Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 15. sept. 1954 Árásir „Alþýðumannsins utanríkisráðherra Síðan dr. Kristinn GuSmunds- son varð utanríkisráðherra hefur blaðið „Alþýöumaðurinn“ hvað eftir annað verið með árásir á hann, svo að segja má að það hafi ]agt hann í einelti. Nú síðast í 32. tölubl., sem út kom þann 7. þ. m., er næsta rætinn samsetningur um utanríkisráðherrann, undir yfirskriftinni „Utanríkismál í óvitahöndum". Ekki kemur mér til hugar að fara að svara grein þessari orði til orðs, enda dæmir hún sig sjálf vegna orðbragðs og rætni, en ör- fáar athugasemir vil eg þó gera, ef það gæti orðið blaðinu tii leið- beiningar. Þegar með fyrirsögn greinar- innar er kveðinn upp sá dómur að utanríkismál vor séu í óvita- höndum. Gera verður þá kröfu, að sá sem dóm kveður upp yfir öðrum, einkum harðan dóm, þekki sjálfur málavexti og' sé dómbær um þá. „Alþýðumaður- inn“ virðist vilja undirbyggja dóm sinn um „óvitahátt“ Kristins Guðmundssonar í utanríkismál- um, einkum með því, að hann hafi ekkert fengist við utanríkismál áður en hann varð ráðherra, að hann var ekki alþingismaður og jafnvel að hann var Akureyring- ur. En hvernig er það með rit- stjóra „Alþýoumannsins"? Ekki er vitað að hann hafi neitt fengist við utanríkismál, ekki er hann alþingismaður og hann er Akur- eyringur. Hvaðan kemur honum þá sú vizka, að hann þykist geta talað eins og sá sem vald hefur um utanríkismál? Eg held að hann ætti að gæta sín betur. Það er og næsta skrítið, þó það skipti litlu, að sjá blað á Akureyri vera hneykslað yfir því, að Akureyr- ingur varð ráðherra. Frekar virðist hafa mátt búast við slíku af Reykjavíkurblaði, einkum þegar þess er gætt, að í heilan aldarfjórðung áður var ekki ann- a,ð hægt að sjá en það væri beint skilyrði allra flokka fyrir ráð- herradómi að vera Reykvíkingur, eða m. k. úr næsta nágrenni Reykjavíkur. Það er auðfundið, að „Alþýðu- maðurinn“ er á móti hervörnum í landinu. Er auðvitað hverjum heimilt að hafa sína skoðun á því máli og skal það ekki rætt hér. En að skella skuldinni á Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra fyrir að útlendur herflokkur dvelur hér, eins og „Alþýðu- maðurinn“ raunverulega gerir, er aftur óheimilt, því að hann átti alls engan þátt í því, að hervarn- arsamningurinn frá 1951 var gerður. Aftur á móti greiddu allir Alþýðuflokksmenn á þingi at- kvæði með samningnum. Þeir bera því sinn hluta af ábyrgðinni á því að herliðið er hér, en Krist- inn Guðmundsson enga. Mér finnst því, að „Alþýðumaðurinn11 ætti að tala við sína eigin flokks- bræður. Utanríkisráðherra ber að sjálf- sögðu ábyrgð á því, hvernig hann hefur staðið að framkvæmd her- varnarsamningsins. „Alþýðumað- urinn“ telur að það hafi hannsýnt „gunguhátt" og ýmis önnur ósannindi, segir blaðið í því sam- bandi. Við þau mun eg ekki elt- ast hvert fyrir sig. En það sanna í málinu er (og eg er sennilega þessum málum eins kunnugur og ritstjóri „Alþýðumannsins), að utanríkisráðherra hefur í hví- vetna sýnt fulla festu í viðskipt- um við Bandaríkjamenn, enda hefur mikið áunnist nú þegar. Árekstrar á milli Iselndinga og hinna erlendu manna á Keflavík- urflugvelli hafa fæstir verið við hermennina, heldur við hinn er- lenda verktaka og starfsmenn hans. Nú er búið að semja um brottför þessa erlenda verktaka. Verið er að afgirða svæði þau, sem varnarliðið dvelzt á og sam- skipti þess og íslendinga fara minnkandi. Þessar og ýmsar fleiri umbæktur hafa orðið fyrir for- göngu utanríkisráðherrans. Menn getur greint á um það, hvort þörf sé á hermönnum hér eða hvort þær eru tilvinnandi. Hitt held eg að sanngjarna menn og kunnuga þessum málum greini ekki á um, að utanríkisráðherrann, Kristinn Guðmundsson, hefur staðið vel í stöðu sinni og að hann á þakkir skilið fyrir störf sín. Ekki lætur „Alþýðumaðurinn" nægja að leggja öll störf dr. Kristinn út á versta vel, heldur er hann líka með fremur illgirn- islegt, persónulegt nart. Að lesa það t. d. í blaði, sem gefið er út hér á Akureyri, að dr. Kristinn „ofstopagjarn við þá, sem hann hugði sér minni máttar, en bros- gjarn og blíður í máli við hina“, blöskrar mér alveg. Eg hygg að það sé þvert á móti almennt við- urkennt hér á Akureyri, að Kristinn Guðmundsson sé hið mesta Ijúfmenni og geri sér í því engan mannamun. Bernh. Stefánsson. Flórmjöl 50 kg á kr. 130.00 Nýlendiivörjidelidm og útibiiin. IGardínu-damask 5 litir. Sloppanylon hv. Ásbyrgi h.f. Sláturpokaléreft i: rúllupylsunálar BRAUNSVERZLUN - Valur og atvinnu- rekendur semja • (Framhald af 1. síðu). Vinnuveitendum skal þó heim- ilt að nota eigin bifreiðir í eigin þjónustu, þar sem vinnuveitand- inn á bæði bifreiðina og vöruna, sem flutt er og reiknar sér ekk- ert sérstakt gjald fyrir flutning- inn. — Ennfremur skal heild- verzlunum og viðgerðarverk- stæðum, verksmiðjum og útgerð- armönnum heimilt að aka á eigin bifreiðum vörum sem heyra beint undir atvinnurekstur þeirra, og byggingameisturum að nota vöru bifreiðir við atvinnurekstur sinn til flutninga á hlassþunga allt að einu tonni. Framangreint ákvæði þessarar greinar tekur eigi gildi fyrr en 1. marz 1955. Fram að þeim tíma skuldbinda vinnuveit- endur sig til að koma á vinnu- miðlun, þannig, að bifreiðastöðin Stefnir s.f. fái 60% af öllum þeim akstri, sem neðangreind fyrirtæki kaupa að: KEA, Akureyrarbær og fyrirtæki hans, Guðm. Jör„ Útgerðarfélag KEA h.f. og SÍS. Vinnumiðlun þessi skal fram- kvæmd þannig, að 1. des. 1954 og 1. febr. 1955, kanni hvert fyrir- tæki hve mikið það hefur skipt við Stefni s.f. og auki þá viðskipti sín þar, hafi þau ekki náð þeirri hlutfallstölu, er að framan grein- ir, ella dragi úr þeim ef hlutfalls- talan er orðin of há. Valur skuldbindur sig til, ef hörgull er á vörubifreiðum, að láta vinnuveitendur þá, sem aðil- ar eru samningi þessum, hafa for- gangsrétt á að fá vörubifreiðir til flutninga. Samningur þessi gildir frá og með undirskriftai'degi til 1. júní 1955, og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Sé hon- um ekki sagt upp, framlengist hann um 6 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Fulltrúar vinnuveitenda taka fram, að samningsgerð þessa megi á engan hátt skoða sem við- urkenningu þeirra á því, að Vörubílstjórafél. Valur fullnægi skilyrðum að teljast stéttarfélag í skilningi laga nr. 80 1928. Fulltrúai' Vals taka fram, að þeir telji félag sitt stéttarfélag í merkingu ofangreindra laga. í fundinum sl. mánudag samþ. atvinnurekendur og Bílstjórafél. Valur að ganga að samþ. fundar- ins, er samþ. var hjá sáttasemjara á mánudagsnóttina. BÚTASALA í dag og næstu daga. Odýrir fóðurbútar, satin- bútar og allskonar bútar. Braimsverzlun Vinsœlu Þýzku Töflin fimtn í kassa, komin Verð kr. 52.50. Járn- og glervörudeild Heinz sésulitur Spænskf hunang nýkomið KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89.' Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Léttsaltað dilkakjöt KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. RAFGEYMA klemmur 4 stærðir Véla- og búsáhaldadeild PHILIPS reiðhjólalugfir Véla- og búsáhaldadeild Dynamóar 12 v. 600 W Agœtir til lýsingar á sveitabœi og i skip Véla- og búsáhaldadeild Rafmagnsplötur tveggja hólfa Straujárn Brauðristar stórar og litlar Strauvélar Vöfflujárn Rafmagnsofnar Rafmagnskönnur Hraðsuðukatlar Véla- og búsáhaldadeild. Skrifblokkir Lausblaðabækur Bréfamöppur Járn- og glervörudeild Til leigu: 2 lierbergi í Hafnarstr. 100. Alm. Tryggingar h.f. Uinboð Akureyri. Sími 1600. Nýkomið: Kvenbomsur tau með loðkanti, þrír litir Karlmannabomsur tau og gúmmí Karlm.skóhlífar ýmsir litir Hvannbergsbræður Skóverzhin. Línsferkja! Plastic-línsterk j a á glösum — mjög cndingargóð Endist marga þotta! N ýlenduvörndelidin og útibúin. PENNAVESKI margar gerðir Járn- og 'gTervÖfudeild Yfirbreiðslur (Presenningar) Jáirn- og glervörudeild Flöskulakk <sf^> Nýlenduvömdelidin Nýsviðin svið Kjötbúðir KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Hálftunnur kvarffunnur úr brenni Góð kjötílát! KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.