Dagur - 27.11.1954, Page 4
4
D A G U R
Laugardaginn 27. nóvember 1954
(S$5555$5S5555555555555sfí55555S5555555$55sf55S5$555$S
DAGUR
Ritsljóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 60.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Lf
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Nokkrar röksemdir í húsmæðra-
kennaraskólamálinu
NOKKRAR UMRÆÐUR liafa farið fram á Al-
þingi um irv. það, er þingmaður Akureyrar o. 11.
flytja um að heimila fræðslumálastjórninni að á-
kveða, hvar Húsmæðrakennaraskóli íslands skuli stað-
settur. Er frv. flutt til þess að hcintilt sé að lögum að
flytja skólann hingað norður, í liið ónotaða hús Hús-
mæðraskóla Akureyrar. Kennaraskólinn er á hrakhól-
um, og verður að leysa þann vanda á næstunni, ann-
að tveggja með þeim ráðum, er frumvarpið stefnir að,
eða allstórri byggingu fyrir ríkislé í Reykjavík. Skóla-
nefnd Húsmæðrakennaraskólans hefur birt álitsgerð
um frumvarpið og er þar lagzt mjög gegn flutningi
skólans og ýmsar röksemdir hafðar á lofti, en ærið
undarlegar eru þær, sumar hverjar. Þá liefur komið
í ljós, að einstakir þingmenn virðast mjög gripnir af
málfærslu nefndar og skólastjóra og hafa í þingræð-
um barizt meira af kappi en forsjá gegn málinu og
brugðið upp kostulegum vopnum. Er t. d. næsta hlá-
legt að sjá virðulega og aldna þingskörunga lialda því
frain í alvöru, að því er virðist, að nauðsynlegt sé að
binda skólahald þetta við Reykjavík vegna þess að
þar sé auðyeldara að fá nemendum verklega æfingu í
sveitastörfum og meðferð mjólkurafurða en annars
staðar. Er þó játað, að sú kennsla fari frarti á Laugar-
vatni! En hvort skyldi ekki unnt að veita 12—15 stúlk-
um kynni af sVeitalífi með dvöl að Laugalandi eða
Laugum, eða af mjólkurvinnslu með kynnum af
mjólkursamlagínu hér, sem er einhver fullkomnasta
mjólkurstöð landsins? Mundi það þá einskis nýtt,
þegar út í þessa sálma er farið, að hér er fullkomnasta
vefnaðarverksmiðja landsins og fullkomnasta prjóna-
vöruverksmiðja og ýmis annar iðnaður, er snertir
heimilin í landinu? Staðhæfingar af þessu tagi eru
ekkert nema fyrirsláttur. Það er heldur 'ekkert nema
viðbára, að hvergi sé völ á efnafræðingi, sem hæfur
er til kennslu, nema í Reykjavík, svo að ekki sé nefnd
sú firra, að húsmæðrakennaraefnum sé svo miklu
meiri nauðsyn að stunda þjóðleikhús og hljómleika-
sali en öðru landsfólki, að nauðsynlegt sé að binda
skólahald við höfuðstaðinn þess vegna. Málflutning-
ur af þessu tagi er helzt til þess fallinn að grafa und-
an skólahaldi hvar sem er á landinu nema í höfuð-
staðnum. Hér eru uppi sams konar mótbárur og vakt-
ar voru gegn stofnun menntaskóla utan Reykjavíkur.
Þær reyndust að engu hafandi í skólalífinu, og er liart
að þurfa að sjá þær endurvaktar nú.
SKYNSAMLEGRI við fyrstu sýn er sú viðbára, að
ekki muni kosta meira fé að reisa nýtt hús í Reykja-
vík en að breyta skólahúsinu hér. En þar er mælt af
litlum kunnugleik. Það er álit kunnáttumanna og
hefur ekki verið lirakið, að auðvelt sé að breyta efri
hæð skólaliússins í heimavist fyrir a. m. k. 12 stúlkur.
Er fjarstæða að ætla, að slík breyting á fullgerðu og
vel búnu liúsi kosti nokkuð nándar nærri eins mikið
og bygging skólahúss með lieimavist í Reykjavík. Hér
er auk þess svo um búið, að landrými er nægilegt um-
hverfis skólahúsið til garðyrkju, trjáræktar og ann-
arra nytsamlegra útistarfa, sem kcnnaraefni þurfa að
temja sér. Væri fróðlegt að heyra röksemdir þing-
manna fyrir þvl, að eins vel eða betur verði að skóla-
haldinu búið í Reykjavík á þessuin vettvangi.
AUÐVELT ER að lirekja mótbárur þær, sem fram
hafa kornið í skólanefndarálitinu og þingræðum, sem
birtar hafa verið, um tæknilega erfiðleika á flutningi
skólahaldsins. Verða þær lieldur
ekki taldar annað en undanbrögð.
Hitt er aðalatriðið, og mun líka
valda mestu í andspyrnunni, að hér
er til mikil andstaða gegn öllum til-
raunum til þess að dreifa valdi og
fjárráðum frá liöfuðstaðmim til
landsbyggðarinnar. Sífellt er unnið
að aukinni centraliseringu, beint
og óbeint, enda hallast sífellt meira
á, og það er engan veginn tómt mál
að tala um að þjóðfélaglnu haldi
við að sporreisast. Er lieldur ekki
von að vel fari, þegar þingmenn og
aðrir trúnaðarmenn ríkisvaldsins,
sem sífellt eru með „jafnvægi 1
byggð landsins" á vörunum, fást
ekki til að líta sanngjarnlega og
liófsamlega á svo einfalda ráðstöfun
sein að reka einn af sérskólum
þjóðarinnar utan liöfuðstaðarins.
Slíkt væri að vísu ekki stórvægilegt
mótvægi, en þó réttum megin. Slík
stefna í skólahaldi er þá heldur
ekki neitt einsdæmi, hvorki hér á
landi né rneðal nágrannaþjóðaþna.
Má minna á háskólahald í Arósum,
Gautaborg og Björgvin. Þróun til
mótvægis var hér liafin með stofn-
un menntaskóla á Akureyri og fram
haldið með stofnun Fjórðungs-
sjúkrahúss. Þessa þróun á ekki að
stöðva, lieldur bcr að greiða götu
hennar, hvarvetna þar sem skyn-
samlcgt getur talizt.
ÞESS ER að vænta, að alþingis-
menn kynni sér það rækilcga, livert
hald er í þcim mótbárum, sem fram
hafa verið settar í áliti skólanefnd-
armanna í Reykjavík og í þingræð-
um, áður en þeir lialiia þeirri til-
lögu, sem í frumvarpinu felst. Sett-
ar hafa verið fram nokkrar fullyrð-
ingar um vandkvæði, en láðzt hefur
að rökstyðja þær. Fyrr en tekst að
skjóta slíkum stoðum undir and-
spyrnuna gegn málinu, er óverj-
andi að vísa því á bug.
Danskur blaðamaður leikur
njósnara.
SNEMMA í þessum mánuði lék
blaðamaður í Helsingjaeyri furðu
legan leik að næturlagi á einni
helztu strandvarnarstöð Dana við
Eyrarsund, „Hornbæk kystbatt-
eri“. Hann fór eina nótt — við-
stöðulaust — um allt svæðið og
skildi eftir hvíta pappírsmiða í
hverju fallbyssuhlaupi, hjá
hverjum varðmannaskúr
(bragga) og úti fyrir varð-
byrginu. . Hann sat stundar-
korn inni í sjálfu varðbyrginu og
gerði þar teikniriss af öllu varn-
arsvæðinu. með skálum, fall-
byssustæðum og öðru fleiru.
Hann kleif einnig upp á hverja
fallbyssu, mældi lengd þeirra og
hlaupvídd, og hverrar tegundar
þær væru. Hann kveðst auðveld-
lega hafa getað Ijósmyndað allt
svæðið, hefði hann kært sig um
það.
„Njósnarinn“ kveðst hvorki
ætla sér að selja né birta neitt
þessara hernaðar-leyndarrr.ála
ríkisins. Hann hafði aðeins ætlað
að reyna þolrifin í öryggiskerfi
landvarnanna!
Lit-kvikmynd frá
F æreyingahöf n.
FYRIR SKÖMMU var skýrt
frá í „Degi“ framkvæmdum þeim,
sem Álasundsfélagið „Útgerð“
hefur haft með höndum í Færey-
ingahöfn á Vestur-Grænlandi
síðan 1949. Er þarna að spretta
upp nýtízku fiskveiðaþorp með
öllum nauðsynlegum gögnum og
gæðum. Höfðu Færeyingar áður
fengið þarna lítils háttar aðsetur,
og náðu síðan Norðmenn þar
einnig fastri aðstöðu með því að
stofna með sér dansk-færeysk-
norskan félagsskap, með danskri
og norskri forstöðu, eins og vera
bar. Hafa framkvæmdir allar
hvílt á forstjóranum frá Álasundi,
eins og skýrt hefur verið fiá, og
hafði hann samið allar áætlanir,
sem síðan hefur verið fylgt og er
nú að miklu leyti lokið. Norð-
menn og Færeyingar hafa stund-
að fiskiveiðarnar, og hefur ver-
ið sagt frá árangri þeirra undan-
farið.
Samvinnufélag þetta hefur all-
furðulegt nafn, eins konar KRON,
sem lesa má bæði aftur á bak og
áfram: „Nordafar“ eða „Farda-
nor“ — sennilega eftir því sem
við á í hvoru landi að byrja á.
Og danski forstjórinn þar vestra,
Jörgen Jörgensen. hefur heldur
ekki verið aðgerðalaus: Hann
hefur kvikmyndað alíar fram-
kvæmdimar (norsku)! Litkvik-
myndað smátt og stórt, og á nú
ekki annað eftir en að „klippa
filmuna rækilega og ganga vel
frá henni“, áður en hann kemur
heim með hana til Danmerkur.
En undanfarið hefur hann haldið
frumsýningu á henni í — Ála-
sundi. — Því að — eiginlega eru
nú allar framkvæmdirnar þaðan
runnar! — En danski forstjórinn
hefur nú samt tekið myndirnar,
— og þær ku vera góðar!
Auðvitað væri íslendingum of-
aukið í þessum félagsskap, því að
þá yrði nafnið oflangt: ísnordafar,
eða Farnordaís, eða jafnvel
Fardanorís. — Samvinna virðist
hafa gengið prýðilega þarna
vestra. Norðmenn hafa unnið
verkin. Færeyingar hafa lagt þar
upp fisk öðru hvortt. — OgRanski
dírektörinn hefur kvikmyndað!
Skautafélag Akureyrar
gat byrjað æfingar
18. sept. i haust!
Skautafélag Akureyrar hélt
aðalfund í síðastliðnum mánuði
í íþróttahúsinu.
í skýrslu sinni gat formaður
félagsins þess m. a. að í fyrra
hefði verið farin skemmtiferð
austur í Reykjadal, á skauta á
Vestmannsvatni. Tókst sú ferð
hið bezta og er áhugi fyrir fleiri
slíkum ferðum í nágrennið.
Vegna óhagstæðra snjóa og ísa-
laga í fyrravetur, voru skauta-
íþróttirnar minna iðkaðar en
annars hefði verið. Félagið gekkst
fyrir tveimur innanfélagsmót-
um og Skautamóti Akureyrar.
Tveir menn voru sendir til
keppni á Skautamót íslands í
Reykjavík. Hefur þess áður verið
getið.
Samkomulag hefur orðið um
að sprauta íþróttavöllinn og fá
með því skautasvell. Getur það
orðið mjög hagstætt ef vel tekst.
Þá hefur félagið pantað íshockey
tæki. Fyrirhugað er að koma á
íshockeymóti í vetur.
Það er í frásögur fært, að á
þessum árum tókst félagsmönn-
um að hefja skautaæfingar þegar
18. sept., er frostkaflinn gekk yfir.
Stjórn félagsins skipa nú: DaL
mann Ármannsson form., Ingólf-
ur Ármannsson ritari og Björn
Baldursson féhirðir. Varaformað-
ur er Pálmi Pálmason og spjald-
skrárritari Edda Indriðadóttir.
ERLEND TÍÐINDI
Ný vitneskja um geislaverk-
un af kjarnorkusprengingum
Víða uni lönd fara nú fram athyglisverðar um-
ræður um þá hættu, sem vofir yfir niannkyninu af
sífelldum kjarnorkutilraunum stórveldanna í austri
og vestri.
Virðizt mega ráða af þessum umræðum, að ekki
þurfi beinlínis kjarnorkustyrjöld til þess að koma
heilum þjóðum — jafnvel mannkyni öllu — á kald-
an klaka. Margendurteknar tilraunir með vetnis-
sprengjur geti á nokkuð löngum tíma haft ekki
ósvipuð áhrif. Geislavirk aska og regn falli yfir
löndin, jafnvel í órafjarlægð frá tilraunastaðnum,
og frá þessu regni stafi mikil hætta fyrir framvindu
lífsins á jörðinni. í nýlegum erlendum blöðum, aust-
an hafs og vestan, er m. a. getið þessara atriða:
í Nýja-Sjálandi stendur nú yfir kosningabarátta.
Þar varð það eitt helzta hitamálið, að sú fregn
komst á kreik, að Bandaríkjamenn hygglst nota
Suðurskautslandið fyrir vetnissprengjutilraunir. En
það er ekki nema 2500 km. fyrir sunnan Nýja-Sjá-
land, og það töldu Nýsjálendingar engan veginn
næga fjarlægð til þess að skýla þeim fyrir geisla- ’
virku regni. Bandaríkjamenn hafa nú skýrt frá því,
að fregn þessi sé algerlega tilefnislaus og engar slík-
ar tilraunir séu ráðgerðar. — í fyrri viku lét Sir
Winston Churchill svo ummælt, á þingfundi, að
hann hefði þá vitneskju frá vísindamönnum, að
óhófleg framkvæmd vetnissprengjutilrauna gæti
haft áhrif á andrúmsloftið á jörðinni í næstu 5000
ár. Japanir, sem búa undir geislavirku regni, bæði
úr austri og vestri, hafa horft með vaxandi ugg til
himins upp á síðkastið og í fyrri viku var tilkynnt í
Tokyo að fallið hefði geislavirk aska á landið, og
mátti ráða af því að Rússar hefðu verlð að vetnis-
sprengjutilraunum einhvers staðat?' í áfk'imum Sí-
beríu. Kunnur brezkur vísindamaður, Frederick
Boddy, hefur nýlega sagt, að stórflóð, sem orðið
hafa á Bretlandi upp á síðkastið, megi rekja til
geislavirkra gastegunda, sem þeytast upp í and-
rúmsloftið við kjarnorkusprengingu; en þær hafi
bein áhrif á veðurmyndun á jörðinni'. .Var hann
harðorður um kjarnorkusérfræðinga, sem telja-allt
í himnalagi með tilraunir sínar. ~
EN SVO VIRÐIST af þessum skrifum og ummæl-
um, að erfitt sé að meta hina raunverulegu hættu.
Sannleikurinn er sá, að enginn þekkir sannleikann,
ekki heldur kjarnorkufræðingarnir. Þó munu menn
sammála um, að ekki sé veruleg hætta af kjarn-
orkusprengjum sem þeim, er notaðar voru í lok
heimsstyrjaldarinnar. En allt öðru máli gegni með
vetnissprengjurnar, þar sem venjulegar kjarnorku-
sprengjur eru notaðar sem nokkurs konar hvell-
hettur til að koma sprengingunni af stað. í nýlegu
sérfræðiblaði kjarnorkuvísindanna, lýsir eðlisfræð-
ingurinn Ralph E. Lapp geislavirkum áhrifum frá
vetnissprengju-tilraunum Bandaríkjamanna á
Kyrrahafi. Honum telzt til, að slik sprengja, sprengd
fast við jörðu, mundi gera 4000 fermílna svæði svo
geislavirkt, að lifandi verur á því mundu hljóta
mjög alvarlegt áfall þegar fyrsta daginn. Það er
vindstaðan, sem ræður því, í hvaða átt hið geisla-
virka ryk berst. Þessi vísindamaður telur, að
sprenging 50 vetnissprengja mundi orsaka ban-
væna, geislavirka þoku á stóru landssvæði, að stærð
sem norðausturhluti Bandaríkjanna. Annar vís-
indamaður ræðir í þessu blaði um geislavh’kt regn
af völdum vetnissprengingar þeirra, er Bandaríkja-
menn gerðu 1. marz 1954, er varð japönskum fiski-
manni að bana, þótt bátur hans væri í 100 km. fjar-
lægð frá sprengingarstaðnum. Þessi sprenging sýkti
einnig 236 innfædda Marshalleyjabúa og 28 Banda-
ríkjamenn. Vísindamaðurinn kemst að þeirri niður-
stöðu, að geislavirkt regn af völdum þessarar
sprengingar, muni „sennilega ekki“ geta talizt skað-
legt, þegar litið er á hnöttinn sem heild. En engin
slík áætlun hefur verið birt um áhrif rússneskra
sprenginga. Um þær er minna talað ,en þær eru
staðreynd jafnt fyrir því.
Enginn vísindamður getur í raun og veru sagt
fyrir afleiðingar þess, að hækka geislaverkun á
jörðinni, hversu lítið sem er. Líffræðingar óttast, og
segja hástöfum, að aukning geislaverkunar yfirleitt
muni auka vansköpun allra lifandi vera, frá jurtum
til manna. Þessi vansköpun, sem stafar frá.geisla-
(Framhald á 7. síðu).