Dagur - 01.09.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 01.09.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 1. september 1964 D AGUR 7 - Snorri Sigfússon sjöfugur - Þing Norðurlanda ráðsins (Framhald af 5. síðu). barnaskólanum myriduðu kirkju- kórinn. Þessar samkomur voru sóttar af öllum þorpsbúum sem áttu þess nokkurn koost. Auk alls þessa hlóðust á Snorra margvísleg trúnaðarstörf. Hann átti sæti í sóknarnefnd í fimmtán ár, í sáttanefnd í tólf ár, í sýslu- nefnd 3 ár og var hreppsnefndar- oddviti í tólf ár. Yfirsíldarmats- maður á Vestfjörðum var hann í þrettán ár og umboðsmaður Síld- areinkasölu ríkisins í tvö ár. Þar að auki tók hann þátt í alls konar félagsstarfsemi og innti af hönd- um margvísleg sjálfboðastörf í almenningsþágu sem hér yrði of langt upp að telja. Allt þetta sýnir ljóslega, hve óskoraðs trausts almennings Snorri naut á Flateyri, og það sýnir einnig fádæma elju hans og starfsgleði. Hann virtist, eins og margir eljumenn, ávallt hafa tíma til alls, hversu mikið sem á þá er lagt. Oll sín aukastörf mun Snorri hafa unnið án endurgjalds, og án þess að ætlast til endur- gjalds, nema annað væri ákveðið í lögum. Það hefur aldrei staðið neinn styr um Snorra Sigfússon, hann hefur ávallt verið friðarins mað- ur og helgað líf sitt og starf einu höfuðviðfangseíni: uppeldismál- unum. En það hefur heldur aldrei verfið kyrrstaða þar sem hann hefur verið, þar hefur alltaf verið líf ag gróður og brennandi áhugi fyrir öllu, sem til heilla gæti horft. Nú þegar hann er sjötugur óg lætur af starfi sem opinber nauðsynlegan léttleika og lipurð til að umgangast æskuna, þó að þeir verði að hverfa frá störfum sakir aldursákvæða laganna. Einn þcirra manna er Snorri Sig- fússon, námsstjóri, er lætur af störfum í haust, sjötugur að aldri, léttur í lundu, unglegur í hreyf- ingum sem æskumaður væri og „brennandi í andanum“. Eg efast um, að eldur áhugans hafi nokk- urn tíma brunnið öllu glaðar í sálu hans en á þessum síðustu ár- um. Fjör og söngur fylgir honum sem áður. Starfsgleðin er hin sama. Kjarkurinn óbilaður. Hitt er svo annað mál, að starfsork- an og vinnuafköstin fara máske þverrandi, og líkamleg þreyta er ef til vill tekin að gerast tilfinn- anleg, þó að lítt sjái þess merki við fljóta yfirsýn. Það skyldi eng- an kunnugan undra, jafnvel þótt fyrr hefði verið. Svo lítið hefur Snorri hlíft sér um dagana og svo mikið liggur eftir hann. Hann hef ur verið í þjónustu fræðslum. a. m. k. samfleytt í 45 ár, ýmist sem kennari, skólastjóri eða námsstjóri. Hann hefur hlotið mikla reynzlu í þessum málum og djúpstæða þekkingu. En bar- áttulaus hafa þessi 45 ár ekki ver- ið. Auk kennslustarfa sinna hefur Snorri einnig tekið þátt í marg- þættu félagsstarfi um dagana. Hann hefur starfað í ungmenna- félögum bindindisfélögum, verið í sóknarnefnd, hreppsnefnd o. s. frv. AJls staðar hef eg heyrt hans getið sem góðs’ félaga og öflugs liðsmanns. Aldrei hef eg heyrt annars getio, en aðalstarf sitt hafi hann rækt með prýði. þrátt fyrir (framhald af 1. síðu). rakinn gangur einstakra mála, enda hef eg lítillega gert það á öðrum stað og þingtíðindin verða prentuð á sínum tíma. En á því, sem hér hefur verið sagt frá, geta menn séð, að Norðurlandaráðið er enginn skemmtiklúbbur, eins og sumir halda, heldur eru þar unnin alvarleg störf. íslendingum vel tekið. Nokkur fagnaður fór þó fram í boði Norðmanna enda tó.ku þeir okkur útlendu fulltrúunum ágæta vel og ekki hvað sízt okkur ís- lendingunum. Eitt kvöld var full- trúunum boðið í Þjóðleikúsið að sjá „Brúðuheimilið" eftir Ibsen og á eftir bauð bæjarstjórnin okkur í hið glæsilega ráðhús borgarinnar, bæði til að sýna okkur húsið og þiggja þar nokkr- ar veitingar. Annað kvöld bauð ríkisstjórn Noregs til veizlu í hinum gamla Akershupskastala. Þennan kastala byggði fyrstur Hákon 5. háleggur Noregskon- ungur, d. 1319, en sjálfsagt hefur kastilinn tekið miklum breyt- ingum síðan. Sunnudaginn 15. ágúst var okkur boðið í skemmti- siglingu út Óslófjörðinn. Er þar dásamlega fagurt á bæði borð og að sigla inn Oslófjörð finnst mér ganga næst því að sigla inn Eyja- fjörð og er þá langt til jafnað. Eitt kvöldið buðu og norsku þingflokkarnir útlendum fulltrú- um úr hliðstæðum flokkum til sín, t. d. Vinstri flokkurinn okk- ur Framsóknarmönnum, Verka- mannafl. Hannibal Valdimars- syni og Hægrifl. Sjálfstæðis- mönnum. Er nú upptalinn sá mannfagnaður, sem fram fór í sambandi við þingið, en eins og menn sjá var hann einungis á kvöldin, eftir starfstíma og einn sunnudag og tafði því ekki þing- störfin. I. O. O. F. — 136938y2 — Messað í Akureyrarkirjku kl. 5 e. h. á sunnudaginn kemur. P. S. Möðruvellir í Hörgárdal. Mess- að sunnudaginn 5. sept. kl. 2 e. h. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalíi. Hólum, sunnudaginn 5. september kl. 1,30 e. h. — Möðruvöllum, sama dag kl. 3,30 e. h. — Grund, sunnudaginn 12. sept. kl. 1,30 e. h. Hlutaveltu heldur Kvenfélagið ,,Hlíf“ 5. sept. n.k. til ágóða íyrir starfsemi sína. Væntir félagið, eins og að undanförnu, alls hins bezta frá bæjarbúum í viðleitni félagsins til að afla félaginu tekna. Nú er verið að stækka barnaheimilið Pálmholt byggja leikskóla fyrir börnin, sem óum- flýjanlegt var, sökum sívaxandi aðsóknar að dagheimilinu, en sú viðbótarbygging kostar mikið fé. Treystum ykkur. Nefndin. Hjónaband. Þann 26. ágúst voru gefin saman í hjónaband ungfrú Borghildur Einarsdóttir hjúkrun- arkona og Jónas Jónsson kennari frá Brekknakoti. — Heimili þeirra er að Hrafnagilsstræti 23, Akureyri. Frá Amtsbókasafninu. Vegna viðgerðar verður safriinu lokað frá 4. sept. næstk. um óákveðinn tíma. Níræð varð Jóhanna Magnús- dóttir, Norðurgötu 11 hér í bæ, 30. f. m. Er hún enn vel ern og hefur fótavist. Kappróðrardrengir. Kappróður Æ. F. A. K. fer fram seinni part- inn í þessum mánuði. Þeir dreng- ir úr yngsta flokki (fermingar- drengir frá í vor), sem ætla að taka þátt í róðrinum, eru beðnir um að mæta við gamla flugskýlið kl. 2 e. h. á laugardaginn kemur. embættismaður er hann með tvö ný verkefni á prjónunum, annað fyrir æskuna og framtíðina, þvi að hann hefur ætíð verið æsk- unnar maður, en það er sparifjár- söfnun skólabarna sem hann hef- ur hrundið af stað. Hitt tilheyr- andi fortíðinni, en handa æsku nútímans og framtíðarinnar, en það er byggðasafn Eyjafjarðar. Eg vona að minn gamli og góði vinur og fræðari eigi enn langt líf fyrir höndum, svo að honum auðnist að sjá ríkulegan ávöxt . iðju sinnar fyrir bæði þessi merku hugðarefni sín. Arngrímur Bjarnason. —o— Kennarafylkingin frá árunum upp úr aldamótunum síðustu er óðum að þynnast. Skörðin í brjóstvörnina gerast nú mörg. Margir þeirra, er þá sóttu fastast fram, eru nú ýmist horfriir bak við „tjaldið mikla“ eða orðnir það aldraðir að þeim er gert að þoka úr sessi fyrir yngri mönnum. Marga hefur og vanheilsa gert óhæfa til kennslu um aldur fram. En — þó eru enn til menn frá þeim árum sem hvorki elli né sjúkleikur, þreyta eða sljóleiki hefur unnið á. Þeir eiga enn ófölskvaðan eld áhugans og þáttttöku hans í félagsstarfi utan vébanda fræðslumálanna. Það hefur verið fjarlægt honum að níðast á nokkru, sem honum hef- ur verið trúað fyirr. — Snorri hefur jafnan átt mörg áhugamál, og unnið að framgangi þeirra eftir beztu getu. Hann gat ekki látið það ógert. Hann hefur aldrei þurft að vekja. Hann hefur sjálf- ur marga vakið með persónuleg- um áhrifum, söng og glaðværð. Söng hefur Snorri unnað alla sína ævidaga. „Syng mig hjem“, kvað Bjömsson. Eg gæti vel trúað, að Snorri hafi oft gert þessi orð að sínum í ýmsum skilningi. Og hver veit nema að hans hinzta bæn verði: „Syng mig heim“? Vér, aldamótakennararnir, er- um sælir þess, að eiga Snorra Sigfússan í hópi vorum. Vér telj- um oss það til sæmdarauka. Vér erum þess fullvissir að þegar skólasaga íslands verður rituð, muni Snorra þar minnst virðu- lega. Vér biðjum þess, að hug- sjónir hans megi sem fyrst kom- ast í framkvæmd. Svo árna eg Snorra, vini mín- um, allra heilla á þessum merku tímamótum í ævi hans, um leið og eg þakka honum órofa vináttu. — Gott ævikveld heiðursmaður! Vald. V. Snævarr. Sérstaða íslands. Á þeim 2 þingum Norðurlanda- ráðsins, sem haldin hafa verið, hefur ísland haft sérstöðu og svo hlýtur að mínu áliti að verða í framtíðinni, sökum fjarlægðar landsins og smæðar þjóðarinnar. Sum þau mál, sem rædd hafa verið, koma íslandi ekkert við, eins og t. d. brú yfir Eyrarsund o. fl. Önnur eru þannig, að eg tel ólíklegt að ísland vilji eða jafn- vel geti verið með í sumum þeim samtökum, sem ráðgerð eru, eins og t. d. tollabandalagi eða þá um gagnkvæm atvinnuréttindi og jafnvel sameiginlegan þegnrétt. Hins vegar eru mörg mál, sem ísland getur tekið fullan þátt í til gagns fyrir íbúa sína, einkum á sviði félagsmála og menningar- mála. Þannig hafa tillögur verið gerðar um gagnkva’man rétt til trygginga, til skólagöngu o. m. fl. Að íslenzkir stjórnmálamenn sitja á þingum Norðurlandaráðs- ins með félögum sínum frá hinum Norðurlöndunum, eykur þekk- ingu þeirra og víðsýni og verður án efa til að frjófga löggjafar- starfið hér heima. Einangrun ís- lands er liðin saga. Við hljótum að hafa margs konar samskifti við aðrar þjóðir og verða fyrir áhrifum frá þeim. Nú á seinni árum hafa þau áhrif komið mest frá Ameríku og Bretlandi. Ef við viljum halda áfram að vera norræn þjóð, verðum vði að taka fullan þátt í norrænni samvinnu og þá einnig með því að vera í Norðurlandaráðinu. Hjúskapur. Laugardaginn 28. ágúst voru gefin saman í hjóna- band á Möðruvöllum í Hörgár- dal ungfrú Halla Stefánsdóttir, Hjalteyri og Páll Þorvaldsson, járnsmíðanemi, Reykjavík. 75 ára varð þann 29. þ. m. Egg- ert St. Melstað, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Akureyri. Landhelgismálið. Ályktun sú, sem Norðurlanda- ráðið gerði um landhelgismál ís- lands hefur víða verið birt og þarf ekki að rekja hana. Sum blöðin telja erindi okkar hafa lítið orðið í því efni. Það má vera, en tvímælalaust er þó betur af stað farið en heima setið. Það er ávinningur að samúðaryfirlýs- ingu ráðsins í okkar garð og því áliti þess, að málið heyri ekki undir Evrópuráðið, en þangað vilja andstæðingar okkar einmitt vísa því, vegna hinnar sterku andstöðu sinnar þar. Nú fáum við væntanlega fylgi hinna Norður- landanna til að hindra að Ev- rópuráðið taki málið fyrir. Að lokum skal það aftur tekið fram, að Norðmenn veittu okkur öllum hinar ágætustu viðtökur og okkur fslendingunum alveg sérstaklega. Það er á öllu auð- fundið, að þeir telja fslendinga sína nánustu frændur og vinar- hugur til íslands virtist hvarvetna ríkjandi meðal þeirra. Bernh. Stefánsson. XX X NflNKIN •k.if'k KHBKI Axel Kristjánsson h.f. opnar nýja blaða- og sælgætissölu í Ráðhústorgi 3, í sambandi við bókabúðina. Verður hún að því leyti frábrugðin öðrum blaðasöl- um bæjarins, að viðskiptavinirnir Durfa ekki að standa úti á götu á meðan þeir fá sig afgreidda. Er ietta mjög til bóta fyrir hina mörgu er sækja lesefni sitt á kvöldin í blaðasölur bæjarins. Kvenfélagið Framtíðin þakkar bæjarbúum framúrskarandi góða látttöku í síðsumarshátíð er haldin var 21. og 22. ágúst síðastl. Sömuleiðis öllum þeim, er veittu okkur ómetanlega aðstoð. Ágóð- inn varð 23.600.00 kr., og rennur í Elliheimilissjóð. Stjórnin. Finnbogi Jónsson, póstmeistari í Hafnarfirði, varð fimmtugur 29. ágúst síðastliðinn. Heldur tryggð við æskustöðvar sínar Jón Sveinsson, fyrrum bæjar- stjóri á Akureyri, hefur sýnt æskustöðvum sínum þá ræktar- semi að gefa Borgarhreppi hálft Bakkagerði, að undanskildum túnbletti og lóð í þorpinu og um 20 ha. af óræktuðu landi. Fer af- hending eignarinnar fram um næstu áramót. Jón Sveinsson fluttist til Borg- arfjarðar barn að aldri og ólst þar upp. Hefur hann alla tíð haldið tryggð við staðinn, svo sem þessi myndarlega gjöf hans og konu hans, frú Fanneyjar Jó- hannesdóttur, ber með sér. Nýtt jarðyrkjuverkfæri (Framhald af 1. síðu). í jörðu, er kominn ofan á og molnar undan fæti, þegar um er gengið. Þetta land þarf sýnilega að herfa með beltisdráttarvél a. m. k. fyrst. En ef til vill þarf hún ekki að fara nema eina ferð yfir strengina, þar til heimilisdráttar- vélarnar geta tekið við og full- unnið landið. Samkvæmt áliti ráðunauta bíða mörg þúsund hektarar svipaðs lands, ræktunar hér við Eyja- fjörð. Mikið land er þegar þurrk- að með skurðgröfunum. Hin seiga mýrarjörð hefur verið þyrnir í auga allra jarðræktarmanna vegna mikils vinnslukostnaðar. Auðlegð mýranna er aftur á móti ótæmandi í samansöfnuðum nær- ingarefnum. — Með Skærpe- plóginum virðist versta þröskuld- inum vera rutt úr vegi við vinnslu þeirra. Samkvæmt at- hugun við próf-plægingu í Kálf- skinni, var hektarinn plægður á 41/2 klukkustund. Má það teljast með ágætum. Með hverju ári sem líður, bæt- ast íslenzkum landbúnaði nýjar, stórvirkari og fullkomnari vélar og verkfæri. Fyrsti hektarinn, sem plægður var með hinum nýja Skærpeplóg Búnaðarsambands Eyjafjarðar, gefur vonir um að enn hafi bændur bætt við véla- kost sinn ágætu tæki, sem gerir hina miklu mýrarfláka Eyjafjarð- ar auðunna. . Unni<) .ver.ður með Skærpet- plógnum meðan tíð leyfir í sun\aí- og haust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.