Dagur


Dagur - 23.06.1954, Qupperneq 4

Dagur - 23.06.1954, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 23. júní 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. L Prentverk Odds Björmsonar h.f. 17. i '■] / t c 'j r ' f:; xt' n v UM LEIÐ og við fögnum 10 ára afmæli hins ís- lenzka lýðveldis vérðum ’við að lita um öxl og leiða hugann að þeirri löngu sögu, er gerir okkur, á þessu merkisafmæli, fært að halda hátíð. Undanfarin ár og áratugi höfum við tæpast haft tíma til að horfa til baka. Okkur er farið eins og þeim er hlaupa kapphlaup, að við einbeitum hug anum að marki. En við mark nemum við staðar. Sigurgleði hrærði hug og hjarta hvers einasta ís lendinga 17. júní 1944. 1 dag á fullnaðarsigur ís- lenzkrar frelsisbaráttu 10 ára afmæli. Þetta af- mæli er að því leyti gleðilegt öllu öðru fremur, að hvers konar menning og alhliða framfarir hafa þróazt með vaxandi hraða, jafnhliða því aukna frelsi, sem náðst hefur í áföngum. Það sýnir að írelsið er fjöregg þjóðarinnar. Eins ljóst og þetta er í dag fyrir allra augum, mætti hitt líka vera ljóst, að þess skuli minnzt með virðingu og þakklátum hug, að brautryðjendurnir í frelsisbaráttunni hafa verið miklir sjáendur. Við vantrú og vonleysi þjakaðrar þjóðar háðu þeir foaráttuna bæði inn á við og út á við. Hugsjónir Jóns Sigurðssonar og stjórnmálasnilli, ásamt glæsimennsku hans og atorku, gera hann að hetju dagsins meðan við fögnum frelsi á afmælisdegi hans. Og þakka ber þeim hetjum öllum er börðust fyrir þjóðina bæði fyrr og síðar. Það þarf hetju- lund til að berjast fyrir frelsi og fullveldi þjóðar, sem hvað efti rannað hefur verið nær hungur dauða og hefur sokkið svo djúpt, að nærri lá að nágrannaþjóð flytti hvert mannsbarn af landi burt. Mörg nöfn eru skráð. Hin eru þó fleiri, sem eru gleymd. Það eru nöfn þeirra óteljandi manna og kvenna, sem voru hetjur hins hversdagslega lífs. Stofninn góði er upphaflega byggði þetta land. ÁÐUR EN ÞEIR íslendingar, sem nú eru á góð- um aldri, höfðu slitið barnsskónum, var stærstu steinunum rutt úr vegi í frelsisbaráttunni. Það er því hætt við að fjöreggið, sem okkur var lagt í lófa, verði okkur ekki jafn kært eða metið að verðleikum og vert er. Það er okkar, hv.ers ein- asta íslendings, hvar sem við vinnum og hvert starf sem við vinnum, að leggja í það orku og drengskap. Okkar vegna skulum við gera það. Þjóðarinnar vegna skulum við gera það. Þá fúnar ekki sá sterki stofn er við rekjum ættir til og við getum lifað menningarlífi um ókomna framtíð. Segja má að fyrstu 10 ára sagan séu bernskuár íýðveldisins. Enn er of snemmt að leggja dóm á bað brot sögunnar. En á þessu tímabili hafa stór- viðburðir orðið í efnahags- og atvinnulífi þjóðar- : nnar. Aldrei fyrr hefur orðið gjörbylting í land- búnaðarmálunum. Nú er hann að verða mikils :netinn á ný, eftir að hafa verið settur hjá á svo- kölluðum „nýsköpunarárum“. Hin skammvinna auðlegð nýsköpunnaráranna blindaði svo stjórn- j.nálaleiðtoga okkar, að þeir gleymdu þeirri stað- :*eynd að engin þjóð hefur komizt klakklaust yfir þá þjóðlífsbreytingu, sem fylgir því ef bænda- bjóð á allt í einu að hætta að lifa í landinu. \\ NÚ ER HAFIN stóriðja í þágu landbúnaðarins. ,’Fallvötn eru vh'kjuð, stórvirkar landbúnaðarvél- ar, sem enginn hafði séð fyrir fápm árum, eru að verki í hverri sveit. Nýbýlin eru skemmtilegt tákn um stöðvun þeirra þjóðfé- lagsbreytinga er nýsköpunar- stjórnin var að leiða yfir þjóðina. Stjórnarþátttaka Framsóknar- flokksins 1947 er samofin þessum straumhvörfum. ÞRÁTT FYRIR þá skugga, sem hvíla yfir samskiptum þjóða bæði í austri og vestri, munum við þó vera bjartsýnni á framtíðina en nokkru sinni fyrr. Til þess höfum við Iíka fullan rétt, því að segja má að hornsteinninn sé lagður. Eyfirðingar og austur-takmörk Eyjafjarðarsýslu. Á SÍÐASTA aðalfundi KEA var minnzt lítillega á Laufásbæ- inn J sambandi við minjasafn og endurbyggingu þessara bæjar- húsa ,annað hvort þar, sem þau eru, eða annars staðar. Sumum hefur dottið í hug að flytja bæinn inn til Akureyrar og endurreisa hann þar, því að flestir munu hallast að því að minjasafnið verði staðsett í höfuðstað hér- aðsins. Undir þessum umræðum kom fram rödd um það, að ólíklega myndu Þingeyingar verða fúsir til að láta Laufásbæ af höndum við Eyfirðinga, því að bærinn væri þingeyskur, en ekki ey- firzkur. Þá kom í hug minn sú spurn, hverjir væru Eyfirðingar og hverjir ekki. Eyjafjarðarsýsla er að vísu svo til öll vestan fjarð- ar, en eru þá engir aðrir Eyfirð- ingar, nema íbúar þeirrar sýslu? Nær ekki hugtakið Eyfirðingur yfir alla þá, sem við fjörðinn búa, ásamt íbúum dalanna, sem grein- ast út frá honum (Fnjóskadalur þó ekki meðtalinn, nema Dals- mynnið)? Hvað segja Svalbarðs- ströndungar og Höfðhverfingar? Telja þeir sig ekki fremur Ey- firðinga, en Þingeyinga? Eru þeir ekki um verzlun og samgöngur, atvinnuhætti og ýmjs félagsmál óhjákvæmilega tengdir Akureyri og Eyjafirði? Og hví skyldu ekki bæimir, sem standa á bökkum Eyjafjarðar (svo sem Láufás), fremur teljast til hans, heldur en eyju, sem er austur í Skjálfanda- fljóti? Ekki er mér fullkunnugt, hve gamall sá háttur er, að hafa sýslutakmörkin við Varðgjá, en ekki blandast mér hugur um, hvar hin eðlilegu takmörk eru. Hvers vegna ekki að færa þessa merkjalínu austur á Vaðlaheiði? Eins og hún er minnir hún á ein- okun Dana á íslandi og hina ill- ræmdu skiptingu landsins í verzlunarhéruð. Að visu geta nú þeir, sem búa gegnt Akureyri, óhindrað keypt sínar lífsnauð- synjar þar, og haft þar flest þau viðskipti, sem þeir óska, en laga- legt yfirvald þeirra (sýslumaður Þingeyinga) situr á Húsavík, og sumir munu telja, að þeir séu neyddir til að telja sig Þingey- inga, þótt þeir búi við Eyjafjörð. Nú vil eg ekki láta skilja orð mín svo, að eg meti það (út af! fyrir sig) til einhverra neyðar- kjara, að verða að teljast Þingey- ingur. Fjarri fer því. En ef til reipdráttar kæmi um Laufásbæ- inn, vegna þess ,að hann sé þing- eyskur, þá tel eg óhjákvæmilegt að færa sýslumörkin, þvi að öðr- um kosti gæti svo farið, að hinn þingeyski Laufás yrði fluttur til Húsavíkur, en það væri að færa skörina upp í bekkinn! Þegar Helgi hinn magri nam land og gerðist héraðs- og ættar- höfðingi við Eyjafjörð, var hann ekki í vafa um takmörkin. Land- nám hans náði frá Siglunesi til Reynisness, og þó að enginn geti með fullri vissu sagt hvar Reyn- isnes er, hefur aldrei verið dreg- ið í efa, að það væri yzt á Gjögra- skaga. Landnám Helga magra var báðum megin fjarðarins. Innan þess ramma eru allir réttnefndir Eyfirðingar, og í samræmi við það ættu sýslutakmörkin að vera. J. Ó. Sæmundsson. FLEIRI EN einn borgari hafa komið að máli við blaðið og kvartað undan því að saúðfé gangi nú laust í bænum. Hafa roll ur farið inn á lóðir manna að undanförnu og skemmt gróður. Dagur vísar umkvörtun þessari til réttra aðila og finnst sjálfsagt að hún sé tekin til greína. Verzlunarmaður skrifar: „í TÍMANUM er nýlega skrif- að um gluggaskreytingar á þjóð- hátíðardaginn, þ. e. myndir Jóns Sigurðssonar, og fyrrverandi og núverandi forseta íslands. Eg er honum sammála um það, að óhæft var að sleppa myndinni af Jóni, en bhta myndir af hinum tveim. En mér finnst gæta mikils misskilnings hjá greinarhöfundi, þegar hann er að fara í mann- jöfnuð. Þegar birtar eru undir slíkum kringumstæðum myndir af fyrsta forseta fslands og hinum núverandi við hlið Jóns Sigurðs- sonar, er verið að sýna virðingu æðsta embætti ríkisins, æðsta tákninu, en ekki verið að hossa persónum né sýna Jóni Sigurðs- syni virðingarleysi." Jón skrifar: „KOMMÚNISTAR við frétta- þjónustu Ríkisútvarpsins, ef nokkrir væru, ofansjávarpramm- ar eða kafbátar, ættu býsna auð- velt með að vinna máli sínu lið, svo að lítið bæri á. Hér skulu nefnd dæmi. 1. Þeir myndu vanda sig við orðaval, er þeir þýða fregnir úr erl. málum. Orð geta haft áróð- ursgildi, þó að sakleysisleg séu. Stjórn Kommúnista í Kína er kölluð í enskum fréttum The peoples government. Rétta þýð- ingin á þessu er þjóðarstjórn, en það myndu þeir ekki hafa svo, heldur alþýðustjórn. Þannig gætu þeir hagrætt mörgu, ef vilj- inn væri fyrir hendi. 2. Þeir velja úr fréttir frá Ósló og Stokkhólmi, en það er ekki sama hverjar eru teknar og hverjum sleppt. 3. Sumar fregnir eru lesnar að- eins einu sinni, sumt er lesið tvisvar á dag, sumt þrisvar. Sú frétt, sem lesin er þrisvar hefur að öðru jöfnu meira áróðursgildi en sú, sem lesin er einu sinni. Það er ekki sama, hvernig þessu er skipt niður. Glöggir menn, sem hlusta á erl. stöðvar, ættu að hlusta vel á fréttaflutning Ríkisútvarpsins sér til umþenkingar og sálubótar. NÚ I KVÖLD (mánud.kvöld) hlustaði ég á þýðingu útvarpsins á svari Edens við fyrirspurn Atlee og fleiri út af Guatemala. Svo vel vildi til, að ég hlustaði á brezka útvarpið í dag. Eden sagði m. a. eitthvað á þá leið, að svona atburðir (þ. e. það, sem nú gerist í Guatemala) væru ekki neitt einsdæmi í Mið-Ameríku. Þessu var sleppt úr hér. Hver ætli hafi verið þýðandinn? Haukur Snorrason: Á 10 ára afmæli lausnar Parísarborgar eru ytri merki stríðsins horfin - en París í júní. — Þegar leiðsögumenn, sem fylgja ferðamönnum um París nú á þessu sumri, koma að torginu við Notre Dame-dómkirkjuna, minna þeir gjarnan á að rétt 10 ár eru liðin síðan byssukúlur hvinu í lofti í milli sandpokavirkja Þjóðverja á Dessum stað og staðnæmHust á veggjum kirkjunnar. í ágúst 1944 skundaði de Gaulle hershöfðingi inn á þetta torg og gaf þar til kynna, að hernám Parísar af Þjóðverja hendi væri lokið, en nýtt tímabil frels- is og friðar hafið. f dag sjást engin merki um kúlnaskothríðina við Notre Dame, né heldur sand- pokavirki, og yfirleitt sjást engin ytri merki heims- styrj aldarinnar lengur í París. Parísarbúar hafa afmáð þau öll og þeim hefur aftur tekizt að gera sína ástkæru höfuðborg að miðstöð listanna, skemmtananna, tízkunnar og sælkeranna — og jafnvel einnig pólitískan miðdepil Evrópu. — París sjálf hefur ekkert yngzt á þessum 10 árum, og yfir- lit hennar er harla gamallegt í augum þeirra, sem líta stræti hennar og torg í fyrsta sinn. En Parísar- búar kunna ýmis brögð til að sýna ýmis svipmót borgarinnar. Á þessu sumri uppljóma þeir Sigur- bogann og Invalides-minningakirkjuna og marga fleiri merka staði á kvöldum, og í Versölum er æv- intýraljómi látinn stíga fram úr myrkri horfinna tíða með fjölforeytilegri ljósadýrð. En þótt merki stríðsins og þess umróts, er það hratt af stað, sjáist ekki á götum Parísar, þarf ekki að skyggnast djúpt til þess að verða þess var. í því efni eru blöðin skuggsjá tímanna. Þar koma fram þær hræringar, sem dyljast ferðamanni, sem leiðsögumaður fylgir inn á Notre Dame torg eða til annarra merkisstaða. -----o------ Á síðustu mánuðum hafa geysað svo harðar deil- ur í Frakklandi, að sumir telja að fara verði aftur til Dreyfus-málsins til þess að finna hliðstæðu jafn heitra umræðna i frönsku stjórnmálalífi. Þetta eru deilurnar um Evrópuherinn. Þegar kommúnistar eru undanskildir, hafa allir stjórnmálaflokkar landsins klofnað í stærri eða smærri einingar í þessu máli. Útlendingar furða sig á því, að jafnein- falt mál skuli vera þvílíkt hitamál meðal andstæð- inga kommúnismans, en það mun staðreynd — og hún ekki óskiljanleg — að spurningin um endur- vopnun Þýzkalands hefur orðið til þess að eitra sambúð Þjóðverja og Frakka fremur en nokkuð annað mál á dagskrá síðan í stríðslok. Það hefur farið í taugarnar á Frökkum að Bandaríkjastjórn hefur bent ásakandi til Parísar á meðan þessar um- ræður hafa farið fram og hefur viljað kenna Frökk- um einum um að sáttmálinn um Evrópuherinn er enn ekki genginn í gildi — og það meðan ítalir voru ekkert fúsari til samþykktarinnar og Bretar mjög tregir til að hafa nokkur afskipti af málinu. Endurvopnun Þýzkalands er beiskasti, pólitíski bitinn, sem að Frökkum hefur verið réttur síðan í stríðslok ,og margir þeirra virðazt þeirrar skoðun- ar, að bezta ráðið til þess að halda amerísku her- sveitunum kyrrum í Evrópu — en það vilja lýð- ræðisflokkarnir umfram allt eins og heimsástandið er — sé að banda honum frá og tregðast við að sam- þykkja Evrópuherinn sem lengst. ------o----- En meginástæða þess, hve margir Frakkar hafa snúizt gegn Evrópuhernum — og þar með sameig- inlegri vörn Vestur-Evrópu-þjóðanna gegn ógnun- inni úr austri, er Indó-Kína styrjöldin. Kjarni franska hersins — meira en 40 þús. manns — á í styrjöld í Indó-Kína, sem hvorki virðist hægt að öFramhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.