Dagur - 02.06.1954, Síða 5

Dagur - 02.06.1954, Síða 5
MiSvikudaginn 2. júni 1954 D A G U R 5 Samkomuiag Islands og Bandaríkj- anna um breyiingar á varnarsátímálanum (Framhald af 1. síðu). Breyting hervamasamningsins kom kommúnistum á óvart Áttu ekki von á svo hagstæðum málalokum fyrir íslendinga þaðan voru sendir, komu hing- að um mánaðamótin janúar— febrúar, en viðraeðumar milli fulltrúa íslenzku ríkisstjórnar- innar og Bandaríkjanna hófust í Reykjavík 2. febrúar. Fulltrú- ar íslands í viðræðunum, auk mín, voru tilnefndir alþingis- mennimir Hermann Jónasson og Björa ólafsson, Ólafur Jó- hannesson, prófessor, Magnús V. Magnússon, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Tómas Árnason, fulltrúi í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins, og Hans G. Andersen, þjóð- réttarfræðingur. Eftir að líklegt þótti, að sam- komulag myndi nást í meginat- riðum unnum við sendjherra Bandaríkjanna aðallega að því, ásamt starfsmönnum okkar, að ganga frá samkomulaginu í ein- stökum atriðum. Leitað hefur verið álits íslenzkra sérfræðinga og stofnana um ýmis atriði, eftir þvi sem nauðsyn þótti til bera. Það hefur dregizt alllengi að ganga endanlega frá samkomu- laginu. Hefur gætt nokkurrar óþolinmæði hjá almenningi vegna þessa dráttar, og hefur óánægja óspart verið látin í ljósi í íslenzk- um blöðum. Við, sem við samn- ingana höfum fengizt, höfum fylgt þeirri ’ reglu, að vinna það ekki til 'að slá af lágmarkskröfum okkar tií þess að samningunum yrði fyrr lokið. Sanfikomulágið 'hefur nú verið staðfest. Var það gert með því, að utanríkisráðuneyti íslands og sendiherra 'Bkndaríkjanna hér skiptust á orðsendingum í gær. Samkomulag varð um það, að til- kynning um ■ samningana skyldu gefnar út í kvöld samtímis í Reykjavík óg Washington." Um breytingar þær, sem verða á framkvæmd varnarmálanna eftir þessu nýja samkomulagi, fórust utanríkisráðherranum orð á þessa leið: „Samkvæmt þessum orðsend- ingum verður hervarnarsamning- urinn í nokkrum tilteknum meg- inatriðum framkvæmdur svo sem nú skal greina: Á það hefur verið fallizt, að framkvæmdir á vegum varnar- fiðslns verði skipulagðar þannig, að fullt tiliit sé tekið til vinnu- aflsþarfar íslenzkra atvinnuvega. Til þess að ráða íslenzka menn í stað erlendra eins fljótt og unnt er, verður með stuðningi Banda- ríkjanna komið á fót námskeiðum til að þjálfa íslenzka verkamenn í tæknistörfum, sem hingað til hafa að mestu verið unnin af amerískum verkamönnum með tækniþjálfun. Er hér m. a. um að ræða meðferð og viðhald stór- virkra vinnuvéla. Hinn erlendi verktaki hættir. Núverandi aðalverktaki hættir starfsemi sinni hér á landi. Samn ingar, sem gerðir höfðu verið við þcnnan aðalverktaka um tiltckin verk, sem ekki eru hafin, verða afturkallaðir, og lögð skal áherzla á, að útivinnu við þær fram- kvæmdir, sem aðalverktakinn byrjaði á sl. ár, verði að fullu lok- ið á þessu ári. Samkomulag er um, að nýjum verksamningum verði ráðstafað til íslenzkra verk- taka, sem viðurkenndir eru af ís- lenzku ríkisstjórninni, sé á þeirra færi að inna verkið af hendi, en um möguleika þeirra í þessu sam bandi hefur orðið samkomulag varðandi verkefni yfirstandandi árs, byggt á áliti íslenzkra verk- fræðinga. Verkefni ársins 1955 verði athuguð á sama hátt fyrir- fram á þessu ári. Ríkisstjórnin fylgist með verksamningum. Ef á milli ber við gerð verksamnings, hefur ríkisstjómin milligöngu um að leysa úr þeim ágreiningi. Verði leyfð hafnargerð í Njarðvik, hafa íslenzkir og bandarískir verktak- ar jafnan tilboðsrétt varðandi það verk. fslenzkir verktakar fá húsin og tækin. Til þess að gera íslenzkum verktökum kleyft að taka að sér hlutverk hins erlenda verktaka, verður þeim gefinn kostur á að fá til umráða vinnuvélar og önn- ur tæki og efni til framkvæmda, sem Bandaríkin eiga hér á landi, með þeim skilmálum er um sem- ur, sömulciðis húsahverfi það, er hinn ameríski aðalverktaki nú notar, jafnóðum og verkefni hans minnka, þar á meðal íbúðir og húsnæði mötuneytis, verkstæði, vörugeymslur og húsnæði og tæki til sameiginlegra afnota fyr- ir verkamenn í tómstundum þeirra, enda komi þetta ekki í bága við skipulag til aðgreiningar á samningssvæðinu. Ríkisstjómin hefur milligöngu um hvers konar ráðningar íslenzks fólks til starfa á samningssvæðunum. Svæði varnarliðsins afgirt. Gera skal girðingu um dvalar- svæði varnarliðsmanna á Kefla- víkurflugvelli og annars staðar í því skyni að auðvelda hvcrs kon- ar eftirlit og löggæzlu (þ. á. m. tollgæzlu) í sambandi við þessi svæði. Samtímis hefur verið gert sam- komulag milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar og yfirmanns varnarliðsins um á hvern hátt ferðir varnarliðsmanna út af samningssvæðum og ferðir fs- lendinga inn á samningssvæði skuli takmarkaðar eftirleiðis, og gengur það samkomulag í gildi nú þegar. Er þess að vænta, að hinar nýju reglur leysi á viðun- andi hátt þau vandamál, sem uppi hafa verið í samskiptum fs- lendinga og varnarliðsmanna á samningssvæðunum og utan þeirra. Hafa íslenzk yfirvöld að- stöðu til að sjá svo um, að eftir þessum reglum sé farið. Ríkisstjórnin hcfur áskilið sér, og á það hefur verið fallizt, að reglur þessar verði endurskoðað- ar jafnskjótt og ástæða kann að þykja til að svo verði gert. Um samningsgerð þessa í heild vil eg að lokum segja, að eg tel að árangurinn sé eftir atvikum vel viðunandi fyrir fslendinga, að minnsta kosti á þessu stigi máls- ins. Er það álit mitt, að fulltrúar Bandaríkjastjómar, og þó sér- staklega sendiherx-a Randaríkj- anna hér, hafi lagt sig fram til þess að kynnast sjónarmiðum fs- lendinga og sýnt góðan skilning á sérstöðu hinnar fámennu ís- lenzku þjóðar. Eg vil nota tæki- færið til að þakka þetta. Jafn- framt vil eg þakka hinum ís- lenzku samstarfsmörmum mínum við samningana ágætt starf, sem þeir hafa af hendi leyst. Samkomulag þetta er á ýmsan hátt svo margbrotið, að eigi er unnt að skýra nákvæmlega frá því í einstökum smáatriðum. — Eins og gefur að skilja, er hér mikið undir því komið, hvemig til tekst með framkvæmdina, og mun það sýna sig, hvað auðið verður í því efnL Framkvæmdin í okkar höndum. Eg get fullvissað þjóðina um það, að þessir samningar eru þannig, að mikið hefur áunnizt, ef framkvæmdin fer vel úr hendi, en hún er undir sjálfum okkur komin í aðalatriðum. Framkvæmdin er vissulega aðaUega í höndum mínum og þeirra embættismanna, sem starfa við varnarmálin. En eg bið þjóðina að minnast þess jafnframt, og ekki sízt á þessum tímamótum, að framkvæmdin er og á margvúslegan hátt í Það hefur komið glöggt í ljós, að kommúnistar hafa í fyrstu ekki áttað sig til fulls á því, hvað xeir ættu að segja um hinn nýja samning, sem gerður hefur verið við Bandaríkjastjórn um fram- kvæmd hervarnarsamningsins. — Óhætt er að álykta af þessu, að meira hefur áunnizt en komm- únistar höfðu gert ráð fyrir, og xess vegna eru þeir ekki viðbún- ir með gagnrýni sína. Þeir verða xví að bíða eftir leiðbeiningum frá hærri stöðum um það, hvað xeir eigi að segja. Tvennt kemur þó fram í stutt- aralegri frásögn Þjóðviljans, sem 'vert er að vekja athygli á: Annað fjallar um Hamiltonfélagið, en hitt um Njarðvíkurhöfn. —o— Fram til þessa hefur Þjóðviljinn talið það eina hina mikilvægustu endurbót, sem hugsanleg væri á framkvæmd hervamarsáttmál- ans, að Hamiltonfélagið hætti hér starfsemi sinni. Þessu hafa kommúnistar vafalaust haldið fram í trausti þess, að örðugt yrði að fá þessu framgengt. Þegar hins vegar er búið að koma þessu fram, setur Þjóðviljinn upp hundshaus og talar um það sem hið mesta hneykslunarefni, að Hamilton eigi að fara og í stað- inn eigi að skipta hergróðanum milli fyrirtækja Sjáfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins! Þá virðist nú að skömminni til skárra, að dómi Þjóðviljans, að gróðinn renni til Hamiltonfélags- ins og út úr landinu! Annars er að sjálfsögðu ekkert um það samið, hvaða fyrirtæki eigi að taka við verkum Hamiltons. Hvaða verkfræðingar og iðnaðar- menn sem eru geta stofnað verk- takafélag og boðið í þessi verk. Það er öllum frjálst, er fullnægja tilteknum skilyrðum,og sá aðilinn hlýtur verkin, sem hagstæðast býður. Hér eru því ekki neinum flokki tryggð einhver forréttindi eða samið um skiptingu á ein- hverjum gróða. Það eitt er gert að tryggja islenzkum verktökum þau verk, sem áður voru í hönd- hennar höndum. Hér er svo margt sem máli skiptir: Óþörf afskipti af hernum, sem alltaf er til hins verra, hins vegar góð framkoma þeirra, sem vegna stöðu sinnar eða starfs um- gangast hina erlendu menn. Blöðin geta og unnið hér stór- virki til ills eða góðs. Aðhald blaðanna og aðfinnslur tel eg eðhlegar, en skrif þeirra verða að vera sönn, réttlát og heiðar- leg. I samræmi við þetta vil eg bera fram þá ósk til íslenzku þjóðarinnar nú á þessum tíma- mótum, að hún aðstoði ráðu- neyti mitt og ríkisstjórnina í heild við framkvæmd hervarn- arsáttmálans í hinu nýja form.“ um erlends auðfélags, sem var miður vel þokkað. Þennan sigur íslenzks málstað- ar reynir Þjóðviljinn nú að óvirða og rangfæra. Það sýnir bezt, að fyrir honxxm vakir ekki að koma fram endurbótum á þessum málum, heldur að ófrægja og rangtúlka það, sem gert er, og það engu síður, þótt það sé til augljósra bóta. -—o— Svipað er að segja um Njarð- víkurhöfnina. Það hefur verið eitt helzta áróðursefni Þjóðviljans, að varnarliðið notar Reykjavíkur- höfn sem uppskipxxnarhöfn, því að þrengslin þar væru nóg fyrir, og af þessu hlytist meiri og minni ferðalög vax'narliðsmanna til Reykjavíkur. Nú stimpla Þjóð- viljamenn það sem versta verk, ef leyst yrði úr þessum vand- kvæðum með því að leyfa bygg- ingu hafnar í Njarðvík, sem jafn- framt að fullnægja þörfum varn- arliðsins, ætti að geta orðið íbú- um Suðurnesja til mikilla hags- bóta. Hér eins og í sambandi við Hamilton er málflutningur Þjóð- viljans fullur af mótsögnum og blekkingum, sem stafa af því, að leiðarljós blaðsins er að rangfæra allt það, sem gert er og ekki síð- ur það sem er á beti'i veg. —o— Slíkur málflutningur Þjóðvilj- ans er hins vegar ekki óeðlilegur. Kommúnistar og fylgifiskar xeirra vilja hafa ísland alveg varnarlaust og veikja með því varnarkerfi frjálsra þjóða, er nú heldur yfirgangi kcanmúnista í skefjum. Undir þennan áróður kommúnista taka svo einstakir saklausir friðarsinnar og pólitísk- ir ævintýramenn, sem hafa flækzt milli flokka og telja það vænlegt til vinsælda að vera á móti her- setunni. Að sjálfsögðu reyna þessir aðilar að ófrægja hinn nýja samning eins og þeir geta. ;Hitt er líka jafnvist, að honum er fagnað af öllum þeim, er fylgja .hinni einu raxmhæfu, íslenzku stefnu, sem er sú að tryggja land- inu nokkrar varnir á þessum við- sjárverðu tímum, en halda þó fast á rétti þjóðarinnar og láta umgengniua við aðkomumennina mótast af drengilegri festu, en hvorki af undirlægjuhætti eða óvináttu. Fjármark mitt en Sneitt aftan hægra, fjöður frainan. Sneitt fr. vinstra. Brennimark: M. G. S. Hermann Magnússon, Hólabraut 15, Akureyri. i SUNDKEPPNIN. Norrænar þjóðir kasla allar klæðum, kappsund er hafið, gefin sigurlaun. Þótt við, um árið, afbragðs slgri næðum, óvíst er nú við stöndumst þessa raun. Tvö hundruð metrar eru æði sprettur, einkum þá stormur blæs og laug er köld. Sjálfur ég reyndi og sökk þá eins og klettur, því sund hef ég vanrækt næstum hálfa öld. Busfið af kappi, byggjar stranda og dala, svo bræðralönd okkur skuli ei leika grátt, hræðist það ei, þótt hækki prósent-tala, hér er það aðeins vatnið, tært og blátt. % Allir á sund — ef einhver maður hikar endar vor stutta, vota frægðarbraut, nú er að velja um þann beiska blkar og bikarinn góða, Danakonungsnaut. DVERGUR.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.