Dagur - 23.03.1955, Síða 5
Miðvikudaginn 23. marz 1955
D AGUR
5
Hópferð íslenzkra ierðamanna
suður m Evrópu í næsta mánuði
FerSaskrifstofan Orlof skipuleggur ferðir til
margra landa báðum megin Atlantshafs
Aprílmánuður er einhvei- mesti
„stemningsmánuður“ ársins á
ftalíu, og oft kallaður mánuður
ástarinnar. Þá fagna hinir örgeðja
Suðurlandabúar ilmi vors og
gróðurs.
Suður til ftalíu á vegum Ovlofs.
Frá því að Ferðaskrifstofan Or-
lof h.f. hóf starfsemi sína .hefur
hún lagt mikla áherzlu á að
skipuleggja hópferðir til Suður-
landa snemma vors og síðla sum-
ars, eða á beim tíma, er veðrið
einn dag. Síðan ekið með Pull-
manbifreiðum til Pompei og
áfram.út með flóanum til Amalfi
og Sorrento. Þessi leið er talin
einhver fegursta ökuleið á jarð-
hnettinum.
Frá Sorrento er farið með ferju
til Capri, „perlu Miðjarðarhafs-
ins“, og dvalist þar einn dag.
Síðan haldið með skipi til Napoli
og þáðan með lest til Rómar og
þar gist. Ollum næsta degi \ erð-
ur varið til ferða um Rómaborg,
en um kvöldð verður farið með
Þetta er Palazzo Ducale í Feneyjum, eða Doges-höllin, sem stendur
við hi(' nafntogaða Markúsartorg við breiðasta sýkið í Feneyjum,
„Canal Grande“, aðalumferðaæð borgarinnar. — Höllin, sem er ein
merkasta býggiftg borgarinnar frá listrænú sjónarmiði, var byggð á
árunum 1309—1400. í Feneyjum dvelst hópurinn 24. og 25. apríl n.k.
Máttur hins ein-
falda máls
„----Eg hef hynhzt mönnum frá
Austurlöndum, og cg hef að ýmsu
leyti gert mér far inn að skyggnast
nokkuð inn í hátlu peirra og hugs-
anir. Biblia vor er og í pvi efni al-
ómetanlegur fjársjóður dásamlegrar
pekkingar, par sem málsandi hebr-
eskrar turigU er logbjartur viti, á
háuín tindi, yfir hafvillurnar, i reiki
pjóða gegnum ótöiúaldir. Máttur
einfeldninnar er megm-einkenni
pess máls, er kastaði gneistum Fjall-
rceðunnar út yfir heiminn. Alls
staðar, i anda og bygging liitts pri-
samhljóða helgimáls, ræður frum-
leiknns guðdómlega hagkvœnmi. —
Opinberun, spádómur, áköll til al-
valdsins og tim fram aUt bcenir,
hljóðbœrar til alföður stjörnurikj-
anna, mcelast á engu máli sannar og
með langskeytara hcefi en á pessari
forntúngu hins útvalda lýðs-----"
Einar Bcnedihtsson skcíld, i grein-
inni ,,Alliygð“ i EimreiÖinni 1926.
Alinennur æskulýðs-
fundur verður haldinn
í Akureyrarkirkju á
simiiudaginn
Leikur Lúðrasveitar-
innar hefst kl. 1.30
hér á landi er heldur stirt, með
því lengist sumarið til muna.
Ennfremur missa beir, sem verja
þessum tíma til utanferða, ekki af
hinu bjarta og litauðuga íslenzka
sumri.
Nú í ár mun Orlof h.f. enn
leggja út með hóp íslenzkra sól-
dýrkenda til að njóta sólar og
sumars, meðan sólargangur er
hér enn stuttur. Farið verður af
stað með Gullfossi þann 12. apríl
næstk. til Kaupmannahafnar. —
Þaðan verður svo farið þann 19.
apríl með einum hinna glæsilegu
Pullmanvagna frá Linjebuss suð-
ur um Þýzkaland, Sviss — og bá
ekið eftir hinum glæsilegu fjall-
vegum Sviss upp og niður hlíðar
Alpafjallanna og gegnum hin
stórfenglegu fjallaskörð.
Vorvindar sqnnan Alpafjalla.
Strax þegar ekið er niður suð-
urhlíðar fialianna streymir á móti
ferðafólkinu heitur vorvindur, og
útsýn opnast yfir sólglitrandi
Miðiarðaihafið. Fyrsti viðkumu-
staður sunnan Alpanna er Stresa.
sem stendur í undursamleaa
fögru umhverfi við Como-vatnið.
Frá Stresa er haldið til Milano
og staðið við í einn sólarhring.,
Ráðstafanir munu gerðar til að
útvega áðsöngumiða að Scala-
ónerunni. þeim er hess óska. Frá
Milano er ekið til Feney’a. og
bar höfð ivpggia nátta viðdvöl.
Þaðan haldið áfram suður eftir
ítalíu með iárnbraut. allt til
Rómaborgar og heimsóttir allir
helztu staðir bórgarinnar. svo
sem Vatikanið. páfagarðuv með
Pét.urskirkiunni og söfnunnm
Forum Románum. Katakomh-
urnar, Kclosseum o. fl.
Porla Míðiarðarliafsins.
Frá Róm er ekið með lest til
„Bella Napoli“, og þar dvalist
næturlest til Nizza í Ruður-
Frakklandi.
Komið til Nizzá að morgni og
dvalist á hinni glæsilegu bað-
strönd .við Promenade des Angla-
is í tvo daga; Þriðja daginn er
skroppið til Monte Carlo og á
leiðinni farið um hiná fögru leið
Grand Corniche, um kvöldið er
snúið aftör til Nizza og snæddur
kvöldverður.
Með bláu lestinni til Parísar.
Síðar um kvöldið verður farið
með hinni ngfntoguðu hraðlest
„Bláu lestinni“ til Parísar, þar
sem dvalist vérður 24., 25. og 26.
dag ferðarinnar. Á þeim tíma
verður skóðað: Eiffelturninn,
Sigurbogihn á Stjörnutorgi, Place
de la Concorde, gröf Napóleons,
höll sólkonuhgsins í Versölum,
Louvré safhið’o. fl. Góðum tíma
verður einnig varið til að njóta
hins litauðuga lífs á Chsmps
Elysees og Rue de Rivoli. Ríðasta
kvöldið verður farið í heimsókn
til skemmtistaðarins fræga
„Moulin Rougc“ (Rauða myllan),
sem flestir kannast við úr sam-
nefndri kvikmynd, og ennfremur
til þekktra staða á Montmartre.
Leiðir skiljast í París.
Til þess að verða við óskum
sem flestra, mun ferðin enda í
París þann 2. maí. Næsta dag fara
þeir, sem óska, heim til íslands
um London, sumir verða eftir í
París, en aðrir fara til Þýzka-
lands eða Norðurlanda og þaðan
heim síðár. Með þessu lagi geta
þátttakendur dvalist lengur í út-
löndiim og farið allra sínna ferða,
eftir að hópferðinni lýkur í París,
t. d. heimsótt vini og kunningja
eða lokið viðskiptaerindum. Enn-
fremur eru menn ekki hundnir
við að fara utan þann 12. april
(Framhald á 7. síðu).
Séra Kristján Róbertsson.
Á sunnudaginn kernur verður
haldinn einn af hinum almennu,
kristilegu æskulýðsfundum. Þeir
hafa jafnan notið afarmikilla vin-
sælda hjá almenningi í bænum.
Einnig hefur utanbæjarfólk
setið fundina. — í fyrra kom m. a.
margt fólk frá Dalvík og Sval-
barðseyri. — Enda eru allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir
Að þessu sinni verður fundur-
inn í kirkjunni kl. 1.30 e. h.. —
Byrjar Lúðrasveit Akureyrar að
leika undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar. — Ef véður leyfir
leikur lúðrasveitin á hæðinni fyr-
ir utan kirkjuna. — Aðalræðu-
maður verður séra Kristján Ró-
bertsson, en auk hans flytja tveir
drengir og þrjár stúlkur stutt
ávörp. Mikið verður um söng og
hljóðfæraslátt og er ætlast til að
allir viðstaddir læri lag fundar-
ins og taki þátt í almennum söng.
Efni fundarins verður fjölbreytt
eins og venjulega og má geta
þess, að þar fer fram skrautsýn-
ing, sem heitir: Ávarp kirkjunnar
eftir séra Árelíus Níelsson.
Á fundinum í fyrra kom í ljós
að ýmsir óska eftr að mega
styrkja kristilega æskulýðsstarfið.
Verður þeim gtfinn kostur á því
við anddyrið um leið og fundin-
um lýkur. — Nánar verður sagt
frá fundinum í götuauglýsingum.
Bréf til blaðsins:
Sú var tíðin, að Húsmæðraskóli
Akureyrar var fullsetinn
Fyrir nokkrum kvöldum var eg
stödd í hinu vistlega skólahúsi er
byggt var fyrir ekki mörgum ár-
um til húsmæðraskólahalds hér á
Akureyri. Þar voru þá saman-
komnar svo margar konur sem
húsrúm leyfði og hlýtt kennslu í
matargerð. Allar fóru ’iaðan
þakklátar og ánægðar með ár-
angur þeirrar fræðslu er þær
höfðu þangað sótt. Það var bjart
og létt yfir konunum, þær nutu
þessarar fræðslu og hvíldar-
stunda. Þarna sá eg í raun rætast
eina þá draumsýn og von, er við
allar áttum fyrr á árum, konurn-
ar, er stofnuðum og störfuðum í
Húsmæðraskólafélagi Akureyrar.
Við vorum vonglaðar og störfuð-
um af áhuga miklum, héldum að
við værum að vinna gott verk
fyrir framtíðina. Sjálfar höfðum
við margar saknað þess að hafa
ekki átt þess kost í æsku að kom-
ast á hina yfirfullu húsmæðra-
skóla. Löngun okkar sjálfra til
náms skapaði þá trú okkar, að
við værum að bæta hag hinna
ungu og óbornu. Einnig hugsuð-
um við sjálfar gott til slíkra
námskeiða, sem þess er eg hef
minnst á. Þau áttu frá upphafi að
haldast í skólanum okkur hinum
eldri til gagns og gleði í Hús-
mæðraskóla Akureyrar. — Við
eyddum okkar naumu frístund-
um með gleði til að vinna eftir
getu aö framgangi húsmæðra-
skólamálsins. En geta okkar
flestra var að vísu lítil, og það er
áreiðanlega, eins og raunar oft
hefur verið tekið fram, við mörg
tækifæri, einungis dugnaði og
þrautseigju fröken Jóninnu Sig-
urðardóttui’ að þakka, að húsið
komst upp. Þó vill oft verða, að
þó að hlutirnir séu viðurkehndir
og oft fjálglega orðað hrós um þá
í minnum og skálaræðum, virðast
ýmsar staðreyndir gleymast, ef
þær ekki gera hlutina auðveldari
viðfangs í veruleikanum.
Skólinn var fullskipaður!
Svo virðist fólki vera orðið
ókunnugt um stoínun og fyrstu
starfsár þessa skóla að jafn-vél er
haldið fram opinberlega að hann
hafi aldrei verið fullskipaður. Er
eg las það, kom mér mynd frá
þeim árum í hug. Húsið stóð svo
til tilbúið og formaður skóla-
nefndar, frk. Jóninna Sigurðar-
dóttir, auglýsti skólavist. Eg man
gleði okkar, er umsóknir tóku að
streyma og voru bæjarstúlkur
strax svo margar, að fjöldi náms-
meyja þurftu að bíða annars
vetrar. Þrjá fyrstu vetuma var
skólinn fullskipaður. Þetta er
auðvelt að kynna sér af gögnum
skólans. Svo virðist flestum bæj-
anbúum kunnari sagan hin síðari
ár, hvernig nú er komið. Flestir
gera sér þess ef til Vill ekki grein,
að fleiri og jafnvel flestir hús-
mæðraskólar þessa lands eru
undir sömu sök seldir. Þó Virðist
hvergi sú stefna ríkja nema hér
að sjálfsagt sé að leggja árar í
bát.
Viðhorfin annars staðar.
Hallormsstaðaskóli og Blöndu-
ósskóli lögðu niður starf-
semi og húsakynni þeirra voru
fáguð og prýdd með ærnum til-
kostnaði Forráðamenn Blöndu-
ósskóla fengu síðan eina þekkt-
ustu og beztu konu í þessum
fræðum, þáverandi forstöðukonu
Reykjavíkurskólans, frú Huldu
Stefánsdóttur, til að koma aftur
norður og taka að sér skólastjórn.
Nokkuð hefur þeim sýnzt við
iurfa að gera. Einnig vakti það
athygli mína í vetur ,er hið háa
Alþingi ræddi um að taka Stað-
arfellsskóla í Dölum undir hæli,
hversu ákveðið formaður þeirrar
skólanefndar, Halldór Sigurðs-
son á Staðarfelli, mótmælti þeirri
ráðagerð. Þó upplýsti hann að
skólinn væri ekki nema hálfset-
inn. Þetta eru allt opinberar stað-
reyndir, sem hver maður, er vill,
getur fengið staðfestar, einnig get
eg upplýst, að eg hef góðar heim-
ildir fyrir því, að rnargar skóla-
nefndir húsmæðraskólanna hafa
beinlínis notað öll tækifæri til að
afla skólum sír.um námsmeyja og
jafnvel skorað á sýslu og sveit-
unga sna að sækja eigin skóla.
Mun einnig auðvelt að fá þetta
staðfest. Nú ætla eg engan dóm á
það að leggja, hvor stefnan muni
réttari vera ,en allmjög virðist
mér þessar skólanefndir leggja
annan skilning í hlutverk og
skyldur við skóla sína heldur en
hér hefur virzt ríkjandi á Akur-
eyri. Það eina, sem almenningur
verður var við er, ekki áróður til
að vekja skólann til lífs, heldur
hversu dánarbúinu skuli ráðstaf-
að. — Augljóst mál er, að aðsókn
að húsmæðraskólum hefur mjög
minnkað hin síðari ár, og mun
verklegt nám gagnfræðaskól-
anna eiga sinn þátt í því. Einnig
hin lengda skólaskylda, er hin
svonefnda „nýju fræðslulög”
komu einnig á. — Unglingar
margir eru búnir að fá meira en
nóg af skólavist og námi. TJng-
lingsstúlkur margar munu hafa
mjög mikla ánægju af verklegu
námi og er það sjálfsagt ágætt í
gagnfræðaskólunum, það sem það
nær. En hvernig væri að gefa
ungum stúlkum kost. á að velja
um húsmæðraskólanám og gagn-
fræða, síðasta vetur skyldunáms?
Þær mundu áreiðanlega mrrgar
heldur kjósa fjölþætta kennslu í
beim fræðum, sem þær flestar
þurfa síðar á lífsleiðinni mest á
að halda. Vitanlega þurfa hér
lagabreytingar að koma til. en
flestir munu nú siá að eit.thvaö
harf að gera í bessum málum,
ekki getur gengið til lengdar að
fleiri skólahús standi lítt eða ekki
notuð. Þetta mun ekki einungis
vera vandamál húsmæðrask., bví
að vitað mál er, að Reykjaskóli í
Hrútafirði stendur nú tómur.
Kaupstaðaskólar gagnfræðastigs
munu flestir fullir og munu Ak-
ureyringar hafa séð á skrifum
skólastjóra Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar, að þar væri þröngt. Væri
ekki gott að létta á þeim skólum
með því að lofa stúlkunum. sem
það kjósa. að læra húsmóðurfraéði
og auka verklegt nám pilta á
góðum skólum í sveitum?
Húsmóðir.
Gæsadúnn
Hálfdúnn
Fiðurhelt léreít !
Dúnlielt léreft
Póstsendum — Sími 2555.
VERZL. ÁSBYRGI H.f.