Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 15. sept. 1954
D A G U R
5
Kristján Eldjárn Kristjánsson:
FERDAÞANKAR
Ferðalag eða sumarfrí.
Þann 8. þ. m. brá eg mér í
nokkurra daga ferðalag. Það mætti
eins kalla það sumarfrí, því nú er
alsiða að fólk fái frí frá störfum
og ferðist. Ekki er þó auðvelt fyrir
bændur almennt og búálið að
hlaupa frá búum sínum svo dög-
um skiptir. Það er fyrst þegar þeir
eru hættir búrekstri, að hægt er að
leyfa sér það ef þá heilsa og aðrar
ásæður leyfa.
Tilbreytingarík og fögur leið.
Eg hefi lengi haft í huga að
bregða mér austur x Norður-Þing-
eyjarsýslu og heilsa þar uppá
gamlar stöðvar og nú kom tæki-
færið. Ferðafélagið auglýsti ferð
frá Akureyri að morgni 8. ágúst
austur að Skinnastað, í tilefni af
100 ára minningu kirkjunnar bar.
Frá Akureyri átti að leggja af stað
kl. hálf átta, en af einhverjum
ástæðum var ekki Iagt af stað fyrr
en kl. 8. Þessi töf varð þess vald-
andi að naumlega náðist áætlaður
timi kl. 2 að Skinnastað.
Farin var austari leiðin, um
Mývatnssveit og Hólsfjöll, með
viðkomu við Dettifoss. Eins og
kunnugt er, er þetta mjög tilbreyt-
ingarík og fögur leið. Veður var
því miður ekki sem bezt, norðan
gola og þokuslæðingur og fór veð-
ur versnandi eftir því sem norðar
og austar kom. Það spillti líka
ánægjunni yfir dásemdum náttúr-
unnar að sjá víða velkt og hrakin
hey. Það var einnig í vaxandi mæli
eftir því sem norðar dró.
Skógurinn í Axarfirði þróttmeiri
nú en fyrir 36 árum.
Axarfjörður er falleg sveit og
sýndist mér skógargróður mun
útbreiddari og þróttmeiri nú, en er
eg fór þar um fyrir 36 árum.
Skinnastaðakirkja.
A Skinnastað er mjög fallegt, en
að þessu sinni naut fegurðin sín
ekki vegna veðurs. Nú var bjart
yfir kirkjunni og umhverfi henn-
ar. —
1918 var eg staddur þarna á
aðalfundi Ræktunarfél. Norður-
lands, sem haldinn var í kirkjunni
Ort í „Jeppasæti“ á heimleið 17. ágúst 1954.
Að Hítamesi heimsókn lokið er.
Þár hafa ótal vinir fagnað mér.
Þar brosir við mér allt, sem augað leit,
og ilmur jarðar steig úr hverjum reit.
Þar virtist flest á sínum sama stað,
og svipir minninganna þyrptust að.
Um sánd og bakka skellt var oft á skeið.
Skammt var milli spretta á sléttri leið.
Á æskudögum oft var hraðað för
út a Fjöru, Hólmi og Marteinsvöf;
sauðfé smalað, söl af skerjum reitt,
safnað skeljum og í lónum veitt.
Til átthaganna enn eg baki sný,
en eflaust lengi að heimsókninni bý.
Og þó eg uni þar sem nú eg er,
fer þeirra svipur ei úr huga mér.
Hítarnes er hagavönum kært.
Það hefur margan valinn gæðing nært.
Þar hef eg áður vakra vini átt.
Þar verður mér svo létt um andardrátt.
Mikill hraðinn þótti þá,
— þó ei skaða gerði —
þegar maður þeysti á
Þokka, Glað og Herði.*)
Svipur er hýr, því sólin skín í heiði.
Sex, tveir, einn fer sem gæðingur á skeiði.
Litklæðum skartar Holtavörðuheiði.
Heimferðin verður greið í óskaleiði.
Hratt eg ek um Húnaþing.
Hér eru vegir greiðir.
Mikið gras, en lítið lyng,
leiti og ásar breiðir.
Þykir gott á Þingeyrum að búa.
Þar er fögur, friðsæl strönd,
frjósöm tún og engjalönd.
í landnámi Ingimundar gamla
eins og forðum finnast en n
framgjarnir og hraustir menn.
og 1904 var eg þar við messu hjá
fræðimanninum séra Þorleifi Jóns-
syni. Þá var kirkjan dökk utan og
turnlaus. Nú var hún með ný-
byggðum turni og endurmáluð.
Uppnmalega málaði Arngrímur
Gíslason kirkjuna af þeirri list
sem honum var lagin. Kirkjan er
virðulegt hús, sem á sjálfsagt eftir
að standa lengi og bera vitni þeim
stórhug og smekkvísi, sem ríkti á
þessum stað fyrir 100 árum.
Þá mun einnig hafa framtíðar-
gildi hinn veglegi skýrnarfontur,
sem afkomendur séra Hjörleifs, er
lét byggja kirkjuna gáfu við þetta
tækifæri.
Kirkjuathöfnin var öll mjög
virðuleg. Þá er það viðburður í
strjálbýlum sveitum og fámennum
kirkjusóknum að skýrð séu í einu
fjögur börn og gift tvenn hjón eins
og þama var gert. Að kirkjuathöfn-
inni lokinni fengu allir gestir ríku-
legar veitingar.
*) Nokkrir af gæðingum Júlíusar bónda í Hítarnesi, sem
valdir voru úr handa gestunum.
' v •» » i^.-r
Guðbjörg Sigurðard. frá Þinganesi
MINNINGAR0RÐ
Nýlega lézt hér á Akui'eyri
Guðbjörg Sigurðardóttir frá
Þinganesi, nærri 88 ára að aldri.
Hún hefur átt heima hér hjá
börnum sínum, Arnheiði Guð-
mundsdóttur og Snorra Guð-
mundssyni, byggingameistara,
síðastliðín 20 ár.
Guðbjörg var fædd að Reyðará
í Lóni 28. ágúst 1866. Ólst hún þar
upp hjá foreldrum sínum. Þegar
hún var uppkomin var hún á
ýmsum bæjum, þ. á. m. um tíma
hjá Jóni Jónssyni í Bjarnarnesi
(síðar á Stafafelli'). Mun hún hafa
orðið þar fyrir ýmsum menning-
aráhrifum, m. a. glæðst áhugi
hennar fyrir bókum og hvers
konar fróðleik. Síðar giftist hún
Guðmundi Jónssyni frá Hoffelli,
og bjuggu þau lengst í Þinganesi
Heilsað upp á gamla kunningja.
Af því eg var nú kominn þarna
á fornar slóðir vildi eg ekki hverfa
heim án þess að heilsa upp á fleiri
staði og gamla kunningja.
Það var á fyrstu skólastjórnar-
árum Sigurðar búnaðarmálstjóra
á Hólum, að hann gekk fram í því
að ráða skólasveina til sumardval-
ar milli námsvetranna, á fyrir-
myndar heimilum út um land, því
þá var ekki yerkleg kennsla í skól-
anum. Vorið 1904 voru tveir
námssveinar ráðnir austur í Axar-
fjörð. Eg var annar þeirra. Hinn
Kristján Sveinsson úr Skagafirði.
Kristján var ráðinn hjá Birni
hreppstjóra í Sandfellshaga, en eg
til þeírrd bræðra Björns og Stefáns
Sigurðssonar í Ærlækjarseli. Stef-
án var ógiftur þá og bjó með móð-
ur sinni Kristínu Björnsdóttur.
Bjöm var giftur Vilborgu Guð-
mundsdóttur á Grjótnesi. Þegar
þetta var, áttu þau tvö börn Guð-
mund og Kristin, en eignuðust
fleiri síðar, sem öll eru mjög
mannvænleg. Ærlækjarsel var
ágætt heimili og í mörgu til fyrir-
myndar.
Fyrsta nothæfa sláttuvélin
í landinu.
Þar var þá komin sláttuvél. Það
er fyrsta nothæfa sláttuvélin, sem
til landsins var flutt. Björn mun
hafa komið með hana þegar hann
kom frá smíðanámi í Danmörku.
Þessa vél notuðum við á sléttum
og grösugum engjum í Ærlæjar-
seli. Vélin var þung í drætti því
ljárinn mun hafa verið um 5 fet.
Hestar voru líka óvanir drætti og
til að byrja með, ekki til aktygi
heldur voru í þeirra stað notaðir
hnakkar. Band var þá strengt yfir
hnakkinn og undir kviðinn og
sláttuvélataugarnar festar í það á
hliðum. Hestarnir voru teymdir og
var það ekki skemmtilegt verk.
Varð þá líka oft að líta til hliðar
til að fylgjast með því að ljárinn
skilaði hreinum skára en „man-
aði“ ekki. Fljótt komu þó aktyg-
in, því þá mun hafa verið fyrir
nokkru farið að framleiða þau í
Ólafsdal. Um vorið unnum við
nafnar við „jarðabætur" hjá bún-
aðarfélagi Axarfjarðar og Núpa-
sveitar. Aðallega unnum við þó í
Núpasveit og á Vestur-Sléttu,
Leirhöfn og Grjótnesi. Við vorum
þar þrír saman. Þriðji maðurinn
var Jóhannes Þórarinsson frá
Bakka, nú á Húsavík. Hann var
þá nýútskrifaður frá Ólafsdal og
var hann flokksstjórinn, samvizku-
samur og ágætur maður. Aðal
vinnan var ofanafrista í túnum.
Það var erfitt verk ekki sízt þar
sem var harðlend og sendin jörð.
Ekki var þá heldur af sér dregið
eða slegið slöku við því kapp og
metnaður einkenndi þessi vinnu-
brögð þá. En þegar maður nú ber
afköstin þá saman við vélavinn-
una nú, liggur við að maður harmi
það að hafa slitið kröftum sínum
við svo árangurslítið verk á nú-
tíma mælikvarða. Samt sem áður
var þetta stæling og þroskaauki
fyrir unga menn. — En áfram með
ferðasöguna.
Ekki friðsamt í sókninni fyrir
50 árum.
Fyrstu nóttina gisti eg í Prest-
hólum. Þar er venzlafólk mitt.
Þorgrímur Armannsson frá Hraun-
koti býr þar. Þar hefur einnig búið
tengdafaðir hans Guðmundur frá
Brekku og nú er sonur Þorgríms
að byggja nýbýli á jörðinni. Hafa
þeir mikið fjárbú. Þó landið sýnist
hrjóstugt eru ræktunarskilyrði góð
og nýræktir miklar. Sauðfé er nú
fóðrað á töðu og minna treyst á
útbeit en áður var.
Þegar eg fór þarna um fyrir 50
árum bjó síra Halldór x Presthól-
um .Hanú var gestrisinn og góður
heim að sækja, en ekki vildi hann
láta hlut sinn fyrir öðrum. Átti
hann í sífelldum málaferlum við
sóknarbörn sín, sem munu hafa
átt upptök sín í ágreiningi út af
ítökum kirkjunnar í reka á nokkr-
um jörðum. Var svo mikil alvara
og úlfúð út af þessum málaferlum,
að mörg sóknarbörn síra Halldórs
voru hætt að nota hann til prests-
verka. Vorið 1904 var síra Þor-
varður Þorvarðarson í Presthóla-
(Fi-amhald á 7. síðu).
í Nesjum. Var hann völundar-
smiður eins og hann átti ætt til,
bæði á tré og járn. En Guðmund
missti hún með sviplegum hætti
21. ágúst 1909. Hann drukknaði í
Hornafjarðarfljótum, er hann var
að sækja heyskaparfólk út í
Skógey. Þau hjón eignuðust 5
börn og var það elzta þeirra þá
um fermingu. Þessi eru börn
þeirra: Ásgeir, smiður í Höfn,
Arnheiður, kona Þengils Þórðar-
sonar bankaritara á Akureyri,
Nanna, kona Stefáns Karlssonar í
Stöðvarfirði, Snorri, bygginga-
meistari á Akureyri og Kax’l,
myndskeri í Reykjavík, en hann
lézt fyrir nokkrum árum. Öll
voru börnin mannvænleg og hafa
fengið að erfðum snillingshendur
forfeðra sinna.
Eftir lát manns síns bjó Guð-
björg áfram í Þinganesi og kom
þar upp börnum sínum. Nokkrum
árum síðar lézt Ástríður systir
hennar, kona Gunnars Jónssonar,
síðar bóksala í Höfn, bróður
Guðmundar en þau voru líka bú-
sett í Þinganesi. Kom þá í hlut
Guðbjargar að rétta heimili
Gunnars hjálparhönd, og annast
að öllu leyti yngsta barnið, Ás-
geir, um tíma. En Ástríður lézt
við fæðingu hans. Annað systur-
bai’n sitt ól hún líka upp að miklu
leyti.
Guðbjörg lézt 6. dag ágústmán-
aðar sl. og var kista hennar flutt
austur að Stafafelli í Lóni og
jarðsett þar í nálægð leiða ætt-
ingja og vina. Jarðái’förin fór
fram í ágætu veðri 14. f. m. og
var þar mai’gt fólk saihan komið
að kveðja hina öldnu og vinsælu
heiðui’skonu.
Guðbjörg var mesta myndar-
og fríðleikskona. Hún hélt sér
mjög vel og var heilsugóð þar til
síðastliðinn vetur, þrátt fyrir há-
an aldur. Hún var skynsöm kona,
ættfróð og minnug á menn og at-
burði. Hún var í eðli sínu mjög
bókhneigð, og hefur dóttir henn-
ar sagt mér, að oft hafi hún haft
opna bók hjá sér, þegar hún sat
við rokkinn. Ekki bar hún það
með sér, að hún hafi átt erfiða
ævi, þó hlýtur svo að hafa verið
eftir lát manns síns meðan börnin
voru ung. En hún var þrekmikil
og taldi það ekki eftir sér að rétta
öðrum hjálpax-hönd, þegar þess
þui’fti með. Það sýnir að hún átti
ekki aðeins þrek og dugnað,
heldur einnig þá hlýju hjartans,
sem einkennir hverja góða konu.
En öll var framkoma þessarar
glæsilegu konu tíguleg, og hefur
sá eiginleiki þó eflaust notið sín
betur í fai’i hennar, meðan hún
var yngri.
Eg átti því láni að fagna, að
eiga vináttu Guðbjargar frá
Þinganesi. Fræddi hún mig um
ættir fólks og ýmsa atburði á ætt-
arslóðum hennar. Fyrir þá
fræðslu og vináttu hennar er eg
þakklátin’.
Blessuð sé minning hennar.
Eiríkur Sigurðsson.