Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 1
XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. maí 1954 25. tbl. Barnakór Akureyrar, hópuriim scm fcr í söngför lil Noregs 12. júní n.k. f aftari röð, fyrir miðju, er söngstjórinn, Björgvin Jörgensson. Barnakór Ákureyrar heldur fil i Kórinn syHgur hér á Akureyri á morguii Noregsför Barnakórs Akur eyrar hefur fyrir nokkru verið endanlega ráðin. Fer kórinn til Osló 12. júní næstk., með millilandaflugvél Flugfélags íslands, og heldur þegar með næturlest til Álasunds. Þar mun kórinn syngja tvisvar opinberlega. En eins og kunnugt er, hefur Álasund, vinabær Ak- ureyrar, greitt mjög fyrir komu kórsins, og er hugmyndin um söngförina þaðan komin. Frá Álasundi verður haldið til Bergen og sungið þar, síðan til Osló og einnig þar verðúr sungið. En síð- an verður farið heim með flug- vél 27. júní. Auk söngstjórans, Björgvins Jörgenssonar, verða aðrir kennarar með í förinni, til aðstoðar og eftirlits. Kórinn hefur æft af kappi að undanförnu og gefst nú bæjarbú- um kostur á að hlusta á hann á morgun. Syngur kórinn í Nýja- Bíó kl. 3 síðdegis. Þar koma fram tveir einsöngvarar: Anna G. Jónasdóttir og Arngrímur B. Jó- hannsson. Kórinn söng í sl. viku í Húsavík við góða aðsókn og undirtektir. Um næstu helgi mun .kórinn syngja í Dalvík (á laugar- dag) og á Sauðárkróki (á sunnu- dag). Þá mun kórinn syngja á Akranesi á leið sinni suður, en í Reykjavík að lokinni Noregsför- inni. Milljc kr. skuldabréfa- lán til sundlaugarinnar Bæjarstjórn samþykkti í gær að 3ja manna bygginganefnd skyldi taka við stjórn frarn- kvæmda við nýbyggingu sund- stæðisins, 2 kjörnir af bæjar- stjórn og 1 af ÍBA. Jafnframt að boðið skyldi út milljón kr. lón á ábyrgð bæjarins, til 8 ára með 7% vöxtum. Framkvæmd- um á að Ijúka á næsta ári. Bæj- areíjórn kaus af sinni hálfu þá Jón Sólnes og Guðm. Gúð- laugsson í nefndina. Enn skortir nokkuð á að kórinn hafi aflað sér nægilegs farareyris. Hefur verið efnt til happdrættis til ágóða fyrir söngförina. Munu börnin bjóða bæjarbúum þessa miða í síðasta sinn í dag, á morg- pn verður dregið. Er þess vænst, að sem flestir kaupi nú miða. Hópferð í Þjóðleikhús og á fimisku iðnsýn- inguna Ferðaskrifstofan hér gengst fyrir hópferð til Reykjavíkur um næstu helgi og verður farið héðan með svefnvagninum á föstudags- kvöld. í Reykjavík verður farið í Þjóðleikhúsið til að sjá óper- ettuna Nitouch, og á finnsku íðnsýninguna. Haldið verður heim með svefnvagninum á sunudag og komið við á Akranesi og horft á knattspyrnukappleik í milli Akurnesinga og úrvalsliðs frá Hamborg, sem gistir ísland þessa dagana. Verkfall. .Prentárar hafa boðað Verkfall frá 1. júní n.k., ef samn- ingar hafa þá ekki tekizt. Olíklegt var talið í gær að samningar næð- ust fyrir rnánaðamót. í skógrækfar- ferðum hér s. I. laugardag Fyrstu gróðursetningarferðir Þá verður gróðursett í Vaðlaskógi Vegleg vígsluathöfn í Gufunesi s. 1. langardag, er áhurðarverksmiðj an tók formlega til starfa Skógræktarfélags Eyfirðinga og U. M. S. E. í vor voru famar laugard. 22. þ. m. Var þá gróður- sett í þremur skógarreitum sam- tímis. Þátttakendur voru alls 113 og voru gróðursettar 5300 trjá- plöntur. í Kjarnaskógi er búið að gróðursetja 8000 plöntur, og er næsta ferð þangað á morgun (uppstigningardag) kl. 7,20 e. h. frá Hótel KEA. Breytt áætlun um næstu helgi. Vegna aðalfundar KEA verður sú breyting á, að næstu sam- vinnuferðir verða sunnudaginn 30. þ. m. í stað laugard. 29. Verð- ur þá mætt á vinnustað kl. 2 e. h. (gegnt Akureyri), Miðhálsstöð- um í Öxnadal og Hvammi í Arn- neshreppi. Þessar ferðir verða tileinkaðar minningu Þorsteins Þorsteinssonar, og verður þá byrjað að gróðursetja í sérstakan reit til minningar um hann að Miðhálsstöðum í Öxnadal. Gert er ráð fyrir þátttöku í Vaðlaskóg frá Svalbarðsströnd, Öngulsstaðahr., Saurbæjar- og Hrafnagilshr., að Miðhálsstöðum frá Akureyri, Glæsibæjar- og Öxnadalshr. og að Hvammi frá Arnarneshr., Árskógsstr. og Svarfaðardal. Frá Akureyri verður farið kl. 3,20 e. h. frá Hótel KEA. Um þessar mundir getur að líta hér á Akureyrargötum bifreiðir hlaðnar Kjarna-áburði frá Áburð arverksmiðjimni, á leið til hér- aðsins, þar sem íslenzkur tilbúinn áburður verður í fyrsta sinn bor- inn á ræktarlönd bænda. Þessi saga er nú að gerast í öll- um héruðum landsins, og eru þetta hin merkustu tímamót í sögu íslenzks landbúnaðar. Vígsla í Gufunesi. Þeirra var og minnst með veg- legri vígsluathöfn í Gufunesi sl. laugardag. Er nú talið að áburð- arverksmiðjan hafi starfað reynsluskeið sitt og sé tekin til starfa af fullum krafti og með fullum afköstum. Við athöfnina var fjöldi gesta, m. a. forseti ís- lands og forsetafrúin, ráðherrar, forustumenn búnaðarsamtakanna og margir fleiri. Hornsteinn lagður. Vilhjálmur Þór forstjóri, for- maður verksmiðjustjórnarinnar, bauð gesti velkomna og sérstak- lega forseta íslands, sem kominn Var til þess að leggja hornstein verksmiðjunnar. Las forstjórinn því næst skjal það, sem lagt var í hornsteininn, en þar er rakin saga málsins og lýst verksmiðj- unni. Eftir að forsetinn hafði lagt hólk, með skjalinu í, í hornstein verksmiðjunnar, o£ komið honum fyrir, flutti hann ávarp. Ávarp forseta. Hann minnti á, að lagning hornsteinsins væri nú orðin tákn- leg aðeins og færi ekki illa á því að vígsla slíkra fyrirtækja færi þá fyrst fram, er sýnt væri að hið margþætta kerfi starfar á þann hátt, sem til er ætlast. í ræðu sinni komst forseti íslands m. a. svo að orði: Vér erum fámenn þjóð og völdum ekki hinum stærstu verkefnum, nema allir leggi sam- an. „Sterkur fór um veg, þá var steini þungum lokuð leið fyrir; ráð at hann kunni, þó ríkur sé, og hefðu þrír um þokað.“ Það eru samtök allrar þjóðarinnar, sem hafa þokað þessu verksmiðju- máli áfram þangað „þar sem nú stöndum vér“. Sá, sem ekki hefur komið hér tvö síðustu árin mun varla þekkja Gufunesið aftur fyrir sama stað. Slík afköst í byggingariðnaði hafa ekki þekkzt áður hér á landi. Að vísu er forsagan löng og margir ágætir forustumenn, sem ég skal hvorki nefni né gera upp á milli, en það eru einhuga sam- tök þjóðarinnar á Alþingi, sem hafa reist þessa stofnun til hags- bóta fyrir landbúnað og þjóðar- heild. Það, sem hér er unnið fyr- ir eina stétt, kemur öllum að not- um.... “ Áburður á 650 dagsláttur á einuin sólarhring. f ræðu sinni rakti formaður verksmið just j órnarinnar, Vil- hjálmur Þór, sögu byggingamáls- ins og minnti á, að það hefði ver- ið föstudaginn fyrstan í sumri fyrir tveimur árum, að grasrót- inni á lóð verksmiðjunnar hefði fyrst verið hreyft, er Hermann (Framhald á 8. síðu). Óstaðfestar fregnir úr Rvík í gær herindu, að búið væri að undirrifa endanlega samkomu- lag það um breytingar á her- varnasáttmála fslands og Bandaríkjanna, sem varð í milli fulítrúa ríkisstjórna landanna í vetur. Ilefur orðið verulegur dráttur á því að staðfesting samkomulagsins kæmi frá Bandaríkjastjórn, en sam- kvæmt þessurn fregnum er þeirri bið nú lokið. Mun vera von á tilkynningu um staðfest- inguna og meginefni breyting- anna í kvöld, að því þessar fregnir herma. Talið er og, að meginefni breytinganna sé stóraukin einangrun herliðsins frá því sem verið hefur, fram- kvæmdir á Keílavíkurflugvelli nuinu miklu mcira en hingað til í höndum íslenzkra verktaka og ílamiltonfélagið mun brátt hverfa úr Iandi með allt sitt starfslið. Það var fyrir forgöngu Fram- sóknarflokksins, sem hafizt var handa um að koma bctri skipan á skipti íslendinga og varnarliðsins og hefur utanrík- isráðherra, dr. Kristinn Guð- mundsson, unnið markvisst að lausn málsins. Nánar verður urn þau mál rætt, er fregn þessi verður opinberlega staðfcst. Leggja til að Sjöstjarm an h.f., Sólnes h.f. og Sæfinnur h.f. fái at- vimmbótaféð Félagsmálaráðuneytið hefur tilkynnt Akureyrarbæ, að honum standi til boða 100 þús. kr. í ár af atvinnuaukningarfé ríkisins — að láni. Á sl. ári fékkst hingað svip- úð upphæð til þurrktrana nokk- urra útvegsmanna. Þá hefur skipið Auður fengið að láni úr sama sjóði 150 þús. kr. Bæjarráð ’ 'V hefur nú lagt til, að ríkið láni þessa upphæð hlutafélögunum Sjöstjörnunni h.f., Sólnes h.f. og Sæfinni h.f., og skiptist hún jafnt milli þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.