Dagur - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 01.09.1954, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 1. september 1964 Féfagsheiinilið i Saurbæ oær fullbyggl Leysir húsnæðisvandamál barnaskóla og félaga sveitarinnar um langa framtíð - Félög og ein- staklingar leggja fram fé og vinnu - Virðulegir bændur og Iiúsfreyjur aftur á leiksviðinu? Byggingu félagsheimilis að Saurbæ í Eyjafirði er að verða lokið. Gamla samkomuhúsið að Saurbæ, sem einnig var að nokkru leyti notað sem barna- skóli, var fyrir löngu ófullnægj- andi og svaraði hvorugu hlut- verki sínu, svo að viðhlítgndi væri. Það mun þó hafa ráðið mestu um að ráðist var í byggingu fé- lagsheimilis í Saurbæjarhreppi, að barnaskóli sveitarinnar var á hrakhólum. En öll félög sveitar- innar, sem húsnæðis þurftu, lögðu fram fé og fyrirhöfn. Gamalt og nýtt sameinað. Gamla samkomuhúsið, sem er orðið nálega 20 ára gamalt, fellur inn í nýju bygginguna, með breytingum og endurbótum. Er verið að vinna við það nú, en að öðru leyti er húsið fullgert að mestu. Múrhúðun utanhúss er þó eftir. Vönduð og vistleg húsakynni. Húsið er mjög vandað að bygg- ingu og vistlegt. Grunnflötur þess er um 260 ferm. í kjallara er ket- ilhús með vönduðum hitunar- tækjum, fatageymslur, snyrti- klefar og fundarsalur. Á aðalhæðinni er samkomusal- urinn, rúmgott leiksvið, kennslu- stofa og eldhús og bókasafn auk rúmgóðrar forstofu. í rishæð er íbúð, 4 herbergi og eldhús og kvikmyndaklefi. Félagsheimilið byggt á rúmu ári. Sex ár eru liðin síðan að hús- byggingarmálunum var hreyft opinberlega. Þegar Félagsheimil- issjóður var stofnaður, var ákveðið að byggja í svipuðu formi og nú hefur verið gert. Byggingin var svo hafin 14. maí 1953. Verkið hefur gengið vel undir stjórn Þórðar Friðbjarnar- sonar, sem verið hefur yfirsmið- ur. Daníel Sveinbjarnarson bóndi í Saurbæ er formaður og fram- kvæmdastjóri sameiginlegrar Þýzkur ræðismaður á Akureyri Kurt Sonnenfeldt, tannlæknir, var fyrra þriðjudag skipaður þýzkur vararæðismaður. Þýzki sendiherrann, dr. Oppler, og frú, höfðu boð inni af þessu tilefni ac^ Hótel KEA og voru þar viðstadd- ir ýmsir helztu forystumenn bæjarins. Þar var líka borgar- stjórinn í Köln, dr. Max Aden- auer og frú. Hinn nýskipaði ræð- ismaður, Kurt Sonnenfeldt, hef- ur verið búsettur á Akureyri um 10 ára bil, velþekktur og virtur borgari. bygginganefndar, er hin ýmsu félög lireppsins eiga fulltrúa í. Kostar hálfa milljón krónur. Gizkað er á að húsið muni kosta hálfa milljón kr. fullbúið. Félagsheimilissjóður hefur lagt fram 75 þús. kr., sveitafólkið með frjálsum samskotum 25 þús. kr. Það hefur og lagt fram gjafavinnu sem nemur 25 þús. kr. Bílstjórar sveitarinnar gáfu t. d. nær alla þungavöruflutninga til bygging- arinnar. Félög sveitarinnar samt. kr. 40 þús. og Menningarssjóður KEA 15 þús. kr. Sveitarfélagið sjálft hefur lagt fram um 100 þús. kr. —o— Bygging félagsheimilisins að Saurbæ er nookkurt átak fyrir sveitarfélagið. En það átak skapar Hreppakeppnin Síðustu tölur í hreppakeppn- inni eru þessar: Oxnadalshieppur 35,8%, Skriðuhreppur 19.5%, Arnarneshreppur 18,4% og Glæsibæjarhreppur 17,7 %. Nú er hver síðastur að vera með í keppninni. Þeir, sem eiga eftir að synda 200 metrana, eru áminntir að gera það fyrir 15. september. Sundlaugin að Laugalandi í Hörgárdal er opin almenningi fimmtudaga kl. 5—9 e. h., föstud. kl. 5—11 é. h. og á laugardaga og sunnudaga frá kl. 1—8 e. h. Þess I utan hafa hrepparnir í nágrenn- inu sérstakan aðgang að lauginni. Laxaseiðum sleppt í Eyjafjarðará Fyrra sunnudag var 12 þús. laxa^eiðum sleppt í Eyjafjarðará, á svæðinu frá Arnarhólshyl að Hólum. Stangveiðifélagið hér í bæ, sem hefur Eyjafjarðará á leigu, fékk þessi laxaseiði frá Laxalóni úr fiskræktarstöð Skúla Pálssonar. Stofninn er af vatnasvæði Olfus- ár og er talinn góðui' stofn. Seiðin eru 3—5 sm. að lengd og tókst flutningui'inn á þeim að sunnan mjög vel. Þau voru flutt í mjólk- urbrúsum með flugvél, og með þeim kom að sunnan danskui' kunnáttumaður er starfar hjá Skúla. Skilyrði í ánni voru hin ákjós- anlegustu, að því er virtist, og seiðin mjög spræk. Talið er að laxinn haldi sig í ánum 2 fyrstu árin. Þá gengur hann til sjávar og kemur í árnar aftur 5— 6ára. Er hann þá kyn- þroska. Samkvæmt þessu mætti eiga von á að laxinn sem sleppt var í Eyjafjarðará í fyrra-sumar, færi að gera vart við sig á veiði- svæðinu eftir 3 ár. aðstöðu til margra félagslegra starfa um langa framtíð og hús- næðisvandamál barnaskólans er leyst. Framtíðarverkefnin eru mörg á sviði félags- og menningar- mála. Með félagsheimilinu skap- ast nýir mcguleikar — en líka mikil ábyrgð. í því sambandi er vert að minna á nauösyn þess að fullorðna kyn- slóðin, sem að megtu er komin af ærslaaldri, taki höndum saman við unga fólkið, ekki einasta með ráðum — heldur líka í félagslegu starfi. f Okeypis búnaðarnára í Noregi Fyrir nokkru var frá því skýrt í blöðum og útvarpi, að tveim ís- lendingum væri boðin ókeypis skólavist við bændaskóla Hörða- fylkis í Vestur-Noregi. Þetta boð er fram komið fyrir atbeina Norsk Islandsk Samband. Fimmtán ungir menn sóttu um skólavistina. Af þeim þóttu 5 eiga jafnan rétt á skólavistinni og var varpað hlutkesti um, hverjum skyldi veitast lmossið. Upp kom hlutur þeirra Kjartans Helgason- ar frá Hvammi í Hrunamanna- hreppi og Gunnars Olafssonar, Sólvallagötu 14, Reykjavík. Fer annar til Voss en hinn að Steini. Meðal bændastéttarinnar er mikiil og vaxandi áhugi fyrir búnaðarfræðslu, svo sem aðsókn- in að bændaskólunum hér heima ber vott um. Það er líka, engu síður nauðsynlegt, að efnilegir bændasynir bregði sér yfir poll- inn og nemi búvísindi af frænd- þjóðum okkar. Við höfum góða reynslu í þessu efni og ætti okk- ur því að vera það áhugamál, að margir íslendingar eigi þess kost að nema búfræði, þar sem skil- yrði eru líkust og hér heima, og þar sem búmenningin stendur á aldagömlum- merg eins og í Nor- egi. Harmonikuhljómleikar lolni Molinari Harmonikusnillingurinn J ohn Molinary hélt hljómleika í Nýja- Bíó síðastliðinn miðvikudag fyrir troðfullu húsi. Var honum ágætlega tekið og varð hann að leika mörg aukalög. John Molinary er í hópi fræg- ustu harmonikuleikara heims og mun því unnendum þessarar teg- undar tónlistar hafa þótt mikill fengur að komu hans. Enda ræð- ur hann yfir ótrúlegri lelkni auk hinnar listrænu túlkunar á verk- um meistaranna. Ekki munu menn almennt hafa átt þess kost áður að kynnast slíku hljóðfæri, sem harmoniku Molinary, og ekki nema á færi snillinga að fylla húsið tónaflóði hljómsveitarverka þeirra er á cfnisskránni voru, á þann hátt er hann gerði. Blöð og útvarp segja, næstum daglega frá heybrunum, víðs veg- ar á landinu. Er það að vísu ekki ný saga, að heyin brenni af eigin hita, er þess vegna óstæða til að því sé veitt athygli, og að bent sé á einfalda leið til að forðast þann stórskaða, sem hcybrunarnir eru. í sumar var tíðarfar þannig hér norðanlands, að bændur freyst- uðust til að taka illa þurrt hey. Getur það ætíð orkað tvímælis, hvort það sé rétt. Verður hver bóndi að eiga um það við sjálfan sig, hvenær hann telur hevið svo vel þurrt, að óhætt sé að hirða það í hlöður eða hey. Þegar hey- skapartíð er óhagstæð, er oft úr vöndu að ráða fyrir bóndann, og stundum er betra að hirða heyið linþurrt, en láta það hrekjast og verða hálfónýtt, áður en það er orðið fullþurrt. Hins er líka að gæta, að það er dýrt að leggja mikla og vafasama vinnu í að þvæla með heyið í lélegum þurrki dag eftir dag og á meðan sprettur óslegna túnið úr sér og grasið stórskemmist þar á þann hátt. Páll Zóphoníasson búnaðar- málastjóri flutti fróðlegt erindi um þetta efni nú fyrir stuttu og benti réttilega á það ráðið, sem einna handhægast er og einfald- ast, til að forðast heybruna. r Asgrímur jónsson heiðraður í tilefni af að 200 ár eru liðin frá stofnun hinnar konunglegu akademíu fyrir fagrar listir, hef- ur Friðrik IX. Danakonungur sæmt listamanninn Ásgrím Jóns- son kommandörkrossi Danne- brogsorðunnar af 1. gráðu. Þann 28. þ. m. afhenti danski sendiherrann, frú Bodil Begtrup, hinum heiðurski'ýnda listamanni heiðursmerkið á heimili hans að viðstöddum nokkrum vina hans. En ráðið er að nota heyhita- mæli. Er það venujulegur hita- mælir, sem settur er í járnhólk, þannig ,að hægt er að stinga hon- u.m í „stálið“ og fylgjast með hit- anum. Það hefur margsinnis komið fram, að heyhitinn getur leynzt í heyinu vikur og jafnvel mánuði, án þess að mikið beri á. Með því að nota mælirinn, þarf bóndinn ekki að vera í neinum vafa hver hitinn er. Fari hitinn upp í 60 gráður eða þar yfir, þarf að draga heyið upp. Þegar hey- hitinn aftur á móti er orðinn um 80 gráður, er bruni yfirvofandi. Telja má víst að heyfengur bænda verði góður og sums stað- ar ágætur eftir þetta sumar. En heyin eru þó engu að síður dýr- mæt. Það er nokkurt öryggi fyrir bóndann að eiga heyhitamælir. Hann er ekki dýr og ætti að vera til á hverju byggðu bóli. Ný söngkona frá Akureyri Frú Hanna Bjarnadóttir frá Akureyri hefur getið sér góðan orðstír fyrir söng sinn í borginni Malone, sem er nálægt landa- mærum Canada. Hún hefur lyr- iska sópranrödd. Áður en hún fór utan hafði hún um skeið stundað söngnám hér á landi, m. a. hjá Sigurði Birkis og Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Og hér á Akureyri var hún í Kantötu- kórnum. Frú Hanna mun halda áfram söngnámi erlendis, en um þessar mundir dvelur hún heima og ætlar að halda söngskemmtun í Reykjavík. Foreldrar Hönnu eru þau Sig- ríður Ósland og Bjarni M. Jóns- son. Gift er hún Þórarni Jónssyni frá ísafirði. r Agætir skemmtikraftar í Hótel Varðborg í kvöld Eins og getið hefur verið í blöðum er staddur hér á landi töframað- urinn Viggo Spaar og frú hans. Spaar er Norðurlandameistari í töfrum og er án efa með snjöllustu sjónhverfingamönnum heims. Spaar-hjónin komu hingað til Akureyrar í dag og skemmta á Hótel Varðborg ásamt dægurlagasöngkonunni Erlu Þorsteinsdóttur. Óþarfi er að kynna Erlu nánar, því að flestir vita hennar frægðarferil. — Undanfamar vikur hafa rkemmtikraftar þessir skemmt að sumar- hótelinu Jaðri og vakið niikla hrifningu, og hefur aðsókn að skemmt- unum þar vcrið geysunikil. Óákveðið er enn hversu oft þessir ágætu skennntikraftar koma fram hér, en nánar verður getið um það í útvarpi cg götuauglýsingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.