Dagur


Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 5

Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 5
Lauigardaginn 27. nóvember 1954 D A G U R 5 Haukur Snorrason segir frá ferð á slóðir gull- leitarmanna í norðvesturkonii Kanada - FYRRI GREIN - Árið 1918 hóí alþýðutímaritið Nýjar Kvöldvökur að birta æv- intýrasögu JacksLondon um hetj- una í Klondike, og nokkru seinna kom sagan Gullæðið, eftir sama höfund, út á íslenzku. Kvöldvökurnar voru mjög víð- lesnar á þeim tíma og eru enn, en Gullæðið þótti hin bezta skemmti saga og var eftirsótt bók í lestr- arfélögum fyrir svo sem 20—30 árum. Lestrarfúsir unglingai lásu hugfangnir þessar frásagnir af hamingjuleit hraustra manna í fjarlægu landi, og nöfn þeirra Elams Harnish og Kits Storm voru eins kunn meðal unglinga á þeirri tíð og kvikmyndahetjur eru meðal kaupstaðaæskunnar í dag. Svaðilfarir gullleitarmanna. Margir íslendingar munu enn minnast frásagnanna af svaðil- förum gullleitarmannanna frá höfninni í Skagway í Alaska, um Chilcoot-skarð og Hvítaskarð að Yukonfljóti og síðan um hvít- íyssandi strengi niður eftir fljót- inu allt til Dawson og fyrirheitna landsins við Klondike. Þegar þessar frásagnir birtust hér voru liðin meira en 20 ár frá gullfund- inum mikla. Það var.í ágúst árið 1896 sem fyrst varð kunnugt um hinar miklu gullnámur í Bonanzargili við Klondike-ána, sem er ein af hinum stærri þver- ám Yukonfljóts. GuII hafði áður fundizt. á nokkrum stöðum í Yukon-landi og nokkur hópur ævintýramanna hafði um nokk- urt árabil stundað þar jöfnum höndum loðdýraveiðar og gull- gröft. En þeir höfðu fram til þessa tíma ekki sótt auð né frægð til þess lítt kannaða og nær ónumda lands. En þegar fregnir af gull- fundinum mikla við Klondike bárust suður á meginlandið og til Evrópu, hófust fólksflutningar þeir norður til Yukon, sem kenndir hafa verið við gullæði. Á árabilinu 1897—1900 ferðuðust þúsundir manna til Yukon, flestir yfir Suður-Alaska og um Hvíta- skarð að Yukonfljóti, og síðan vatnavegi til Klondike. Á þessum fáu ár-um sþratt upp bærinn Dawson skammt frá mynni Klondike-árinnar og mun hafa talið meira en 20 þúsund íbúa þegar mest var, og á nokkr- um öðrum stöðum þutu upp smá- bæir, þar sem áður var aðeins að finna einstaka bjálkakofa veiði- manna. En lán gullsins er valt. Á þessu ári — 50 árum ef ir að gull- æðið tók að renna af fólki — telur Dawson aðeins um 800 íbúa og á öllu landinu eru ekki nema rösklega 9000 sálir. Fiskisagan flaug. Sagan um gullið í Klondike mun vafalaust hafa borizt hingað til íslands fljótlega eftir að tíð- indin urðu kunn í Evrópu og vissulega mun hún hafa kveikt í hugum manna hér í fásinninu. Og þótt héðan sé leið um hálfan hnöttinn til Yukon, er ekki ósennilegt, að meðal gullleitar- manna, sem héldu frá Kyrrahafs- höfnum Bandaríkjanna og Kan- ada norður til Alaska og þaðan um torsótt fjöll að Yukónfijóti, hafi verið einhverjir íslendingar, annað tveggja héðan að heiman eða frá byggðum íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. ís- lendingar hafa jafnan verið, og eru enn, furðulega miklir ferða- langar og ævintýramenn, er á framandi slóðir er komið. En af þeim íslenzku gullleitarmönnum, ef einhverjir hafa verið, kann eg því miður ekki sögti að segja. . *■. f .. . »j ;• Hugarflug Stephans G. En þótt ekkert séi skráð af is- lenzkum ævintýramönnum á gulllandinu, er þó víst, að ffáegur íslendingur hefur dvalið þar í huganum um sinn. í ljóðaflokki þeim, er Stephan G. Stephansson nefnir Á ferð og flugi, eru vís- urnar um námabæinn og lífið þar líkastar því að Stephan hafi haft í huga Dawsonsbæ og lífið íKlon- dike. Þar kveður Stephan m. a. á þessa leið: Og menn höfðu fullyrt að fyndist þar gull land veraldar gþekka sögu og fastlega trúað því var, að Niflungar bergs hefðu fé sínu fleygt og falið í gilinu þar. Menn flykktust svo þangað í fenginn að ná á fám vikum bærinn svo spratt og gullsins var leitað og lifað á von því lífi, er var skrykkjótt og glatt. Þetta orti Stephan einmitt ár- ið 1898, er frásagnir frá Klondike voru fyrirferðarmestar og ævin- týralegastar og gullæðið stóð sem hæst. Þá var hann fátækur land- nemi í Red Deer byggð í Alberta- fylki og bundinn í báða skó. Og til Yukon fór hann aldrei nema á hugarflugi og enginn veit nú, hvort nokkurt annað ferðalag á þær slóðir hefur nokkru sinni hvarflað að honum. Norrænir menn í Yukon. Samkvæmt síðustu manntals- skýrslum í Kanada, búa nú rösk- lega 500 manns af norrænum uppruna í öllu Yukon-landi og er sérstaklega tekið fram, að í hópn- um séu íslendingar, en ekki er skýrt frá, hversu margir þeir eru. Norrænir menn eru þar allir taldir í einum hóp. En samkvæmt því má þó vera, að þar í landi séu einhverjir afkomendur gullleit- armanna frá aldamótaárunum, eða jafnvel einhver, sem staðið hefur sjálfur með skolpönnu í hönd við ár- og lækjarbotna þar norður frá, því að þótt gullæðið virðizt nú fjarlæg saga, eru þó ekki nema rösk 50 ár síðan þessir atburðir gerðuzt. Margiv þeirra, sem í dag byggja Yukon, eru éin- mitt afkomendur gullleitar- manna. Þeir sneru ekki allir heim á leið með fullar hendur fjár. Þótt gull, meira en 100 milljón dollara virði, væri giafið úr jörðu á ár- unum 1897—1904, fór svo, að fá- tækt og umkomuleysi varnaði mörgum, sem norður fór með miklar vonir, að komast burt. Þeir urðu því að gerazt landnem- ar í harðbýlu landi og afskekktu. Hvergi hef eg séð neitt skráð um þátt íslendinga í landnámi Yukon fyrr né síðar og er mér því ókunnugt um, hver bann hefur verið. Og tveir íslendingar, er eg hitti að máli þar í landi nú á ný- liðnu sumri, gátu ekki frætt mig, enda báðir aðfluttir, annar frá íslendingabyggðum í Manitoba, hinn úr Árnesþingi, með viðkomu á ýmsum stöðum í Kanada. Og lít ið vissu þeir um íslendinga í Yu- kon, annað en að einhverjir væru þar fleiri en þeir tveir. Klondike fslands. Ef einhver íslendingasaga hef- ur gerzt í Yukon urn aldamótin síðustu mun hún ekki vera al- mennt kunn hér á landi. Kynni íslendinga af þessu landi og líf- inu þar mun, að langmestu leyti mega rekja til ævintýrasagna Jacks London, er eg gat um í upphafi. En myndir þær er hann brá upp, eru af miklum víðáttum, straumþungum vötnum, ís- og hjarnbreiðum, einmana öku- manni með hundasleða undir norðurljósahimni. Þær eru af harðgerðu fólki, bjálkakofum j gullleitarmaVina, dægradvöl. gull- | grafara við spil og drykkju á löngum vetrarkvöldum á bjór- stofum og danssölum, sem hrófað var upp á gulllandinu. — Og ein- mitt á þeim tíma, sem þessar sög- ur voru að verða kunnar hér, fannst sumum vel til fundið að nota örnefni úr þeim til þess að lýsa hrjúfum lífsháttum og skjót- teknurh gróða. Á blómatíma síld- veiðanna fyrír Norðurlandi var Siglufjörður stúndum nefndur Klondike íslands. Þannig var á nokkurn hátt tengt band í milli tveggja merkisstaða á norður- hjara heims, um úthaf og þvera heimsálfu, mörg þúsund kfl.0- metra veg. En hvernig er þá þetta land í dag, og' hvers konar fólk byggir það? Er þar allt með sama hætti og fyrr eða hefur einhver saga gerzt þar, önnur en sú, er Jack London lýsti? Stutt landlýsing. Ef litið er á landabréf af Norð- ur-Ameríku, sést að Kanada- menn skipta landi sínu í 10 fylki, og takmarkast fjögur vestustu fylkin að norðan af 60. breiddar- baug,' en baugur þessi sker landið frá Logan-fjalli á Kyrrahafs- strönd til bæjarins Nonala er stendur við Hudson-flóa norðan- verðan. En norðan 60. breiddar- baugsins eru geysivíðlend land- flæmi, sem eru hluti af Kanada, og er meginhluti þessa flæmis oft nefndur kanadísku heimskauta- löndin, þótt ekki séu þau öll norðan heimskautabaugsins. En Kanada, sem er næst stærsta land jarðarinnar að flatarmáli, nær norður á 83. breiddarbaug og er Ellesmereyja í íshafinu nyrztu takmörk landsins. Hin miklu landflæmi norðan 60. breiddar- baugsins, skiptast í tvö mjög mis- stór stjórnarsvæði. Meginhluti landsins, frá Mackenzie-fjöllum að Hudson-flóa og norður um Baffinsland og íshafseyjar heitir einu nafni Norðvesturlandssvæð- in, en vesturhlutinn, er liggur norðan brezku Kolumbíu og austan Alaska, er Yukon-land. Norðvestursvæðin öll eru röskl. 2 millj. ferkílómetra að flatar- máli, en Yukon-land er um 340 þúsund ferkílómetrar eða þrisvar og hálfu sinni stærra en ísland. Þessi landflæmi öll hafa til skamms tíma verið nefnd óbyggð- ir Kanada í daglegu tali, og bera það nafn enn með nokkrum sann- indum, þótt mikil breytir.g hafi á orðið hin síðari ár og þar hafi nú risið upp allblómleg byggða- hverfi á ýmsum stöðum. Hið mikla fljót. Yukon liggur að norðuríshaf- inu við 70. breiddarbaug, tak- markast að austan af Mackenzie- fjöllum, en að vestan af Alaska og strandfjöllum þeim hinum miklu, sem St. Elíasarfjallgarður heitir, og er framhald Klettafjalla. Yu- kon-land er í rauninni mikill há- slétta í milli strandfjallanna við Kyrrahaf og Mackenziefjallanna í austri. Þessi háslétta er sundur- skorin af dölum og kollóttum fjöllum og um hana renna marg- ar stórár, er flestar sameinast hinu mikla Yukonfljóti á leið þess sunnan frá landamerkjum brezku-Kolumbíu, gegnum Yu- kon-land, norður og vestur um Alaska, unz það fellur í Berings- haf og er þá orðið 2300 mílur á lengd ,eða jafnlangt fljótunum Volgu og LaPlata og því í flokki stórfljóta heims. Yukon-fljót er rar að auki skipgengt nær alla ressa leið. í sögum Jacks London er greint frá ferð gullgrafaranna niður eftir fljótinu á bátum og flekum. Þeir urðu að vísu að hleypa fleytum sínum yfir hættulega strengi skammt frá bænum Whitehorse, en þaðan var að kalla greiðfær leið til Dawson. En siglingaleiðin er þó miklu lengri, því að sigla má allstórum skipum alla leið út á Beringshaf. Auk þess eru ýmsar þverár Yu- konfljóts skipgengar, svo að skiptir hundruðum mílna. Vatna- vegir er því helzta samgönguleið landsins og hefur svo verið frá upphafi. Rómantísk saga. Er maður rýnir í sögu þessara landa, er það fyrsta undrunarefn- ið, hve ung hún er. Og það verp- ur sérstökum ævintýrabjarma yfir þessar slóðir, að könnun þeirra er svo nálæg nútímanum. Landkönnun og landafundir til- heyra yfirleitt fjarlægri sögu og hverfa að miklu leyti í rökkur- móðu fortíðar. Hin miklu óbyggðalönd Kanada voru hins vegar allt fram undir síðustu aldamót meðal þeirra svæða jarðarinnar, sem minnst voru könnuð og þekkt. Á tímum,, Klondikegullsins voru mörgi (Framhald á 7. síðu). Fcrja á siglingu í þrengslum í Yukonfljóti, skammt frá Whitchorse.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.