Dagur - 19.02.1955, Síða 2

Dagur - 19.02.1955, Síða 2
2 DAGUR Laugardaginn 19. febrúar 1955 Hugleiðing um áfengismál Nokkrir þæftir frá hinum ævin- týralegu síldveiðum Norðmanna Þegar vér beinum huganum að áfengismálunum yfirleitt, verða fyrir oss mörg og ólík sjónaimið. Þar eins og annars staðar, liggur mikið við, að vér veljum rétta stefnu til að framfylgja. Aðal- stefnurnar tvær, sem hér um ræðir, eru bann eða frelsi í með- ferð áfengra drykkja. Frelsi og bönn. Frelsið er bað, sem ýmsir hall ast að. Þeir, sem eftir því æskja, hugsa sér það út frá athafnafrels- inu. Þeir hugsa kannske þannig: Vér viljum vera frjálsir gerða okkar og öðrum kemur eigi við athafnir vorar. Hvað kemur það oss við, hvernig aðrir fara með áfengið, ef vér getum staðist reikningsskap gjörða vorra. Bannið fellur öðrum betur í geð. Þeir, sem hafa þá skoðun, telja mönnum skaða af áfengis- notkun. Og þeirra hugsun kann að vera: Vér höfum séð bölið, sem af áfenginu steðjar, og vér viljum varna því, að slíkt eigi sér stað. Vér álítum, að allir geti komizt af án áfengisins, og sala þess verði bönnuð eins og ann- arra eiturlyfja. Mörg félög hafa risið upp, sem hafa haft áfengismálin á stefnu-- skrá sinni. Sum vinna gegn neyzlu áfengis, önnur með. Mörgum finnst kannske heldur sterkt til orða tekið, að til séu þau félög, sem vinni að áfengis- nautn. En um þau félög, sem vinna gegn banni og öðrum tak- mörkunum á dreifingu áfengis. er varla hægt að segja annað. Því að það er nú einu sinni svo, að þar, sem frelsið er mest, þar er fjöldi ofdrýkkjumanna mestur (sbr. Frakkjand). Félagsskapur goodtemplara. Sá félagsskapur, sem lengst hefur unnið gegn áfengisnautn hér á landi, er Góðtemplaráregl- an. Nú á síðari árum hefur verið stofnuð deild úr A. A. í Reykja- vik. Reglan á íslandi hefur nú starfað í 71 ár, og orðið landinu til gagns og sóma. Sumir telja þann dag, er hún var stofnuð hér’ á Akureyri, ,,óheilladag“, en þar tel eg mjög klaufalega til orða tekið. Þeir, sem þannig mæla, virðast ekkert hafa kynnt. sér starfsemi Reglunnar. Um starf- semi Reglunnar er hægt að benda á örfá atriði. Innan Reglunnar hefur verið rekin fangahjálp, sjómannaheimili og æskulýðs- heimili ,haldin hafa verið nám- skeið o. fl. o. fl. Á tímabili starf- rækti Reglan hæli fyrir drykkju- sjúka menn, en vegna fjárhags- örðugleika var ekki unnt að halda slíkri starfsemi áfram. Reykjavíkurdeild A .A. er enn á æskuskeiði, en vonandi á sá fé lagsskapur eftir að verða mörg- um til hjálpar í baráttunni gegn ofdrykkjunni. Félag raunsæismanna. Félag raunsæismanna í áfeng- ismálum var stofnað fyrir skömmu. Starfsemi þess hefur lítið gert vart við sig. í grein í Morguriblaðinu 25. febr. 1954 er tilgangur félagsins skýrður. — í stuttu máli þannig: Að vinna að bindindi á áfenga drykki með íslenzku þjóðinni. Grein a) með því að gefa vín- veitingar frjáfsar, b) m^. sö)u áfengs öls, sem myridi draga úr drykkju sterkra drykkja og of- urölvun Grein c) fjallar um upp- eldisaðferðir og d) um lækningu drykkjusjúkra manna og að forða ungum frá ofdrykkjunni. Síðar er sagt, að F. R. Á. hafi strengt það heit, að vinna gegn stefnu I. O. G. T. í áfengismálum. Stefna Reglunnar er algjört bann ,og sé það ekki fyrir hendi, þá a. m. k. takmarkanir á sölu áfengis. Á Regluna og F. R. Á. hafa dunið harðar ásakanr. Á hið síð- arnefnda félag má telja deilurnar sanngjarnari, með engu ofstæki. Menn hafa sýnt fram á þær blckkingar, sem koma fram í stefnuskrá þess. En eins og áður er sagt, þá eru flestir drykkju- menn í landi frelsisins, Frakk- landi. Þar eru 22 af 1000 fullorðn- um ofdrykkjumenn. Hvað fynd- ist yður, lesari góður, ef hlutföll- in væru þannig hér á Akureyri? Deilt á templara. Reglan hefur sætt mjög hörð- um ádeilum. Umhverfis hana hefur verið þyrlað upp moldviðri lyga og blekkinga. Ósvífni í ádeilum hefur verið gegndarlaus. Einstakir menn innan samtak- anna hafa verið teknir fyrir og svívirtir í ræðu og riti. Ádeilur, eins og t. d. að Reglan fái pró- sentúr af gróða Á. V. R. og hafi byggt Jaðar fyrir þá upphæð, eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Sannleikurinn er sá, að Reglan fær ákveðna upphæð beint úr ríkiskassanum, eins og svo rr.örg önriúr félög. JaSáf^'súmáíðvaTar- heimili temþlaraýéf eltlíi reist af ríkisstyrk. Landnámið. að Jaðri ef ávörj,tyr raF: sjáJfböSfestarfsemi iJyCja&'VfnÚ á fram- kvæmdúm "þar l'93Í' "og öll sú vinna, sem þar var notuð, var sjálfboðaliðsvinna. Fjár til vorks- ins var aflað með happdrættum og frjálsum framlögum einstakl- inga. Sumarið 1944 var svo byrj- að á aðalbyggingaframkvæmd- um, og 1948 lokið við bygging- arnar eins og þær eru nú. Margar hendur hafa verið lagðar á plóg- inn þar og enn bíða næg verkefni. Sumir. telja templara ofstækis- fulla, og þeir hafi ekki reynt það, ,að fara á það“. Því séu þeir ekki skynbærir á áfengismálin. En eru nú ekki einmitt margir templ- arar gamlir vinir Bakkusar, sem hafa nú horfið frá þeirri braut Og hver er munurinn á boðskap þeirra og hinna, sem aldrei hafa smakkað vín, er hann nokkur? Ölið. Mikill hiti hefur verið í um- ræðum um sterka bjórinn. Marg- ir telja eins og F.. R Á., að þegar bjórinn komi batni ástandið til muna En hvernig stendur á því, að margir, sem vildu sterka bjór- inn urðu heiftúðugir gegn hon- um eftir för sína til landa, þar sem bjórinn var hafður um hönd? Var það vegna þess að þessir menn sáu hvaða „menningar- drykkur“ áfenga ölið var? Ungir og gamlir dvöldu á bjórknæpun- um, þar sem alls konar spilling þróaðist. Bönnin eru mjög umdeild. — Sumir eru þeir, sem telja bönn sljóvga siðferðismeðvitund manna. Menn tapi virðingu fyrir lögunum með smygli, bruggi og leynisölu. Já, vist má gera ráð fyrir að einhverjir langþreyttir reyni að næla sér í dropa. Og hafi mönnum verið komið upp á að neyta áfengis, þegar þeir vilji skemmta sér, er ekki annars von. Mörg dæmi eru til um smygl, ekki aðeins á banntímum, heldur og þegar áfengið hefur flætt yfir. Smygl með margs konar mun- aðarvarning hefur átt sér stað. Hvernig var það með nælisokk- ana og tyggigúmmíið hér áður? Smyglið er því engin nýjung. Ræða Ezra læknis. Ezra Pétursson, læknir, ræddi um áfengismál í útvarpið fyrir nokkru. Hann minnti á það, þeg- ar kristnitakan var lögleidd, hefði verið leyft að blóta á laun. En skjótt hvarf sá siður. Unga fólkið lærði kristin fræði, en ekki goða- fræði. Gerist ekki það sama þeg- ar bannið er á, unga fólkið lærir ekki að leita á náðir Bakkusar, og verður honum óháð. Meðan fjárhagur ríkisins er slæmur og viðskipti við erlend ríki óhagstæð, er oss oft meinað að kaupa ýmislegt, því að það geti skaðað heildina. Áfengið skaðar þjóðina. Milljónum er eytt til áfengiskaupa, þeim sömu fjár- munum, sem hægt væri að verja til húsa- og vegabygginga og til hjálpar atvinnuvegunum. Héraðsbannið. Það er talsvert rætt um hér- aðsbönn nú á dögum. Nýlega hafa birzt ummæli yfirlögreglu- þjónsins hér á Akureyri, um gagnsemi héraðsbannsins. í öðru blaði er ástandið sagt verra, og ekkert sé að marka fyrri yfirlýs- ingar, því að samanburðartölur vanti .En þrátt fyrir þennan dóm !inn, nefnir sá síðarnefndi engar, ölur sér til rókáémda. Óg má ékki telja þá ofstækisfulla, sem eru að koma með fullyrðingar um ástandið í mótsögn við þá, -sem ættu að hafa bezta yfirsýn um þgu mál? Og hvað þá um þá menn, sem hella sér yfir aðra, með meiðyrðum og rakaleysum vegna þess að staupið er ekki alltaf rétt út í mót hverjum sem er? Leynisala. Sumir leggja fyrir sig leyni- sölu. í því sambandi má benda á ýmsar handtökur, sem hafa átt sér stað. En eru þetta ekki menn, sem þjást af gróðafíkn? Hvað hugsa þessir menn, er þéir selja ungu fólki áfengi? Hugleiða þeir nokkuð hættuna fyrir ungling- inn? Nei, þeir sjá aðeins fjár- munina, sem þeir fá í sinn hluta, og hvað varðar þá um náungann, eða hvernig hann verður úti. Fyrirmyndar hugsunarháttur! Leynisalan er ekki aðeins löst- ur héraðsbannsins. eins og marg- ir vilja halda áfram í sjálfri höf- uðborginni, þar sem opnar eru áfengisbúðir, virðist mest um handtökur leynisala. Rétt stcfna. Nú reynir á, að menn velji réttu stefnuna til að framfylgja, að þeir hugsi einnig um hina, en ekki eingöngu um sjálfa sig Vér eigum ekki að láta stjórnast af þeim, sem segja: Það á ekki að láta ikkur líða fyrir þá, sem ckki geta meðhöndlað áfengi í hófi. Þeim á að koma fyrir á drykkju- mannahæli og svo varðar okkur ekkert meir um þá Nei, vér eigum að hlýða þeim röddum, sem hvetja oss að hjálpa bróður vorum eða systur úr svaðinu, og sjá um að aðrir lendi eigi þar. Það gerum vér bezt með því að reka áfengið af höndum vorum, og hefta dreifingu þess. bp. 131 herpinótaskip og allmiklu fleiri reknetaskip og bátar frá Álasundi og Sunnmæri. Geysimikill fjöldi skipa frá allri vesturströnd Noregs sækja á stórsíldarmiðin um þessar mund- ir. Frá Álasundi og Sunnma.ri er talið að um 131 herpinótaskip og enn fleiri reknetaskip og bátar stundi nú veiðarnar, og eru það talsvert fleiri skip en í fyrra. Allt eru þetta góð skip og vel hirt og búin fyrsta flokks tækjum og veiðarfærum. Þarf því mikla veiði til að vega upp allan til- kostnað við útgerð hvers skips. Telja reyndir útgerðarmenn og skipstjórar, að þurfa muni um 10—12.000 hl. veiði á skip til þess að nokkur hagnaðarvon sé. Fyrr á árum var slík veiði talinn góð- ur árangur heildarvertíðar. „Sars“ heldur til hafs á ný. Eftir að „Sarsinn“ hafði fylgt síldinni eftir alveg til lands og inn á milli eyja og leiðbeint síld- veiðimönnum eftir beztu getu, tekið olíu og vistir, hélt hann á haf út á ný, og segir „Sunnmæra- pósturinn“, að nú muni hann ekki senda fiskimönnum frekari frétt- ir að sinni, en m. a. líta eftir, hvað Sovjetrússum liði, og hvað þeir hafizt að vestur á hafi. — Um fyrri helgi var síldveiðin crðin um 7 millj. hl, alls. „Síldarævintýrið“ freistar enn ferðamanna. •- í hittiðfyrra skýrðf ,’Ðagur“ all- rækilega frá hinu mikla undra- dvintýri,1 's'ém arlegá gefist á Skömmum tíma við Sunnmæra- strendur, er stórsíldin streymir a‘ð-landi í-óhemju miklum torfum, en þó á fremur takmörkuðu Landsmót í skautahlaupi hafa undanfarin ár verið háð til skipt- is á Akureyri og í Reykjavík. í vetur var röðin koinin að Akur- eyringum. Um miðjan janúar sl. sótti Skautafélag Reykjavíkur urn að halda mótið. íþróttasamband Is- lands sneri sér þá til Skautafé- lagsins hér og hafði viðræður við það um landsmótið. Varð að ráði að landsmótið færi fram í Rvík, en fyrst í febrúar var ákveðið að íþróttabandal. Reykjavíkur tæki það að sér, og tíminn ákveðinn 12. og 13. febrúar. Kcppnin í Reykjavík. Hinn 11. febrúar héldu svo keppendurnir af stað. Voru þeir 4 talsins, svo sem áður hefur ver- ið sagt frá, auk fararstjórans. — Voru þeir þessir: Bjöm Baldurs- son, Guðlaugur Baldursson, Ing- ólfur Ármannsson og Kristján Árnason. Fararstjóri var Jón D. Ármannsson. Fyrri dagurinn. Fyrri mótdaginn var veður gott og svellið sæmilega gott, þó held- ur hart. Þá fór fram keppni í 500 metra hlaupi og varð Björn Baldursson hlutskarpastur. Enn- fremur setti hann íslandsmet í 3000 m. hlaupi. Fyrra metið átti Kristján Árnason, Rvík, og var svæði, og hundruð veiðiskipa ausa upp milljónum hektólítra óslitið daga og nætur, unz yfir lýkur. Er hér um svo fágætt fyr- irbrigði að ræða, að innlendir jafnt sem útlendir ferðamenn sækja langar leiðir til að njóta þessa sjaldgæfa og minnisstæða síldarævintýris! í hittiðfyrra stofnaði Verzlunarmannafélag Álasunds til fjölmenns heimboðs blaðamanna og annarra áhuga- og áhrifamanna á Norðurlöndum og víðar, og voru helztu blöð Norðurlanda um hríð full af æv- intýralegum frásögnum og myndum af þessum einstæða og athyglisverða „silfurhernaði“ á Sunnmærahafi. í ár sækja enn stórlr hópar ferðamanna úr öllum átt- um Noregs og einnig lengra að til Álasunds og þaðan út á veiði- svæðin með skipum og bátum, sem þeir leigja til slíkra leið- angra. Og Ferðafélag Noregs hef- ur stofnað til skipulagðra skemmtiferða með leiguskipum, sem sigla með fjölda farþega um helztu veiðisvæðin, þar sem sjón verður sögu ríkari. Ferðaskrifstofan í Ósló ráð- stafar flestum ferðum þessum. og skipta ferðamenn hundruðum í hverri ferð, m. a. heilir hópar verksmiðjufólks, skólar sveita- fólk, og svo einnig útlendingar inn í milli. Virðist sem „úthafsins síkvika silfur“ sé engu minna að- dráttarafli gætt heldur en gull í jörðu áður fyrr, og úraníum nú á síðustu tímum! í ár hófust ferðir þessar fyrr en ella sökum þess, að síldin var óvenju .snejnma.á ferðinni til lands. En framan af ollu ógæftir miklum töfum, pg.-hafa einnig gert það öðru hvoru allt til þessa. það hálfsmánaðar gamalt. HjalH' Þorsteinsson frá Skautafél. Ak., sem um þessar mundir dvelur syðra keppti líka í 500 metrunum og varð annár. Voru Akureyring- arnir hinir ánægðustu eftir fyrri daginn, sem von var. Kristján Árnason, fyrrv. skautameistari fsl., gat ekki keppt sökum veik- inda. Seinni dagurinn. — Björn varð íslandsmeistari. Kl. 2 daginn eftir hófst svo síð- ari hluti mótsins og var þá keppt í 1500 metra hlaupi og 5000 m. hlaupi. Þorsteinn Steingrímsson, Rvík, vann 1500 m. hlaupið, en Björn Baldursson 5000 þús. m. Keppnin var mjög spennandi bæði í 3000 m. og 5000 m. Þar áttust við beztu skautamennirnir, sem þarna mættu til leiks. Björn Baldursson tefldi djarflega í 3000 m., fór mjög geyst af stað og fékk með því all- mikið forskot. Þoi'steinn dró nokkuð á hann á síðasta sprettin- um, en varð að láta sér nægja annað sætið. — í 5000 m. keppn- inni háðu þeir annað einvígi, Björn og Þorsteinn. Lengi vel voru þeir samferða og var keppn- in hörð og tvisýn. Lauk henni með sigri Björns. Svellið var orðið meyrt síðarj? (Framhald á 7. síðu). ... - - , — - - .. .. , , ji 3. Spennándi keppni á skaulamotinu þegar Björn varð skautameisfari

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.