Dagur - 01.09.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1954, Blaðsíða 1
XXXVII. árg. Akureyri miðvikudaginn 1. september 1954 38. tbl. Skærpe-plógmimi reyndur að Kálfskinni á Ár- skógsströnd - Plægir hektarann á ÍV2 klst. - Meters breioir plógslrengir 50-60 cm þykkir í fyrrasumar kom hingað til lands, á vegum Ræktunarsam- bands Olfusinga, nýtl landbúnað- arverkfæi i, Skærpeplógurinn svoneíndi. Reyndist hann svo vel, að áhugi bænda beindist að hon- um, sem líklegri úrlausn við erf- iða jarðvinnslu mýranna. Búnað- arsamband Eyjafjarðar fékk ný- lega einn plóg af þessari sömu gerð. Var hann reyndur að Ytra- Kálfskinni á föstudaginn var, að frétta- og blaðamönnum við- stöddum. Er það fyrsti Skærpe- plógurinn á Norðurlandi. Skærpeplógurinn var festur á T D 9 jarðýtu. Var tönn hennar tekin af ,en plógurinn tengdur hægra megin á kjálkana með 3 boltum. Er honum þannig stjórn- að á sama hátt og tönninni. Vegur þessi plcgur um 500 kg. og virðist vera mjög einfaldur að gerð en traustlegur. Ytustjórinn sér vel hvernig plægist, þar sem plóg- urinn er framan á gagnstætt venju og þarf því ekki, eins og þegar verkfærin eru tengd aftan í, að snúa sér við í sætinu til að geta fylgst örugglega með verk- inu. Verið var að plægja fyrsta mýrarblettinn, þegar komið var a staðinn. Var þar að verki þaul- vanur ýtustjóri með T D 9 og plóginn. Var þar verklega að ver- ið. Plógstrengirnir 1 meter á breidd og 50—60 sm. þykkir. Hvolfdust þeir vel við og kom víðast upp mókenndur jarðvegur, auðunninn, blandaður sprek- um og kvistum fyrri tíma gróð- urs. Landið var hálfdeigja, vaxið að miklu leyti mýrargróðri, sem þó var farinn að blandast punti vegna framræsluskurða er þarna höfðu verið grafnir. Ekki sýndist árennilegt að fara með venjulega dráttarvél á strengina, til þess voru þeir allt of tröllvaxnir. Hins vegar er ljóst, að á svipuðu landi og þarna var, er herfing mjög auðveld. Seiga grasrótin, sem hingað til hefur orðið að saxa sundur, til þess að fá sæmilegan vaxtarbeð, liggur nú undir, en stökkur og auðunninn jarðvegur- inn, sem áður lá 50—60 sm. djúpt (Framhald á 7. síðu). @ Syndið 200 metrana! Nú eru aðeins tvær vikur eftir af keppnistímanum. Á Ak- ureyri þurfa á fimmta hundrað inanns að synda enn, til þess að sama tala náist og 1951 og þrír árgangar hafa bætzt við síðan úr Barnaskólanum vegna sund- skyldunnar. Það hlýtur því að vera um 1009 manns í bænum, sem getur leyst þá þraut að synda 200 m., en gerir það ekki, eða á það ógert enn. — Sund- nefndin skorar á þetta fólk, að koma næstu daga og ljúka keppni. Það má ekki skc, að íslendingar bíði ósigur vegna þess, að Akureyringar fáist ekki til liðveizlu. Hafliði Guðmundsson golfmeistari Akureyrar Golfmeistaramóti Akureyrar lauk sunnudaginn 29. ágúst. Golfmeistari varð að þessu sinni Hafliði Guðmundsson. Lék í 321 höggi. Nr. 2 varð Jóhann Þorkelsson, lék í 326 höggum. Nr. 3 varð Sigtryggur Júlíus- son, iék í 332 höggum. ífyrsta flokki sigraði Arnþór Þorsteinsson, lék í 373 höggum. Nr. 2 Jóhann Guðmundsson, lék í 376 höggum. Nr. 3 Guðjón Eymundsson, lék í 377 höggum. „Hæringi" æi!ai mikilvægt hlut- Leif ur Ásgeirsson í boði New York báskóla Leifur Ásgeirsson prófessor og fyrrverandi skólastjóri að Laug- um, mun bráðlega fara til New York í boði New York háskóla. Mun hann dvelja þar, ásamt fjöl- skyldu sinni, í vetur, en ekki mun ráðið hvort hann verður þar lengur. Leifur Ásgeirsson er meðal mestu vísindamanna þessa lands. Hefur því lítt verið á lofti haldið hér heima þrátt fyrir heimskunna frægð hans, meðal þeirra er æðri stærðfræði stunda. Hefur hann ritað nokkuð um þau mál á þýzku, þar á meðal nýja stærð- fræðireglu er hann uppgötvaði og við hann er kennd. Boð hins þekkta háskóla er mikil viðurkenning á vísinda- störfum prófessorsins. Hinir mörgu vinir Leifs Ás- geirssonar hér nyrðra munu sam- fagna honum og óska honum og fjölskyldu hans fararheilla. Væri óskandi að ísland ætti sem flesta slíka fulltrúa. Því að auk þess sem hann er hálærður cg heims- kunnur vísindamaður er liann þekktur drengskaparmaður. Þann 26. ágúst er skýrt frá því í Morgunblaðinu, að enn sé óvíst, hvort Hæringur verði seldur til Noregs, „þar eð kaupendur hafi enn ekki fengið leyfi stjórnar- valda til þess að kaupa skipið en greiðsla' þess á að fara fram í sterlingspundum." Sennilega fer hér eitthvað á milli mála að því er séð verður af viðtali, sem blaðið- „Sunnmörs- posten“ f Álasundi átti við Johs. Voklsund þann 12. ágúst. En hann var þá nýkominn frá Osló frá nauðsynlegum viðræðum og samningagerðum við ríkisstjórn og önnur yfirvöld um kaup þessi. Sagði Voldsund að lokum við rit- sljóra blaðsins á þessa leið: ,Að vísu er ekki full-lokið öllu viðvíkjandi gjaldeyrisleyfi, en svo langt áleiðis er þó komið, að því mun lokið einhvern næstu dag- ana.“ — Blaðið birti samtal þetta í tví- dálkaðri grein feitletraðri, undir eftirfarandi fyrirsögn: Fljótandi síldarolíuverksmiðja í Gangstö- vík fyrir næstu síldveiðavertíð. — Vinnur úr 8000 hl. síldar á sólar- hring. Geymar undir 220 smálcst- ir olíu og 400 smál. mjöls. Mun að svo stöddu bæta upp síldarverk- sirnðju í landi. Síðan segir blaðið frá, að kaup þessi hafi verið á pi-jónunum undanfarin tvö ár, en sé nú lokið samningum. Er síðan lýst skip- inu (þ. e. ,,Hæringi“), að það sé 7000 smálestir keypt frá Ameríku 1947 og síðan skýrt frá afköstum síldarverksmiðju skipsins, geym- um o. fl., og að þar se einnig geymslurými fyrir 25000 hl. síld- ar o. s. frv. í framannefndu viðtali eru þetta aðalatriðin: — Er verksmiðjuskipið fullbú- ið ti lstarfa? — Nei. Verksmiðjan hefur leg- ið ónotuð undanfarin ór, svo að (Framhald á 2. síðu). Vænni flyðra J Sagt var frá vænni flyðru í síð- asta Degi. Árskógsstrendingar vciddu hana .Nú hafa Hríseyingar veitt aðra, sem var miklu vænni. Vigtaði hún 135 kg. og var dreg- in á nælonfæri af mótorbátnum Auðunn. orðurlandaráðsins í Osló Bernharð Stefánsson alþingismaður, sem er ný* kominn lieim frá þinginu, segir frá störfum þess Hvað er Norðurlandaráð? Eins og kunnugt er, var 2. þing Norðurlandaráðsins háð í Osló dagana frá 9.—18. ágúst sl. í ráð- inu eiga sæti 53 fulltrúar, kosnir af þingum þátttökuríkjanna: Danmerkur, íslands, Noregs og Svíþjóðar, 16 frá hvoru landi nema íslandi sem aðeins hefur 5 fulltrúa. Auk fulltrúanna, sem einir hafa atkvæðisrétt, geta ráð- herrar þátttökuríkjanna sótt fundi ráðsins og tekið þátt í um- ræðum. Að þessu sinni sóttu þingið 2 íslenzkir ráðherrar, þeir Olafur Thors forsætisráðherra og Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra, en alls mættu á Dinginu 24 ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, sem þar áttu fulltrúa. Auk þess höfðu fulltrú- ar hinna landanna með sér heilan hóp af sérfræðingum í ýmsum greinum, sér til ráðuneytis og að- stoðar, en ekki varð af að neinn sérfræðingur væri með íslend- ingum. Hvert land leggur og til skrifara, sem aðstoða bæði forset- ann og hinar einstöku sendi- nefndir. Auk þess eru bæði inn- anþingsskrifarar (því að ræðurn- ar eru skráðar og síðan prentað- ar) og annað starfsfólk, eins og gerist í þingum. Sjá menn af þessu, að Norðurlandaráðið er töluvert bákn, það er t. d, nokkru fjölmennara og umfangsmeira, meðan það situr að störfum, held- ur en Alþingi. r * tf ; , Skiptar skoðanir um Norður- landaráðið. Nokkuð munu skoðanir skiptar um Norðurlandaráðið. Orðið hef eg þess var, að sumir telja það gagnslítið, jafnvel hálfgerðan hé- góma, halda að ferðir á þing þess séu að mestu skemmtiferðir og menn lifi þar í einlægum veiziu- höldum og skemmtunum en starfi lítið. Aðrir líta þveröfugt á og óttast jafnvel að áhrif Norður- landaráðsins verði allt of mikil; að það verði smám saman að yfir- stjórn Norðurlanda, svo að hvert einstakt ríki á Norðurlöndum missi sérstöðu sína og sjálfstæði. Hafa sum blöð imprað á þessu og rödd í þá átt heyrðist á einum þingfundinum nú í Osló, ekki þó frá þingmanni, heldur frá aldr- að,ri, norskri kvenréttindakonu, sem sat á áheyrandapalli. Spratt hún upp og hrópaði svo að heyrð- ist um allan þingsalinn, að Norð- urlandaráðið væri ólöglegt og kæmi í bága við stjórnarskrá Noregs og að Norðmenn vildu ekki una neinu Norðurlandaein- ræði. Síðan kastaði hún fjölda eintaka af blaði einu niður í sal- inn og dreyfðist það víða, en í blaðinu var grein eftir hana sjálfa á móti Norðurlandaráðinu. Eg get nú fullyrt, og þykist tala þar af nokkurri þekkir.gu, að bæði þeir sem álíta Norðurlanda- ráðið eins konar skemmtiklúbb þingmanna, sem geri lítið gagn og eins hinir, sem óttast áhrif þess og jafnvel völd hafa báðir rangt fyrir sér. Norðurlandaráðið verður að vísu að teljast opinber stofnun, sameiginleg fyrir þau 4 lönd, sem taka þátt í því því, stofnun þess er samþykkt á algerlega þingleg- an og lö.glegan hátt af þingum þessara landa. En ráðið hefur engin eiginleg völd nema í eigin málum, þ. e. það setur sín eigin þingsköp. Að öðru leyti er það aðeins ráðgjafarþing: Það sam- þykkir áskoranir og ábendingar til hinna einstöku ríkisstjórna um ýmis mál, en engin ríkis- stjórn og ekkert löggjafarþing er skyldugt til að taka slíkar áskor- anir til greina eða fara eftir þeim. Þannig heldur hvert land sínu fulla sjálfstæði, þrátt fyrir þátt- töku í Norðurlandaráðinu. Hins vegar geta þó ályktanir Norður- landaráðsins haft og hafa mikil áhrif á löggjöf hinna einstöku landa, einkum er varðar ýmiss konar félagsmálalöggjöf og sam- vinnu á sviði menningarmála, en slíkt er yfirleitt til hagsbóta fyrir almenning í þessum löndum og ekki sízt fyrir okkur íslendinga, sem svo mikið þurfum að sækja til annarra þjóða. Við skulum taka íslenzka námsmenn til dæm- is, að þeir fái óhindraðan aðgang að skólum hinna Norðurlandanna og að öllu sama rétt bar os inn- lendir væru, er að öllu leyti tví- mælalaust ávinningur fyrir okk- ur, því að íslendingar munu án efa enn um sinn sækja meira nám til Norðurlanda, heldur en frændur okkar hingað. Milkil og erfið þingstörf. Mikil vinna fer fram á þingum Norðurlandaráðsins. Fyrir þing- inu í Osló lágu 35 mál og fengu öll einhverja afgreiðslu. Miklar umræður urðu um sum þessara mála á þingfundum, en aðalvinn- an fór þó fram í nefndum, eins og venjulegt er á öðrum þingum. Ráðið skiptir sér í 4 nefndir og eiga allir fulltrúarnir sæti í ein- hverri þeirra. Má segja að þá daga sem þingið stóð væri unnið frá morgni til kvölds í nefndum eða á þingfundum. Hér skal ekki (Framhald á 7. síðu). Synti 200 metrana á mánudaginn Björn Guðmundsson, fyrrum skólastjóri að Núpi í Dýrafirði, sem nú er á 76 aldursári, dvaldi hér í bænum um mánaðartíma. Daginn sem hann fór héðan skrapp hann upp í sundlaug og synti 200 metrana og var hress í bragði er hann kom þaðan með handklæði undir hendinni . Björn tók sér tveggja mánaða sumarfrí. Fór hann í flugvél að heiman og hélt suður á bóginn. Hingað til Akureyrar kom hann í bíl. En heim fór hann síðastlið- inn mánudag, sjóveg. Hinn aldni og kunni heiðurs- maður hefur ennþá gaman að hæfilegri tilbreytingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.