Dagur - 05.08.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 05.08.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Fimmtudaginn 5. ágúst 1954 - Eina öryggið er Guð lengi á eftir — slík kynslóð hefur þegar dæmt sig sjálf til þess hlut- skiptis, því að hún hefur, að kalla, gerþurrkað kærleikann úr fari sínu og er til þess hæfust, bæti hún ekki ráð sitt, að verða afmáð af jörðinni. Sú kynsló'ð, er Icyfir sér að nota undirstöðukrafta sjálfrar Sköpunarinnar til eyð- ingar öllu lífi á stórum svæðum Jarðar, hefur ögrað Skaparanum á hátt, sem engin fordæmi eru fyrir, og hlýtur að framkalla and- svar, sem er einsdæmi. Óviðeigandi umræðuefni á þjóðhátíðardegi — tíu ára afmæli fullveldisins? Er þá sjálfstæðis- og þjóð-hátíð íslendinga rétt haldin í anda sjálfsblekkinga? Á Fjallkonan að dansa sjálfstæðis- hátíðardans, drukkin á blábrún hengiflugsins? Eða á hún að hafa þá trú — á Föðumum, sem Jesús Kristur flutti trúna á inn í Mann- heim, að hún hafi kjark til að horfast í augu við sannleikann um aðstöðu sína í heiminum á tíu-ára-afmæli lýðveldis síns? — Kjark hins litla barns, sem veit, að það á Föður — og trúir tak- markalaust á stóra, góða, sterka pabba? Hvað getum vér svo gert, hin örlitla íslenzka þjóð, sjálfum oss Og heiminum til lífs og bjargar, annað en þetta eina: Flýja eins og lítið barn á náðir vors eilífa Föður — Skaparans, Viðhaldara og tilvonandi Fullkomnara lífs- ins? Trúnaðarmenn þjóðarinnar hafa látið hana ganga í Atlanz- hafsbandalagið — látið hana kalla erlendan her inn í landið. Hér er hvorki staður né stund til að ræða stjórnmál. En hér, í helgidómi þessa byggðarlags, verður að segja það skýrt og afdráttarlaust á þessum hátíðisdegi, að stjórn- málaleiðtogar vorir geta aldrei með stjórnmálalegum ráðstöfun- um einum tryggt öryggi þjóðar- innar né sjálfra okkar — þeir hafa yfirleitt litla aðstöðu til að vita, hvað þeir eru raunverulega að gera með stjórnmálalegum ráðstöfunum í öryggismálum þjóðarinnar, enda þótt þeir kom- ist’illa hjá því að gera þær, og þjóðin hafi, með vissum aðalvið- horfum, beint þeim í eina átt annarri fremur. Hið eina, sem mennimir og þjóðirnar geta gert, með óbrigðulli vissu um að vinna markvisst að raunverulegu ör- yggi sínu og annarra, er það að gefa sig allshugar Guði á vald í nafni Jesú Krists.... Eg veit, að þið, kristnir kirkju- gestir, eruð mér sammála um, að „án Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust", — en þið segið kannski samt sem svo: Þetta þýðir ekki að segja fólki yfirleitt — heimurinn þykist hafa reynt aðferðir Jesú Krists og trúna á hann í nítján aldir — með lélegum árangri. —> Við, kristnir kirkjugestir, vitum bet- ur: Við vitum, að hættan, sem heimurinn er í á tíu ára afmælis- degi hins íslenzka lýðveldis, staf- ar af því, að trúin á Jesú Krist hefur aldrei, enn sem komið er, verið reynd í helgri alvöru af heilum þjóðfélögum og sízt á síð- ustu tímum, eftir að unnt er þó orðið að vinna hið upprunalega og eilífa úr kredduumbúðunum betur en áður var hægt. Við vit- um, að eina skjólið er Guð, og við vitum, að Jesús Kristur er sá, er gefur okkur Guð. Og athugum, að hlífa átti Sódómu, finndust í henni þó að ekki væru nema tíu réttlátir! Þannig mun heiminum verða hlíft, þó að ekki verði nema lítill minnihluti, sem biður fyrir hon- um daglega af öllu hjarta. Og þannig munu stafa óumræðilegar heillir af því fyrir þjóð okkar, þó ekki væri nema þúsund manns, sem bæði daglega og innilega fyr- ir henni og heiminum. Og þannig myndi Akureyri að því óyfirsjá- anleg blessun, ef fyrir henni og þjóð okkar og heiminum bæði daglega og innilega þó ekki væri stærri hópur en staddur er hér í kirkjunni núna og það enda þótt níu tíundu hóps þessa mæltu ekki nema örfáum bænarorðum dag- lega í þessu skyni — að eins væri gert í innilegu, barnslegu trúnað- artrausti. Það er ekki vika síðan eg frétti, milliliðalaust, um dá- samlega ávexti bænarstarfsemi kristins kærleika hér í þessum bæ.... Þökkum Guði, bræður og syst- ur, fyrir allar hinar undursam- legu gjafir, sem Hann, gjafarinn allra góðra hluta, hefur gefið þjóð okkar á umliðinni öld; fyrir. dá- samlega vernd í heimsstyrjöld- inni; fyrir allsnægir — ef aðeins hver þegn vinnur af þjóðholl- ustu; fyrir uppfyllingu aldalangr- ar þrár endurheimtar eigin, full- valda ríkis. Þökkum Guði allt þetta almennar og innilegar, með opinberri þátttöku ríkisvaldsins sjálfs — og játum syndir vorar — játum, að vér höfum ekki þakkað Guði sem skyldi. Og biðjum Föð- urinn almennar og innilegar en hingað til — með opinberri þátt- töku ríkisvaldsins sjálfs á „hin- um almenna bænadegi“ — fyrir heiminum, þjóð okkar, bæ okkar, ástvinum okkar, sjálfum okkur. „Biðjið og yður mun veitast!“ Þeir, sem slíkt gera og þvílíkt, í nafni Jesú Krists, geta lifað líf- inu glaðir og reifir, þó að óveð- urslegt sé allt í kring. Þeir, sem lifa í trú á Gleðiboðskapinn, eru glaðir, — einnig í heiminum. Því Endurlausnarinn kom — ekki til að niðurbjóta lögmál Skaparans, Náttúruna, heldur til að full- komna það — með Heilögum Anda, — þess að trúa af hjarta á Föðurinn, gerast bróðir náung- ans, læra að þekkja af byrjandi eigin reynd, hvað það er að vera erfingi — eilífs lífs og allra hluta. Jesús Kristur kom — til að stofna guðsríki á jörðinni. Heim- urinn sýnist ekki vera á þeim veginum, en — „ekki er allt, sem sýnist“. — „Mínir vegir eru ekki yðar vegir,“ segir Drottinn. En — „veikur maður! hræðstu eigi, hlýddu; (hreyk þér eigi, þoldu, stríddu; FIÐUR HÁLFDÚNN ÆÐARDÚNN Jám- og glervörudeild. IN N K A U P A- TÖSKUR sem hægt er að leggja saman. <giþ> Jára- og glervörudeild. BER JATÍNUR BERJAFÖTUR Járn- og glervörudeild. N.L.F.A. Sana sol Heilhveiti nýmalað Rúgmjöl nýmalað Bankabygg nýmalað' i,;.. Hafrar, saxaðir Hrísgrjón, ópóleruð Korn „Vitalía“ Grænar baunir Kandís Púðursykur Rúsínur m. steinum Epla- og gulróta-mauk Prikken barnafæða Þurrger Hvítlaukur Hvitlaukstöflur, 2 teg. Þaramjöl Þaramjölstöflur Smáramjöl Fjallagrös Jurtate Lyfjate Piparmyntute Hunang. VÖRUHÚSIÐ H. F. ÓDÝRT: Handsápa kr. 1.00 Tannpasta kr. 1.00 Tesíur kr. 1.75 Gúmmístígvél kr. 10.00 M j ólkurkönnur 3 stærðir, ódýrar Bollapör lækkað verð Niðursuðuglös. VÖRUHÚSIÐ H. F. Tómatar og Gulrætur Lækkað verð. Kjötbúð KEA. og útibúin. Hús til sölu Húsið nr. 97 við Byggðaveg er til sölu. — Nánari upplýs- ingar gefur Magnús Péturs- son, kennari, Vesturgötu 13, Akureyri,,sími 1540. LOKAÐ vegna sumarleyfa vikuna frá 8. til 15. þ. mán. Fóllc vinsamlega beðið að sækja föt sín fyrir þann tíma. Fatahreinsun Vigfúsar & Arna Strandgötu 13 B, Akureyri. Gullhringur tapaðist í Vaglaskógi (senni- legast í Hótel Brúarlundi) um síðustu helgi. — Vinn- andi vinsamlegast beðinn að skila honum á afgr. Dags. Armbandsúr úr gulli, kvenúr, merkt, tapaðist á mánudagsmorgun á Kaup- vangstorgi. — Skilist, gegn fundarlaunum, í Stjörnu- Apótek. þú ert strá, en stórt er Drottins vald. Hel og fár þér finnst á þínum vegi, — fávís maður! vittu: svo er eigi; hald þér fast í Herrans klæðafald. Lát svo geysa lögmál fjörs og nauða, — lífið hvorki skilur þú né hel; trúðu: Upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel." AMEN. ÍBÚÐ óskast til leigu sem fyrst. Ottó Jónsson. Sími 1352. ÍBÚÐ 1—2 herbergi, með eldhúsi, óskast til leigu sem fyrst. Afgr. vísar á. Egils-síld vilja allir ofaná brauð. Kjötbúð KEA. og útibúin. Nýff grænmeti: FIVÍTKÁL BLÓMKÁL GULRÆTUR AGÚRKUR TÓMATAR RABARBARI Kemur nýtt á hverjum morgni. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Kjötfars og Hvífkál er góður mátúr, ekki sízt ef það er frá Kjötbúð KEA. Nýff hrefnukjöt Reykf hrefnukjöt fæst daðlega hjá oss. Kjötbúð KEA. og útibúin. Nýr fiskur alla daga. Kjötbúð KEA. og útibúin. Dilkakjöf nýslátrað kemur í búðirnar á föstudaginn. Kjötbúð KEA. og útibúin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.