Dagur - 23.06.1954, Síða 1

Dagur - 23.06.1954, Síða 1
GERIST ÁSKRIFENDUR! Sími 1166. Dagur ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. júní 1954 29. tbl. í Ákureyri 17. Jíení Glæsileg hátíðahöld fóru fram á Akureyri á 10 ára afmæli full- veldisins. Þátttaka meiri en nokkurn tíma áður. Bærinn fán- um skrýddur. Þessi hátíðahöld munu verða minnisstæð og Akur- eyrarbæ til sóma. Klukkan 8 á fimmtudagsmorg- uninn 17. júní voru fánar dregn- ir að hún um gjörvallan bæinn. Margs konar skreytingar og lag- færingar höfðu farið fram dagana fyrir hátíðahöldin. Strax um morguninn var auðséð að hér átti að halda hátíð og það stórhátíð. Veður var hið fegursta. Kl. 9 þennan fagra morgun voru menn minntir á hátíðina með nokkuð sérstökum hætti. Skreyttur bíll ók um götur bæjarins með hljóm- sveit. Var þetta vel til fundið og minnti bæjarbúa á þátttöku og kom mönnum í gott skap. Þá var gengið til kirkju og hlýtt messu séra Björns O. Björnssonar. Eftir hádegi lék Lúðrasveit Akureyrar á Ráðhústorgi undir stjórn Jakobs Tryggvasonar og þá tóku menn að safnast saman til skrúðgöngunnar. Skrúðgangan fjölmenn. Skrúðgangan, sem lagði af stað Fjársöfnunin til fólks- ins á Sandhólum Fjársöfnunin til fólksins á Sandhólum stendur nú yfir og hafa þegar safnazt allt að 50 þús- und krónur. Daglega berast stórar gjafir. frá Ráðhústorgi kl. tæplega 2 var sú fjölmennasta sem hér hefur sést. Hélt hún upp á hátíða- svæðið sunnan við sundlaugina. Lúðrasveitin lék fyrir göngunni. Virðuleg samkoma á hátíðasvæðinu. Um kl. 2,15 fór fram fánahyll- ing og karlakórar bæjarins, Geysir og Karlakór Akureyrar sungu undir stjórn þeirra Árna Ingimundarsonar og Áskels Jóns- sonar og Lúðrasveitin, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, lék nokkur lög. Formaður Þjóðhátíðarnefndar, Jón Norðfjörð leikari, setti sam- komuna með ræðu. Síðan flutti Fjallkonan, frú Sigríður Matthí- asdóttir, ávarp eftir Stefán Ág. (Framhald á 7. síðu). ianum a AKureyri sagt upp a ióShálsSard. 35 sfúdenfar braufskráðir Fjórðungsfundur Fram- sóknarflokksins hald- inn á Akureyri Fjórðungsfundur Framsóknar- flokltsins verður haldinn á Akur- eyri sunnudaginn 4. júlí næstk. Ilefst í Samkomuhúsinu kl. 2 síðdegis. Á fundinum mæta Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra og dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra. Þess er fastlega vænzt að sem allra flestir flokksmenn mæti. Einkaskeyti til Ðags trá Prag Eftir 16. umferð á skákmót- inu er Pachman efstur með 12V2 vinning, næstur er Szabo með 12, þriðji Sliwa með 11, þá Stáhlberg með 10% og svo næstir lionum Friðrik og Dr. Filip með 10 vinninga. Guðmundur 6V2. — G. P. Verður Iðnaðarbanki stöfnaður á Akureyri Á aðalfundi Iðnaðarbankans, sem haldinn var fyrir skömmu í Reykjavík, kom það fram að fyr- irhugað er að stofna útibú frá bankanum hér á Akureyri. Eiga 3 milljónir af væntanlegu ríkisfé að ganga til þessa útibús. Hús yfir útibú bankans á Keflavíkurflugvelli er nú að verða tilbúið og tekur væntan- lega til starfa innan skamms. Formaður bankaráðs er Páll S. Pálsson. Bankastjóri er Helgi Hermann Eiríksson. „Fyrsta skylda hvers manns er að vera á verði gegn sjálfum sér í öígafullum heimi.“ - „Varðveitið frelsi hugans.“ Hálfri annarri stundu fyrir há- degi þann 17. júní hófst hátíðleg athöfn í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Hátíðasalur skólans var þétt setinn gestum, kennurum og ungum og gömlum nemendum. Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, hóf ræðu sína á því að bjóða velkomna foreldra nem- enda. Einnig bauð hann vel- komna tvo fulltrúa 25 ára stú- denta og allmarga 10 ára stú- denta, sömuleiðis tvogamlakenn- ara skólans, er viðstaddir væru, þá Lárus Rist og Vernharð Þor- steinsson. Skýrsla um skólann og starfið. Þessu næst greindi skólameist- ari frá ýmsu því helzta viðvíkj- andi skólastarfinu. Þetta skólaár var 74. starfsárið frá stofnun Möðruvallaskóla, en 27. árið frá stofnun menntaskóla. Nemendur voru 247, þar af 69 í miðskóladeild, en 178 í hinum eiginlega menntaskóla. Stúlkur voru alls 82 eða þriðjungur, og fer þeim árlega fjölgandi. í heimavist bjuggu 131, þar af að- eins rúmir 40 í gamla húsinu. Próf í skólanum. Undir landspróf gengu 32 og fengu 16 þeirra framhaldseink- unn. Hæstur þeirra var Harald- ur Sveinbjörnsson af Ströndum með 8,94. Undir .stúdentspróf gengu óvenju fáir, aðeins 35, og stafar fæðin af þeirri breytingu, sem gerð var á skólanum, er hann varð 4 vetra menntaskóli. Lang- hæsta prófið tók Sveinn Jónsson, Akureyri, úr stærðfræðideild, ág. eink. 9,54. Er þetta mjög mikið námsafrek og hæsta stúdents- px-ófið á landinu á þessu ári. Lét skólameistai-i vel af stúdentun- um öllum. Væru þeir skyldu- ræknir og hollir menn í hvívetna. Skóla- og félagslíf. Félagslíf var venjulegt. Þi-ótt- mesta starfið var hjá íþrótta- félaginu. Nýjungar voi-u bók- menntakynningar nokkrar og efl- ing bókasafns skólans, að frum- kvæði nernenda. Heilsufar var fi-emur gott, eink- um voi-u kennarar við hesta- heilsu. Vertu sæll, mínus! Þórarinn, skólameistari, gat þess, að nú væri í fyi-sta sinn á stúdentsprófi gefið eftir einkunna stiganum frá 0—10, og væri nú Orstedskerfið úr sögunni og þar með mínusamir. Ekki taldi hann nýja kerfið til bóta. Einkunnir gamla kerfisins hefði verið hægt að segja með orðum og þær hefðu talað skýru máli, en einkunnir eftir þessu nýja kerfi væru svo mai-gar, að mannlegt skyn næði ekki að greina þar á milli, og yfir þær næðu engin 01-ð. „Úr háreistum burstunum má lesa stórhug aklamótaáranna.“ Hoi-nsteinninn að húsi skólans var lagður 4. júní 1904, og stend- ur það því á fimmtugu. Sagði skólameistari, að enn teldu marg- ir Menntaskólahúsið vera feg- urstu byggingu bæjai-ins, og staðai-valið hefði ekki getað tekizt betur. Rómaði hann mjög útsýnið yfir á „fagurskyggðan Pollinn og hina línumjúku og litaþýðu VaðÍaheiði.“ (Framhald á 8. síðu). Forseti íslands, herra Ásgcir Ásgeirsson, og forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdóttir, munu koma til bæjarins í opinbera heimsókn á sunnudaginn kemur. Verður forsetaritai-i, Henrik Sv. Björns- son, í fylgd með þeim. Koma þau landleiðina að sunnan, og kl. 4 e. h. verður móttökuathöfn í Lysti- garðinum. Þar leikur Lúðrasveit- in og karlakórar bæjax-ins syngja, en forseti bæjarstjórnar, Þoi-st. M. Jónsson, ávarpar heiðursgest- Kemur fyrst Megað til bæjarins á sunnudaginn, en næstu daga mun hann heimsækja sýslubáa ina. Um kvöldið verður þeim haldið samsæti að Hótel KEA. Á mánudag fara svo forseta- hjónin fram í Eyjafjörð, og verður móttökuathöfn að Laugalands- skóla kl. 4 e. h. Á þriðjudag verða þau að Ár- skógsskóla, einnig kl. 4 e. h. Að morgni miðvikudags er bú- izt við því að forseti og frú hans fari sjóleiðis til Ólafsfjarðar, og svo þaðan til Siglufjarðai-. Frá norrænu sund- keppninni Ákveðið hefur verið að keppni fai-i fram milli Reykjavíkur, Ak-. ureyrar og Hafnarfjarðar í sam- bandi við sundkeppnina, þannig, að sá aðili, sem fær hæsta % tölu þátttakenda í norrænu sund- keppninni fái sérstakan verð- launagrip, er gefinn mun vei'ða af Sundráði Reykjavíkur eða að tilhlutan þess. Þess er að vænta að Akureyringar liggi ekki á liði sínu, jafnvel þó að þeir telji ekki miklar líkur fyrir, að sigur- inn falli þeim í hlut.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.