Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 26. maí 1954 D A G U R 7 í Danmörk verða handarverk kynsióðanna ntinnissfæðust (Framhald af 5. síðu). til Rússlands. Okkur er boðið að bragða smjör og osta, og er hvort tveggja ljúffengt, enda munu danskir mjólkuriðnaðarmenn flestum færari í iðngrein sinni. Mjólkurbú þetta er rekið með samvinnusniði, svipað því, sem hér gerizt. Langsamlega flest mjólkurbú Dana eru eign sam- vinnufélaga bænda og munu þn- nú vera á annað þúsund á öli landinu og vinna úr 80—90% rf mj ólkurfarmleiðslu landsmanna. í heimsókn hjá óðalsbónda. Frá mjólkursamlagshúsinu cr ekið heim til formanns samlar ins, sem er merkur óðalsbónd. i byggðinni. Þar eru reisuleg hú;, en hvorki með herragarðs- i-e húsniannsbýlissniði heldur í þei;n stíl, sem tíðkast á myndarheimi.- um í sveit. Húsin eru reist um- hverfis húsagarð og mynda fer- hyrning. Ein hliðin er íbúðarhús, hitt eru gripahús og hlöður. -- Okkur er fylgt um fjós og svín.;- hús, hesthús, hlöður, verkfærr- geymslur og önnur útihús. E:t þetta allt miklar vistarverur or alls staðar er merki hirðusemi or þrifnaðar að sjá. í fjósinu, sc r- minnir um margt á nýtízkul g fjós á íslandi, eru nokkrir tug'.r gripa á básum. Þetta eru al gripir af hinu fræga danska rauða mjólkurkúakyni. Alla; ký rnar eru eins á litinn og nauðalíkar hver annarri. Þetta munu líka vera kostagripir. Dan- ir hafa lagt mikla stund á að rækta þetta lcúahyn, enda hefur meðalnythæð stórhækkað á síð- ustu áratugum og mun nú komin í 3275 kg. á öllu Íandinu, eða því sem næst. Þessi bóndi framleiðir mjólk og svínákjöt. f svínahúsi hans eru svín á öllum aldurs- stigum, frá nýfæddum grísum til gamalla gylta. í hesthúsi er að- eins rúm fyrir fáá hesta, enda notar þessi bóndi véltækni við búskapinn að verulegu leyti. Hestum mun fara fækkandi í sveitum. Loks eru hænsni á bú- garðinum, en eggjaframleiðsla er gildur þáttur í búskap danskra bænda. Bóndadóttir skemmtir með músík! Þessi bóndi býr vel. Þegar við komum út í húsagarðinn að af- lokinni ferðinni um gripahús og hlöður, ekur dóttir hans .á nýjum, gljáfægðum bíl í hlaðið. Það er vagn heimilisins. Og þegar við erum komnir inn ■ í íbúð bónda sést, að þar skortir heldur ekkert. í eldhúsinu eru nýtízkul'egar heimilisvélar. Húsgögn eru göm- ul og virðuleg og viðamikil, stof- urnar bjartar og minna okkur á stássstofur í íslenzkum kaupstað fyrir svo sem 20—30 árum. En til þess að minna enn frekar á, að hér er nýtízkulegur búgarður og framsækið fólk, setzt dóttirin í húsinu að flygli í stofunni og leikur fyrir okkur, fyrst stef úr symphóníu eftir Tchaikowski, en tekur síðan upp léttara hjal og leikur valsins úr Rauðu myll- unni og stefið úr Sviðljósum Chaplins! Frá þessum búgarði var ekið að fyrirmyndarbúgarði, og til- raunastöð, sem bændasamtök eiga og starfrækja. Þar fór allt á sömu leið og áður. Við vorum leiddir hús úr húsi umhverfis húsagarðirtn, um fjós, svínastíúr, hesthús, hlöður og verkfæra- geymslur. En á þeim stað var engin bóndadóttir, sem skemmti með hljómblikum úr klassík og dægurlögum. Nokkru seinna var ekið inn til borgarinnar og þar setzt að snæðingi með forráðamönnum mjólkurbúasamb. og þar var enn veittur margvíslegur fróð- leikur um danskan landbúnað til þess að festa enn betur í vitund okkar þá staðreynd, að landbún- aðurinn er ekki aðeins merkasta atvinnugrein landsmanna, heldur stendur hann og mjög framarlega í tækni og þekkingu, miðað við hvaða land sem er, og á ýmsum sviðum e. t. v. fremst. Þeir hafa hjálpað sér sjálfir! Danskir bændur búa við allt önnur skilyrði en íslenzkir bænd- ur ‘og samanburður á starfi og kjörum er erfiður og varla rétt- látur. En að einu leyti svipar danskri og íslenzkri bændastétt mjög saman. Báðar hafa tileinkað sér samvinnuhugsjónina og með samhjálp unnið stórvirki til hags- bóta fyrir land og þjóð. Saga Dana á þeim vettvangi er eldri en okkar saga og þeir hafa því á sumum sviðum náð lengra. Reynslan hefur kennt þeim að þeim vegnar bezt þegar samtök þeirra eru öflugust og samhugur mestur. Þess vegna er uppörvun og styrkur að því fyrir íslenzka hændur og samvinnumenn að kynnast dönskum landbúnaði og 'iá, að ■ danskir bændur hafa hjálpað sér sjálfir til bjargálna og menningar með hinu einfalda og sígilda lögmáli samvmnunnar. — II. Sn. ERLEND TÍÐINDI (Framhald af 4. síðu). á þeim grundvelli, að viðurkennd verði yfirráð kommúnista í Viet- Nam, en hins vegar verði skæru- liðar þeirra reknir úr Cambodía og Laas-'-og bundinn endir á skærur og styrjaldaraðgerðir þar. Slíkir samningar mundu þýða friðsamlegri tíma austur þar í bráðina og væru raunar ekki annað en viðurkenning á stað- reyndum, því að her Viet-Minh hefur stór landsvæði á sínu valdi og hefur lengi haft. En þótt fall- byssurnar hljóðni, eru margir vantrúaðir á að það verði til frambúðar nema til komi öflugt varnarbandalag í Austur-Asíu og herstyrkur, sem er nægilega öflugur til þess að halda komm- únistum frá þeiri'i freistingu, að ráðast á ný með vopnavaldi á Indó-Kínaríkin. Og þótt friði verði komið á, mun undirróður þeirra halda áfram. Veltur þá á mestu, að Frakkar og bandamenn þeirra skilja, að öflugasta stuðn- ing hafa kommúnistar af sjálf- stæðisbaráttu þjóðanna í Asíu og andúð þeirra á nýlendustefnu þeirri, sem Frakkar og fleiri vestrænar þjóðir hafa lengi rekið. - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). tilmæli til þeirra, sem ketti halda, að loka þá inni nú um sinn, unz ungai' ei'u allir fleygir orðnir og úr hættu frá klóm og kjafti katt- anna. Silver Cross barnavagnar og kerrur í glæsilegu úrvali Pantanir sækist sem allra fyrst. Sendum í póstkröfu. Brynjólfur Sveinsson Sími 1580. Þaksaumur Pappasaumur Girðingakengir Verzl. Eyjafjörður h.f. <# MATARSTELL 6 manna HITAFLÖSKUR og gler í hitaflöskur j ÁSBYRGI h.f. Kaupakona óskar eftir atvinnu nú þegar á góðu sveitaheimili. Afgr. vísar á. HERBERGI til leigu í Ránargötu 19 niðri. Sínii 1719. Lítil íbúð er til leigu 1. júní. Uppl. eftir ld. 1 hjá Óskari Guð- jónssyni, Sjúkrahúsinu. Nýkomið: KVENPEYSUR STÓRESEFNI VINDSÆNGUR Ásbyrgi h.f. Gaddavír kr. 96.00 rúllan nýkominn. Verzl. Eyjafjörður h.f. I. O. O. F. Rbst. 21025268V2 — I. I. O. O. F. — 1365288V2 — Uppstigningardagur: Messað á Akureyri kl. 2 e. li. — F. J. R. Kirkjubrúðkaup. Síðastl. laug- ardag, 22. maí, voru gefin saman í Akureyrarkirkju Guðbjörg Ein- ars Þórisdóttir og Tryggvi J. Gestsson bifreiðastjóri, bæði af Akureyri. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup framkvæmdi hjóna- vígsluna. Hjónaefni. 13. apríl opinberuðu trúlofun sína í Reykjavík ungfrú Hrönn Guðmundsdóttir og Mari- nó Marnósson, bæði frá Akureyri. 1 allt vor og suraar hefur verið stórhættuleg umferðartálmun á Eyrarlandsvegi, á uær því blindu horni undan Barnaskól- anuin. Eru þar holur miklar í veginn, illfærar bifreiðum, og freistast bifreiðastjórar, er kom ofan brekkuna, til að krækja út í hægri kant til þess að forðast holumar, en á þess- um stað er slíkt hættulegt. — Furðulcgt er, að ekki skuli bú- ið að lagfæra þctta fyrir löngu og eins flciri torfærur á þessum fjölfarna vegi. Til unglingastarfsins í Akur- eyrarkirkju. Kr. 100 frá N. N. — Kærar þakkir. P. S. Síðastliðinn föstudag var jarð- sungin frá Akureyrarkirkju frú Unnur Björnsdóttir, Laxagötu 4, Akureyri, kona Arinbjarnar Árnas. Frú Unnur var vel gef- in og vinamörg og hin mætasta kona. | | Geysisnienn! Mætið annað kvöld kl. 8,30 í Lóni vegna hljóð- ritunar á söng kórsins. Áttræður verður næstk. föstu- dag Konráð Sigurðsson, Glerár- götu 8, hinn mesti sæmdarmaður, sem mörgum bæjarmönnum er að góðu kunnur. Innanfélagsmót í frjáls- íþróttum fer fram n.k. föstudag kl. 8 e. h. — Keppt verður í 5000 m. hlaupi, langstökki, þrí- stökki og 200 m. hlaupi. Frjáls- íþróttadeild KA* Félagar í I. O .G. T. Vinna við litla golfvöllinn hjá Varðboi'g er að hefjast. Stúkufélagar eru beðnir að kóma og leggja þar fram sjálfboðavinnu. Þeir, sem það vilja gjöra, eru beðnir að mæta hjá Varðborg föstudaginn 28. maí kl. 8 síðd. Gott að hafa með sér reku. — Vallarnefndin. Hjálpræðisherinn. Fimmtudag (uppstigningardag): Kl. 7.30 e. h.: Samkoma. — Sunnudaginn n.k.: Kl. 4 e. h.: Útisamkoma. Kl. 20.30: Opinber samkoma. Lt. Magnar Berg stjórnar. — Munið Hjálp- ræðisherinn á Akureyri, 50 ára afmæli á hvítasunnunni. Sam- komur 5., 6., og 7. júní. íslending- urinn majór Árni Jóhannsson, majór Andressen og frú og majór Svava Gísladóttir og fl. foringjar mæta. Lúðrasveit og strengja- sveit úr Reykjavík koma. Scxtíu og fimm ára varð síðastl. laugardag Guðmundur Halldórs- son, málari, Brekku götu 3, Ak- ureyri. Golffélagar. Keppni í kvöld. Menn séu mættir kl. 7.45 e. h. Kaþólska kapellan (Eyrarlands- vegi 26). Á morgun, sem er upp- stigningardagur, er lágmessa kl. 10,30 árdegis. Á sunnudaginn, hinn 6. eftir páska, er lágmessa á sama tíma. Ollum heimill að- gangur við messur. Fimmtugur. í dag á Aðalsteinn Jónsson bóndi í Kristnesi, fimm- tugsafmæli. Hann er Þingeyingur að uppruna, en hefur búið í Kristnesi undanfarin 10 ár og er hér vinsæll maður og góður bóndi. Atvinna Ráðskona og fleira starfsfólk óskast við gistihúsrekstur í Varðborg í sumar. Umsækjendur snúi sér til Hermanns Sigtryggssonar, Sími 1481, sem gefur frekari upplýs- ingar. Léreft Rósótt, einlit og hvít. Vefnaðarvörudeild. Nýkomið: STRIGASANDALAR á börn og fullorðna KVENSKÓR (hallorinemodel) STRIGASKÓR í miklu úrvali 4 Skódeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.