Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 7
Bliðvikudaginn 15. sept. 1954 D A G U R 7 - Ferðaþankar (Framhald af 5. síðu). sókn við að búa börn þar undir fermingu. Svo langt gengu þessi ] málaferli, eftir því sem mér var sagt í þessari ferð, að síra Halldór stefndi tveimur sóknarbændum sínum dauðum. Talið var að Páll bróðir síra Halldórs hefði átt sinn þátt í þessum málarekstri. Að Valþjófsstað og Leirhöfn. Næsti áfangi minn var Val- þjófsstaðir. Sigurður bóndi hefur gert mikið að húsabótum og jarð- rækt. Nú búa fjórar fjölskyldur á jörðinni. Þar eru þrjú nýlega byggð steinhús. Það virtist sem fleirbýli á jörð- um eigi betur við þar, sem sauð- fjárbúskapur er rekinn og land- rými sæmilegt, en kúabú. Gestrisni og fyrirgreiðslu naut ég þarna í ríkum mæli. Þá var næsti gististaður að Leir- höfn. Ekki hefi ég annars staðar komið þar, sem hafa orðið meiri breytingar á einni jörð á síðustu áratugum. Eg vann þarna nokkra daga 1904. Þar bjó þá fátæk ekkja með mörg börn, það elzta um 17 ára. Tún var lítið. Sauð- féð liíði mikið á útbeit. Nú er búið að rækta um 100 ha. í landi jarðarinnar. Þar af nytjað frá Raufarhöfn um 30 ha. Hitt hafa synir og afkomendur Kristjáns og Helga ræktað, og það að verulegu leyti, áður en stórvirk jarðræktar- tæki komu til sögunnar. Þeir bræður hafa haft fleira um hönd en búskapinn. Kristinn stund- að járnsmíði. Hann fann upp lóða- rennuna, sem hefur verið til mik- ils hagnaðar fyrir þorskveiðarnar og sakt er að Norðmenn séu nú farnir að nota. Helgi hefur stund- að iðnað, leðurvinnu og bókband. Hann á mikið bókasafn í skraut- bandi. Bókasafnið hefur hann ánafnað sýslunni. Sonur Sigurðar rekur húsgagnaverkstæði í félagi við annan. Af þessu sést að þarna er um fjölbreytta starfsemi að ræða og framfarir og breytingar síðustu txma miklar. Á Grjótnesi eru um 500 fjár. Síðasti áfangi minn í þessari ferð var Grjótnes. Þar býr Vilborg Guðmundsdóttir, ekkja Björns Sig- urðssonar bónda þar og í Ærlækj arseli. Hún býr á hálfri jörðinni með tveimur sonum sínum, en á hinum hlutanum Björn bróðir hennax og tveir synir hans. A Grjótnesi hafa verið gerðar miklar jarðabætur og töðufallið tólffaldazt frá því, sem var fyrir 50 árum. Nú er ekki treyst á út- beitina, eins og áður var. Sauðfé mun nú vera um eða yfir 500 á jörðinni. Nú er svo komið að vegna fólks- fæðar komast fjármargir bændur ekki yfir að smala féð og ría á vorin. Ekki telja þeir það hafa áhrif á vænleika dilkanna, en hætt er við að ullin verði lakari. Það er víðsýnt og fallegt á Grjótnesi í björtu veðri, en því var nú ekki að heilsa. Bændur voru orðnir áhyggjufullir út af heyjum sínum. Votheysgerö er víðast lítil og virðast. menn hafa ótrú á vot- heyi handa sauðfé. Súgþurrkun ekki almenn og fullnægði ekki í svo rakasamri tíð. En þurrkurinn var að koma og bætir úr vandræð- unum í þetta sinn. Það eru nú 50 ár síðan ég var nokkra daga við vinnu á Grjót- nesi. Þá þótti mér björgulegt þar. Æðarvarp var mikið og kríuvarp einnig. Fiskur gekk grunnt að landi. Hrognkelsaveiði eftir þörf- um á vorin og silungsveiði í tjörn- um. Fullorðið fé gekk sjálfala að mestu. Þó gat nú brugðizt til beggja vona með það í hörðum vetrum, ekki sízt ef ís lá við land og tók fyrir fjörubeit. Svipuð skil- yrði munu þá hafa verið í næstu sveitum þarna fyrir austan. Detta mér í hug í því sambandi orð, sem höfðu eru eftir Stefáni Sigurðssyni í Ærlækjarseli. Þó í gamni séu sögð benda þau til hvernig hann leit á afkomuskilyrðin þar þá. Hann sagði að þeir, sem í þessum sveitum byggju, þyrftu ekki að hafa mikið fyrir lífinu. Þeir þyrftu ekki annað að gera en leggjast á bakið, þá skiti fuglinn eggjunum ofan á þá, og þegar þeir leggðust á magann, synti fiskurinn upp í þá. Nú gildir þetta ekki lengur, því kröfur eru nú gerðar til fleira en að hafa í munn og maga. Auk þess hafa gjafir náttúrunnar minnkað. Æðarvörpin, t. d. fiskur á grunn- miðum o. fl. í vinnu hjá búnaðarfélaginu. Gefinn hestur til heimferðar. Eins og áður hefur verið á minnzt, var ég ráðinn að Ærlækj- arseli, en svo lánaður þaðan yfir vorið til að vinna hjá búnaðar- félaginu. Kaupið var nú ekki hétt, en vel úti látið. Þegar heim átti að halda um haustið, var ekki um sjóferð að ræða. Við félagar urð- um því að fá hesta. Nafni minn gat þó fengið tvo hesta hjá Bimi í Sandfellshaga. Áttu þeir að fara inn í Eyjafjörð til göngu þar. Eg reyndi að fá keyptan einn af hest- um þeim, sem notaðir voru við flutninga að brúnni é Jökulsá, sem þá var byrjað á, en vinna var þá ekki hætt og sumir hestarnir meiddir. Allt cement var flutt í pokum á klökkum, utan frá sjó, sem er löng leið. I þessum vand- ræðum mínum tilkynntu húsbænd- ur mínir mér, að þeir mundu sjá mér fyrir hesti heim. Endaði það með því, að þeir gáfu mér hest, sem var hinn traustasti og bezti gripur. Eftir kynni mín af Norður- þingeyingum, sérstaklega í Skinna- staða- og Presthóla-sóknum fyrir 50 árum, mynnist ég þeirra með virðingu og þakklæti, og endur- teknu þakklæti fyrir viðtökurnar nú. Hellu, 22. ágúst 1954. Skemmtiblúbburinn ALLIR EITT Dansleikur í Alþýðuhusinu föstudaginn 17. þ. m. kl. 9 e. h. — Aðgangur ókeypis fyrir þá er höfðu fasta miða síðast liðinn vetur. Miðanna sé vitjað í Al- þýðuhúsið, fimmtudagskvöld 16. þ. m. kl. 9—10 e. h. Gamla stjórnin. Skólatöskur , og Skjalatöskur nýkomnar. Bókaverzl. Edda h.f. Simi 1334. Herbergi til leigu 1. október. Gæti verið aðgangur að eldhúsi. Afgr. visar á. Herbergi til leigu. Aðgangur að eldhúsi kemur til greina. Uppl. i sima 1448. Tvö herbergi til leigu á Suðurbrekkunni, saman eða sitt í hvoru lagi. Afgr. vísar á. BTH-þvottavél til sölu vegna þrengsla. Verður seld ódýrt. Sverrir Hermannsson, Ráðhússtfg 2. íbúð til sölu. Ncðri hæð hússins Ránargötu 22 er til sölu. Tilboð óskast íyrir 1. október n. k. Réttur áskilinn. Konráð Sœmunclsson. Unglingspiltur laghentur, sem nennir að vinna, óskast nxi þegar til iðnaðarstarfa. Nöfn umsækjenda leggist í póst í pósthólf 187. Ferðatöskur Innkaupatöskur Skjalatöskur Járn- og glcrvörudeil-d Presto- skópalæsingar Krómaðar gluggasp ennur Stormjárn Fatasnagar Bréflokur Járn- og glervörudeild Hermundur Friðriksson á Gili sjötugur Hermundur Friðriksson bóndi á Gili í Hrafnagilshreppi, varð sjötugur 9. september. Hermund- ur er góður bóndi og mikill áhugamaður um jarðrækt og önnur búnaðarmál. Hann er smiður góður og ágætur' ná- granni. Einn af þeirn mönnum er lætur lítið yfir sér, en er í hópi þeirra eyfirzku bænda, er sagt hefur verið um, að væru traustir menn. - Hvalveiðar (Framhald af 8. síðu). hirtur. í maga hans var eingöngu rauðáta. Fimm stórhveli segist Páll hafa séð í sumar en þau má hann ekki skjóta, samkvæmt hvalveiðilög- unum. Eitt sinn rákust þeir á mar- svínavöðu austur á Skjálfanda. Voru í henni 150—200 dýr. Voru þau gæf og stefndu þeir bátnum í miðja torfuna. Engu skoti var samt hleypt af í þetta sinn og hópnum óskað góðrar ferðar. Um leið og samtalinu lýkur, minnir Páll mig kurteislega á sannsögli, ef eitthvað verði eftir sér haft, en sjálfur er hann á leið út á íþróttavöll og verður mark- vörður í knattspyrnukappleik. í von um að rétt sé frá hermt, óska eg þessum gjörfulega manni góðrar ferðar á völlinn og góðrar ferðar á sjóinn — þar sem leik- urinn mun verða drengilegur — og starf veiðimannsins er gert að íþrótt. - Miklar framkvæmdir í Ólafsfirði (Framhald af 1. síðu). ið við hluta verksins. Þar er nú 3y2 metra dýpi á stórstraums- fjöru. Mjög voru skoðanir manna skiptar um það, hvort þessi dýpkun væri framkvæmanleg, þar sem óttast var að botninn væri of harður til uppmoksturs. Þetta reyndist þó ekki og gekk verkið vel. Til þessa verks hafa gengið í sumar um 200 þús. kr. Þá var í sumar byggð 20 metra bryggja og tengdar með henni saman tvær aðrar bryggjur, sem hvor um sig var 25 metrar. Hafnarbætur og margháttaðar aðrar framkvæmdir sýna að Ólafsfirðingum má eflaust skipa á bekk með þeim er með mestum dugnaði búa í haginn fyrir ókom- inn tíma. Rowntree's Súkkulaðiduft sœtt. — á kr. S.00 baukurinn N ýlenduvörudelidin og útibúin. UR BÆ OG BYGGft I. O. O. F. — 13691781/2 — Messur á sunnudaginn: í Lög- mannshlíð kl. 2 e. h. í Akureyrar- kirkju kl. 5 e. h. — í Glerárþorpi. Prestur: Kristján Róbertsson frá Sigluirði. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 15.00 frá S. M. K. — Kr. 100.00 rá S. J. — Kr. 26.00 rá Sillu. — Þakkir. Á. R. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Kaupangi, sunnudag- inn 26. sept. kl. 2 e. h. Munka- þverá, sunnudaginn 3. október kl. 1.30 e. h. Dánardægur. Magnús Sigur- björnsson, Aðalstræti 2, Akur- eyri, andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu sunnudaginn 12. þ. m. — Magnús vann lengi hjá Raveitu Akureyrar, góður borgari og vinsæll af öllum sem kynntust honum. Ungt fólk annast samkomuna á Sjónarhæð n. k. sunnudag kl. 5. Stuttar ræður, mikill söngur og hljóðfærasláttur. Allir hjartan- lega velkomnir. Haustbazar verður í kristni- boðshúsinu Zion fimmtud. 16. þ. m., til ágóða fyrir húsið. Þar verður selt kaffi, blóm, garð- ávextir, prjónles o. fl. heimaunnir munir. Opið frá 3—10. Áheit á Munkaþverárkirkju. Frá vopnfirzkum konum kr. 150. Með þökkum móttekið. Sóknar- prestur. Hjónaband. Laugardaginn 11. sept. síðast liðinn voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestin- um í Grundarþingum: ungfrú Guðrún Ingólfsdóttir og Ingi Jó- hannesson bæði til heimilis í Stóra-Dal. Hjónaefni. 10. þ. m. opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Þóra Kristín Flosadóttir, Hrafnsstöð- um, Köldukinn og Gunnar Svan- ur Hafdal, búfræðingur, Sörla- txmgu í Hörgárdal. Styrkið heilsuhælið í Hvera- gerði. — Á afmæli hins þjóð- kunna læknis Jónasar Kristjáns- sonar, mánudaginn 20. september n. k., verða seld mei-ki Náttúru- lækningafélagsins hér til styrktar byggingu heilsuhælisins í Hvera- gerði. Almenningur er beðinn að taka merkja-börnunum vel og styrkja þetta þjóðþrifa-fyrirtæki. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). snerti, þar sem börnin í flestum tilfellum gætu notað leikfimiföt sín og hvað heilsufræðilegri hlið málsins viðvikur, álít eg, að börnunum sé alveg eins nauð- synlegt að læra að dansa rétt, og þar með öðlast fallegar hreyfing- ar, eins og að stökkva yfir hest- inn og taka heljarstökk. Steypi- baðið geta þau fengið, eins eftir dansinn. f von um að þetta megi finna hljómgrunn hjá réttum aðiljum, þakka eg fyrir birtinguna. Vetrarmann vantar mig frá 1. eða 15. október. Rósa Jónsdóttir, Þverá. Sími: Munkaþverá. Kt. E. Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.