Dagur - 27.11.1954, Qupperneq 8
8
Bagijk
Laugardaginn 27. nóvember 1951
Afhyglisverð ummæli NorSmanna um
síldveiðarnar í hafinu ausfan vií Is
Kunnur veiðistjóri telur að með hjálp asdic-
tækja sé eins auðvelt að veiða djúphafssíldina
og vetrarsíldina á norskum heimamiðum
Norska blaðið „Sunnmörsposten“ birti 8. nóvember sl. athyglis-
verða grein um reynslu Norðmanna aí síldveiðum í hafinu í milli
islands og Jan Mayen og virðist Norðmönnum hafa gengið betur að
veiða síld í snurpunót þar en ætla mátti af fregnum sem hér hafa
verið birtar til þessa. Þykir Degi því rétt að birta grein norska
blaðsins og fer hún hér á eftir:
Auknar síldveiðar.
„Síldveiðarnar hafa hlotnast
ævintýralega þróun, síðan heims-
styrjöldinni lauk. Vciðiskipunum
hefur fjölgað mjög, og veiðarfæri
orðið betri og fullkomnari með
ári hverju. Stærri skip með ný-
tízku tækjum og duglegum sjó-
mönnum, veiðistjórum („nóta-
bössum“) og skipstjórum hafa
sameiginlega stuðlað að síauk-
inni veiði. En mikill hluti þróunar
þessarar, sem átt hefur svo já-
kvæðan þátt í þjóðarhag vorum,
er þó að þakka fiskifræðingum
vorum, sem með óþreytandi
áhuga og elju hafa stundað rann-
sóknir sínar. Mun leit á annarrl
eins eða betri fjárfestingu en
hafrannsóknarskipsins „G. O.
Sars“. Og eigi verður tölum tal-
Nýjar bækur frá
Bókaforlagi Odds
Bj
ornssonar
Bókaforlag Odds Bjöi'nssonar
hefur nýlega gefið, út hina frægu
sögu „Gamli maðurinn og haf-
ið“ eftir Nóbelsverðlaunaskáldið
Emest Hemingway, en sú bók
stuðlaði einna helzt að verð-
launaveitingunni nú í ár. Þýðandi
er séra Björn O. Björnsson. Bók-
in kernur hér í vandaðri og
fallegri útgáfu. Þá gefur forlagið
út barnabók eftir Ármann Kr.
Einarsson, ævintýrasögu er
nefnist Týnda flugvélin. Ármann
hefur áður skrifað margar mjög
vinsælar barnabækur. Loks er
lítil bók, Guð leiði þig, eftir Vald.
V. Snævarr, og hefur hennar ver-
ið getið hér nýlega í bókaþætti.
Fyrrtöldu bókanna tveggja verð-
ur nánar getið síðar.
Ekið á lamb og því
drekkt í Eyjafjarðará
Seint í september hvarf lamb
úr heimahögum í Kálfagerði í
Saurbæjarhreppi og fannst ekki,
hvernig sem leitað var næstu
daga á eftir. Hálfum mánuði
seinna fann Óskai Einarsson
lamb sítt í Eyjafjarðará, ör-
skammt neðan við brúna gegnt
Möðruvöllum. Var lambið all-
mikið beinbrotið, einkum að aft-
anverðu, og er ekki talinn vafi á,
að ekið hafi vet'ið á það á þjóð-
veginum skammt frá bænum, en
því síðan fleygt af brúnni í ána.
Lakast er þó, að þess sjást engin
merki að það hafi verið áflífað
áður en það var látið í ána, held-
ur sýnist það hafa drukknað þar.
i:Er öll þessi saga svo ljót, að
erfitt er að trúa henni, en hún
mun samt sönn, því miður.
inn hagnaður lands vors á hinum
árlegu afrekum „G. O. Sars“ og
Finns Devold.
Síldveiðar á hafi úti.
En hvorugur hefur þá, „Sars“
né Devold, setzt í helgan stcin að
heiðri sínum. Gerðar voru í sum-
ar fróðlegar tilraunir og mikilvæg
ar með skipi þessu, og af mikilli
árvekni og glöggskyggni, á hafinu
milli íslands og Jan Mayen.
Nefnd haffiskitilraunanna hafði
veittt 20.000 krónur til rannsókna
þessara, og varð árangur leiðang-
urs þessa með asdic-tækjum
mjög athyglisverður og uppörv-
andi. Má jafnvel svo sterkt að
orði kveða, að með hinum nýju
tækjum þessarar tegundar muni
snurpunótaskip raunverulega allt
af geta tryggt sér góða veiði. Hér
opnast sem sé í einu vetfangi
skilyrði til að ausa upp úr silfui'-
námum hafsins. Nú eru tækin
fengin til að leita síldina uppi —
hvar sem er á hafi úti. —
Veiðin auðveldari en hér er talið.
Hér er full ástæða til að minna
á ummæli hins alkunna veiði-
stjóra („sildebass") Sverris Öst-
volds, sem var með í leiðangri
þessum sl. sumar. Segir hann m.
a. svo frá: — „Reynsla vor varð
sú, að jafnauðvelt var að veiða
síldina á þessum hafsvæðum eins
og vetrarsíldina heima. En til
veiða þessara þarf mikinn útbún-
að og dýran. Og asdic-tæki eru
óhjákvæmileg. Með stóru tæki á
aðal-skipinu og öðru minna á
léttbátnum er hægt að leita uppi
síldina, þótt hennar verði alls
ekki vart með bergmáls-mæli
(„ekkolod"). Eg er sannfærður
um, að með slíkum tækjum þurfa
snyrpinótaskipin aldrei að vera
smeyk við að leggja af stað til ís-
lands, því að með asdic-tæki er
maður ætíð viss um að geta aflað
bæði sjálfum sér og öðrum góðr-
ar veiðar," segir veiðistjórinn að
lokum. Og hann telur einnig, að
væri hægt að auka veiðisóknir og
efla á þessujjj vettvangi og á
þennan hátt, gæti það orðið und-
irstaða hagkvæmra veiða fyrir
síldarverksmiðjur. — „Sarsinn“
hefði t .d. veitt 800 hl. á tveimur
dögum. — Væri því hægt að hlaða
fiskiskip á einum degi, og ekki sé
meira en 2—3ja daga sigling heim
aftur.
Hið óviðjafnanlega Asdic-tæki.
Það ei' einnig gleðilegt og at-
hyglisvert að heyra umsögn þessa
reynda sjómanns og veiðistjóra
um dvöl sína á rannsóknarskip-
inu, og mættu ýmsir hinna böl-
sýnu og sí-efandi íhaldsseggja
leggja sér þau orð í minni: ■—
„Svo margt og fróðlegt var
bæði að sjá og læra á „Sarsinum",
að eg varð hrifinn af aðdáun yfir
því, hve langt vísindamenn vorir
eru komnir áleiðis á þessum vett-
vangi. Þeir vinna af slíkum áhuga
og verkhyggni, að það hlýtur að
gleðja alla þá, sem fiskveiðar
stunda og starfa að þeim. Hér
hefur Finn Devold vísað veginn
— og honum ætturn vér að
fylgja.“ —
„Fisksjáin (asdic-tækið) mun
eflaust valda mikilli byltingu í
síldveiðum, eins og bergmáls-
mælirinn gerði á sínum tíma. —
Hafa þegar nokkur skip aflað sér
slíkra tækja, og fleiri munu á eft-
ir koma. Vetrarsíldveiðai'nar
munu verða enn afkastameiri en
áður, og úthafsveiðar hefjast og
færast brátt í aukana.“
Frægur maður fallinn
Samvinnalögregfu og bamavernd-
arnefndar gegn sirákapörum
í fjölmennum bæjarfélögum vill
jafnan bera á yfirgangi og ófyrir-
leitni barna og unglinga og er það
einróma skoðun uppeldisfræðinga
að orsakir þess, að slíkt virðist
fara í vöxt, sé að finna í lestri
slæmra glæparita og eftirhermum
þess, er sést í slæmum kvik-
myndum.
Lögreglan hér telur að venju
fremur mikið hafi borið á stráka-
pörum barna og unglinga, það
sem af er vetrar, og er sorglegt til
þess að vita og þörf skjótra úrbóta
því að þótt vandræðadrengir séu
venjulega tregir við bóklegt nám,
þá reynast þeir oft slyngir kenn-
arar í sínum hópi og draga aðra
með sér út á ógæfubrautina.
Óknyttir og strákapör.
í úthverfum bæjarins eru perur
í götuljóskerum brotnar, svo að
stórtjón og óþægindi er að.
Dyrabjöllum er hringt, til að
narra fólk, og gluggarúður í hús-
um, sérstaklega mannlausum, eru
brotnar til skaða, og skammar
þeim, sem þar eru að verki. Þá
hefur borið á því aðunglingarhafi
verið að eiga við bifreiðir á götum
bæjarins og stæðum við göturnar.
Sumt hefur verið gert eins og í
gamni, svo sem að bera til bif-
reiðir fram á gangstéttir, án þess
að skemma þær, en á mörgum
bifreiðum hafa og verið framin
skemmdarverk, eins og um hefur
verið getið í blöðum bæjarins. Er
það hreinn voði, er unglingar
taka upp á slíku og vonandi verða
ung’ingar bæjarins vandir af
slíku, því að upplýst er orðið
hverjir þar voru að verki, og varð
þeim verknaðurinn dýr. Hitt ,er
ekki síður áhyggjuefni, hve
margir drengir leggja það í vana
sinn að taka muni og peninga
ófrjálsri hendi, hvar sem færi
býðst. Oft virðist byrjað á þessu
í heimilunum, en síðan er starfs-
sviðið fært út í bæinn og eru þá
sölubúðirnar heimsóttar í tima og
ótíma.
Góð samvinna lögreglu og
barnaverndarnefndar,
Lögreglan hefur haft mikil
leiðindi og fýrirhöfn af þessum
sökum nú í vetur. Hefur hún not-
ið mjög mikilsverðrar aðstoðar
formanns barnaverndarnefndar
bæjarins, Páls Gunnarssonar,
sem hefur fórnað miklum tíma í
"annsóknir þessar og eins í það
að tala við aðstandendur vand-
ræðadrengja, svo að reynt verði
að aflétta þessu vandræðaástandi.
Eins og gefur að skilja, er megin-
(Framhald á 7. bls.).
Raufarhöfn
Júl. Havsteen, sýslumaður Þing-
eyinga-, og fulltrúi hans. hafa að
undanförnu dvalið á Raufarhöfn.
Er talið að þeir séu þar að starfa
að framhaldsrannsókn í þjófnað-
armálinu alkunna, peningahvarf-
inu í útibúi kaupfélagsins þar.
Andrei Vishinsky, aöslooaruvan-
ríkisráðherra og aðalfulltrúi
Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum,
varð bráðkvaddur í New York sl.
mánudag, 71 árs að aldri. Hann
var cinn af frægustu stjórnmála-
mönnum Rússa, var saksóknari
ríkisins í fyrri óra hreinsunum,
en síðan talsmaður þeirra á al-
þjóðlegum vettvangi, utanríkis-
ráðherra um skeið, síðan aðstoð-
arráðherra og fulltrúi hjá S. Þ. —
Visliinsky var skarpskyggn lög-
fræðingur, mikill mælskumaður
og rökvís. Þótti honum oft takast
vel að vefja mál í þjarkinu á al-
þjóðlegum ráðstefnum og verja
málstað Rússa. Hann sagði oftar
nei á fundum Oryggisráðsins, í
atkvæðagreiðslum, en nokkur
annar maður.
U m f e r ð a r m á 1:
aukinni vandvirkni við að
leggja bifreiðum við vegarbrúnir
Sagan af Tess komin í
nýrri útgáfu
%
Ut er komin 2. útgáfa af hinu
heimsfræga skáldverki Tómasar
Hardy um Tess af D'Uberville-
ættinni, I þýðingu Snæbjarnar
Jónssonar. Fyrsta útgáfa kom
hér út 1942 og seldist þá upp á
skömmum tima. Tess er ein fræg-
asta saga hins brezka meistara og
kemur nú í veglegum búningi.
Bókarinnar verður nánar getið
síðar hér í blaðinu.
Útlendingur, sem hér var á
ferð sl. sumar ritaði uoa ferðir
sínar hér í erlend blöð, lét þess
getið, að eitt af því sem einkenndi
„bílamenningu" íslendinga væri
dæmalaus óvandvirkni við að
leggja bílum við vegarbrúnir og
mundi slíkt ekki þolað í erlendum
bæjum og borgum. Er og vafa-
laust, að í þessu er sannleikur
fólginn. En með auknum bíla-
fjölda og vaxandi umferð, er rík
nauðsyn að kippa þessu í lag.
Þegar bQum er raðað beggja
megin við fjölfarin stræti, eins og
oft má sjá, er slysahættu bt>5ið
heim. Er nær ógerlegt að varast
börn, sem skjótast fram á götu í
milli bíla. Iðulega er bQum lagt
þannig, að afturendi skagar fram
á götuna, en bíllinn liggur ekki
þétt að stétt eða vegarbrún. Slíkt
er hin mesta óvandvirkni og ætti
enginn bílstjóri að láta slíkt sjást
til sín. Loks er þess að geta, sem
allt -of algengt er, að ekki er
skeytt um lög og reglur um að
leggja bílum ekki of nærri götu-
hornum, eða á öðrum stöðum, þar
sem bQl í stöðu getur skapað
slysahættu. Myndin að ofan er af
ólöglegu bílastæði hér í bæ. Slík-
ar myndir mætti fá margar á
degi hverjum.