Dagur - 17.03.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. marz 1S54 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa f Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Fjárþörf Akureyrar og lánastefna Utvegsbankans UPPLÝSINGAR ÞÆR, sem birtar voru í' síð- asta tbl. um peningamálastefnu Útvegsbankans gagnvart þessu byggðarlagi hafa vakið almenna furðu og gremju. Það er öllum ljóst, að stjórn Út- vegsbankans rekur allt aðra stefnu gagnvart Ak- ureyri og nálægum héruðum en öðrum landshlut- um. Þrír kaupstaðir úti á landi hafa milljónatugi að láni frá aðalbankastofnuninni til alls konar at- vinnureksturs og framkvæmda, auk þess fjár, sem heimamenn eiga á sparisjóðsreikningum. Hér er aftui' á móti svo um hnútana búið, að á þriðju milljón króna skortir á ,að sparifjárinnstæðan sé í útlánum og er það fé geymt í aðalbankanum í Reykjavík og ráðstafað þar, en enginn eyrir kem- ur hingað norður af fjármagni aðalbankans. Er nú að furða, þótt þröngt sé hér á lánsfjármarkaði þegar annar stærsti banki landsins rekur slíka stefnu? Ef hér ríkti sambærilegt ástand og annars staðar, væru milljónatugir af fé þessa banka í út- lánum til útvegsmanna og atvinnurekenda héríbæ og nærliggjandi héruðum umfram það sem nú er. UM ÞESSAR MUNDIR leitar Akureyrarbær eftir stórlánum til þess að hrinda áleiðis fram- kvæmdamálum, sem mikla þýðingu hafa fyrir framtíð bæjarfélagsins. Bærinn hefur sent Fram- kvæmdabanka fslands erindi um margra milljón króna lán til þess að koma upp hér dráttarbraut fyrir togara og hraðfrystihúsi fyrir útgerðina. Um undirtektir þar syðra er ekki fullkunnugt, en ólíklegt er þó, að allt það fé, sem til þarf, verði sótt í þann banka. Mun bankastjórninni og vafa- laust fullkunnugt um, að til er bankastofnun hér nyrðra, sem vel má anna þessari lánveitingu, þar sem er útibú Útvegsbanka fslands hér á staðnum. Fari svo, að Framkvæmdabankinn synji lán- beiðni Akureyrarbæjar að einhverju eða öllu leyti virðist sjálfsagt að bæjarstjórnin fari þess á leit við Útvegsbankann að hann láni þær milljónir, sem hér er þörf á. Synjun á slíkri beiðni getur ekki verið reist á f járskorti, heldur hlýtur hún að skoðast staðfesting á þeirri fjárflóttasfefnu, sem bankinn rekur hér í þessu byggðarlagi. t I NÝLEÐNUM bæjarstjómarkosningum lýstu Sjálfstæðismenn fylgi við byggingu hraðfrysti- húss og dráttarbrautar. Á Alþingi hafa þeir hvað eftir annað flaggað með tillögum um ýmiss konar rannsóknir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Nú stendur svo á, að engrar rannsóknar er þörf á því, að þau tvö fyrirtæki, sem hér hafa verið nefnd, eru hið mesta nauðsynjamál fyrir byggðina hér, né heldur er þörf nokkurrar þing- legrar rannsóknar á reikningum Útvegsbankans til þess að sjá, að lánveiting af þessu tagi er vel fær fyrir bankann og væri auk heldur ekkert ann- að en leiðrétting á herfilegu misrétti, sem stefna bankastjórnarinnar hefur skapað á liðnum árum. Nú hagar svo til að Sjálfstæðismenn stjórna þessum banka. Tveir af þremur bankastjór- um aðalbankans eru Sjálfstæðismenn, svo og útibússtjórinn hér. Og þó eru yfirráð, Sjálf- stæðisflokksins tryggari en þetta: Þrír af fimm banka- j ráðsmönnum Útvegsbankans j eru Sjálfstæðismenn. FJÁRÞÖRF Akureyrar nú er hæfilegt tilefni fyrir almenning að kanna, hvað býr að baki yfir- lýsingar Sjálfstæðisflokksins um stuðning við þau málefni tvö, sem hér eru nú efst á dagskrá, og hvert hald er í tillögunum um jafnvægi í byggð landsins. — Ef flokkurinn vill vera sjálfum sér samkvæmur, á hann að krefjast þess af bankaráðsmönnum sínum j og bankastjórum að þeir- leggi j fram þær milljónir, sem hér er þörf á, með viðráðanlegum kjör- um. Stefna Sjálfstæðismanna í bankastjórn Útvegsbankans hef- ur að undanförnu beinlínis verið fjandsamleg hagsmunum þessa byggðarlags. Nú er tækifæri fyr- ir þá til þess að leiðrétta herfilegt misrétti og bæta fyrir gamlar syndir. Fólkið í bæ og grennd mun fylgjast vel með því, hvort iðrunin verður einlæg. Hvernig standa kartöflu- sölumálin? Bóndi skrifar blaðinu á þessa leið: „EFTIR ÞVÍ sem menn vita bezt um kartöfluframleiðsluna í haust sem leið var hún 120—150 þús. tunnur. Og eru þá einungis taldar úrvalskartöflur og 1. fl. kartöflur. Þetta magn kartaflna var þegar í haust sýnt að yrði örðugt að selja á innlendum markaði. Þrátt fyrir það hafa lé- legar kartöflur verið á boðstólum bæði á veitingastöðum, öðrum opinberum stöðum og í heima- húsum. Alls staðar þar, sem vondar kartöflur eru á boðstólum, er lít- ils af þeim neytt, og er það und- arleg sparsemi í þessu kartöflu- ári, að nokkurs staðar skuli aðrar en úrvalskartöflur og 1. fl. kar- töflur vera á borð bornar. 2. fl. kartöflur og enn verri kartöflur ættu engir að leggja sér til munns á þessum vetri. SUNNAN og suðvestanlands eru nú á markaðinum 40 þús. tunnur. Norðan og norðaustan- lands eru 23. þús. tunnur, eða samtals ca. 60—70 þús. tunnur af úrvalskartöflum og 1. fl. kartöfl- um. Þeir, sem gerzt mega um þessi mál vita segja, að um helmingur þessa magns muni seljast þar til um mánaðamót júlí—ágúst, eða þangað til nýjar kartöflur koma á markaðinn. Það er því ljóst að 30—35 þúsund tunnur af góðum kartöflum verða óseldar þá fyrir utan aðrar kartöflur sem lélegri eru. Spurningin er þá: Hvað á að gera við þennan hluta, sem ekki selzt? Það eitt er víst, að séu þær geymdar til sumarsins, verða þær engum að gagni. Er þá í fyrsta lagi sú leiðin til, sem er að vísu sjálfsögð, en mun þó ekki reynast nægileg, að borða eins mikið af þeim og framast er hægt. Það ætti að vera sjálfsögð venja allra heimila að hafa tvisvar á dag góð- ar, nýsoðnar kartöflur á borðum. Þetta gera margir, en það ættu sem flestir að gera. 1 öðru lagi ættum við að læra það sem mörg- um finnst víst ennþá fráleitt, en það er að borða kjöt og fisk með kartöflum í staðinn fyrir að borða kartöflur með kjöti og fiski. Með því endist kjötið lengur í land- inu og gengur fljótar á kartöflu- birgðirnar. Hvort tveggja er nú nauðsynlegt og hagfræðilega rétt, svo einfalt sem það er. MIKILL ÁRÓÐUR hefur verið rekinn fyrir aukinni neyzlu kar- taflna og með nokkrum árangri. Samt má ganga út frá því sem vísu, að fyrrgreindar tölur munu láta nærri um afganginn. Það virðist nú vera skársta ráðið að nota þær til fóðurs í vet- ur. Með því móti ættu framleið- endur að fá sem svarar 50 aurum fyrir kílóið, miðað við annað fóð- ur. Handa 2ja mánaða kálfum og eldri má nota þær verulega. All- ir vita, hve gott er að gefa þær mjólkurkúm. í því sambandi má minna á, að næsta sumar verður kjötskortur í landinu. Markaður fyrir gott kjöt ætti því að vera alveg öruggur. Til hliðsjónar við fóðrunina má reikna með að ca. 4—5 kg. af kartöflum þurfi í eina fóðureiningu, eða jafngildi sem næst 1 kg. af fóðurblöndu. Efna- samsetning kartaflna er að vísu allt önnur en fóðurblöndunnar og verður því að taka tillit til þess við fóðrunina. T. d. þurfa há- mjólka kýr að fá síldar- eða karfamjöl með kartöflunum, svo að þetta aukafóður komi að full- um notum.“ r Olafur Hvannda] 75 ára Síðastl. mánudag varð Ólafur J. Hvanndal prentmyndameistari í Reykjavík 75 ára. Ólafur er brautryðjandi í prentmyndagerð hér á landi og á sú iðngrein nú 35 ára afmæli hér. Fyrir fáum ár- um réðist Ólafur í að flytja prentmyndagerð sína hingað norður og starfrækti hana hér í nokkur ár. Kynntust Eyfirðingar þá Ólafi Hvanndal og varð hann hér á skömmum tíma sérlega vinsæll og vel metinn. Hlaut svo að fara, því að Ólafur er ljúf- menni hið mesta og góðmenni og auk þess prýðilegum gáfum gæddur, hugsjónamaður og bar- dagamaður, þegar góðum málum er þörf á liðsinni. Því miður fór svo, að þessi merkilega tilraun til þess að reka prentmyndagerð hér nyrðra, tókst ekki og varð Ólafur að hverfa suður aftur. Var að því skaði fyrir bæ og hérað og marg- ir sakna nú ekki aðeins prent- myndagerðarinnar heldur einnig öðlingsmannsins, er henni veitti forstöðu. í þeim flokki eru starfs- menn þessa blaðs, sem jafnan áttu ánægjuleg samskipti við Hvanndal og fyrirtæki hans. — Dagur tekur því undir með þeim mörgu, sem senda Ólafi Hvann- dal árnaðaróskir á þessum tíma- mótum í ævi hans og þakka hon- um löng og góð kynni. Hestar Nokkrir hestar til sölu. Sumir vanir drætti. Afgr. vísar á. HtS-íji'KHí-i'W'-:;K©'K;K®'K,KÍ'yKK©'KW'í5-KC-')-©'KVS-© ■ VALD. V. SNÆVARR: | | Þegar þysinn hljóðnar. | „En svo bar við, cr hann var li stað nokkrum ^ að biðjast fyrir, að einn af lœrisveinum hans ♦ r sagði við hann, j>á er hann var hcettur: Herra, jr ’ kenn þú oss að biðja ..." i Lúk. 11, 1. „Herra, kenn þú oss að biðja!" — BJessaður sé lœrisveinninn ónafngreindi, er sagði þessi orð! § Þau virðast hafa orðið til þcss, að Jesús kenndi % þeim brenina „Faðir vor." — .Sií becn cr numin ^ af vörum Jesú sjtilfs. Hún er þvi cilt af hcilög- ustu hjartablöðum lirislinnar trúar. Hana lecrð- um vér i fyrstu bernsku, og þakklát megum vér vera þeim, er kenndu oss hana. — Vér höfum öll haft hana oft sinnis yfir síðan þá. Stundurn höfum vér fyilst friði og unaði, cr vér fórum með hana, en stundum hefir hinsvegar ekkert gjörzt i sáJum vorum. Hvernig stcndur á þvi? Leilum orsakarinnar hjá oss sjálfum. — Þegar ^ ekkert hefir gjörzt, hefir hugurinn sennilega verið margskiþlur, — tvistraður, — og hjartað <5 ekki „slegið undir.“ Asigkomulag vort hcfir verið á þá lund, að erfitt er að hugsa sér að nokJiuð © hcfði getað gjörzt. Athugum það nánar. — Iivað % gjörðir þú, þegar þú varst ungur, og þig sár- ^ Jangaði liJ einhvers, sem þú vissir að mamma t. P'n Sat Sfört fyrir þig? Kallaðir þú halt og ^ kœruleysislega til hennar og mœltist lil að hún ® iy gjörði þetta samstundis? Nei, það gjörðir þú T ckki. Þú komst til hennar, lagðir hendurnar um § liáls lienni, mccJtir lil hennar bJíðum áslúðar- orðum og stundir svo becn hjartans uþþ. Þú © vissir sem var, að kœrJeikurinn og hjartahJýjan ^ er lykillinn að móðurhjartanu. — En — nú veizlu lilia, að Guð er kœrleikur (I. Jóh. 4, 16). Viljir £ þú því að eitthvað gjörist, þegar þú berð bœn ? þina fram fyrir hann, þá skaJtu gjöra það i sama j- hugarfari eins og þegar þú baðst mömmu þína k um það, sem hjarta þitt girntist þá. Hjartahili, ® kœrJeikur og innileiki þarf að einkenna bœn ý þina til Itimneska föðurins, engu síður en jarð- f nesku móðurinnar. — Er það svo erfittf Finnst Z þér það? Viltu ekki minnast þess, að samkvœmt skýlausum orðum Jesú er Guð faðir þinn, og þú crl lilla, breyzka barnið hans. Rcyndu j)ví að krjúþa á kné og hugsa þér, að þú sért að riálgast föðurknén. Reyndu og að lyltja lófum. Getur það ekki minnt þig á, að þú sért að leggja arm- ana um háls himneslia föðurins, — liaJJir höfð- inu að brjósti hans og hvislir alhuga ban þinni i ejru honum, eins og niömmu forðum daga? — Ómögulegt. Of barnalegt, kannl þú að segja. Máske — en minnstu samt þess, sem Jesús sagði um barnslega hugarfarið. — Það skyldi þó aldrei vera, að það sé einmitt barnslega hugarfarið, sem oss vantar i been og kirkjulifið nú á dögum? © — Herra, kenn þú oss að biðja! — Gjör oss, ís- % Jendinga, að biðjandi þjóð. — Þá gjörist eitt- hvað! — Te hressir ekki síður en kaffi Hækkun kaffiverðsins verður efalaust til þess, að varlegar verður nú farið með sopann í mörgum heimilum, en einmitt þess vegna er ástæða til að minna á, að bolli af góðu tei hressir ekkert síður en kaffibollinn. En þess ber þó vel að gæta, að hér er átt við vel lagað te, en ekki það gutl, sem hér á landi gengur undir nafninu „tevatn“ og lýsir drykknum mæta vel. Engu minni vandi er að gera gott te en gott kaffi. ------o------ f Rétt er að setja te þegar í loftþétta dós til geymslu en geyma það ekki í pakkanum einum eftir að hann hefur verið opnaður. Te er mjög viðkvæmt og tekur til sín lykt af annarlegum efnum eins og t. d. smjör. Te þarf að búa til í góðum tepotti úr leir. Fyrst á að skola pottinn vel með heitu vatni og gæta þess ,að potturinn sé sjálfur orðinn vel heitur áður en tegerðin hefst. Fyrir hvern bolla af te, sem drekka skal, reiknast ein teskeið af te- laufum í pottinn. Þegar hellt er upp á teketilinn þarf vatnið að vera sjóðandi, en má ekki hafa soðið lengi heldur á að hella upp á um leið og suðan kem- Framhald á bls. 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.