Dagur - 21.07.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 21.07.1954, Blaðsíða 1
XXXVn. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. júlí 1954 32. tbl. Svipist nu hver um sína sveit*. Fegurðardísunum boðin ókeypis ferð til höfuð: „Ungfrú ísland” getur í þetta sinn þýtt annað en „Ungfrú Reykjavík” Sýónvarpið á liraðri framför r..é ' ■“'~-fr----- Fyrir nokkru er tekið að sjónvarpa í eðlilegum litum, og sums staðar hcfur sjónvarpið verið tekið í þjónustu kcnnslunnar í skurð- lækningum og þótt gefast vel. Mynd þessi er frá verksmiðju í Bandaríkjunum, er setur saman sjónvarpstæki. Stjórn skemmtigarðsins Tivoli í Reykjavík hefur látið þau boð út ganga, að þar fari fram íegurðar- samkeppni um tit'ifinn „Ungfrú ls- ]and 1954“, og geti állar íslenzkar stúlkur, giftar sem ógiftar, á aldr- inum 18—25 ára, tekið þátt í keppninni að þessu sinni, en áður liefur ekki þótt taka því að nefna aðra staði en Reykjavík í þessu sambandi. Fegurðarsamkeppnin íer fram dagana 14. og 15. ágúst n. k., og farr sú, sem hlutskörpust reynist, ókeypis Parísarför, skotsilíur og þar að auki fleiri hlunnindi. Önnur Akureyringur lýkur meist- araprófi við háskóla í Bandaríkjunum Samkvæmt fréttaskeyti, sem Dag: ur hefur fengið frá fréttastofnun í Bandaríkjunum, hefur ungfrú Guð- rún Stefánsdóttir, Guðnasonar, læknis hér í bæ, verið sæmd meist- aranaínbót (Master of Science) að afloknu háskólanámi í blaða- mennsku við Medill School of Northwestern University, Evanston í Ulinoisríki. Þess er ennfremur getið í fréttaskeyti þessu, að Guð- rún liafi verið kjörin félagi í Theta Sigma Phi, en það er samband bláðakvenna og kvenrithölunda, er nám stunda í amerískum háskólum, eða lokið hafa háskólapróli, — og hafi hún nýskeð setið þing sam- bandsins, er haldið var í Detroit, Michigan. Og loks segir þar, að: Guðrún muni væntanleg heim í þessum mánuði. verðlaun: Nýtízku dragt, skór og taska. Þriðju verðlaun: Vönduð kvenkápa af nýjustu gerð. Þátttaka þarf að tilkynnast rétt- um aðiljum íyrir næstu mánáða- mót, og erum við, Dagsmenn, fúsir og reiðubúnir til þess að aðstoða með nánari upplýsingum og ann- ari fyrirgreiðslu í þessu sámbandi, ef þess er óskað! Ullarmóttakan Bændum ráðlagt að draga ekki lengur að leggja inn úllina Ullarmóttakan er nú hafin fyrir nokkru. Framleiðendur eru að mestu hættir að þvo ullina heima eins og óður var gert. Vegna fólks fæðar heimilanna á annatíma finnst flestum borga sig betur að senda hana beint í þvottastöð- ina á Akureyri. Rúningi mun alls staðar vera lokið og er því ekki eftir neinu að bíða áð koma ullinni frá sér. Er rétt í þessu sambandi að benda mönnum á, að allur kostnaður við ullarmóttökuna dregst frá því verði, er bændur fá, og er því beint hagsmunamál þeirra sjálfra að ullarmóttakan standi sem stytzt yfir, þar sem ekki er hægt að komast hjá að hafa menn á launum á meðan á henni stendur. Bændum er því ráðlagt að draga ekki lengur að leggja inn ullina. ® Flugvellir í Grímsey, Flatey og á Þórshöfn Ekki lagztur á pallstrá: ö Cuðnundur prúfessor )misl fullbúnir eiia á uppsiglingu Thoroddsen ráðinn læknir til Grænlands Samkvæmt símtaii við bl. Tímann í Rvík í gærkvöldi hef- ur Guðmundur Thoroddscn — fyrrum yfirlæknir við Lands- spítalann og kennari við Há- skóla íslands — sem lét svo sem kunnugt er, af störfum við þessar stofnanir fyrir þrem árum, vegna ákvæða íslenzkra laga um hámarksaldur opin- berra embættismanna, ráðið sig sem lækni til Grænlands og mun bráðlega taka þar til starfa. Bruni á Héraði Bærinn Skeggjastaðir í Fell- um brann s.l. mánud. til kaldra kola. Einhvfirju var bjargað af mnanstokksmunum, og fólk allt slapp óskaddað. Bóndinn á Skeggjastöðum heitir Páll Jónsson. Engin síldveiði síðustu tvo sólarhringana f gærkvöldi var enn þoku- slæðingur á miðum, en var þá heldur að' lægja, að því er blað- inu var tjáð í símtali við Siglu- fjörð. Engin veiði " hafði þá fengizt, svo að vitað væri, frá því um hádegi á mánudag. — Krossanes hefur nú tekið á nvóti 8790 málum til bræðslu, þar af á Snæfellið 2729, Jör- undur 2120 og Baldur frá‘ Dal- vík 1226 mál. — Snajfellið er enn hæsta skiþið í flotanum með 2800 mál og tunnur, en næstur er Jörundur með 2480 mál og tunnur. Baldur er þriðja skipið í röðinni með 1730 mál. Ivaupíélag Eyfirðinga ■opnaði sl, föstudag nýtt útibú í Grænumýri 9 hér í bænuin. Eru þar á boðstólum alls konar nýlenduvörur, kjöt- og fiskvarningur, mjólk og rjómi á ílöskum, skyr, ostar, brauð, hrein- lætisvörur, sælgæti, tóbaksvörur og fjölmargt fleira. Hefur kaupfélagið reist nýtt hús fyrir þessa starfsemi, og eru liúsa- kynnin öll hin vistlegustu, vöru- geymslur rúmgóðar og hinar vörid- uðustu. Til dæmis er þarna sérstak- 14. þ. mán. lenti Ðakótaflugvél á nýja flugvellinum í Grímsey, og er það fyrsta farþegaflugið þang- að og markar því merk tímamót í samgöngumálum eyjarinnar. Ýmsir gestir úr Reykjavík komu þá til eyjarinnar, en auk þeirra barzt þangað fyrsti flugpósturinn, sem til Grímseyjar hefur komið, og þótti eyjarskeggjum það mikil nýlunda að fá dagblöðin samdæg- urs og þau komu út. Boðið var í hringflug yfir eynni, og tók meira en þriðjungur allra íbúa eyjar- innar þátt í því, eða 30 manns, sá elzti á níræðisaldri, en sá yngsti sjö ára. Aðeins einn drenghnokki, gestur úr Reykjavík, hafði flogið áður. Allmargir Grímseyingar, éða jafn margir og flugvélin gat frekast bætt við, tóku sér far með henni til lands. Vona eyjar- skeggjar, að þetta verði upphafið að reglubundnum flugsamgöng- um milli eyjar og lands. J Verið er að byggja flugvoll í Flatey. Fyrir nokkru hefur verkfræð- ingur frá flugmálastjórninni at- hugað um aðstæður til flugvallar- gerðar í Flatey á Skjálfanda, gert áætlanir og lokið öðrum tækni- legum undirbúningi slíks verks. Eru vinnutæki þegar komin á staðinn, og verk hafið með full- um krafti, að því er heyrzt hefur. Flateyingum er það að vonum mikið kappsmál að komast sem fyrst í flugsamband við megin- landið, enda eru þeir harla af- skekktir frá öðrum samgöngum, jafnvel á sjó, þar eð engar áætl- unarferðir eru þangað með skip- um, enda þótt nokkuð á annað hundrað manns eigi þar heima. Munu Flateyingar gera sér von- ir um, að mikið rætist úr ein- ir kæliklefar fyrir kjöt, fisk, gTæn- Tneti o. II. Mjólkurafgreiðsla þarna er opin á sunnudögum á sama tíma og venjulegar mjólkurbúðir. íbúuin Mýrahverlis og næstu bæj- arhluta er mikið hagræði að því, að slík verzlun er nú tekin til starfa á þessuin stað, cnda sýnir viðskipta- mannafjöldinn, sem þangað hefur komið þessa daga, síðan opnað var, að útibúsins hefur verið brýn þörf. angrun þeirra, þegar flugvöllur- inn þar er fullbúinn, og jafnvel, að flugvél komi að jafnaði við í Flatey, er þær fara til Grímseyj- ar, ef þangað skyldi hefjast áætl- unarflug. Flugvallargerð á Þórshöfn. Á Þórshöfn á Langanesi var í fyrra rudd og lagfærð 400 m. löng braut, svo að litlar flugvélar, og þó fyrst og fremst sjúkraflug- vélar gætu lent þar. í sumar er róðgert að lengja flugbraut þessa þannig, að stærri flugvélar geti einnig lent þar. Þar gefur auga leið, að þeir, sem á slíkum stöðum búa, — eins og raunar víða annars staðar í strjálbýlinu — hljóta að vænta sér mikils af vaxandi flugsam- göngum í framtíðinni, enda verði þeir með því einu móti drepnir úr dróma hinnar mestu ein- angrunar. — Ekki hvað sízt hlýt- ur þetta að vera mikilsvert, þegar mest ríður á, svo sem á þeim stundum, er bráða sjúkdóma eða slys ber að höndum, en þá ætti sjúkraflugið oft að geta leyst vandann, þar sem flugvellir eru fyrir hendi. Súgþurrkun reynist vel, er þurrkar eru stopulir Bæridur munu nú, þrátt íyrir lé- lega þurrka,' vera að ljúka hifðingu fyrri sláttar. Er þetta þó mjög mis- jafnt, eins og vanalegt er. Nokkrir eru þegar byrjaðir á síðari slætti. Það, sem virðist einkum áberandi nú, er það, að þeir, sem hafa súg- þurrkun, geta hirt tún sín nokkru fyrr cn aðrir og fá að sjálfsögðu óhrakin hey. Undanfarið hcfur veðrátta verið lreinur hlý, en einhver úrkoma þó ílesta daga. — Tún spretta vel, og horfur eru á góðri kartöfluupp- skerti. Útborgað m jólkurverð til framleiðenda 1953 Samkvæmt nýútkominni árbók landbúnaðarins, 2. hefti 1954, het- ur mjölkurverð til framleiðerida ár- ið 1931 revnzt sem hér segir: pr. ltr. Mjólkurstöðin, Rvík.....kr. 2.74 Ms. Borgfirðinga, Borgarn. — 2.48 Ms. Húnvetninga, Bl.ósi . . — 2.25 'Ms. SkaglirSinga ......... — 2.18 Ms. K. E. A., Akureyri ... — 2.30 Ms. K. Þ„ Húsavík........- 2.13 Ms. Flóamanna, Selfossi .. — 2.63 KEA opnar nýft úfibú íMýrahverfi Þar eru ný og mjög vönduð og smekkleg húsakynni ur kæliklefi í'yrir mjólk og þrír aðr-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.