Dagur - 02.06.1954, Page 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 2. júní 1954
*=-"■■•■■■ 1 1 1 1 1 ?v Jaffa-appelsínur Kr. 10.50 kílóið. r=- —— Þakjárn nýkomið.
Iíaupfélag Eyfirðinga. Ný lcnduvönideild og útibú. Byggingavörudeild KEA.
t 'j
■ ■-'■—-'- T'imburskipið er komið. Sala hefst strax að uppskipun lokinni. Byggingavörudeild KEA. f, ^ AÐALFUNDUR VEIÐIFÉLAGS EYJAFJARÐARÁR verður haldinn í Þinghúsi Hrafnagilshrepps sunnudag- inn 13. júní n. k. kl. 2 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. 31. maí 1954. F. h. stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár. GARÐAR HALLDÓRSSON. h — " ■ —^
r ■■■ j Húsmæður! Reynið CARDIA kökuduftið. Höfum þrjáv tegundir. þarf að- v eins að hrærast út í vatni. Kaupfélag Eyfirðinga . , 'n- • • < . ,, Nýlenduvönideild og útibú. : yv Leiðarþing höldum við undirritaðir á eftirtöldum stöðum: Hrafnagili, þriðjudag 8. júní kl. 3 e. m. Reistará, miðvikudag 9. júní kl. 3 e. m. Dalvík, fimmtudag 10. júní kl. 8 e. m. Ólafsfirði, föstudag 11. júní kl. 8 e. m. Hrísey, laugardag 12. júní ld. 3 e. m. BERNHARÐ STEFÁNSSON. MAGNÚS JÓNSSON.
[ ■■ ‘ — —- '' — - — : ——— 'J
Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum
(Framhald).
Um þetta leyti flutti Eggcrt frá Möðruvöllum og Friðbjörn
fer til Ameríku. Fást úr því litlar eða engar skýrslur um starf-
serni félagsins. En víst má telja, að unnið hefur verið í félag-
inu meira eða minna næstu ár, því að þegar Framfarafélag
Eyjafjarðar var stofnað árið 1875 er Jarðabótafélag Hörgdæla
haft til hliðsjónar. En þá er Eggert fluttur í Eyjafjörðinn og
mestur athafnamaður í því félagi.
Mér þykir ólíklegt, að stofnendur Framfarafélags Eyja-
fjarðar, Eggert, Páll Hallgrímsson o. fl., hefðu haft til hlið-
sjónar Jarðabótafélag Hörgdæla, ef það hefði verið hætt störf-
um.
Næstu ár var mikill framfaraliugur í bændum og bjart yfir
byggðum Eyjafjarðar. Þá var hafinn undirbúningur að tveim
skólum í héraðinu: Kvennaskólanum á Laugalandi, sem tók
til starfa 1877, og Gagnfræðaskólanum á Möðruvöllum, sem
byrjaði starfsemi 1. október 1880.
Um þetta leyti taka til starfa 4 félög á gamla félagssvæðinu:
Framfarafélag Arnarneshrepps, sem byrjar starf árið 1880,
Búnaðarfélag Öxndæla, sem hefur starf 1881 og Framfara-
félag Bægisár sóknar 1882. Líklcgt má telja, að öll þessi félög
hafi verið byggð upp af sömu félagsmönnum, sem störfuðu í
gamla félaginu fig reist á grundvelli þess. Og víst er um það,
að Búnaðarfélag Öxndæla náði yfir í Hörgárdalinn, enda
voru dalirnir sameiginlegur hreppur þá og lengi síðan. En
eðlilegt var að félagið bæri nafn Öxnadals, því að fyrirmenn
hreppsins — hins forna Skriðuhrepps — voru þá búsettir í
Öxnadal, þeir: Jónas hreppstjóri Jónatansson á Hrauni, sem
tók við hreppsstjórn 1871 og hélt því embætti til dauðadags,
1904, og þeir Steinsstaðabændur, Júh'us Hallgrímsson, odd-
viti, Stefán Bergsson og Sigurður Jónasson. — Búnaðarfélag
Skriðuhrepps var ekki stofnsett fyrr cn 1895, og mun Guð-
mundur bóndi Guðmundsson á Þúfnavöllum hafa verið mest-:
ur atkvæðamaður í því félagi.
Félög þessi höfðu fleira en jarðabætur á stefnuskrá sinni,
svo sem stofnun lestrarfélaga, sparisjóðs o. s. frv.
Sumir bændur létu vinna mjög mikið að ýmsum ræktunar-
málum, svo sem túnasléttun, vörzlugörðum, vatnsveitingum,
jarðeplarækt o. fl. Jarðeplaræktin var komin allmjög til vegs
um míðja öldina, og er þess getið, að Björn í Fornhaga fékk
upp úr sínum eigin görðum 40 tunnur árið 1852. Um svipað
leyti fengu 15 bændur á Þelamörk 120 tunnur af jarðeplum.
Geta menn borið saman uppskeru þessara ára við það sem
síðar gjörist.
Mjög erfitt verk var að vinna að jarðabótum eða túnaslétt-
un á þessum árum, sérstaklega að rista grassvörðinn ofan af
þúfunum. Varð fyi'st að nota torfljá, því að undirristuspaðinn
kom ekki til notkunar fyrr en á 8. tug aldarinnar, eða jafnvel
síðar. En þegar menn vöndust undirristuspaðanum, urðu
sumir mikilvirkir við að rista þökurnar. Var það til, að sarni
rnaður risti ofan af 70—80 □ föðmum á dag. Venjidega voru
2 menn við þetta. Risti annar fyrir en hinn undir þökurnar.
Kaup mun oftast hafa verið um 10 eða 11 aurar, auk fæðis, á
klst., en unnið 10 klst. á degi hverjum. Þó að kaupið væri
svona lágt, kepptu efnabændur, sem höfðu 2—3 vinnumenn,
um að koma manni í þessa vinnu, því að ef vinna stóð í 5—6
vikur, fengu þeir allt að því hálft árskaup mannsins greitt
þarinig. Ungir og röskir menn kusu heldur að starfa að þessu,
heldur en að snúast við heimadútl. Mér er það minnisstætt
eitt sinn fyrir síðustu aldamót, trúlega 1897, var ég staddur á
jarðabótaféálagsfundi, sem haldinn vár á Bakka eftir messu.
Var þá verið að ráða menn í búnaðarfélagsvinnu. Bauð þá
einn bóndinn vinnumann sinn fyrir 1 kr. og 10 aura á dag.
Stóð þá annar b’óndi npp og bauð sinn vinnumann fyrir 1 kr.
og 0.5 aura á dag, og minnir mig að hann væri samþykktur.
Þetta festist í minni mínu, þótt eg væri strákangi. Mér þótti
falan svo-skrýtin. 1
(Framhald).
JAFFA-
appelsinur
Nýlenduvörudeild.
og útibú.
Súkkat
Dökkt og gott.
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
WILLYSJEPP
Viðgerðir
V a r a li 1 u t i r
umboö-á Akureyri
Lúðvík Jónsson & Co.
SÍMI 1467.
Skordýraeitur með 5% DDT.
Eyðir möl og hvers konar
öðrunr skordýrum.
Má sprauta á húsgögn, fatnað
o. s. frv., án þess að hætta sé
á að á sjáist.
ENNFREMUR:
Flit-arfaolía
(Flit 35 voeed killer)
Nauðsynleg fyrir hvern garð-
eiganda.
Spyrjið eftir FLIT skordýra-
eitri og FLIT-arfaolíu í verzl-
un yðar, eða snúið yður beint
til okkar.
Olíusöludeild KEA
Sími 1860.