Dagur


Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 7

Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 7
Laugardaginn 27. nóvember 1954 DAGUR 7 - YUKON - eitt str jálbýlasta land veraldar svæði Yukon-lands lítt kunn,gullgrafararnir eru sagðir hafa enda er öll saga hvítra manna á þessum slóðum ekki nema rösk- lega 100 ár. Allt fram til 1840 sátu Chilkoot-Indíánar einir að kalla að þessu mikla landi, að undanskildu því, að Eskimóar byggðu íshafsströnd þess og cyj- ar þar í grennd. Saga Yukon-lands verður ekki, fremur en saga norðvesturland- svæðanna yfirleitt, aðskilin frá sögu Hudsonflóafélagsins. Þetta merkilega félag var stofnað árið 1670 og varð brátt stórveldi í Norður-Ameríku og er það að vissu leyti enn í dag. Það var Karl Bretakonungur annar, sem veitti félaginu einkaleyfi til verzl unar, veiðiskapar og landnáms á landssvæði því, sem þá var nefnt Ruperts-land, en það var sá hluti norðvestur landsvæðanna, er þá var kunnur og næstur er Hud- sonflóa. Félagið kom sér upp bækistöðvum við Hudsonflóa og áhrifa þess gætti brátt langt inn í landi. Það var ásóknin í dýrmæt loðskinn, sem fremur en nokkuð annað flýtti lendkönnun í Kan- ada. Virki og verzlunarstöðvar Hudsonflóafélagsins spruttu upp í óravegu frá aðalbækistöðvum þess. Umboðsmenn félagsins réðu miklum landssvæðum eins og kóngar og héldu jafnvel uppi hernaði ó eigin spýtur, gegn Indí- ánum og frönskum loðskinna- kaupmönnum, sem sóttu norour á bóginn frá Quebec. Með könn- unarleiðöngrum Cooks, Vancou- vers og Mackenzies í lok 18. ald- ar, opnaðist leið til Kyrrahafs- strandar og Hudsonflóafélagið hlaut þá einnig einkaleyfi til verzlunar þar úr hendi brezku stjórnarmnar. En könnunYukon- lands var þó gerð af starfemönn- , um félagsins, er komu að austan og sunnan. í nábýli við Rússa. Um 1840 stofnsetti félagið virki í Suður-Yukon, og litlu seinna Yukon-virki í norðurhluta lands- ins og höfðu landkönnunarmenn þeir komið frá Mackenzie-héraði og náð fram til Yukonfljóts þar sem nú er austur-Alaska. Voru þeir þá orðnir nógrannar Rússa. sem voi'u að færa út kvíarnar í Alaska og höfðu kortlagt 600 míi- ur af Yukon-fljóti, frá Berings- hafi og upp eftir, þegar árið 1846., En Alaska var rússueskt land allt frá því að Bering tók þar land 1741 til þess er Rússastjórn seldi Bandaríkjamönnum landið ái-ið 1867 fyrir 7,2 milljónir dollara. Þótti mörgum Bandaríkjamönn- um í þá daga illa varið miklu fé fyrii' auðnarleg heimskautalönd. ■í kaupunum var þó ekki aðeins hinn mikli Alaskaskagi heldur og landræma á ströndinni og gerðu Rússar þá kröfu til yfirráða allt suður undir Vancouver. En þegar hinir nýju eigendur og Kanada- menn sömdu um landamerkin ár- ið 1903, var landamerkjalínan dregin um 60. breiddarbaug. Manni flýgur í hug, hver áhrif það hefði liaft á gang heimsmál- anna, ef ekki hefði orðið af þess- um viðskiptum Rússa og Banda- ríkjamanna árið 1867. Ilin nýrri saga hefst. Virki Hudsonflóafélagsins í Yukon voru fá og hvítir menn í landinu ekki nema nokkrir tugir á þessum árum. En eftir að Al- aska komst undir yfirráð Banda- ríkjamanna, hófust ferðir gullleit- armanna inn í Yukon. Fvrstu haldið yfir Hvítaskarð 1878 og gull fannst víða í jörðu í Suður- Yukon og lokkaði æ fleiri á þess- ar ókunnu slóðir. Jafnframt voru loðdýraveiðar enn álitlegur at- vinnuvegur, því að landið var mikið veiðiland og er svo enn í dag. Og svo kom stórbreytingin með gullfundinum við Klondike 1896, sem fyrr getur. Með honum hefst hin nýrri saga Yukon-lands — Þegar gullæðinu lauk var landið allt allvel kannað. Fundust á þessu tímabili auðugar kopar- námur, silfurnámur og kolanám- ur. Síðan hefur fundizt í jörðu járn, mangan, zink, tungsten, tin og platína, svo að nokkuð sé nefnt. En þessi auðæfi eru hvergi nærri fullnýtt enn í dag. Hinar gífurlegu fjarlægðir og sam- gönguörðugleikar torvelda stór- lega framþróun landsins. Og meðan Kanadamenn hafa meiri verkefni en þeir sjá fram úr á landssvæðum, sem liggja betur við samgöngum en Yukon-land og ýmis svæði norðvesturlands- ins, eru þessi auðæfi geymd en eru ein sú stoð, er rennur undir þá skoðun, að Kanada muni er tímar líða, verða auðugt stórveldi. H. Sn. í seinna hluta þessarar greinar, segir m-. a. frá hin- um fræga Alaskavegi, og loks á ferð til Yukon og dvöl þar á bökkum Yukon-fljóst sl. sumar. ERLEND TÍÐINDI (Framhald af 4. síðu). verkunum á erfðavísana (gene) mun minnka frjósemi, valda fóst- urlátum ,andvana fæðingum og fjölga vanskapningum, sem lifa. Þá er önnur hætta, sem fyrst nú er að koma í ljós, og enginn skilur til hlítar enn: Geislaverkun, sem rekja má til vetnissprenginga, hafa komið fram í ýmsum lönd- um og í margs konar varningi, svo sem matarlími frá Indlandi og veðhlaupahestum frá Nýja- Sjálandi og í fiskum hafsins. Framleiðendur á hvers konar Ijósfilmum hafa komizt að raun um, að þeir verða að verja verk- smiðjui' sínar sérstaklega fyrir geislaverkun, sem eyðileggur filmurnar. Þessi geislaverkun er ennþá talin á lágu stigi, en enginn veit nema hún færist í aukana með árunum. Það er því ekki enn hægt að segja með vissu, hversu margar vetnissprengjutilraunir enn muni hafa skaðsamleg áhrif á allt líf En það er að verða ljóst, að hægt er að valda eyðingu og tjóni með kjarnorkuvopnum án þess að þeim sé beitt í styrjöld. Og þessi vitneskja hlýtur að krefjast enn miklu fleiri og ein- lægari tilrauna til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna. Umræðurnar á þingi Sam- einuðu þjóðanna einmitt um það mál, mættu því vera umhugsun- arefni allra þjóða, hvar sem þær búa á jarðkúlunni. - Lögreglumál (Framhald af 8. síðu). þörri barná og unglinga þessa bæjar laus við umrædda ágalla, en undantekningar eru of margar og úr því verður að bæta. Losnar bærinn við sprengjurnar? Nú fara jólin að nálgast og er sorglegt til þess að vita, að ekki verður komist hjó að kvíða því, að börn og unglingar fái keypt í búð- um sprengjui' og flugelda, því að samkvæmt venju mó búast við að lögreglusamþykktin verði lítils- virt og sprengjurnar notaðar á götum bæjai'ins, til skaða óg leið- inda. í Kaupmannshöfn er sala á slíkum varningi bönnuð frá 1. nóvember og fram yfir nýjór. — Vonandi sjá kaupmenn bæjarins sóma sinn í að láta sölu þcssn varnings niður falla að þessu sinni. Með því gera þeir börnun- um og bæjarbúum mikinn greiða og eiga ekki á hættu að sala varningsins valdi slysum og jafn- vel manntjóni, sem oft hefur munað minnstu að yrði af völd- um sprenginga. Stúlka óskast til heimilisstarfa 1—2 mán- uði. — Uppl. í síma 1315. Nylon-undirföt D Trcflar, slæður langsjöl. D Margar gerðir af golftreyjuffl. D Matrósaföt og kjólar á 1—9 ára. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. 'iirn hið vel þekkta olíukyndingatæki, er’nú jafnan fyrirliggjandi hjá oss í öllum stærðum. Leitið yður upplýsinga um þetta hentuga og ódýra olíuhrennslutæki. f 1 OLÍUVERZLW U 'íSLANDSS Kirkjan. Messa í Akureyrar- kirkju á morgun kl. 5 e. h. Jóla- fastan hefst. Messan einkum ætl- uð ungu fólki, en allir hjartanlega velkomnir. Fólk er beðið að hafa með sér sálmabók og taka þátt í söngnum. P. S. og K. R. Messað á Bakka í Öxnadal á morgun kl. 2. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Meyjaskemman verður sýnd í kvöld (laugardag) og sunnudags- kvöld. — Aðgöngumiðasími 1639 milli kl. 1 og 2 daglega. Aðgöngu- miðar afgreiddir í afgreiðslu Morgunblaðsins frá kl. 4.30— 6 og í leikhúsinu kl. 7—8, ef eitthvað er óselt. Sýningar hefjast kl. 8. — Þeim héraðsbúum, er hefðu í byggju að sjá leikinn, er vinsam- lega bent á að nota góða Veðrið og færið, meðan það helzt. VANDAÐ s útvar fyrir rafhlöðu, til sölu. ÞORSTEINN JÓNSSON Brakanda. GOÐUR barnavagn til sölu. Afgr. vísar á. Gunnar á Bringu (Framhald af 2. síðu). Gunnar hefði verið uppi á vík- ingaöldinni, þá hefði hann að hætti hraustra drengja þeirrar tíðar, hleypt heimdraganum og aflað sér fjár og frama og þegið virðingu þjóðhöfðingja og alls staðar þótt aufúsugestur. En nú varð það hans hlutskipti og gæfa að vera borinn í þennan heim þúsund árum síðar. Þess vegna hefur hann aldrei borið sverð né spjót eða hlotið hetjunafn fyrir vígaferli og bardaga víkingaald- arinnar. En hann stendur í fremstu röð hetjanna nú í dag, sem leggja metnað sinn og alla krafta í að húsa jörð sína vel og breyta fúamýrum og. móum í iðjagræna töðuvelli. Fyrir þetta, ásamt mannkostum sínum, hefur Gunnar og Sigi'íður kona hans áunnið sér vinsældir og virðingu allra, sem þeim hafa kynnzt. Og þess vegna var svo mannmargt á heimili þeirra hjóna á fimmtugs- afmæli húsbóndans. Gunnai' hefur ekki stai'fað mik- ið að opinberum málum síðan hann flutti í Eyjafjörð, þótt hann sé tvímælalaust mörgum til þess hæfari. Mun það hvort tveggja vera, að hann er ffemui' hlédræg- ur maður og laus við að trana sér fram og svo hitt, að hann hef- ur löngum verið einyrki og því átt óhægt með að vera fjarver- andi frá búi sínu og heimili við argsöm og þrautleiðinleg, opinber störf. En eg hygg, að heimili hans og jöi'ð eigi hug hans allan. Og þess munu sjást merki, ef Gunn- ari endist líf og heilsa um langa stund enn, sem við nágrannar hans og vinir óskum, að hann mun halda áfram að færa jörð sinni allar þær fórnar sem hann má. Jónas Halldórsson. Símasambandslaust varð við nokkur númer á Oddeyri í gæi Mun jarðstrengur hafa skaddast Var leitað að biluninni í gær. — Meðal þeirra símanúmera, er úr sambandi fóru í gær af þessum sökum, var Olíusöludeild KEA og Frystihús. Menn gátu þó náð þangað með fyrirgreiðslu KEA- símans. — Væntanlega verður þessu kippt í lag hið bráðasta. Annars geta menn hringt í síma 1700 og fengið þar samband við umrædd símanúmer. Aluireyringar! Munið bazar og kaffisölu kvenskátafélagsins „Valkyrjan“, Akureyri. — Baz- arinn hefst kl. 2 og kaffisalan kl. 3 og 5, 28. þ. m. Frá Stúdentafélaginu. Þeir fé- lagar í Stúdentafélaginu á Akur- eyri, sem taka ætla þátt í 1. des. fagnaði, er haldinn verður þriðju- dagskvöldið 30. nóv næstk. að Hótel KEA, vitji aðgöngumiða þar mánudag og þriðjudag kl. 4— 7 síðdegis. — Stjórnin. > Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). áburði batnaði heyið, hvað snerti eggjahvítu, fosfór og kalk. Var álit þeirra byggt á erlendum til— raunum. Ólafur Jónsson svaraöi fyrir- spurn Gunnars á Dagverðareyri um geymsluþol áburðartegund- anna í jarðveginum. Köfnunar- efnisáburð, annan en hland, sagði hann að geymdist ekki að jafnaði. Fosfórsýruáburðurinn géymdist aftur á móti ágætlega og væri jafnvel mjög líklegt að það hent- aði vel að bera hann á til margra ára í einu. Fosfórsýran binzt þó fljótt, sérstaklega þar, sem henn- ar er vant. Kalíið geymist og frá ári til árs. Árni Ásbjamarson bóndi í Kaupangi sagðist hafa sæmilega reynslu af því að bera Kjarna á með gömlum ristardreifara með millibotni. Taldi hann ráðlegt að bera hóflega á, á meðan tilraunir væru að sanna hvað gera bæri. ★ ★ Á; KHflKI Árni Jónsson svaraði Stefáni bónda á Svalbarði og sagði hon- um að loftið, sem köfnunarefnis- áburðurinn væri unninn úr, væri eins samsett allt í kringum hnött- inn eins og vatnið. Stefán gerði stutta athugasemd við þetta. Sagðist hann að vísu ekki hafa gert víðreist um dag- ana. Þó hefði hann, ekki alls fyrir löngu, vei'ið staddur í París og hefði sér þá verið eindregið ráðið frá að drekka vatn. Ennfremur hefði kunningi sinn, sem hefði verið í Rússlandi, sagt sér að and- rúmsloftið þar væri mjög ein- kennilegt! Sigfvis Þorsteinsson ráðnautur hvatti bændur til þess að athuga vel fóðurþörfina, áður en þeir gerðu áburðarpantanir sínar. Virtist sér allvíða boi'ið svo frek- lega á, að ekki ynnist tími til að sinna nýtingu heyjanna sem skyldi. Væri þá athugandi, hvort ekki væri, þar sem svo stæði á, betra að bera minna á og hafa þá fyllra vald á nýtingunni. Þá ræddi hann nokkuð um sýnis- réitina. Verða því máli vonandi gerð skil áður en langt líður. Margir fleiri tóku til máls á þessum fundi og var hann bæði fróðl'egur og' ánségjuldgWi'. 65 bændur og áhugamenn sóttú fundinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.