Dagur - 19.03.1955, Blaðsíða 6
D AGUR
Laugardaginn 19. marz 1955
í óttans dyrum
Saga eítir DIANA BOURBON
22. DAGUR.
(Fi'amhald).
„Það er bezt að þér bíðið í bíln-
um. Eg verð ekki lengi,“ sagði eg,
þegar við komum á áfangastað.
En hann hristi bara höfuðið og
elti mig inn í húsið
Á leiðinni upp í íbúð mína
sagði hann: „Hafið þér þekkt
Lindu lengi,“
„Nógu lengi,“ svaraði eg.
Hann kinkaði kolli til sam-
þykkis. „Þá skil eg betur en áð-
ur.“
„Skiljið hvað?“
„Andúð yðar á mér. Eg hef
fundið hana frá því fyrsta.“
„Og þér eruð ekki vanir því,
Milhaud kafteinn, að kvenfólk
sýni yður andúð?“
Hann roðnaði við, en svipbreyt-
ingar sáust engar. ,,Það er kann-
ske eðlilegt, að þér komist að yð-
ar niðurstöðu,“ sagði hann. ,,En
kannske gefst mér tækifæri til að
koma leiðréttingu á framfæri
einhvern tíman síðar.“
Eg opnaði dyrnar að íbúð
minni. „Skiptir það máli? Er
nokkurt atriði í málinu, hvað eg
held og hugsa?“
Hann andvarpaði. „Sennilega
ekki,“ sagði hann svo í uppgjaf-
artón.
Opið var í milli svefnherbergis
míns og dagstofu, en eg benti
■honum til sætis þannig, að hann
gæti ekki séð inn til mín meðan
eg tók til fatnað minn og setti í
tösku.
Hann settist og eg heyrði ekki
að hann færði sig úr stað, en er
eg var að grípa föt úr skápnum
mínum til að láta í töskuna, sá eg
allt í einu, hvar hann stóð í dyr-
unum.
„Þetta er fallegur kjóll," sagði
hann. Kjólli.m var grænn. „Og
þessi litur fer yður betui en
svart,“ hélt hann áfram. Hann
brosti dauflega og horfði beint í
andlit mér. „Eg hef verið að velta
því fyrir mér, hvers vegna þér
skiptuð á honum og svarta kjóln-
um áður en þér fóruð í Romney-
hús í gærkveldi?"
—o—
Eg hef síðan hugsað um, hvað
mundi hafa gerzt, ef við hefðum
gert upp reikningana á þessari
stundu. Við vorum þarna aðeins
tvö, enginn heyrði til okkar og
enginn var líklegur til að koma
og trufla okkur. En það fór samt
svo, að hreingerningarkonan mín
þurfti endilega að velja einmitt
þetta augnablik til þess að opna
útidymar og halda rakleitt inn á
mitt stofugólf, eins og hennar var
raunar vandi.
„Eg vona eg trufli yður ekki,
ungfrú," sagði hún, er hún sá
gestinn, og hún horfði stórum
augum á franska flugforingja-
búninginn hans.
Eg muldraði eitthvað um að
það væri allt í lagi .smellti aftur
ferðatöskunni, sem eg hafði ver-
ið að láta í, og sagði: „Jæja, eg er
tilbúin. Við skulum fara héðan.“
Og þannig bar það að, að við
komum að Romneyhúsi án þess
að talast frekar við eitt einasta
orð. Allt ferðalagið í bílnum var
því heldur þegjandalegt. Babs
heilsaði okkur svo hjartanlega að
ekki var komist hjá því að halda
að það væri uppgerðar látbragð,
og hún tilkynnti okkur að hádeg-
isverðurinn yrði fram borinn inn-
an lítillar stundar.
Babs virtist í svo miklum hug-
aræsingi, að eðlilegt samtal við
hana var útilokað, en René gerði
samt hverja tilraunina af annarri,
en allt fór það út um þúfur.
Hádegisverðurinn var að verða
búinn og kaffið komið á borðið,
er Babs sagði allt í einu við mig:
„Fyrirgefðu að eg gleymdi mér
En eg er búin að hafa tal af
Janie.“ Hún saup á kaffinu. ,,Svo
að þú þarft ekki frekar að hafa
fyrir því að leita hana uppi.“
Mér varð ógreiðara um svör en
eðlilegt mátti kallast, en giúfði
mig yfir kaffibollann og hugsaði,
hvað kæmi Babs til að skrökva
svona herfilega að mér.
„Jæja,“ sagði eg loksins. „Ætl-
ar hún kannske að líta inn?“ Eg
fann að René horfði á mig, og af
því að eg treysti mér ekki til að
horfa framan í Babs þessa stund-
ina, sneri eg mér að honum og við
horfðumst í augu. Ekkert var í
rauninni að lesa í augum hans, en
þó birtu þau mér, að hanri vissi
meira en hann lét og hann hugs-
aði eins og eg: Hvers vegna
skrökvar Babs þessu?
„Nei, hún getur ómögulega
komið,“ hélt Babs áfram. „Hún er
nefnilega farin til Skotlands og
verður í nokkra daga.“
Þetta var raunar allgóð skýr-
ing. Jane hafði starfað sem bíl-
stjóri hjá hermálaráðuneytinu.
„Og þið sjáið því, kæru vinir,“
hélt hún áfram, „hversu þakklát
eg er ykkur báðum að vern hér
og forða mér frá því að verða vit-
laus úr leiðindum.“ Og svo gekk
hún á undan og benti okkur að
fylgja sér eftir inn í dagstofuna,
þar sem við höfðum setið kvöld-
ið áður.
Eg gekk að arineldinum, en
forðaðist stólinn, sem Anna hafði
setið í um kvöldið.
„Fékkstu Jane loksins til að
svara í símann?“ spurði René, og
horfði rannsakandi á Babs.
„Nei, síminn virðist ekki vera í
lagi. Hefur kannske bliað í öll-
um ólátunum í gærkveldi. Nei,
eg fór heim til hennar.“
Eg greip andann á lofti!
Hvernig í ósköpunum gat hún
haldið þessum skrípaleik áfram?
„Eg náði í hana, rétt þegar hún
var að leggja af stað,“ hélt Babs
áfram, um leið og hún kveikti sér
í sígarettu og þá sá eg, að hún
var ekki sem handstyrkust. „Og
það var svei mér heppilegt," sagði
hún enn, því að annars mundum
við ekki hafa haft hugmynd um,
hvað af henni varð.
Jæja, hugsaði eg. Sú er köld í
meira lagi.
„Eg held eg fari að a+huga,
hvort eg get ekki leyst hjúkrun-
arkonuna hennar Önnu af um
stund,“ sagði eg.
„Já, blessuð gerðu það. En ann-
ars held eg að hún leyfi það ekki.
Eg reyndi það sjálf í morgun, en
hún kemur mér fyrir sjónir sem
varðmaður frekar en hjúki-imar-
kona. Eg fékk ekki að koma
nærri Önnu.“
Mér þótti ofurlítið undarlegt
að hún skyldi vekja máls á þessu
eins og á stóð, en sagði ekkert,
heldur flýtti mér af stað.
Eg leit um öxl í stiganum, en
enginn virtist veita mér eftirför.
Eg flýtti mér niður, greip síma-
áhaldið, hringdi með skjótum
handtökum beint í hermálaráðu-
neytið. Eg talaði lágt: „Gæti eg
fengið að tala við lafði Jane
Shackter?.... Nú já, þakka yður fyrir.“ Eg lagði símann á. Mér hafði verið sagt að Jane Shackter væri heima hjá systur sinni og væri veik. Lafði Babs hafði hringt og tilkynnt skrifstofunni þetta, og sagt, að Jane mundi ekki geta komið til starfs í heila viku að minnsta kosti. Grasf ræ
Sáðliafrar
Eg hélt aftur upp stigann og _*
hugsaði, að eg þyrfti líklega að endurskoða álit mitt á Babs og Kaupfélög og Búnaðarfélög, sem ætla að kaupa sáð-
á því hvers hún væri megnug og vörur hjá oss fyrir vorið, eru vinsamlegast beðin að
til hvers líkleg. Nema að skýring- in væri sú, að einhver önnur per- senda pantanir sínar sem fyrst.
sóna stæði á bak við hana og segði henni fyrir verkum hverju sinni? Samband ísl. samvinnufélaga
(Framhald). Innflutningsdeild
Góð stúlka
ÓSKAST. r.
Nýja Kjötbúðm Utlent
Til sölu H v í t k á 1
spónlagt eikarborð með glerplöru (stækkanlegt og getur gengið sem borstofu- borð).- Afgr. vísar á. °g
Gulrætur
KOMA MEÐ ESJU.
Barnavagn KIÖTBÚÐ KEA
til sölu á kr. 700.00.
Uppl. í síma 2284.
PERL A
- sjálfvirkt
þvottaduft -
blönduð nýjum efnum, sem gefið hafa ágæta raun í þvotta-
efnum erlendis undanfarin 2-3 ár, er komin í verzlanir.
Þau eru: ,
CMC
eða á máli efnafræðinganna carboxymethylcellulose, sem
hefur þau áhrif, að óhreinindi leysast fljótar upp og CMC
myndar slitlag um þræði efnisins, sem þvegið er, og
styrkir það.
ULTRAHVÍTT
er ljósvirkt bleikiefni, sem sezt í þvottinn og veldur því,
að hann endurvarpar útfjólubláu geislunum og gerir hann
þannig hvítari.
Sápuverksmiðjan S J Ö F N