Dagur - 05.08.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 5. ágúst 1954
D A G U R
5
Bonnsfjórnin hefnr áhyggjur
af framferði þýzkra skemmfi-
ferðamanna
Gamlir striðsmenn gjarnir á að taka upp forna
hætti frá hemámsárunum
Vestur-þýzk stjórnarvöld eru sögð hafa vaxandi áhyggjur af
framferði þýzkra ferðalanga erlendis. Utanríkismálanefnd
sambandsþingsins ræddi þessi mál sérstaklega nú fyrir
skemmstu, og bæði innanríkisráðuneyti og utanríkismála-
ráðuneyti Bonn-stjórnarinnar hafa haft sérstakar nefndir
starfandi til þess að finna leiðir til þess að bæta úr ástandinu
og koma í veg fyrir hina stöðugu árekstra milli þýzkra ferða-
manna og íbúa landa þeirra, sem þeir gista. Einkum munu
hafa orðið brögð að slíkum árekstrum í Hollandi nú að und-
anförnu.
Einu sinni var!
Flugvallar er brýn þörf í Ólafsfirði
- Danska stórblaðið Berlingske
Tidende skýrir frá þessu 14. júlí
sL, eftir heimildum fréttaritara
blaðsins í Bonn. Segir þar m. a.,
að mikill fjöldi Þjóðverja hafi
streymt til Hollands um páskana
og hvítasunnuna, þar á meðal
margir fyrrverandi hermenn, er
dvalizt hafi á þessum slóðum á
hernámsárunum. Leituðu þeir þá
gjarnan uppi sína fyrri dvalar-
staði, reyndu að fá aðgang að
húsum þeim, sem tekin höfðu
verið herskildi handa þeim þá,
sungu hina gömlu hersöngva sína
o. s. frv. — Fregnirnar af hinni
miklu gremju, sem þetta hátterni
þeirra olli í Holíandi, bárust auð-
yitað til Bonn, og taldi stjórnin
þar þetta mjög alvarlegt mál,
ekki sízt þegar kvartanir um
svipuð atvik tóku einnig að ber-
ast frá ýmsum öðrum löndum, þar
sem Þjóðverjar höfðu haft her-
setu á ófriðarárunum.
Frumkvæði til úrbóta.
Stærsti stjórnarflokkurinn,
Samband kristilegra lýðræðis-
sinna, hefur einkum átt frum-
kvæði að því, að stjórnarvöldin
munu skerast í leikinn og reyna
að „kenna Þjóðverjum að vera
góðir skemmtiferðamenn“, eins
og blaðið orðar þetta í fregn
sinni. Skoraði þingflokkurinn á
stjórnina að leita sem bráðast
allra hugsanlegra bragða til þess
að bæta úr þessu ástandi. For-
mælandi flokksins kvað svo að
orði í þinginu, er.mál þetta var
til umræðu nú á dögunum, að
bæði flokkurinn og stjórnin
hörmuðu það mjög, að gálaus-
leg eða jafnvel dólgsleg fram-
koma slíkra ferðalanga kynni á
skömmum tíma að eyðileggja
samúð þá og velvilja í garð
þýzku þjóðarinnar, sem tekizt
hefði með mikilli alúð og á löng-
um tíma að skapa eftir stríðið.
Betra er heilt en vel gróið, og
daglega brjóta þessir menn hið
dýra og fíngerða postulín vinátt-
unnar og skilningsins, og oft er
erfitt, eða jafnvel ómögulegt, að
bæta þann skaða aftur.
Jafnvel á Spáni.
Ræðumaður kvað vandræði
þessi svo alvarlegs eðlis og víð-
tæk, að jafnvel í þeim löndum,
þar sem Þjóðverjar hafa þó ann-
ars átt vinum að fagna, svo sem á
Spáni, hefðu ýmis gistihús færzt
undan að hýsa þýzka gesti. Eink-
um kvað hann þátttakendur í
hópferðum stundum haga sér
dólgslega að þessu leyti, og væru
þess mörg dæmi, að þeir tækju að
kyrja ósæmilega hernaðarsöngva,
þegar sízt skyldi.
Margra bragða leitað.
Ymsar tillögur hafa komið
fram til leiðréttingar í þessu
vandamáli. T. d. hefur verið talað
um það, að stjórnin hlutaðist til
um að samin verði og gefin út
kennslubók í góðum umgengnis-
háttum og mannasiðum, er ætluð
verði þeim Þjóðverjum, sem
hugsa til utanferðar. Verði þar
ekki sízt rætt um þá hætti þýzkr-
ar skaphafnar, sem íbúar við-
komandi lands eigi erfiðast með
að sætta sig við. Aðrar tillögur
beinast að því að fela skólum og
menningarfélögum uppeldisstarf
það, sem hér þarf að vinna. Enn
aðrir tillögumenn ganga svo langt
að leggja til, að svipta beri ferða-
menn þá, er sannanlega hafa
brotið af sér að þessu leyti, utan-
fararleyfi, svo mánuðum eða
jafnvel árum skiptir, eftir mála-
vöxtum í hverju einstöku tilfelli.
„Menningar“-áhrif nazistanna
verða ekki afináð á svipstundu.
Allur héimurinn veit, að þýzka
þjóðin er hinum ágætustu hæfi-
leikum búin á marga lund. Lista-
menn hennar, rithöfundar og vís-
indamenn, hafa löngum verið í
fremstu rpð, og enginn efast um
dugnað þjóðarinnar, kjark henn-
ar og snilli, ekki sízt á sviði tækn-
innar. Þá er það og vitað, að
Þjóðverjar geta verið hinir mestu
mannúðarmenn og ágætir við-
skiptis, enda höfum vér Islend-
ingar oft kynnzt þeii'ri hlið á
þeim á liðnum tímum. En þrátt
fyrir allt þetta getur það naumast
komið mönnum óvænt, þótt áhrif
þau, sem nazistastjóm í fullan
áratug og uppeldi Hitlersæsk-
unnar m. a. hafa haft á þessa
mikilhæfu og ágætu þjóð, verði
ekki afrnáð og að engu gerð á
stuttu árabili, heldur er hitt stór-
um líklegra, að lengi enn muni
mega finna miður viðfelldinn
Ameríska útvarpsfélagið AFN
sendi nú fyrir skemmstu tvo
fréttamenn til Bodö í Norður-
Noregi þeirra erinda að lýsa
miðnætursólinni fyrir hlust-
endum félagsins, en þeir munu
flestir allsendis ókunnugir því
náttúrufyrirbæri. — Þegar út-
varpsmennirnir tveir komu til
Bodö með „Miðnætursólar-flug-
vélinni“, og gengu fram á Röken-
vik-fjallið til þess að sjá þaðan
sem bezt til sjóndeildarhringsins
í norðri um lágnættið, vildi svo
óheppilega til, að þokubakki
byrgði útsýnið, svo að alls ekki sá
til sólar. — Nú voru góð ráð dýr,
og illt að vera kominn alla þessa
leið og fara erindisleysu! — Og
útvarpsmennirnir voru heldur
engan veginn af baki dottnir:
Þeir hengdu rauðan kvenhatt á
stöng, og gáfu síðan öllum þeim
milljónum útvarpshlustenda, sem
á stöð þeirra hlusta, svo inn-
blásna og hrífandi lýsingu af
miðnætursólinni, að sú frásögn
mun áheyrendum seint úr minni
líða! — Berlingske Tidende, er
segir frá þessu 15. þ. mán., lét
þess þó getið, að báðir hefðu
fréttamenn þessir séð raunveru-
lega miðnætursól áður, — úr
flugvélinni á norðurleið — og
hefði því lýsing þeirra engan veg-
inn verið úr lausu lofti gripin að
öllu leyti.
-K
Sænsk blöð skýra svo frá, að
Hedtoft forsætisráðherra Dana
hafi, ásamt konu sinni og dóttur,
nýskeð verið gestur Erlanders
forsætisráðherra Svía í nokkra
daga og þá haft aðsetur sitt á
herragarðinum Harpsund, sem er
embættisbústaður þess síðar-
nefnda, þegar hann dvelur í
sveitinni. — Sunnudag einn nú
um miðjan mánuðinn var margt
gesta og langferðamanna í hinum
stóra lystigarði óðalssetursins, en
á bakka vatnsins, sem þar er,
stóð Hedtoft og dorgaði með
veiðistöng sinni, en veiddi lítið
eða ekkert. — Einn gestanna
spurði fyrir þeirra hönd, hvort
ekki væri hægt að fá að sjá for-
sætisráðherrann, og varð Hedtoft
sjálfur fyrir svörum: „Nei,“ sagði
hann. — „Við höfum hann ekki til
sýnis á sunnudögum! — Eg er
kunnugur hér og veit, að hann
lætur ekki sjá sig í dag.“
Nýr sparisjóður stofn-
aður í Reykjavík
Fyrir nokkru var stofnaður nýr
sparisjóður í Reykjavík undir
nafninu „Samvinnusparis j óður-
inn“. Stofnendur sjóðsins voru 55
starfsmenn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og samstarfsfélaga
þess.
Stofnendur sjóðsins hafa kosið
í stjórn hans þá Vilhjálm Þór,
forstjóra, Erlend Einarsson,
framkvæmdastjóra og Vilhjálm
Jónsson, lögfræðing.
Sem yfirskrift forsíðugreinar í
Degi, frá 21. júlí sl., stendur þetta:
„Nýir flugvellir tengja brátt hina
afskekktustu staði við samgöngu
kerfi landsins“.
Svo er vitnað til flugvalla í
Grímsey, Flatey og á Þórshöfn,
sem ýmist eru fullbúnir eða í
uppsiglingu.
Sannarlega er það gleðilegt
tímanna tákn, að nefndir staðir
hafa þannig fengið skilyrði til
samgangna, og þökk sé þeim, sem
unnið hafa þar að framgangi
mála.
En enn vantar víða flugvelli,
sem þó væri nauðsynlegt að
kæmu sem allra fyrst. Einn þeirra
staða er Ólafsfjörður.
Einu sinni var þó Ólafsfjörður
í flugsambandi við umheiminn.
Ákveðnar voru tvær ferðir í viku
hverri um sumarmánuðina, og
Ólafsfjarðai-vatn notað sem lend-
ingarstaður. Er vatnið ein hin
ákjósanlegasta flughöfn landsins.
Voru þessar flugferðir til Ólafs-
fjarðar til mikils hagræðis fyrir
Ólafsfirðinga og aðra, enda mik-
ig notaðar. En svo brá við, að
þegar Flugfélag íslands fékk
einkaleyfi til farþegaflugs innan-
lands, að flugferðir til Ólafsfjarð-
ar lögðust með öllu niður. Nú
hefur um langa tíð engin flugvél
lent í Ólafsfirði, og ekki fengizt
flugvél til Ólafsfjarðar, þótt um
hafi verið beðið. Hefur heyrzt, að
að því sé keppt, að svonefndar
sjóflugvélar skuli hverfa úr notk-
un, en eingöngu notaðar flugvél-
ar, sem aðeins lenda á landi. Ef
svo er, eykst þörfin fyrh' flug-
velli, sem þá þurfa að koma sem
víðast. — Ólafsfjarðarvatn, þótt
hentugt sé til lendingar, verður
því að líkindum ekki notað í
framtíðinni sem lendingarstaður.
En hvers vegna ekki að hefjast
þegar handa og vinna að því, að
byggður vei'ði sem allra fyrst
flugvöllur í Ólafsfirði? Hér eru
þó ágæt skilyrði til flugvallar-
gerðar, á svonefndum Flæðum,
hvort sem er austan eða vestan
Ólafsfjarðaróss. Enn má telja Ól-
afsfjörð einn af afskekktustu
stöðum landsins, þótt að vísu
vegur um Lágheiði hafi að
nokkru bætt úr samgönguerfið-
leikum.
Flugvellirnir, sem Dagur talar
um í áminnztri grein, hafa vissu-
lega ekki komið án skeleggrar
baráttu fyrir málefninu, og þá
fyrst og fremst þeirra, sem á hin-
um afskekktu stöðum búa. Bæj-
arstjórn Ólafsfjarðar á vissulega
að hafa forgöngu í þessu máli,
sem öðrum málum, er snerta hag
byggðarlagsins. En mér er ekki
kunnugt um, að bæjarstjómin
hafi enn látið væntanlega flug-
vallargerð í Ólafsfirði til sín taka.
Er þó sannarlega tími til kominn.
Vil eg hér með skora á bæjar-
stjórn Ólafsfjarðar, að hefjast
þegar handa og vinna að fram-
gangi þessa máls, sem eg hygg að
sé tiltölulega hægur vandi að
leysa, miðað við önnur mál
byggðarlagsins, sem undanfarið
hafa verið leyst, og þá fyrst og
fremst fyrir forgöngu bæjar-
stjórnarinnar. Um leið og eg lýk
þessu greinarkorni, vil eg játa
þá trú mína, að óðum styttist sá
tími, er ibúar Ólafsfjarðar þurfi
að segja: Einu sinni var flogið til
Ólafsfjarðar, heldur megi segja:
— Flugvélin er að lenda á flug-
vellinum! I. Þ.
Fór alla bílfæra vegi,
allt frá Hellisheiði
að Lómagnúp
Sunnlendingur einn, sem ekki
óskar að láta nafns síns getið, leit
inn á skrifstofur Dags fyrir
nokkrum dögum. Er hann í sum-
arleyfi, og er það ekki í frásögur
færandi, að menn fari í aðra
landshluta sér til skemmtunar
hina lengi þráðu sumarleyfisferð.
En þessi Sunnlendingur hefur
í hyggju að nota næsta sumarleyfi
sitt með nokkuð öðrum hætti en
algengt er. Hann ætlar þá að
koma hingað norður og aka á
bifreið sinni alla bílfæra vegi á
ákveðnu svæði — alla vegi og
heim á hvern einasta bæ.
„Tafsamt mun það ferðalag
verða, og nóg efni til að æra
óstöðugan,“ sagði einhver. — Þá
hló Sunnlendingurinn og sagðist
hafa ágæta reynslu af svona
ferðalagi. Fyrir tveimur árum
ferðaðist hann á þennan hátt allt
frá Hellisheiði og austur að
Lómagnúp í V.-Skaftafellssýslu.
Tók ferðin hálfan mánuð og var
hin ánægjulegasta.Næstum aldrei
hundum sigað, en ferðalangnum
víðast tekið með kostum og kynj-
um, rétt eins og heimtur hefði
verið úr helju einn meðlimur
fjölskyldunnar.
— Þetta er líka, sagði hann, það
bezta, sem eg hef lært í landa-
fræði, og þegar eg hitti einhvern
mann af þessum Iandshluta og
hef frétt frá hvaða bæ hann er,
man eg hér um bil alltaf hvar, og
hvernig umhorfs er heima hjá
honum.
Megi Sunnlendingnum vel farn-
ast þessa fáu daga, sem hann á
eftir af sumarfríinu sínu í ár, og
veri hann velkominn til okkar að
ári, ef áætlunin stendur. Hér
mun, eins og fyrir sunnan, óvíða
hundum sigað, en víðast mun
honum vel tekið.
Kaupum öl- og
gosdrykkjaflöskur
háu verði.
PÉTUR & VALDIMAR
Shell-búðin.
keim úr því keri.