu í vefnaði úr ís- lenzkri ull. Þá þótti þeim og merkilegt að kynnast því, hvern- ig íslenzku skinnin verða að fallegri, fullunninni vöru á Ið- unni, og svo samvinnu Gefjun~r og Heklu um framleiðslu á a”s konar fallegum prjónavarningi úr íslenzkri ull og úr hinum ný;'u garntegundum, sem Gefjun rr farin að framleiða með því 2.5 blanda saman erlendu efni og ' - lenzkri ull. Ennfremur þótti þc ::i fróðlegt að kynnast þeim frar'- förum, sem orðið hafa í hreinh"' - isvöruframleiðslu með endv- byggingu Sjafnar og hinni nýjn framleiðslu verksmiðjunnar. Helmingur hópsins gisti. Gestirnir lögðu af stað héÚ :i laust eftir kl. 5 á föstudagskvö' :I- ið, en svo fór, að önnur flugvé' :, sem flutti þá, varð að snúa v'5 vegna smábilunar. Varð helr’- ingur hópsins að gista hér þá nc t, en hélt suður flugleiðis á lauga- - dagsmorgun, og gekk ferðin \ í eins og í sögu. Hér í bænum vakti koma þessa myndarlega unga, fólks verulqga athygli og vóru bæj'armenn fléstir á einu máii, að yej væri til fundið af Sambandinu að kynna þannig verðandi leiðtogum í verzlunar- lífi þjóðarinnar það merkilega starf, sem hér er unnið. Er slík kynning ekki síður gagnleg fyrir bæinn en Sambandið. Barnaverndarfélagið á nú 60 þús. kr. í sjóði Barnaverndarfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn í Varðborg sl. sunnudag. Á fiuidinum var skýrt frá því, að á síðastliðnu ári hafi félagið sýnt liér í bænum tvisvar kvikmyndir um uppeldismál frá Sameinuðu þjóðunum. Þá hefur félagið á árinu gerzt aðili að stofnun Sambands ís- lenzkra barnaverndarfélaga, en það var stofnað sl. sumar. Fjáröflunardagur félagsins var fyrsti vetrardagur. Voru þá seld merki og barnabókin „Sólhvörf“, en hana ritaði að þessu sinni Ragnheiður Jónsdóttir, rithöf- undur. Þá voru einnig kvik- myndasýningar fyrir börn og kaffisala. En í síðastliðnum mán- uði hafði félagið bazar. Félagið er nú 4 ára og á tæpar 60 þús. kr. í sjóði. Er takmark félagsins að koma upp uppeldis- heimili fyrir börn í bænum. Var rætt um það á fundinum að at- huga, hvort unnt sé að hefjast eitthvað handa í því efni í smáum stíl sem fyrst. Er mikill áhugi fyrir því í félaginu. Á fundinum flutti Stefán Guðnason, læknir, erindi um heilsuvernd barna. Þá var sýnd kvikmynd um leikskóla. Stjórn félagsins skipa: Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnús- son, Elísabet Eiríksdóttir, séra Pétur Sigurgeirsson og Jón J. Þorsteinsson. MOÐIR. KONA, MEYJA Framhald af bls. 5. ur upp. Potturinn á síðan að standa í 5—6 mínútur áður en helt er í bolla og ef um er að ræða góða te-tegund, gerir ekkert til pótt teið standi nokkuð lengi í pottinum. Hér á landi fást yfir- leitt allgóðar te-tegundir. Margir íslendingar drekka te mjólkurlaust, en slíkur drykkur lykir mestu tedrykkjuþjóð heims ins sannkallað tevatn. Englend- ingar drekka sterkt te, og hafa jafnan mjólk út í og gera allvel sætt. Þeir hella mjólkinni fyrst í bollann, síðan tedrykknum. Þeir, sem venja sig við að drekka te, sem þannig er búið til, munu fljótt komast að raun um að það er ekki síður hressandi en kaffi og í rauninni á ýmsan hátt allt eins geðfelldur drykkur. Barnavagn í ágætu standi, til sölu. Sclst ódýrt. Uppl. í síma 1863. r\ Málflufningsskrifsfofa Jónas G. Rafnar hdl. Ragnar Steinbergsson hdl. Viðtalstími 5—7. — Sími 1578. Hafnarstræti 101. Húsmæður, athugið! að vér Jiöfum tvennskonar verð á strásykri: Cuba-sykur, hvítur, fínn, kr. 3.00 pr. kg. Brazilíu-sykur, blakkari, grófari 2.65 kg. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibúin. Sokkar Barna-, kven- og karlmanna. Vefnaðarvórudeild □ Rún 59543177.: — Frl.: Atg.: I. O. O. F. 2 = 135319814 = Föstumessa í kvöld í Akureyr- arkirkju. Fólk er beðið að hafa með sér Passíusálmana. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk .sunnudag kl. 2 e. h. — P. S. Möðruvallaklaustursprestakall. Messað að Bægisá sunnudaginn 21. marz og á Möðruvöllum sunnudaginn 28. marz kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h., í kapellunni fyrir 5— 6ára börn og í kirkjunni 7— 13 ára. Drengjadeildin. — Verið mættir kl. 5 e. h. við kapelluni á sunnudaginn kemur. r - Aburðarverksmiðjan Framhald af 1. síðu). Eingöngu köfnunarefnisáburður. 80% raforkunnar eru notuð við að kljúfa vatn í frumefni sín, súr efni og vatnsefni (vetni). Mun verksmiðjan framleiða 45 þúsund rúmmetra á sólarhring. Úr loft inu verður unnið köfnunarefni, og er gert ráð fyrir að framleiða 15 þús. rúmmetra af því á sólar- hring. Vetni og köfnunarefni er blandað saman og fæst þá amm- oníak. Framleiðsla þess er 22 tonn á sólarhfing. Næsta þrepið er framleiðsla saltpéturssýru (40 tonn á sólarhring) og seinast ammonium nitrats, og er þá á- burðurinn tilbúinn. Aðrar áburð- artegundir verða ekki framleidd- ar um sinn. 18 þúsund lestir á ári. Verksmiðjan mun framleiða 50 tonn saltpéturs eða 1000 poka á sólarhring. Til jafnaðar verða af- köstin því 1 poki á IVi. mínútu. Ársframleiðslan verður 18 þús. lestir og er það miklu meira en ársnotkunin hér á landi. Áburð- urinn er sterkur (33% köfnunar- efni), og er það einkar hentugt, þar sem flutningskostnaður er mikill. Auk áburðarmun fást am- moníak, hreint súrefni og köfn- unarefni í verksmiðjunni. Úr köfnunarefni er hægt að fram- leiða plast. Allt hráefni er innlent nema leir, sem notaður er til að húða saltpéturskristallana til að þeir þoli raka loftsins. Leir þessi er um 4% hráefnisins. Hann mun vera til hér á landi, en vinnslu- skilyrði eru ókunn ennþá. Enn er ekkert vitað um væntanlegt verð áburðarins. Áburðurinn verður seldur i smekklegum 50 kg. pok um og ber nafnið „Kjarni“. Ibúð á bezta stað í bænum er til sölu. Afgr. visar a. Fjallræða Krists. „Himneskur fjársjóður. — Andleg sjón. — Heilsteypt þjónusta", (4. fyrir- lesturinn) á Sjónarhæð, kl. 5 á sunnudag. Allir velkomnir. Aðrar samkomur sem venjulega. A. G. Náttúrugripasafnið er opið fyr- ir almenning á sunnudögum kl. 1—3 e. h. í slökkvistöðvarbygg- ingunni. l. O. G .T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan heldur fund næstkomandi mánudag kl. 8.30 í Skjaldborg. — Venjuleg fundarstörf. — Hag nefndaratriði. Nánar auglýst síð ar. Yngri embættismenn stjórna. Látinn er nýlega í Presthvammi í Aðaldal Gísli Sigurbjörnsson, fýfrum bóridi þar, 87 ára. Hann var jarðsunginn að Grenjaðarstað 13. þ. m. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hjónaefni. Nýlega hafa opin berað trúlofun sína ungfrú Eydís Kristjánsdóttir, Norðurhlíð, Að- aldal, og Einar Jónsson, Jarls- stöðum, Aðaldal. — Ennfremur ungfrú Helga Jónsdóttir, Yzta- hvammi, Aðaldal, og Gísli Krist- jánsson, Klambraseli, Aðaldal, Áfengislagafrv. Félagsskapur, sem nefnir sig „Raunsæismenn í áfengismálum“, gengst fyrir und- irskriftasöfnun, þar sem skorað er á Neðrideild Alþingis að sam- þykkja áfengislagafrv. eins og Efrideild þingsins gekk frá því. Listar liggja frammi í Bókaverzl. Axels Kristjánssonar hér í bæ. Hjálpræðisherinn. Föstud. 19. marz kl. 8.30: Kvöldvaka. — Góð barnasýning, kaffi og happdrætti. — Sunnudaginn kl. 2 e. h.: Sunnu dagaskóli. Kl. 8.30: Samkoma. — Mánudaginn kl. 4 e. h.: Heimilis- sambandið. — Velkomin. Auðnasöfnunin. Kr. 50.00 frá Kjartani og Boggu. Skemmtiklúbbur templara held- ur Skemmtikvöld föstud. 19. þ. m. kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar Félagsvist. Einsöngur, Eiríkur Stefánsson. Dans. S. K. T. Fimmtugur varð síðastl. sunnu- dag Bjarni Rósantsson, múrara- meistari, Helgamagrastræti 30, Akureyri. Grímudansleikur verður 1 Varðborg næstk. laugardag hjá skemmtiklúbb Iðju. Ath. skal vakin á að félagskortin gilda á þau tvö spilakvöld sem eftir eru. Aðalverðlaun þá er ritsafn Jóns Trausta. Heimilisiðnaðarfélag Norðurl. ráðgerir að hafa .hálfemánaðar saumanámsskeið í næstu viku. — Símar 1488 og 1026. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Næstu sýningar á Skugga-Sveini verða næstk. laugardags- og sunnudagskvöld kl. 8. Aðgöngu- miðasalan er í Bókaverzlun Eddu frá kl. 2—4 daginn fyrir leikdag- ana og eru leikhúsgestir áminntir um að sækja pantaða aðgöngu- miða þangað á þeim tíma, annars eiga þeir á hættu að tapa þeim. Einnig verða seldir miðar í leik- húsinu kl. 6—8 leikdagana, ef eitthvað verður þá óselt. — Nokkur brögð hafa verið að því að leikhúsgestir séu óstundvísir og er þess vænst að hér eftir verði allir komnir í sæti það tímanlega að sýning geti hafizt stundvíslega kl. 8 hvert sinn — Næstk. sunnu- dag kl. 2 verður Skugga-Sveinn sýndur börn. Aðgöngumiðar að þeirri sýningu verða seldir í Eddu á laugardag. Húnvetningafélagið heldur árs- hátíð sína að Hótel KEA föstud. 19. marz næstk. kl. 8,30 e. h. Akureyringar! Munið félags- vistina, kórsönginn og dansinn hjá Kvennakór Slysavarnafélags- ins föstudaginn 19. þ. m. kl. 8,30. - ,.Skugga“Sveinn“ (Framhald af 5. síðu). Tryggvason stjórnaði hljómlist og lék undir fyrir söngvara. Oddur Kristjánsson er leiksviðs- stjóri, en Ingvi Hjörleifsson Ijósa- meistari. Hárgreiðslu annaðist María Sigurðardóttir, en búninga Guðrún Scheving. Þetta er 2. viðfangsefni Leikfélagsing á þessu leikári og mun sennilega endast því fram á vorið. Á frumsýningunni bárust leik- stjóra og leikendum blóm og var óspart klappað lof í lófa. Var það að öllu leyti verðskuldað. Að ýmsu má finna — eins og hér hefur verið gert — enda fyrir hendi ríkar ástæður til skýring- ar á því. En uppfærzla á leikriti eins og Skugga-Sveini kostar mikið starf. Fjöldi manna mun njóta sýningarinnar. Eitt vinsæl- asta verk þjóðskáldsins lifir aft- ur á meðal okkar. Allt er þetta þakkarvert og viðurkenningar maklegt. Fyrir leikendur verða það þó mestu sigurlaunin, að al- menningur fjölmenni á sýning- arnar. Það skiptir þá meira máli en umsagnir í blöðum, sem jafn- an hljóta að vera mótaðar af persónulegum viðhorfum. Og nú horfir svo, að þau sigurlaun verði ríkulega. Yfir því munu ekki sízt gleðjast þeir, sem gegna því erfiða hlutverki að skrifa um leikhúsmálefni í blöð. H. Sn. UPPBOÐ Eftir kröfu Ragnars Stein- bergssonar hdl. og að undan- gengnu fjárnámi verða 3 snurpinætur eign sameignafé- lagsins Bjarki boðnar upp og seldar, ef viðunandi boð fæst, til lúkningar viðgerðar- og geymslukostnaði að upphæð kr. 17.360,37 auk alls kostn- aðar, á opinberu uppboði, sem haldið verður í nótastöð Nóta- stöðvarinnar h.f. á Gleráreyr- um fimmtudaginn 25. marz n. k. kl. 11 f. h. Bæjarfógetinn á Akureyri Friðjón Skarpbéðinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.