Dagur - 05.08.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 05.08.1954, Blaðsíða 7
7 Fimmtudaginn 5. ágúst 1954 • FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). sem hægt er úr að bæta með tíð og tíma og aukinni reynslu, ef vilji er fyrir hendi. En ekki er því að leyna, að vel getur sú spurning hvarflað að mönnum — einkum þegar norðanrosinn með tilheyr- andi rigningu og kulda, hi-eggi og hryðjum, hefur dunið yfir landið svo dögum og vikum skiptir yfir hásumarið — hvort rétt sé og sæmilegt að gera mikið til þess að laða erlent skemmtiferðafólk úr hlýjunni syðra hingað norður í slíkan veðraham. En svo styttir upp, hlýnar í veðri, og sólin skí t aftur í heiði yfir þetta blessa' i land. Og þá viðrast allar slík.i- efasemdir burtu í bili, og þp'í rifjast upp fyrir okkur, að víðar í heiminum getur náttúran reyr t ærið duttlungafull, stirfin og strí i en hér á norðurhjaranum, en hinn bóginn óvíða meiri eða ný stárlegri sumardýrð í línum r •* litum en einmitt hér, þegar v 1 viðrar — að minnsta kosti í aur - um okkar, sem guð hefur gef ) þetta fagra og sviphreina land. Of scint að snúa við? AÐ OLLU samanlögðu hygg eg þó, að við ættum að fara okki r hægt í þeim sökum — a. m. k. fyrst um sinn — að teygja hing '') erlent ferðafólk með hvers kon;i. auglýsingum og yfirboðum. Vi i erum áreiðanlega að ýmsu leyii varbúin því að veita slíkum ferðalöngum, eins og þeir ganga og gerast glmennt, þær viðtökur, sem þeií- éru ^ýapirjog sætta sig við. Og að'hiriu léytinu er ávinn- ingurinn harla vafasamur á ýmsa lund, þótt hann .kunni að vera nókk'ur, éf’ aðe’ins ’ er mælt á mælistiku hins erlénda ^jaldeyris, sem okkur mundi áskotnast með því móti. — En eftir á að hyggja: Hér þýSí» Hlílegast ekki að spyrna gegn broddunum, fremur inn hlut: ísland er þegar komið í þjóðbraut, og skemmtiferðamenn hafa nú þegárkómið auga á land- ið. Sagt er t. d., að á þessu eina sumri hafi í Bretlandi einu jafn- margir ferðamenn spurt eftir fari og fyrirgreiðslu út hingað sem á þremur sumrum áður samanlagt. Og fyrst svona er komið, býður þjóðarsómi, að við reynumst menn til að taka afleiðingunum og gerum allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að sýna landið og þjóðina ekki í óhagstæðara ljósi en sakir standa til. — Ekkert út- lendingadekur né eftiröpun, eng- ar skrumauglýsingár né yfir- borðsháttur, ekkert okur né til- raunir til skyndigróða í skjóli ókunnugleika ferðamannanna á verðlagi hér, sem vissulega er yfrið hátt fyrir. Vinsamleg, lát- laus og traust fyrirgreiðsla til handa öllum gestum, erlendum sem innlendum, engir dagprísar, en rétt og sanngjarnt verðlag, kurteisi og hógværð í allri fram- göngu, og svo snyrtimennska og hreinlæti um fram allt. — Þetta verða að vera kjörorð okkar og einkunn í öllum þessum málum, ef vel á að fara, enda drýgsta landkynningin af hálfu gestgjaf- anna og einu ráðin, sem duga til að halda fullum sóma, þegar til lengdar lætur. — Og svo verður náttúran sjálf að sjá um sinn hluta, og er enda vel til þess treystandi, þegar þeir eiga í hlut, sem sanngjarnir eru í kröfum, og annars er hægt að gera til hæfis á eðlilegan hátt. Og hví skyldum við vera að slægjast eftir hinni manngerðinni? Slíkir menn eru, hvort éð er, kunnastir að því, að vera alls staðar óánægðir, hvern- ig sem þeim er skautað. D A G U R - Kirkjan til sóma, en baklóðin... (Framhald af 1. síðu). Baklóðin til vansæmdar. — Enda þótt mönnum lítist þannig hið bezta á sig þarna á kirkjuhvolnum framanverðum og séu hrifnir af kirkjubyggingunni, verður allt annað uppi á ten- ingnum, þegar svipazt er um á baklóð kirkjunnar, enda er það sannast orða, að sú sýn, sem þar blasir við, er til lítillar ánægju eða álitsauka fyrir bæinn og íbúa hans, — segir kirkjuvörðurinn. Blásin börð og svartar malar- gryfjur blasa þar við auga, og gamalt og hrörlegt hús hokir þar rétt upp við kirkjuvegginn að kalla, og er því, vægast sagt, ekki alltof vel við haldið, sem okki er heldur vonlegt, þar sem staðið hefur til öll þessi ár, síðan kirkjan var byggð, að rífa það eða flytja . burtu. Heimkeyrslan að kirkjunni liggur þarna um mjóan og óhrjálegan granda á milli tveggja malargryfja, og er að öðru leyti með þeim hætti, að segja má, að slysahætta sé þama sífellt yfirvofandi, einkum að vetrarlagi, enda ekki langt síðan, að bifreið með kirkjugesti valt út af grandanum og kom niður „á 1 oppinn“, og mátti sannarlega guðsmildi heita, að ekki varð þar lvarlegt slys í það sinn, og eyndar oftar. Grjóthríð undan bílhjólum gengur á kirkjugluggunum. — Altavistaflan 'í hættu. — — Þá hrynja og rúðurnar nið- ur vegna steinkasts undan bíla- hjólum og af annarri umferð þarna á grandanum, svo að eg hef stundum naumast undan að kalla — segir Kristján í gamantón — að endurnýja hinar lituðu rúður í kirkjugluggunum af þeim ástæðum. Er hætt við, að svo standi sakir, meðan möl og smá- grýti er þarna allt umhverfis. Má það lán heita, meðan enginn steinanna, sem þarna íljúka, brýtur glermálverkið fagra í glugganum yfir háaltarinu, en erfitt væri úr því tjóni að bæta, því að sá gluggi er sögulegt og einstakt listaverk, er bjargaðist úr sundurskotinni kirkju í Bret- landi á styrjaldarárunum, og þjónar nú sem altaristafla í kirkj- unni. Bæjarstjórn svarar ekki erindum sóknarnefndar um málið. Sóknarnefnd hefur þrásinnis snúið sér bréflega til bæjar- stjórnar viðvíkjandi þessu máli — segir Kristján — og ýtt eftir því, að húsið verði flutt burt, Eyrar- landsvegur lækkaður, svo sem til stendur og kirkjulóðinni yfirleitt komið í það horf, að viðhlítandi megi teljast. En svo undarlega hefur borið við, að svo virðist sem bæjarstjórn hafi ekki talið það ómaksins vert að svara þessum erindum — enn þá sem komið er a. m. k. — Sjálfur hef eg einnig sem formaður sóknarnefndar okkrum sinnum rætt þessi mál við bæjarstjóra, verið kurteislega og vinsamlega tekið, en ekki fengið nein erindislok að öðru leyti. Enda skal það játað, að endanlegar framkvæmdir þarna munu kosta allmikið fé, svo að víst mun bæjarstjórn telja sig í nokkrum vanda að sjá fyrir þeirri fúlgu og hefur enda í mörg hom að líta. En á hinn bóginn liggur sæmd bæjarfélagsins við, að mínum dómi, að allt verði ekki látið reka á reiðanum svo árum skiptir um ástandið á þessum staðj sem gæti — og á vissulega að verða — höfuðprýði og mið- depill þessa bæjar, ef rétt er á haldið og bæjarfélagið sér sóma sinn í því að gera honum verðug skil. Matthíasarkirkja — Akureyrarkirkja. Hvað um nafn kirkjunnar? Er endanlega horfið frá því að nefna kirkjuna hinu einkennandi og minnisstæða nafni Matthíasar- kirkja, sem er á vissan veg ráðgert, og hún aðeins nefnd hinu hversdagslega nafni Akureyrar- kirkja, sem er á visSan hátt hvorki fugl né fiskur, eða a. m. k. ekki sérkennandi á nokkurn hátt umfram það, sem gengur og gerist? — Á öllum uppdráttum í sam- bandi við kirkjubygginguna var kirkjan nefnd Matthíasarkirkja, og eg get vel fallizt á, að vel færi áþví af ýmsufn ástaéðiim að nefna hána svo. Eri mér vitanléga rhafa hinir endanlegu ráðamenn í þess- um efnum, sem mér skilst að hljóti að vera sóknarnefndin, aldrei tekið neina fullnaðar af- stöðu til þessa máls. Og meðan svo stendur, svífur nafngiftin vit- anlega nokkuð í lausu lofti. En rétt er það, að sjálfsagt virðist að ganga endanlega frá þessu innan tíðar — ef til vill um leið og bak- lóðin verður tekin til bænar. Tveimur kindum bjargað frá liungur- dauða úr klettum Á sunnudaginn var sá fólkið á Hömrum við Akureyri 2 kindur, á með lambi, sem komnar voru í sjálfheldu í allháum klettum þar skammt ofan við bæinn. Var Baldvin Benediktssyni þegar gert aðvart. En Baldvin hefur, eins og kunnugt er, það starf með hönd- um fyrir Akureyrarbæ að ann- ast fjárskil í bænum árið um kring. Fór hann þegar á vettvang með 3 menn með sér, vel útbúna með kaðla. Þegar þeir komu á staðinn, sáu þeir, að ókleift var að kind- unum, og varð að síga eftir þeim. Þær voru ekki báðar á sama stað, og var fyrst sigið að ánni, en hún var stygg og kaus heldur að kasta sér fram af berginu. Hálfrotaðist hún á leiðinni og lemstraðist, og var henni þegar lógað. Var nú eftir að ná lambinu. Gekk það Alltaf jafn spennandi! ÚR BÆ OG BYGGÐ Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Munkaþverá, sunnu- daginn 15. ágúst kl. 1.30 e. h. Akureyrarkirkja. Messað kl. 11 f. h. á sunnudaginn kemur. Séra Jósef Jónsson prófastur prédik- ar. Von er á sumarskólanum á Löngumýri í Skagafirði í heim- sókn hingað til bæjarins um næstu helgi, undir leiðsögn frk. Ingibjargar Jóhannsdóttur, for- stöðukonu skólans. — Munu gestirnir hlýða messu í Akur- eyrarkirkju kl. 11 árdegis á sunnudaginn, en ráðgert er, að skólafólkið fari austur í Vagla- skóg síðar um daginn. Til sölu notaður barnavagn. — Upp- lýsingar í Ránargötu 10, eða í síma Ió22 eftir 41. 7 á kvöldin. Tilboð óskast í 4 og 6 manna fólksbíla. Afgr. vísar á. Frá Hjálpræðishernum. Oberst Kristján Jónsson og frú heim- sækja Akureyri og stjórna sam- komum í sal Hjálpræðishersins sunnudaginn 8. ágúst, kl. 10 helg- unarsamkoma, kl. 4 útisamkoma, og kl. 8.30 opinber samkoma. — Verið hjartanlega velkomin. Dánardægur. Þórunn Jónas- dóttir frá Fífustöðum við Arnar- fjörð andaðist á sjúkrahúsinu hér 31. júlí sl. Þórunn' hefur átt heima hér í bæ mörg síðustu árin að Lækjargötu 14. Frúrnar þrjár - og Fúsi Fólk úti á landi, í kaupstöðum og kauptúnum, hefur stundum verið að tala um það, að ekki væri rétt að höfuðstaðarbúar færu um landið þvert og endi- langt og sópuðu peningum í stríð- um straumum úr höndum lands- riíánná' 1 fyrir I• meira og minria ýafasöm'skeriirritiatríði'.. . •' Eg held, að þetta sé misskiln- ingur. í fyrsta lagi ræður hver og einn því sjálfur hverju hann vill eyða í flokka þá, sem ferðast með skemmtiatriði um landið og ef peningunum væri ekki eytt í skemmtanir þessar, þá mundu þeir kannske fara í eitthvað ann- að, sem væri enn þá vafasamara. í öðru lagi finnst mér maður mega þakka fyrir, ef einhver vill leggja leið sína út í drungann og skemmtanaleysið (eg meina al- mennilegar skemmtanir) og koma manni í gott skap, svo að ánægju- og sólskinsbros sjáist þó á einstaka manneskju annað slagið. Sem sagt — Frúrnar þrjá — og Fúsi, sem útleggst: leikkonurnar Auróra Halldórsdóttir, Emilía Jónasdóttir og Nína Sveinsdóttir og Sigfús Halldórsson tónskáld — komu nýlega hingað til bæjarins og héldu hér tvær skemmtanir í leikhúsi bæjarins, báðar fyrir fullu húsi áheyrenda. Skemmtiskráin var all-fjöl- breytt, einsöngur, gamanvísur og gamanþættir, mest allt af léttara taginu. Frúrnar fóru yfirleitt vel greiðlega, og var því komið til kinda, er þar voru ekki allfjarri. Má það eftir atvikum teljast heppilegt, að kindanna varð vart og þeirn bjargað úr klettunum frá hungurdauða, þó að björgun- in tækist ekki eins og æskilegast hefði vei-ið, þannig, að báðar kindurnar slyppu lifandi og ómeiddar. með sín atriði, þó sumt af því, sérstaklega gamanvísurnar, væri orðið full-gamalt. Var auðséð og heyrt, að áheyrendur skemmtu sér hið bezta. Húsið glumdi við af hlátrasköllum og loftið var þrungið kátínu, einmitt þessu, sera. er ávo' lítið. til stundum af - í daglega lífinu, alltif lítið, því að gleðin lengir lífið, segja þeir vitru. Um Sigfús Halldórsson vildi eg svo segja nokkur orð sérstaklega. Hér áður held eg, að flestir hafi staðið í þeirri meiningu, að Sig- fús byggi aðeins til „dægurlög“ og þar með meint danslög, svo sem „Litla flugan“ „Dagný“ o. fl. Mörg af dægurlögum hans væru vinsæl, en þetta gætu nú velflest- ir leikið eftir honum. Jú, flest dægurlög Sigfúsar eru vinsæl og það svo, að sum þeirra heyrast í munni í flestra íslendinga á ald- ursskeiðinu frá vöggu til grafar. En Sigfús hefur samið fleiri lög en dægurlögin sín. Hann á einnig til í fórum sínum verk við heila kvæðaflokka, ljómandi fallega músik, enda er eins og Sigfús sé skilgetið afkvæmi Frú Músicu, svo eru mörg lög hans full af lif— andi tónum og blíðri jafnt sem tröllaukinni skapgerð. Eg hef nú ekki eins mikið vit á músik, vit- anlega, eins og fagmennirnir, en eg hef eins og aðrir vit fyrir mig sjálfan í þeim efnum og mér finnst Sigfús Hadlólrsson vera að vaxa jafnt og þétt sem tónskáld, finnst Sigfús Halldórsson vera að hlusti eg á hann spila og syngja, þá hverfur mér á meðan, hvort sem heldur er þunglyndiskast eða líkamlegir verkir, og mér finnst veröldin verða dásamlega björt og fögur. Eg þakka svo frúnum þrem og Fúsa kærlega fyrir komuna og veit að eg geri það fyrir munn,G margra fleiri, J. N.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.