Dagur - 23.03.1955, Page 7
Miðvikudaginn 23. marz 1955
DAGUB
7
Öxnadalsheiði talin
ökufær - von á áætl-
unarbíl s. 1. nótt
Von var á áætlunarbíl sl. nótt.
Lagði hann af stað frá Reykjavík
í gærmorgun og var kominn í
Hrútafjörð um 5 leytið í gær. —
Önnur Norðurleiðabifreið fór
héðan og lagði á Öxnadalsheiði.
Var talið að hún mundi hafa
komist sæmilega greiðlega yfir
heiðina, en hún var mokuð á
laugardaginn og sæmilega greið-
fær á sunnudag, en skafrenning-
ur yar á mánudaginn. Vaðlaheiði
er talin fær á jeppum og öðrum
bílum með drifi á öllum hjólum
og verður ekki mokuð að sinni.
Rafmagnseldavél
er til sölu frá 1. maí á Sval-
barði á Svalbarðsstxönd. —
Upplýsingar í síma 1488. .
Skemmtiklúbburinn
„ALLÍR EITT“
Dansleikur í Alþýðuhúsinu
laugard. 26. marz kl. 9 e. h.
Stjórnin.
Matrosaföt og
á 2—9 ára (lívír, rauð
ög'blá.)' 4'
Ungbarnafatnaður
í miklu úrvali.
Telpu náttkjólar
Telpu undirkjólar
Verzlunin DRÍFA
Sími 1521
- Hópferðir Orlofs
(Framhald af 5. síðu).
með Gullfossi. Margir óska að
fara fyrr og dvelja úti áður en
suðurferðin hefst. Enn eru og
margir. sem ekki hafa tíma til að
fara þann 12. apríl, en vilja held-
ur fara með flugvél síðar. Þar
sem hópurinn leggur af stað frá
Kaupmannahöfn þann 19. apríl,
geta menn farið héðan að heiman
fljúgandi hvaða dag sem er, frá
þeim 12. apríl til 18.
Ánægja meðal þátttakenda
í síðustu ferð.
Þessi sama ferð var farin síð-
astliðið vor, og var mikil ánægja
meðal þátttakenda. Til dæmis
hefur einn þátttakandinn, sem er
amerískur kennari í Californíu
og heitir Margarethe Brandsson,
af íslenzkum ættum. skrifað Or-
lof h.f. og látið þess getið, að þessi
ferð væri sú bezta, sem hún hefði
tekið þátt í, og ennfremur að hún
hefði á ítalíu hitt aðra ameríska
•kennara_ sem voru í hópferð á
végum amerískrar ferðaskrifstofu
og hefðú þeir mjög ákveðið óskað
eftir að fá að halda áfram sinni
för með hóp Orlofs, þar sem ferð
íslenzku skrifstofunnar væri
talsvert betur skipulögð og allur
aðbúnaður bátttakenda, matur,
gistipláss og farartæki, miklu
betri. Sökum vöntunar á gisti-
plássi treystist fararstjóri Orlofs
ekki til að bæta þessum erlendu
gestum við í sinn hóp.
Aðrar ferðir á vegum Orlofs 1955.
14. maí. ., Sex landa sýn“:
Kaupmannahöfn — Amsterdam
— Haag — Bruxelles — París —
Kaupmannahöfn. Ca. 20 dagar.
Byrjun júrtit Ferð til Skotlands
og írlapfIs.'G?.,2p_dagar,; • V;
'12.' juní:" Ferð til Canada og,
Bandalifkjir' f > Nórður-Amöl'íku.
(Komið heim 3. ágúst.)
1. júlí. Norðurlandaferð: Þórs-
höfn — Bergen — Osló — Stokk-
hólmur — Gáutaborg —- 'Kaup-
mannahöfn. 2& dagar:-
20. ágúst: Ferð til Rínarlanda.
Flogið til Hamborgar. þaðan í
bílum um Rínarhérað og til
Kaupmannahafnar, þaðan heim.
September: Ferð til Austur-
ríkis og Júgóslavíu.
Október: Ferð til Norður-Af-
ríku, ítalíu og Spáner, heim yfir
París.
Til sölu
hjónarúm. Til greina korna
skipti á svefnsófa. Einnig til
sölu á sama stað, kolakyntur
miðstöðvarketill.
Upplýsmgar í sima 2036.
Lítil íbúð,
á rólegnm stað í bænum,
selst ódýrt.
Upplýsingar gefnar í
Kornvöruhúsi KEA.
Lítið býli
í 'Glerárþorpi til sölu nú
þegar.
Afgr. vísar á.
Zik-Zak stykki
til sölu fyrir Singer eða
Necchi saumavélar.
A. v. á.
HEY
Er kaupandi að 10—15
hestum af góðri töðu.
lngvar Ólafsson,
Grænuhlíð
Sími 1466 (virka daga)
TAÐA
20—30 hestar af töðu, eru
til sölu.
Svanberg Sigmgeirsson,
Þórunnarstræti 97.
. FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síðu).
virkjar nutum þar. — Þá vil eg,
fyrir hönd okkar, þakka hrepps-
nefnd Svalbarðsstrandar gott boð
á nýafstaðna ljósahátð, og þó að
svo færi, að við sætum heima,
rafvirkjarnir, sökum misskiln-
ings, þá bjuggum við okkur í
betri fötin og rifjuðum upp minn-
ingar frá veru okkar á Strönd-
inni, yfir rjúkandi kaffibollum og
gómsætum kökum. — Lifið heilir
Svalbarðsströndungar, og njótið
ljóss og yls á ókomnum árum.“
- Aðalf. Skógræktar-
félags Akureyrar
(Framhald af 8. síðu).
Noregsferð í sumar.
Þá var fundarmönnum skýrt
frá fyrirhugaðri Noregsferð ís-
lenzkra skógræktarmanna í vor
og heimsókn frænda okkar þaðan
á sama tíma. 50 manns frá hvoru
landi verða í för þessari. Héðan
mun verða flogið 9. júní og ís-
lendingarnir dvelja í Þrændalög-
um hálfsmánaðartíma. Að þess-
um ferðum loknum verður aðal-
fundur Skógræktarfélags íslands
væntanlega haldinn að Þingvöll-
um. Þá minnist félagið 25 ára
starfs.
Skógræktarfélag Akureyrar
hafði boð inni að Hótel KEA fyrir
fulltrúa og gesti fundarins og
sýndi að lokum stutta kvikmynd.
Stjórn Skógræktarfélags Eyfirð-
inga skipa nú: Guðmundur Karl
Pétursson, Ármann Dalmar.ns-
json, Þorsteiejf^íÍh^íðsson, séra
Sigurður Stefán^áo'n, Björn Þróð-
'arson, séra' Benjamín Kristjáns-
feon og Helgi Eiríksson.
Sjón sögu ríkari.
; í Skógræktarfélagi íslands eru
nú 28 héraðssambönd. Nær þessi
félagsskapur yfir allt land. Með
hverju ári sem líður, vitna plönt-
urnar í skógargirðingunum, víða
um land um það, hve margar
trjátegundir þrífast hér vel og
sumar ágætlega og er sjón sögu
ríkari í þessu efni. En skógræktin
er ekkert áhlaupaverk, og enn
sem komið er ber heildarsvipur
landsins lítil merki um braut-
ryðjendastörí skógræktarmanna
á íslandi. Þrátt fyrir það eru þó
hinir ört vaxandi skógarblettir,
næg sönnun fyrir því, að ekki er
unnið fyrir gíg. Hver fallegur
trjágarður og hver skógarreitur,
sem fyrir auga ber, sannar okkur
ótvírætt mikla möguleika í okkar
nakta og víðáttumikla lancfi
□ RÚN 59553237 = Fr!.:
I. O. O. P. 2 — 1363258 Vz —
I. O. O, F. Rb. 2 — 1043238Ú3
Slysavarnuafélagskonur, Akur-
eyri! Þátttaka að afmælisfagnað-
inum að Varðborg 2 .apríl verður
að tilkynnast fyrir helgi.
Messað í Akureyrarkirkju kl. 5
e. h. á sunnudaginn kemur. Þessir
sálmar verða sungnir: 416 — 70
— 563 — 232. Takið með sálma-
bækur og syngið sálmana. P. S.
Föstumessa í kirkjunni í kvöld
kl. 8.30. Sungir verðu rúr 20., 23.
og 24. Passíusálminum. P. S.
Möðruvallakl.prestakall. Mess-
að að Bægisá sunnudaginn 27.
marz kl. 2 e. h.
Grundarþingaprestakall. Mess-
að í Kaupangi pálmasunnud. kl.
2 e. h. — Munkaþverá föstudag-
inn langa kl. 1.30 e. h. — Hólum
páskadag kl. 1 e. h. og Saurbæ
sama dag kl. 3 e. h. — Grund 2.
páskadag kl. 1,30 e. h.
Hjúskapur. Hinn 18. þ. m voru
gefin saman í hjónaband í Húsa-
vík ungfrú Rósa Þórðardóttir,
Húsavík, og Hermann Björnsson,
Raufarhöfn
Vinir og kunningjar! Ykkur, sem
hafið hugsað að gleðja mig
á vrentanlegu sextugsafmæli
mínu, vil eg með vinsemd benda
á. að það er bezt gert með því að
efla og. styrkja „Kirkjumáksjóð
Kvenfélags Svalbarðasstrandar“,
sem beitir sér nú fyrir þyí að lýsa
hina nýju kirkju, 'sem er í smíð-
úm hér í sókninnl. — Svö þakka
eg öllum, sem hafa sýnt mér hlý-
hug og vináttu á liðnum tímum.
.:,Dagur“ mun koma til skila gjöf-
úm þeirra, er þess óska, og senda
til mín. Með þökk til áfgreiðslu
!l|laðsins fyiir fciytin^i og mílli-1
•göngu í þessu. — Þórisstöðum 21.
marz 1955. — Vinsamlegast. —
Nanna Valdimarsdóttir.
Ekknasjóður Húsavíkur er 50
ára um þessar mundi^.j A^alluúd-
ur sjóðsins var haldinn 19. þ. m.
Sjóðurinn nemur nú 74 þús.'kr.,
og var úthlutað á sl ári 7000 kr.
til 14 ekkna. Árið 1911 var fýrst
úthlutað úr sjóðnum og var
styrkveiting til hverar ekkju
þá 30 kr. Alls hefur verið úthlut-
að úr sjóðnum frá bvrjun kr.
53.230.00.
Vil kaupa
nokkrar tunnur af góðu
gullaugá-útsæði
Einnig ÚRGANGSKART-
ÖFLUR til skcpnufóðurs.
Frá Amtsbókasafninu. Allir
þeir, sem haldið hafa bókum
lengur en tilskildan útlánstíma
(Vz mán.), gjöri svo vel og skili
þeim nú þegar.
Látinn er í sjúkrahúsinu í
Húsavík, hinn 19. þ m., Auðunn
Hermannsson, 20 ára piltur, eftir
langvarandi sjúkleika.
Góður afli hjá Svalbak
Svalbakur kom hér fyrir helgina
með ágætan afla, 92 lestir af salt-
fiski og 84 lestir af nýjum fiski,
eftir aðeins 9 daga útivist. Aðrir
togarar Utgerðarfélagsins veiða í
salt og eru á veiðum. Jörundur
mun leggja upp í Ólafsfirði nú
innan skamms, en síðan veiða í
herzlu til upplags hér.
Leiðrétting
í síðari grein minni: „Frá Bún-
aðarþingi“ eru þessar prentvillur
meinlegastar:
í lið 3. Um sölufyrirkovnulag
garðávaxta. „Marteinn Ólafsson11,
á að vera Unnsteinn Ólafsson.
í lið 5. Breyting á jarðræktar-
lögum. í stað orðanna: „A) Á
ræktunarhæfum sáðlöndum“
komi: A) Á ræktunarhæfum
söndum.
í lið 6. Breyting á lögum um
yæktun^r-s 6g hús£ger<Jat[sam-
þyktjtir í sveitum, 3 málgr. f stað
orðanna: „.... hvaða gjald
ræktunarsamböndin, íTtaka fyrir
rýrnun véla“, komi: hvaða gjald
ræktunarsamböndin taka fyrir
vinnu vélanna — Garðar Hall-
dórsson.
BJÖRN á KOTÁ.
IHjartans þakklæti sendi eg öllum, sem glöddu mig g
á áttræðisafmœli mínu 14. marz s.l. með heimsóknum, g
gjöfum og heillaskeytum. 2;
HELGA HELGADÓTTIR. |
Aðalfundur
Ferðamálafélags Akureyrar
verður haldinn mánudaginn 28. þ. m. kl. 8.30 e. h., í
SAMKOMUSALNUM í LANDSBANKALIÚSINU
(efsta hæð).
DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.