Dagur


Dagur - 02.06.1954, Qupperneq 7

Dagur - 02.06.1954, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 2. júni 1954 D A G U R 7 Aðalfundur Kaupfél. Eyfirðinga ERLEND TIÐINDI (Framhald af 4. síðu). Kommúnistar hafa um langan aldur unnið sérstaklega að því að fá ameríska blokkumenn til fylgis við sig, en það hefur ekki tekizt. Ævikjör amerískra blökku manna hafa lengi verið erfið, þeir hafa orðið að þola mikið rang- læti og eðlilegt að meðal þeirra sé að finna beiskju og andúð. En þegar á heildina er litið, hefur sú skoðun verið sterkust meðal þeirra, að amerískt lýðræðisþjóð- félag væri í framför og færi batn- andi og með því kjör blökku- manna. Og samkvæmt skýrslum FBI, amerísku leynilögreglu- stofnunarinnar, voru aldrei flei' en 1400 amerískir blökkumen i flokksbundnir kommúnistar. Þetta er merkileg staðreynd, ekki sízt þegar þess er minnzt, að kommúnistar hafa þótzt bera mál blökkumanna fyrir brjósti og hafa jafnan reynt að blása að eM- um óánægju á meðal þeirra um leið og þeir hafa í áróðri sínvin reynt að sverta hið ameríska þjóðfélag með öfgafullum lýsing- um á kjörum negranna og þv’ ranglæti, sem þeir hafi orðið ai' þola. Fregnir að vestan herma, að þegar eftir úrskurð haestarét'- hafi höfuðborgin, Washingt m riðið á vaðið og opnað alla skól- borgarinnar fyrir blökkumönn- um jafnt sem hvítum. Eru þett- nokkur tíðindi þar í borg, því p ' blökkumenn eru þar fjölmen”' og kynþáttadeilur hafa risið há't. í Suðurríkjunum sumum gæti’- mikillar andúðar á úrskurðinum sem vonlegt er, og vissulega mui enn líða tími áður en úrskurðuj þessi nær tilgangi sínum alls staðar. En þróunin er augljós. Stefnt er að auknum mannrétt- indum, ■ aukn.u .frelsi og sannara lýðræði. Og þáð er í anda "stofn- enda hins ameríska lýðveldis. Sá andi ræður enn ríkjum, þótt að honum sé sótt af kommúnistum, McCarthyistum og öðrum utan- gátta lýð. r - Aðalfundur Utgerðarf. (Framhald af 1. síðu). hér segir: Kaldbakur 265 dagar, Svalbakur 212 dagar, Harðbakur 257 dagar og Sléttbakur 89 dag- ar, en skipið var keypt á árinu og fór fyrstu veiðiförina 23. sept. sl. Alls fóru skipin 23 veiðiferðir, þar sem aflinn var saltaður og nam heildaraflinn úr þessum ferðum um 4000 lestum. Farnar voru 14 veiðiferðir til þess að afla í skreið og fyrir íshús, og alls 11 veiðiferðir fyrir erlendan markað og var siglt á Þýzkalandsmarkað. Heildarsala þar nam um 4Vz millj. króna. Brúttóverð aflans nam alls um 23 millj. króna. 11 millj. í vinnulaun. í reikningum félagsins kemur fram, að félagið hefur greitt 10,9 millj. í vinnulaun á árinu. Bók- fært verð allra skipanna pr. 31. des. sl. er 18,9 millj. króna, en fasteignir á félagið, sem bókfærð- ar eru á 2,8 millj. Kosningar. Við stjómarkosningu kom að- eins fram einn listi, og voru á honum sömu menn og skipuðu stjórnina sl. ár.: Steinn Steinsen, Jakob Frímannsson, Helgi Páls- son, Albert Sölvason og Óskar Gíslason. Endurskoðendur voru kjörnir: Þoi’steinn Stefánsson bæjarritari og Jón E. Sigurðsson forstjóri. ‘ (Framhald af 1. síðu). inu, er þeir sjálfir greiða, verði endurgreitt 5%. Ahnennar umræður. Að loknum skýrslum for- manns félagsstjórnar, fram- kvæmdastjóra og endurskoðenda, fóru fram almennar umræður um reikningana. Voru gerðar ýmsar fyrirspurnir, er stjórn félagsins og framkvæmdastjóri svöruðu, en síðan voru reikningarnir og til- lögur stjórnarinnar um endur- greiðslu samþykktar í einu hljóði. Tillögur. Eftix’farandi tillögur voru sam- þykktar í einu hljóði. Frá Garðari Halldórssyni, Rif- kelsstöðum: „Aðalfundur KEA 28. og 29. maí 1954, lýsir megnri óánægju yfir því misrétti, að sumir kar- töflueigendur hafa fengið greitt út á allar sínar sölukartöflur, en aðrir ýmist lítið eða ekkei’t. — Lítur fundurinn svo, m. a. vegna þess áróðurs, sem rekinn hefur verið af hálfu ríkisins fyrir auk- inni kartöflurækt, beri því (rík- inu) siðferðileg skylda til að leggja fram fé til þess að unnt sé að greiða niðurgreiðsluverð á all- ar söluhæfar kartöflui’ frá sl. ári. — Felur fundurinn stjórn og framkvæmdastjóra að vinna af fremsta megni að fá þessu fram- gengt og leita um það samvinnu við Stéttarsamband bænda.“ Kvikmynd af hákarlaveiðum. Frá Árna Björnssyni kennara: „Aðalfundur KEA, haldinn á Akureyri 28. og 29. maí 1954, samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess að rannsaka, hvort unnt muni reynast að safna tækjum, er notuð voru við há- karlaveiðar fyrir og um síðustu aldamót í svo ríkum mæli, að fært þætti að hefjast handa um að kvikmynda þennan merkilega og forna atvinnuveg. Heimilar fundurinn kaupfélaginu að greiða kostnað er af þessari rannsókn leiðir. Nefndin skal að lokinni at- hugun leggja niðurstöður fyrir stjórn KEA, er fundurinn felur málið til frekari aðgerða." í nefndina voru kjörnir: Þor- steinn Stefánsson, hafnarvörður, Akureyri, Þórbjörn Áskelsson, útgerðarm., Grenivík, og Baldvin Jóhannsson, útibússtj., Dalvík. Stjórn og framkvæmdastjóra þakkað. Frá Ásgrími Steíánssyni: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir rekstri og afkomu Kaup- félags Eyfirðinga á sl. starfsári og þakkar stjórn og framkvæmda- stjóra vel unnin störf. Ennfremur skorar fundurinn á samvinnu- menn um land allt, að standa ein- huga saman gegn hvers konar óverðskulduðum árásum á sam- vinnufélögin.“ Kosningar. Endurkjörnir voru í stjórn fé- lagsins þeir Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari, Akureyri, Björn Jóhannss., bóndi, Laugal. Ennfremur endurkjörnir vara- menn þeir Jón Jónsson á Bögg- visstöðum og Halldór Guðlaugs- son í Hvammi. Er kom að kjöri endurskoðanda í stað Ármanns Sigurðssonar frá Urðum, lýsti hann því yfir, að hann tæki ekki endurkjöri. Var kjörinn í hans stað Ármann Helgason, kennari, Akureyri. Varaendurskoðandi var endurkjörinn Garðar Hall- dórsson, Rifkelsstöðum. Kjósa átti einn mann í stjórn Menning- arsjóðs KEA í stað Snorra Sig- fússonar námsstjóra. Lýsti hann yfir því, að hann gæfi ekki kost á því lengur að sitja í stjórninni. — Snorri hefur átt þar sæti frá því að sjóðurinn var stofnaður. For- maður félagsstjórnar, Þórarinn Kr. Eldjárn, ávarpaði Snorra og þakkaði honum störfin í þágu Menningarsjóðs og öll önnur störf í þágu samvinnuhreyfingar- innar og menningarmála héraðs- ins. Bað hann fundarmenn rísa úr sætum og votta þannig Snorra þakkir og virðingu og var það gert. í stjórn Menningarssjóðs var kjörinn, í stað Snorra Sigfússon- ar, Haukur Snorrason ritstjóri. Fulltrúar á aðalfund SÍS. Þessir menn voru kjörnir full- trúar á aðalfund SÍS: Jakob Frí- mannsson, ’ Akureyri, Þórarinn Kr. Eldjárn, Tjörn, Björn Jó- hannsson, Laugalandi, Konráð Vilhjálmsson, Akureyri Ingi- mundur Árnason, Akureyri, Bi-ynjólfur Sveinsson, Akureyri, Valdimar Pálsson, Möðruvöllum, Halldór Guðlaugsson, Hvammi, Jón Jónsson, • Böggvisstöðum, Eiður Guðmundsson, Þúfnavöll- um, Jónas Kristjánsson, Akur- eyri, og Garðar Halldórsson, Rif- kelsstöðum. Fundinum lauk síðdegis á laug- ardag. Á föstudagskvöldið hlýddu fulltrúar á samsöng karlakóra bæjarins í Nýja-Bíó. Slys á Eyjafjarðarvegi Laugardagskvöldið sl. varð það slys frammi hjá Hrafnagili, að mótorhjól, sem á voru tveir menn, og jeppi, keyrðu saman með þeim afleiðingum, að menn- irnir á mótorhjólinu slösuðust allmikið og voru fluttir á sjúkra- hús. Annar þeirra er hinn góð- kunni hlaupari Kristján Jó- hannsson. Mun hann ekki geta keppt í sumar, og er íþróttamál- um íslendinga að því mikill hnekkir. Eggjataka í fugla- björgum Nú er kominn sá tími að sig- menn leiti til fanga í fuglabjörgin. Bjargsig er erfitt starf og hættu- legt og ekki fyrir aðra en vösk- ustu menn. í Drangey eru eggja- tökumennirnir þegar komnir. Eru þeir í fjórum flokkum. Skyndihappdrætti. Dregur hef- ur verið í skyndihappdrætti Barnakórs Akureyrar og komu upp vinningar sem hér segir: Nr. 2202 Þvottavél. — Nr. 817 Karl- mannaföt. — Nr. 1077 Reiðhjól. — Nr. 2105 Saumaborð. — Nr. 1285 Stóll. — Nr. 1520 Peningar 200 kr. — Vinninganna rná vija í Barnaskólann. (Birt án ábyrgð- ar.) Ritstj. blaðsins verður fjarver- andi þennan mánuð. Er hann í hópi blaðamanna frá Atlantshafs- bandalagsríkjum, sem ferðast um Kanada í boði NATO og Kanadast j órnar. Leggur hópurinn upp frá París nú í þessari viku. Menn, sem eiga erindi við blaðið, snúi sér til af- greiðslumannsins, Erlings Da- víðssonar. í Varðborg verður — vegna viðgerða á Nýja-Bíó — haldin sameiginleg samkoma á hvíta- sunnudag kl. 4. Hljóðfærasláttur, söngur, ræður. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Hjálpræðisherinn. Hinn nýji ráðunautur Búnað- arsambands Eyjafjarðar, Ingi S. Sigurðsson, er tekinn til starfa í héraðinu. Hann býr að Bjark- arstíg 1 og hefur síma 1656. Frá Golfklúbbnuni. Á miðviku- daginn var keppni á golfvellinum. Fjórleik með tveimur kúlum sigr uðu: Árni Ingimundarson og Jakob Gíslason. Á laugardag var flaggkeppni. Hana vann Ágúst Ólafsson, ann- ar vai'ð Jakob Gíslason. Á mið- vikudaginn kemur verður Greensome-keppni. Þorsteinsdagur Eins og getið hefur verið áður var samþykkt á aðalfundi Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga í vetur að helga einn gróðursetningardag minningu Þorsteins Þorsteins- sonar sjúkrasamlagsgjaldkera. — Er ákveðið að þessi dagur skuli vera síðasti laugardagur í maí ár hvert. Að þessu sinni varð að taka sunnudaginn 30. maí, í stað laugardagsins, og var þá gróður- sett á þremur stöðum. Þátttak- endur voru samtals um 150 manns og var gróðursett alls 10 þús. trjáplöntur. Að Miðhálsstöð- um í Oxnadal var byrjað að gróð- ursetja í reit, sem á að bera nafn Þorsteins Þorsteinssonar. Þar voru gróðursettar 5000 plöntur og gróðursettu form. Skógræktarfél. Eyfirðinga, Guðm. Karl Péturs- son, yfirlæknir, og sonardóttir Þ. Þ., fyrstu plönturnar. Næstu gróðursetningarferðir Skógræktaríél. Eyfirðinga og U. M. S. E. verða á 2. í hvítasunnu að Grund í Hrafnagilshreppi og Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Vinna hefst kl. 4 síðdegis á báð- um stöðunum. — Frá Akureyri verður farið kl. 3,30 frá Hótel KEA. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Grund, hvítasunnu- dag kl. 1,20 e. h. (ferming). — Kaupangi, annan hvítasunnudag kl. 2 e. h. íferming). — Munka- þverá, sunnudaginn 13. júni kl. 1,30 e. h. Firmakeppni Bridgefélagsins lauk þriðjudaginn 25. maí. Alls tóku 32 firmu þátt í keppninni og spilaðar voru þrjár umferðir. Sigurvegari varð að þessu sinni Málflutningsskrifstofa Jónasar Rafnar og Ragnars Steinbergs- sonar. Fyrir hana spilaði Ragnar Steinbergsson, en þar sem þetta er um leið einmenningskeppni fé- lagsins hefir hann hlotið titilinn ■einmenningsmeistari Akureyrar 1954. í öðru og^þriðja sæti urðu jöfn Nýja kjötbúðin (Halldór Helga- son) og Pylsugerð KEA (Stefán Stefánsson). Spilað var um fallegan silfur- bikar, sem gefinn var af Karli Friðrikssyni yfirverkstjóra, og er þetta í fimmta sinn sem um hann er spilað. Bókamarkaðurinn Garðyrkjuiitið 1954. Rit- stjóri Ingólfur Davíðsson. Garðyrkjuritið er nýlega komið út og er að vanda hið eiguleg- asta. Flytur það mikinn fróðleik og ýmsar nýjungar í garðyrkju. Meðal annars í ritinu er: Reglugerð Garðyrkjuskóla ríkis- ins, Maðurinn og moldin eftir Árna G. Eylands, Dvalið í skóg-i um Alaska og við Cornell-há- skólann eftir Ola Val Hansson, Geymsla kartaflna og geymslulyf eftir ritstjórann, Innflutningur ávaxta og grænmetið 1953, Til at- hugunar um áburð. Þá eru grein- arnar: Gróðursjúkdómar, Reyk- dósir og svæfilyf, arfaolíur, Birta og gróður, Fréttapistlar o. fl. eft- ir ritstjórann. Garðyrkjuritið 1954 er eins og fyrri rit Garðyrkjufélags íslands, fjölbreytt að efni og þyrfti að vera í eigu hvers manns er við jarðrækt og garðrækt fást. Herbergi til leigu. Fæðissala getur ltomið til greina. Afgr. vísar á. T~~ ........... . . 1 ---------1 ..... 1 a? Tilboð óskast í 2 ameríska hermannaskála í góðu ástandi. Ennfremur f hlut í 2 nótabrúkum. Uppíýshigar í síma 1206. Ú---- ■ ■■ ■ ■ 'J

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.