Dagur - 19.02.1955, Blaðsíða 8
Daguk
Laugardaginn 19. febrúar 1955
Hrifnir áheyrendur á hljómleik-
um Guðrúnar Kristinsdóffur
Hin unga Iistakona, Guðrún
Kristinsdóttir, hélt píanótónleika
hér í Nýja-Bíó á fimmtudags-
kvöldið, og stóð Tónlistarfélagið
fyrir hljómleikahaldinu.
Húsið var þéttsetið og eftir-
vænting áheyrenda mikil, að fá
að heyra leik Guðrúnar hér á
heimaslóðum eftir sigra þá, sem
hún hefur unnið á listabrautinni
i Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Óhætt er að
fullyrða, að hún
| hafi ekki valdið
| vonbrigðum. —
; Hún hafði valið
| sér efnisskrá að
| hæfi mikilla pí-
anóleikara, ekki
einhæfa heldur
fjölþætta, og lék verk eftir Bach,
Mozart, Beethoven, Bartók, De-
bussy og Chopin.
Fantasíur Bachs lék hún þegar
í upphafi af öryggi og leikandi
tækni. Þá var ekki síður gam-
an að heyra sónötu Mozarts, þar
sem hver tónn þessa fíngerða og
unaðslega verks hljómaði krist-
alskír. En í sónötu Beethovens
(Appassionata) kom glöggt í ljós,
að auk þess sem Guðrún hefur
mikið vald á hljóðfærinu, býr
hún yfir skapandi tónlistargáfu.
Áheyrendum fannst þeir komast
í snertingu við tilfinningahitann,
sem brann í brjósti tónskáldsins
er hann samdi þetta stórbrotna
verk. En þó var túlkunin hófsöm
og samboðin góðum listamanni.
Með leik þessa verks náðu tón-
leikamir hámarki.
Seinni hluti hljómleikanna hófst
með sónatínu Bartóks, og eru
verk hans kennd við nútímann,
en mörgum nútímamanni er þó
ofraun að dá þann stíl. En fróð-
legt er jafnan að heyra fleira en
hefðbundna klassík. Nær hjarta
manns eru leifturmyndir De-
bussy, og Guðrún lék tvö smá-
verk hans létt og leikandi, svo að
unun var að hlýða. Loks lék hún
Chopin, Ballata í f-moll, undur-
fagurt verk og ljómaði bæði við-
kvæmni og heitt hjarta í túlkun
þessa ljóðs, eins og vera ber.
Dönsk blöð létu svo ummælt í
haust, að íslendingar gætu verið
ánægðir með hina ungu listakonu
sína. Akureyringar mega vera
það öðrum fremur. Ollum má
vera Ijóst, að frk. Guðrún hefur
stundað nám sitt af mikilli kost-
gæfni og að hún hefur náð góð-
um þroska. En vonandi verður
hér ekki staðar numið, heldur
auðnast henni að halda áfram og
sækja lengra á listabrautinni úti
í hinum stóra heimi. Hljómleikar
hennar heima og erlendis gefa
fyrirheit um meiri frama.
Áheyrendur hér fögnuðu Guð-
rúnu forkunnarvel. Bárust henni
margir fagrir blómvendir og var
hún kölluð fram á sviðið hvað
eftir annað. Að lokum lék hún
aukalag. — A.
Iðja mótmælir inn-
flutningi erlends
iðnaðarvarnings
Aðalfundur Iðju, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri, var
haldinn sl. sunnudag. Á fundin-
um var samþykkt ályktun, þar
sem skorað er á stjórnarvöld
landsins að stöðva óhóflegan inn-
flutning á erlendum iðnaðarvör-
um, sem hægt er að framleiða
jafngóðar í landinu. Þá var og
samþykkt ályktun, þar sem lýst
er fylgi við þá stefnu, að berjast
gegn dýrtíð og versnandi lífskjör-
um. í stjórn voru kosnir: Jón
Ingimarsson, form., Friðþjófur
Guðlaugsson, varaform., Kristján
Larsen, ritari, Hjörleifur Hafliða-
son, gjaldk. og Hallgrímur Jóns-
son, meðstj. — í Iðju eru nú 390
félagsmenn.
Bjarni Rafnar opnar
lækningastofu
Bjarni Rafnar læknir opnar
lækningastafu í húsi KEA hér í
bæ næstk. mánudag og mun
starfa 'hér sem sjúkrasamlags-
læknir. — Bjarni var hér áður
starfandi læknir um skeið, en fór
utan til framhaldsnáms 1952 og
dvaldi tvö ár í Danmörk og lagði
stund á lækningu kvensjúkdóma
sem sérgrein. Síðan starfaði hann
eitt ár í Landsspítaalnum í Rvík.
Vmis tiðindi úr nágrannabyggðum
Lokið skíðanámskeiði
í Dalvík
f dag mun Ijúka skíðanám-
skeiði í Davík. Var það mjög fjöl-
sótt og ánægjulegt. Skíðasnjór
var ágætur allan tímann og veður
oft stillt. Á morgun fer fram
skíðakeppni og skilnaðarhóf. —
Skíðakennarinn, Jónas Ásgeirs-
son, er þegar ráðinn til ung-
mennafélaganna í Ongulsstaða-
hreppi, og hefjast námskeiðin þar
á mánudaginn.
Állir bæir á Árskógs-
strönd hafa fengið
• rafmagn
í gær var verið að ljúka við
innlagningu á síðasta bænum á
Árskógsströnd. Var það Hella.
Stóðu vonir til að verkinu lyki í
dag. Rafvæðmgin á Árskógs-
strönd hefur tekið nokkru lengri
tíma en áætlað var og olli það
nokkrum vonbrigðum. Híbýli
fólksins hafa tekið stakkaskipt-
um og veita þann unað og þau
þægindi, sem allir landsmenn
gera nú kröfu til að njóta.
Nokkrar trillur hafa róið að
imdanförnu og fiskað sæmilega
skammt undan landi. Árskógs-
strendingar halda þorrablót í
kvöld að Árskógi.
Þjóðdansanámskeið
á Laugum
Þjóðdansanámskeið stendur yf-
ir í Laugaskóla. Nemendur æfa
dansana af kappi og hafa mjög
gaman af þeim. Námskeið þetta,
sem stendur aðeins yfir í 10 daga,
er góð tilbreyting í skólalífinu.
Kennari er Ásdís Karlsdóttir,
íþróttakennari frá Akureyri.
Nokkrir umgangskvillar hafa
valdið óþægindum og truflunum
á kennslu að undanförnu í skól-
anum. Enginn hefur þó veikzt
hættulega, en margir fengið
•auða hunda, hlaupabólu og
hettusótt.
Blöðin mánaðargömul,
er þau berast Norður-
Þingeyingum
Norður-Þingeyingar búa við
mikla samgönguörðugleika. —
Reykjaheiði lokast fyrst heiða í
snjóum, og hin leiðin vestur yfir
um Hólsfjöll, verður og snemma
ófær. Treysta Norður-Þingey-
ingar þá á komur ríkisskipanna,
en er þær brugðust, var héraðið
einangrað. Síðasta reglulega
póstferð frá Reykjavík var 21.
janúar, og kon; póstur frá 17. jan-
úar, með blöð. Þá barst nokkur
póstur með aukaferð Drangs frá
Akureyri 4. febrúar, en ekki
sunnanblöð. Síðan var engin
póstferð fyrr en nú í vikunni, að
Drangur flutti kol úr Hvassafelli
til Kópaskers. Og nú er ríkisskip
á leiðinni. En simnanblöð verða
mánaðargömul, er þau berast. —
Fólk í þessu héraði furðar sig á
því, að póststjórnin skuli ekki
reyna að gera sérstakar ráðstaf-
anir til póstflutninga er venjuleg-
ar leiðir lokast. Til dæmis, að
ekki skuli hafa verið sendur
snjóbíll yfir Reykajheiði. En
snjóbfll frá Akureyri hefur þrá-
sinnis ekið til Húsavíkur og bætt
úr samgönguerfiðleikum með
'þvf. — Blaðinu var símað frá
Kópaskeri nú í vikunni, að sem
fyrr væri kaupfélagið vel birgt
af nauðsynjum og mundi ekki
verða skortur enn um hríð, þótt
siglingar tefðust meira. Sjúkra-
flugvél Björns Pálssonar kom að
Leirhöfn á mánudag og flutti
veika stúlku á sjúkrahús.
Erfið færð um Þingeyjarsýslu.
Ymsir erfiðleikar hafa verið á
mjólkurflutningum í Suður-
Þingeyjarsýslu að undanförnu,
því að vegir eru víða ófærir. —
Rutt var fram að Narfastöðum í
Reykjadal og hefur tekizt. að
halda opnum vegi til Húsavíkur
þaðan. Þá er hægt að aka í
(Framhald á 7. síðu).
Sléttbakur brýtur ísinn
Síðastl. sunnudag náði lagísinn út fyrir Odderyratanga og allt út að
Hallandi. Togarinn Sléttbakur varð að brjóta sér leið frá Tanga-
bryfígjuni) er skipið hélt á leið til Reykjavíkur. — Bærinn Hallandí
sést yzt til vinstri á myndinni. Náði lagís óvenjulega langt.
Mikið um dýrðir á Akureyri á
Iðndsmóíi Ungmennaíél. í sumar
Búizt við að mikill mannf jöldi gisti bæinn
nm mánaðamótin júní-júlí
Landsmót Ungmennafélags ís-
lands verður háð á Akureyri
dagana 2. og 3. júlí í sumar og
landsþing ungmennafélagssam-
takánna fer einnig fram á Akur-
eyri. Verður það háð dagana á
undan, 30. júní og 1. júíí. Ung-
mennasamband Eyjafjarðar hef-
ur tekið að sér að sjá urn lands-
mótið. Undirbúnmgur er þegar
hafinn.
Mikið um dýrðir.
Samkvæmt heimildum frá U.
M. S. E. verður mikið um dýrðir
á Akureyri þessa daga og búizt
við geysilegum mannfjölda hvað-
anæfa af landinu eins og á fyrir-
farandi landsmótum ungmenna-
félaganna.
Fyrri mótsdaginn fer fram
skrúðganga og lúðrasveit leikur.
Fáni Ungmennafélags íslands
verður vígður, starfsfþróttir fara
„Hatta“ bar á gamlárskvöld
,,Hatta“, eign Famieyjar Jónsdóttur, Aðalstræti 82 hér á Akureyri er
á þriðja vetur. Átti hún á sl. vori tvö lömb. Lambið, sem hún eignað-
ist á gamlaárskvöld var hvítur hrútiu: og dafnar hann vel.
fram og háð verður glímukeppni
og frjálsíþróttakeppni.
Síðari daginn fer fram sund-
keppni, útifundur, keppt verður
til úrslita í frjálsum íþróttum. —
Guðsþjónusta verður í kirkjunni.
Þá verður kórsöngui-, þjóðdansar,
fimleikasýningar. Þingeyingar
sýna bændaghmu og kvikmynda-
húsin sýna væntanlega íþrótta-
kvikmyndir og dansað verður í
samkomuhúsunum.
U. M. S. E. mikill vandi á
höndum.
Eins og sjá má af þessu laus-
lega yfirliti, verður margt að sjá
og heyra þessa dagana á Akur-
eyri. Á hitt verður líka að líta, að
erfitt verk bíður U. M. S. E., að
sjá svo um landsmót þetta að til
sóma verði okkur Norðlending-
um. Veltur það á fjölmörgum að-
ilum hér á Akureyri og víðar, að
slíkt geti orðið. Héraðsstjórinn,
Valdimar Óskarsson, lét þess
getið, að þeir aðilar, er þegar hef-
ur verið leitað t.il um fyrir-
greiðslu hér í bæ, hafi tekið sér
mjög vel og haft fullan vilja á að
greiða götu U. M. S. E.
Þingeyingar æfa glímu.
Þingeyingar æfa nú glímu af
kappi, bæði í Reykjadal og Mý-
vatnssveit. Vagga íslenzku glím-
unnar hefur I.engi staðið í Þing-
eyjarsýslu og enn í dag eru þar
margir ágætir glímumenn. —
Bændaglíman, sem þeir ætla að
sýna á landsmótinu, mun því
vekja mikla athygli.
Leiksýningar?
Æskilegt hefði verið að ung-
mennafélögin, eitt eða fleiri,
hefðu séð sér fært að hafa leik-
sýningar, eina eða eða fleiri, í
Samkomuhúsi bæjarins mótsdag-
ana.