Dagur


Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 2

Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 2
2 DAGUR Laugardaginn 27. nóvember 19&S Halldór Halldórsson: ÍS- LENZK ORÐTÖK. Ðrög að rannsóknum á niynd- hverfum orStökum í ís- lenzku. — fsafoldarprent- smiðja h.f. Rvík 1954 Venjulegast þykja doktorsrit- gerðir eigi skemmtilestur fyrir alþýðu, en hér er undantekning. Mér er óhætt að fullvrða, að mik- ill þorri manna, jafnt leikra sem lærðra, mun lesa þessa bók sér til óblandinnar ánægju. Á fáa þætti útvarpsins mun vera meira hlustað, a. m. k. í sveitum landsins, en þættina um íslenzkt mál, enda hafa ýmsir ágætir fræðimenn í þeirri grein flutt þessa þætti undanfaiandi ár og þar á meðal Halldór Halll- dórsson. Má glöggt ráða af beim spurningum, sem þættinum eru sendar, að fjöldi manna fylgist með honum af lifandi áhuga og 'hefur af því yndi mikið að velta fyrir sér einstökum orðum, og orðtökum og merkingu þeirra, enda væri þá mjög aftur farið þeirri þjóð, sem öldum saman undi sér við Edduheiti og kenn- ingar og alls konar örðagaman,’ ef sú tilhneiging væri nú alveg rokin'út í veður og vind. Við lestur þessarar bókar verðui' oss það Ijóst, hversu mörg orðtök vér höfum svo að segja daglega á vörum í'fúll- komnu hugsunarleysi. án þess að gera oss, grein fyrir nákvæmri 'merkingu þeirra, og hversu margt •enn .þarf skýringar og rannsóknar við í þessu efni. Bíður þar geysi- mikið verkefni óunnið úi'lausna málvisindamanna vorra. En þegar erlend áhrif flæða yf- ir þjóðina úr öllum áttum, er bað nauðsynlegt, að hún verði því geymnari og athugulli á baina- gullin sín. Ekki er það að vísu nema gott, að hugmyndir berist henni víða að. En bær á hún allar að bræða í deiglu sinnar eigin skynsemi og málvitundar, melta en gleypa ekki. og þá verður minni hætta á að vér afklæðumst þjóðerni voru eins og sumir ótt- ast og seljum frumburðarrétt vorn fyrir baunarétt. í þessu efni geta fræðimenn vorir orðið oss að mestu iiði. Til þess að halda áfram að vera íslendingar, er ekki annað nauðsynlegra, en kunna sitt móðurmál. Sá, sem enga tungu kann, tilheyrir engri menningu og engri þjóð nema að nafninu til. Tungan er líftaug hverrar þjóðmenningar, orðtök hennar og líkinga-auður. Þegar numið er staðar við upp- sprettulindir og niðandi vötn tungunnar, eins og Halldór Hall- dórsson gerir, fara menn að leggja hlustirnar við. Væri það miklu frjórra viðfangsefni og meira menntandi að leggja áherzlu á þessa hlið móðurmáls- kennslunnar í skólum landsins, en sumt af þeirri málfræði. sem þar er kennd. Er hverjum manni, sem læra vill að hugsa skýrt, tala og rita. það nauðsyn'.egt að r.ema og hafa á valdi sínu sem allra mest af auðlegð tungunnar og læra að skilia orðtök hennar út í æsar. bví að með oi'ðaforðanum vex líka hugmyndafjöldinn og um leið hafa vitsmunirnir fleiri: ráð í hendi til að leysa viðfangs- efni sín. Það hefur bví margfalt meira menningargildi en t. d. það að pína börn, sem enn hafa tillölu- lega lítinn málþroska. við að sundurgreina og læra nöfn á setningai'hlutum. sem einhverj- um málfræðingi hefur dottið í huff að eefa beim. Setningarhlut- arnir gátu alveg eins heitið citt- hvað annnð. og vfirleitt skiptir bað nanðalitlu máli. hvað mönn- um hefur bóknast að kalln bá. Þetta er álíka gagnslnus lærdóm- ur eins og bað væri að kenna: mönnum að þekkja nótur eða fara.að troða í þá hljómfræði áð- ur en þeir kynnu nokkurí lag. Jafnvel þó að menn læri slík fræði upp á tíu fingur gætu þeir verið hreinustu klaufar að orða hugsanir sínar, en á hinn bóginn er það fullvíst, að allur þoirinn af frábærustu ritsnillingum ver- aldarinnar hefur aldrei við slíkt læidómsdútl fengizt. Það er því ékki aðeins hlálegt, heldur bein- h’nis skaðlegt, að minni hyggju, að brælka börn og unglinga við jafn ófrjóan. þýðingarlítinn og dauðan lærdóm og drepa með því andleg- an áhuga og skilningsgleði þeirra, Fimmtugur: Gunnar Guðnason á Bringu Sunnudaginn 21. nóv. sl. átti merkisbóndinn G'.mnar Guðna- son á Bringu í Öngulsstaðahreppi fimmtíu ára afmæli. Gunnar er Bárðdælingur að ætt, en flutii að Bringu vorið 1940. Hafði hann þá nýkeypt jörðina og hefur búið þár ágætu búi síðan. Gunnar koni að jörðinni nálega húsalausri. Síðan hafa á þessum fáu ái'um risið af grunni, íyrst lítið íbúðarhús, sem nú nýlega hefur verið stækkað um helrning, stórt fjós með tilheyrandi áburð- argeymslum. hlaða með súg- þurrkun, gevmsluhús og enn fleiri byggingar, allt úr stein- steypu. og enn í haust hefur ver- ið ruddur grunnur að fjárhúsum og hlöðu. — Jafnframt þessum íramkvæmdum hefm túnið ban- ist út á alla vegu, svo að nú geíur það af sér margfallt töðumagn á við það sem áður var. Af þossu má sjá. að Gunnar hefur ekki legið á liði sínu eða setið auðum höndum síðan hann flutti í Eyja- fjörð og oftast mun vinnudagur hnns hafa verið langur. En Gunn- ar hefur ekki verið einn að verki Hann er kvæntur hinni ágætustu konu, Sigríði Valdimarsdóttur, einnig ættaðri úr Bárðardal. Hún hefur staðið örugg við hlið manns síns að öllum framkvæmdum og mun hennar hlutur engu minni. Þau eiga fjögur mannvænleg börn. í tilefni af afmælinu heimsóttu Gunnai' margir Bárðdælingar og fjöldi hreppsbúa og aðrir vinii til að árna honum heilla og þakka ágæt kynni á liðnum árum. Sátu gestir ágæta veizlu og skemmtu sér hið bezta við samræður, söng og dans lengi nætur Bringuhjónin hafa fórnað jörð- ir.ni sinni öllu sem þau hafa get-‘ að, síðan þau hófu búskap þar. Nú eru þau farin að sjá ríkulegan ávöxt af erfiði sínu og alúð við að fegra og bæta jörðina sína. Og svo mun öllum farnast, sem með I hyggindum trúa íslenzkri mold í góðsveitum landsins fyrir kröft- um sínum. Eg gæti bezt trúað því, að ef (Framhald á 7. síðu). meðan það höfuðviðfangsefni er látið sitja á hakanum að útskýra orðtök og óðsnilld tungunnar. Það er vonandi að mikil straumhvörf megi brátt verða í þessu efni, og gæti bók eins og íslenzk orðtök orðið morgunroði nýrra vinnubragða við móður- málskennsluna, þar sem lögð verðúr meiri rækt við hugmynda- auð tungunnar og „mærðartimbur máli laufgað" en dauða beina- grindina. Vitanlega þurfa menn að kunna eittvað í málfræði. En það hefir þó álíka miklu meiri þýðingu að skilja t d. kvæði eins og: Eldgamla ísafold eða O, fög- ur er vor fósturjörð, eins og það hefir meira menningargildi að kunna lögin við þessi Ijóð, heldur en þó að maður þekki i sundur fjórðapartsnótu og áttundaparts- nótu. Með þessum línum vildi eg að- eins vekja athygli á þessu ágæta og merkilega riti dr. Halldórs Halldórssonar og þakka honum fyrir þá ánægju, sem eg hefi haft af því að lesa það. Til þess skortir; mig alla þekkingu að gagnrýna það, en virðist af mínu leik- mannsviti að höfundurinn geri víðasthvar viðfangsefni sínu full- komin skil, og rök hans eða get- gátur annars staðar mjög sann færandi, «þar sem vafi gæti legið á. Upplagið að bókinni mun vera fremur af skornum skammti, og er því vissara fyrir þá, sem hug kynnu að hafa á því að eignast hana, að láta af því verða frernur fyrr en seinna. Benjamín Kristjánsson. Fróðlegar umræður um áburðar- notkun á 2. íundi Bændakiúbbsins Sextugur: Benedikt á Ðálksstöðum Benedikt Baldvinsson bóndi a Efri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd varð sextugur fyrra föstud. Hann er í hópi kunnustu og beztu bænda í þeirri blómlegu byggð. Benedikt hefur átt heima hér austan megin fjarðarins alla ævi, er fæddur á Veigastöðum, en fluttist ungur að Dálksstöðum og tók þar við búi af foreldrum sínum. Hefur hann framkvæmt stórfelldar umbætur á jörð sinni. reist hús öll að nýju með mikl- um myndarskap og brotið mikið land. Er jörð hans nú eitt þeirra glæsilegu býla, sem athygli vekja á Svalbarðsströnd, en sveitin er víða rómuð fyrir ræktun og góð- an húsakost. Benedikt Bald- vinsson hefur auk umfangsmik- illa starfa heima fyrir gerzt einn af forustumönnum sveitar sinnar, enda ágætlega hæfur til þess. Hann hefur gegnt fjölda trúnað- arstarfa og gerir enn, sctið í hreppsnefnd og verið oddviti, í skólanefnd og stjórn sjúkrasam- lagsfns. Þá hefúr hann lengi gegrit því ábyrgðarmikla trúnaðarstarfií að vera sparisjóðshaldari og hef- ur sjóðurinn mjög eflzt undir’ stjói-n hans. Benedikt varð. snemma gagntekinn a£ ung- mennafélagshugsjóninni og varð ágætu.r félagsmaður ungmenna- félags sveitar sinnar og forustu- maður. Önnur menningarmál hefur hann látið til sín taka, svo' sem kirkjumál, bindindismál o. s.^ frv. . Benedikt er giftur Friðriku Kristjánsdóttur frá Helgastöðum. Eiga þau hjónin þrjri böi'n. Dagur sendir Benedikt á Dálksstöðum kveðjur og árnaðaróskir á þessum tímamótum ævi hans. Þriðjudaginn 23. nóvember sl. hélt Bændaklúbburinn fund að Hótel KEA, eins og áður var boð- að. Árni Jónsson tilraunastjóri bauð gesti velkomna og flutti síð- an framsöguræðu um áburðar- notkun og óburðarkaup bænda. Frummælandi gerði í upp- hafi grein fyrir þeirri breytingu,. að bændur verða nú að gera áburðarpantanir sínar miklu fyrr en áður tíðkaðist. Var því ekki seinna vænna, að ræða nokkuð um áburðarmálin. Gaf hann síðan skýrslur um tilraunir, gerðar í Gróðrarstöðinni og víðar á land- inu síðastliðin ár. Hníga áburð- artilraunimar, hin síðari ár, mjög í þá ótt að nota stærri skammta af tilbúnum áburði en áður þekktist hér á landi. Bendir margt til þess, eftir reynslu tveggja síðustu ára, að hagkvæmt sé að fara þá leiðina til fóðuröfl- unar. Tveggja ára tilraunir skera þó engan veginn úr um þetta atriði, þótt þær geti gefið bend- ingar. Sprettan í sumar var yfirleitt mun minni en í fyrra, svo sem bezt sást á áburðarlausu reitun- um í tilraununum. Öll spretta var og minni og notaðist áburðurinn mun lakar en í fyrra. Sérstaklega mun þessa hafa gætt, þar sem borið var á milli slátta, einkan- lega ef seint var borið á. Sprettan var lítil síðari hluta sumars vegna kulda, og því kom sá áburður er síðla var borinn á, ekki að mikl- um notum. Samkvæmt tilraunum í fyrra, var áburðarkostnaður minnstur á hestb., þar sem mest var borið á. í sumar var útkoman ekki eins hagstæð fyrir þessa miklu áburð- arnotkun, en þó hagstæð. Á öllum tilraunastöðvum lands- ins voru í sumar gerðar tilraunir með 300 kg. af hreinu köfnunar- efni, miðað við ha. og tilsvarandi af fosfórsýru og kalí. Þessar tilraunir með stærri áburðarskammta, en nokkurn hafði órað fyrir að notaðir yrðu, eiga að finna hámark um notkun tilbúins áburðar. Reynslan.í sum- ar virðist sýna að 300 kg. skammtur af hreinu köfnunar- efni, brennir ekki, sé hann borinn sómasamlega á. Árni Jónsson ráðlagði bændum að bera á tún sín, yfirleitt, um 120 kg. hreint köfnunarefni og til- svarandi af steinefnaáburði pr. ha. eða 80 kg. af kalí og 70 kg af fosfórsýru, einnig miðað við hrein næringarefni. Þegar þessi áburð- arskammtur er notaður á hvern hektara, mun hann kosta um kr. 1000,00, samkvæmt áætluðu vcrði. Þá ráðlagði frummælandi bænd- um að tvískipta köfnunarefnis- áburðinum og bera þá 80 kg á í fyrra skiptið en 40 kg. milli slátta. Óvíst taldi hann að blandaður áburður, fyrir garðlönd, yrði á markaðinum í ár. Kjarni hinn íslenzki verður einráður á mark- aðinum, sem köfnunarefnis- áburður. Takli hann Kjarna bað til gildis að hann væri sterkui og drægi það úr flutningskostnaði. Ókostir Kjarna væru hins vegar nokkrir. Þar á meðal sá, að hann dregur fljótt til sín raka og enn- fremur það, að verra er að dreifa honum en hinum ameríska áburði. Ábui'ðardreifarana rfti að stilla á annan hátt en áður og jafnvel setja í þá nýja botna. Þá gerði * hann að umtalsefni meðferð dráttarvéla. Væru þær víða svo slælega hirtar, að ekki væri einu sinni séð fyrir þvi að kaupa á þær kælivökva. Væri sorgleg reynsla í þessum efnum of algeng. Nefndi hann til dæmis bónda einn er hefði þurft að kosta á fimmta þús. kr. til vélar sinnar, vegna þess að kælivatnið fraus á henni og sprengdi vélina. Stefán Stefánsson bóndi á Sval- barði tók næstur til máls og gerði þá fyrirspurn um framleiðslu á Kjarna, hvort sama væri hvaðan loftið væri, er hann er framleidd- ur úr. T. d. hvort það væri frá Rússlandi eða Ameríku! — Garð- ar Sigurgeirsson, Staðcrhóli, gerði fyrirspurn um það, hvort rannsakað væri fóðurgildi heys er framleitt væri af stórum áburðarskömmtum. Olafur Jónsson mælti með því að bera Kjarna á aðeins einu sinni, og gera það snemma, þó notað væri á ha. allt að 120 kg. hreint köfnunarefni. Þá benti hann einnig á, að þar sem grasið væri þétt, væri mjög hætt við að sprytti úr sér þegar mikill áburð- ur væri notaður. Hins vegar þyldu t. d. sáðsléttur og annar sá gróður er gisinn væri, meiri áburð hvað þetta snerti. Lét hann þess og getið að.e. t. v. kæmi við rannsókn fram munur á efna- samsetningu heysins er ræktað er með þrisvar sinnum meira áburðarmagni en hámark var tal- ið að nota til grasræktar fram undir síðustu ár. Gunnar Kristjánsson á Dag- verðareyri gerði fyrirspurn um það, hvort jurtanærandi efni til- búins áburðar geymdust í jarð- veginum frá ári til árs. Ingvi Gunnarsson á Kálfboigará gerði að umtalsefni hinn stóra draum íslenzkra bænda um fram- leiðslu tilbúins áburðar í landinu. Agnar Guðmundsson ráðunaut- ur gaf stutt yfirlit yfir sýnisreit- ina. Þá ræddi hann nokkuð um þær athuganir er nú eru gerðar í Gufunesi til þess að framleiða „grófari“ áburð. Vænti hann þess að áburður er kæmi á markaðinn í vor, yrði betri meðferðar en sá er framleiddur var í fyrra. Þá sagði hann frá sérstöku verkfæri er hentugt væri að setja í sumar teg. áburðardreifara, með hliðsjón af notkun Kjarna. Þá flutti Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri fréttir af greinar- gerð þeirri er landbúnaðari áð- herra gaf Alþingi um Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi, í tilefni af fyrirspurn er þar kom fram. Þessa greinargerð hafa blöðin flutt og verður engu við hana bætt í- þessari frásögn. Lýsti hann að lokum ánægju sinni yfir þeim stóra sigri er unnizt hefði með byggingu Áburðarverksmiðjunn- ar. Gaf hann bændum það loforð, að sýna þeim þann áburð, ér nú væri framleiddur í Gufunesi, á næsta fundi. Þá má ennfremur minnast á samhljóða álit þeirra Agnars Guðmundssonar og Árna Jöns— sonar um það, að með vaxandi (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.