Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 26. maí 19í ' 26 gæðingar tóku þátt í reiðum - sýning á góðhestum Sigurjón Sumarliðason jarðsunginn s. 1. laug- Hestamannafélagið „Léttir“, Akureyri hélt kappreiðar á skeiðvelli félagsins sunnudaginn 23. maí sl. kl. 2 e. h. Á undan kappreiðunum fór fram sýning á góðhestum. Úr hópi þeirra hesta sem þarna komu fram, verða síðar valdir hestar þeir, sem mæta eiga á góðhestasýningu á Landsmóti hestamannafélaganna, sem fer fram 10. og 11. júlí næstk. á Þveráreyrum í Eyjafirði. Að lokinni góðhestasýningunni hófust kappreiðarnar. Skráðir voru til leiks 26 hestar. Úrslit urðu sem hér; segir: 250 m. stökk (folahlaup): 1. PERLA, grá, eyfirzk, 6 vetra; tími 19,9 sek. og 19,8 sek. Eig- andi, Magnús Stefánsson, Ár- gerði Eyjafirði. 2. BLESI, rauðblesóttur, 5 vetra, eyfirzkur; tími 21,4 sek. og 20,0 sek. Eigandi: Sigurður Víg- lundsson, Akureyri. 3. GLAÐUR, jarpur, 6 vetra, ey- firzkur; tími 21,9 og 20,9 sek. Eigandi: Þorsteinn Guðmunds- son, Akureyri. 300 m. stökk. 1. STJARNI, rauðstjörnóttur, 7 vetra, skagfirzkur; tími 23,5 sek. og 23 sek. Eigandi: Árni Magnússon, Akureyri. 2. SKJÓNI, rauðskjóttur,12 vetra, eyfirzkur; tími 23,8 og 24 sek. Eigandi: Mikael Jóhannesson, Akureyri. 3. LITLA JÖRP, jörp, 19 vetra, eyfirzk; tími 24,5 og 24.6 sek. Eigandi: Pétur Steindórsson, Krossastöðum. 350 m. stökk: 1. FLUGA, grá, 11 vetra, þing- eysk; tími 28,3 og 26,9 sek. Eigandi: Sigríður Sigmarsdótt- ir, Akureyri. 2. SOKKI, jarpskjóttur, 8 vetra, eyfirzkur; tími 28 sek. og 26,9 sek. Eigandi Gestur Jónsson, Akureyri. 3. GOÐI, grár, 17 vetra, þing- eyskur; tími 29,7 sek. og 28,1 sek. Eigandi: Þorsteinn Sig- urðsson. Veðbanki starfaði af miklu fjöri; veður var ágætt og margir áhorfendur. 11-12 ára dreng vantar á gott sveitaheimili í Skagafirði. UppL gefur Valdimar Haraldsson Pylsugerð KEA. Fjármark mitt er: Hvatt biti aftan hægra. Biti framan vinstra. Brennimark ADDI. Arnbjörn Karlesson, Hlíðarhaga, Saurbæjarhrepp. Varahjól af Chevrolet-vörubifreið stærð 1000X18, tapaðist s.l. sunnudagsnótt á leiðinni Akranes—Akureyri. Vin- samlega skilist gegn fund- arlaunum í Bifreiðafgreiðslu KEA. Norðlenzkt kennara- mót Samband norðlenzkra barna- kennara, ásamt námsstjóranum á Norðurlandi, gengst fyrir al- mennu kennaramóti á Akureyri dagana 30. maí til 4. júní næstk. Mótið hefst sunnudaginn 30. maí kl. 3.30 síðdegis í barnaskól- anum. A mótinu verða flutt fjög- ur erindi á kvöldin fyrir almenn- ing. Allir eru þar velkomnir. — Þessi erindi flytja: Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, dr. Broddi Jó- hannesson, dr. Matthías Jónas- son og Snorri Sigfússon, náms- stjóri. Verða erindin og efni þeirra auglýst daglega í bóka- verzluninni Eddu. Sýning á skólavinnu barna við Eyjafjöi'ð verður á mótinu. Sameiginlegt mötuneyti og gisting fyrir aðkomukennara verður í barnaskólanum. Vegna brottflutnings er til sölu Iítill árabátur ásamt fyrirdráttarnót, kola- neti, líriu, uppistöðum og önglabót. Selst ódýrt ef samið er strax. Jón Hjörleifsson. Hjalteyri. MAK þýzk Ðieselvél 12 bhk. til sölu. Hentug fyrir súgþurrkun. Tækifær- isverð. Þorsteinn Júlíusson, Hrísey. ardag Húsmæðraskóíinn að Laugum minnisf aldarfjórðungs starfsemi Síðastliðinn laugardag var gerð útför Sigurjóns Sumarliðasonar, fyrrv. pósts, og var hann grafinn pð Lögmannshlíð. Séra Friðrik J. Rafnar jarðsöng. Fjöldi fólks fylgdi honum til grafar. Sigurjón póstur andaðist að héimili sínu hér í bæ 9. maí sl., 86 ára gamall. Hann var um langan aldur ann- álaður ferðagarpur og hestamað- Ur og var póstur á langleiðum hér norðanlands, ýmist með föður sínum eða á eigin ábyrgð frá 1886—1916. Fór þá marga svaðil- för í vetrarveðrum. Mikill dýra- vinur var Sigurjón og mjög róm- uð meðferð hans á hestum sínum. Hann rak lengi búskap á Ásláks- stöðum í Kræklingahlíð, en var einnig athafnamaður á öðrum sviðum, m. a. í útgerð. Með hón- um er genginn minnisstæðúr persónuleiki og virðulegur full- trúi þeirra garpa, er héldu uppi póstferðum á landi á horfinni tíð. Á þessu ári er aldarfjórðungur síðan húsmæðraskólinn að Laug- um í Suður-Þingeyjarsýslu tók til starfa. Skólinn hefir notið mikilla vin- sælda og jafnan vei'ið fullsetinn. Þangað hafa sótt námsmeyjar víðsvegar að af landinu. Ákveðið er að minnast þessa merkisaf- mælis skólans með hátíðahaldi að Laugum dagana 7. og 8. júní n. k. Fyrri daginn, sem er annar dagur hvítasrmnu, hefst samkoma með því, að opnuð verður handa- vinnusýning í skólanum kl. 12 á hádegi. Verður sú sýning opin báða dagana. Almenn skemmtisamkoma hefst síðan kl. 6 síðdegis. Verða þar til skemmtunar ávörp, leik- þáttur, þjóðdansasýning, kór- söngur og dans. Veitingar fara fram á staðnum. Gert er ráð fyrir að skólinn sjái þeim, sem langt eru að komnir, fyrir gistingu. Síðari daginn hefst hátíða- haldið með guðsþjónustu kl. 2, h. Að guðsþjónustu lokinni verður setzt að sameiginlegum miðdegisverði. Mun þar margt verða til skemmtunar. Fleira veit blaðið ekki um fyrirkomulag hátíðahalda þessara. En vænta má að þau verði vel sótt, því að skólinn hefir áunnið sér mikla hylli. 11-13 ára telpa óskast í vist. Uppl. í Eyrar- bakaríi frá kl. 5—6 e. h. Starfsstúlkur vantar á Fjórðungssjúkra- húsið. Uppl. hjá yfirhjúkr- unarkonu. Sumarskórv nýjar teg. allar stærðir. Hood gúmmískór, svartir, með hvítum botn- um, allar stærðir. Hood \ imiuvettlingar, fingra- og belgvettlingar. Skóáhurður í öllum litum. "Alltaf eitthvað nýtt. Hvannbergsbræður Skóverzlun. Kaupamann, vanan dráttarvélum, vantar mig nú þegar, eða eftir sam- komulagi. Vilhjálmur Jóhannesson, Litla-Hóli. - Vígsla Áburðar- verksmiðjnnnar (Framhald af 1. síðu). Jónasson, þáv. landbúnaðarráð- herra, lýsti verkið hafið. Hinn 7. marz sl. hefði fyrsti áburðarpokinn verið framleiddur, en síðan hefði farið fram til raunarekstur, lagfæring og still ing véla, en nú væri reksturinn kominn í fast horf. Síðasta sólarhring, sagði Vil hjálmur, voru framleiddir hér 1320 pokar eða 66 þús. kg. af áburði, en hann nægtir til áburðar á 650 dagsláttur túns Eru þessi afköst allmiklu meiri en gert var ráð fyrir að meðal- tali. Vilhjálmur lýsti yfir, að verksmiðjustjórnin heíði ákveð ið að byggja fosfórsýruverk- smiðju eins fljótt og við yrði komið. Á eftir ræðu Vilhjálms tók Steingrímur Steinþrósson land- búnaðarráðherra til máls. Einnig flutu ávörp Ingólfur Jónsson iðnaðarmálaráðherra, borgarstj Reykjavíkur og Hjálmar Finns- son verksmiðjustjóri o. fl. Barnakerra til sölu, sem ný. Afgr. vísar á. euKaihv Kirkjukóramót Eyja- fjarðarprófastsdæmis n. k. sunnudag á Siglufirði Esja fer skemmtiferð héðan til Sigfluf jarðar í sambandi við mótið. Næstkomandi sunnudag verður söngmót kirkjukóra Eyjafjarðar- prófastsumdæmis haldið á Siglu- firði, og er það hið 2. í röðinni, en samband kóranna var stofnað 1950. í mótinu taka þátt flestir kirkjukórar við Eyjafjörð, og má ætla að 140 manns taki þátt í söngnum. Söngurinn fer fram í Siglu- fjarðarkirkju, en hún er með stærstu kirkjum landsins. Syngja kórarnir þar sérstakir og samein- aðir, og verður sungið tvisvar sama daginn. í sambandi við söngmót þetta er ráðið, að strandferðaskipið Esja fari skemmtiför héðan frá Akureyri til Siglufjarðar. Lagt verður af stað héðan árla næstk. sunnudag og komið aftur til baka á mánudagsnótt. Vegna hinna ýmsu, sem kynnu að taka þátt í þessari skemmti- för, verður séð fyrir fjölbreyttum skemmtiatriðum á Siglufirði og um borð í Esjunni. Er hér um einstakt tkæifæri að ræða til að hlýða á góðan söng og fá sér skemmtilega lystiferð. Tekið er á móti pöntunum á farmiðum hér hjá Ríkisskip í dag. Áburðarplógur Magnúsar Árnasonar nýkomnar Járn- og giervörudeild. Mýndin er af áburðarplóg og kcrru Magnúsar Árnasonar, er lýst var í síðasía tbl. — Á myndinni cru kerran og plógurinn fest aftan í Ferguson-dráttarvél.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.