Dagur - 23.03.1955, Side 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 23. marz 1955
71400 frjáplöniur gróðursetfar á
vegum Skógrækfarfél. Eyfirðinga
Frá aðalfundi félagsins, sem haldinn var
síðast liðinn sunnudag
Aðalfundur Skógræktarfélags
Eyfirðinga var haidinn í Iþrótta-
húsinu á Akureyri 20. marz si. —
Guðmundur Karl Pétursson yfir-
læknir, fprmaður félagsins, bauð
gesti velkomna og stjórnaði
fundinum. Mættir voru fulltrúar
frú öllum 10 deildum félagsins.
í ársskýrslu stjórnarinnar, er
formaður flutti kom fram, að vel
hefur verið haldið í horfinu með
störf og stefnu. Fræðslufundir
voru haldnir í öllum deildum fé-
lagsins á árinu og kvikmyndin
„Fagur er dalur“ sýnd á þeim öll-
um, að einni undanskilinni. Var
aðsókn hvarvetna mjög góð.
Plöntuuppeldi og gróðursetning.
Aðalstarf félagsins er þó eins
og áður, plöntuuppeldið og gróð-
ursetning trjáplantna í hin af-
girtu skógarsvæði félagsins.
Ur uppeldisstöð félagsins, und-
ir umsjón Ármanns Dalmanns-
sonar framkvæmdastjóra Skóg-
ræktarfélagsins voru seldar 29070
skógarplöntur og 2590 garðplönt-
ur.
Ein af mörgum gróðursetning-
arferðum félagsins var farin í
Miðhálsstaði í Oxnadal og gróð-
ursettar þar 7000 trjáplöntur til
minningar um Þorstein Þor-
steinsson, sem lengi og ötullega
vann að skógræktarmálum, svo
sem kunnugt er. En alls voru
gróðursettar á vegum félagsins sl.
ár um 71400 plöntur, þar af 20
þús. hjá stærstu deildinni, Skóg-
ræktarfélagi Akureyrar,
Kynni skólafólks af trjárækt.
Guðmundur Karl Pétursson
sagði frá aðalfundi Skógræktar-
félags íslands, sem haldinn var að
Hallormsstað í sumar, og lýsti
þeim áhrifum er menn yrðu fyrir
á þeim stað, jafnvel svo að blindir
fengju sýn.
í sambandi við þetta urðu
nokkrar umræður um nauðsyn
þess að skólaferðunum væri
beint þangað, meira en verið hef-
ur. Var það þá upplýst að sjald-
an væri orðið fært bifreiðum
austur þangað á þeim tíma er
skólaferðirnar eru famar. Þá var
einnig um það rætt að tengja
'saman skógræktarstörf almenn-
um skólum.
Ungmennafélögin og Ferðafé-
lagið hafa komið til móts við
skógræktarstörf almennum skól-
um.
Fundur skógræktarmanna.
Ármann Dalmannsson, sem ný-
lega er kominn heim af fundum
fulltrúa skógræktarfélaganna,
sagði fréttir og framtíðarhorfur.
Á þessu ári verður ekki hægt að
fullnægja eftirspurn um trjá-
plöntur. En skógræktarmenn
minntir á að koma á þessu ári
upp girðingum og undirbúa á
annan hátt stórfellda sókn. Því að
á næstu árum munu skógræktar-
stöðvarnar fullnægja eftirspurn-
inni og búa sig undir ört vaxandi
eftirspurn. Eyfirðingar þurfa þó
ekki að kvarta í þessu efni, og er
það eigin uppeldisstöð að þakka.
Hún er nú að komast af erfiðustu
reýnsluárunum og hyggur á auk-
ið starf.
(Frarahald á 7. síðu)
Uppskipim lir
Arnarfelli stöðvuð
í gær
í gærmorgun hófst hér ó Ak-
ureyri uppskipun á kaffi og
sykri úr m,s. Arnarfelli, en eft-
ir skamma hríð stöðvaði Verka-
mannafélag Akureyrarkaup-
staðar vinnu, í umboði Alþýðu-
sambandsins vegna Dagsbrún-
ar í Reykjavík. Hér er ekki
verkiall, en ástæða var talin
að allur farmurinn væri á
skrá til aðalinnflytjandans í
Reykjavk. 1 þessu sambandi er
rétt að minna á, að svo er jafn-
an um vörur af þessu tagi, er
fluttar eru I heiíum förmum, en
þær eru eigi að sður ætlaðar
fjölmörgum öðrum stöðum og
skipin sigla með þær þangað.
Var svo í þetta sinn. Hér átti að
fara á land nokkurt magn, en
alls ekki vörur, sem í rauninni
eru ætlaðar Reykvíkingum eða
Hafnfirðingum. Virðist stöðv-
unin því á misskilningi byggð.
Hafði skipið og Iosað á Aust-
fjörðum án þess að reynt væri
að stöðva það.
Aðalfundur Framsóknarféiags
Ákureyrar á mánudagskvoldið
Aðalfundur Framsóknarfélags
Akureyrar var haldinn að Hótel
KEA sl. mánudagskvöld. — Fóru
þar fram venjuíeg aðalfundar-
störf, en síðan hófust umræður
um stjórnmálaviðhorfið og hafði
Jakob Frímannsson framkv.stjóri
franisögu.
Sagði hann m. a. frá starfi síð-
asta aðalfundar miSstjórnar
xlokksins. UrSu síSan allmiklar
umræður.
Fjölbreytt ársskemmt-
un skólabarna
Skólabörniíi hér á Akureyri
hafa að undanförnu haft árs-
skemmtun sína í leikhúsi bæjar-
ins og hefur aðsókn verið mikil
og skemmtiatriðum ágætlega
fagnað. En bömin sjálf sjá um öll
atriðin, undir góðri leiðsögu
kennara. Hér er um að ræða leik-
þætti, upplestur, söng, fimleika-
sýningu, skrautsýningu o. fl.
Mikið starf liggur að baki.
þessara skólaskemmtana, en það
er ekki talið eftir, hvorki af
kennurum né börnum. Saínað er
fyrir gott málefni — ferðasjóð
barnanna — auk þess sem
skemmtanirn,ar eru kennsla í
hispurslausri framkomu á opin-
berum vettvangi og í ábyrgðar-
störfum.
Frú Ásdís Rafnar
heiðruð af kvenfélagi
Akureyrarkirkju
Á nýafstöðnum aðalfundi Kven
félags Akureyrai'kirkju var frú
Ásdís Raínar kjörin heiðursfélagi.
Hún lætur nú af formennsku
samkvæmt eigin ósk_ en hún var
aðal hvatamaður að stofnun fé-
lagsins og formaður þess frá upp-
hafi. Fundarstjóri, frú Elínborg
Jónsdóttir, gat þess að margt af
því sem félagið hefði komið til
leiðar, mundi ógert, ef frú Rafnar
hefði ekki notið við. Minntist hún
farsælla starfa þeirra vígslubisk-
upshjónanna fyrir söfnuðinn.
Stóðu fundarkonur upp í þakk-
lætis og virðingarskyni við þau
hjónin og sendu þeim hlýjar
kveðjur og óskir út í nýja bústað
inn. Núverandi stjórn félagsins
sltipa frúrnar Sólveig Ásgeirs-
dóttir, formaður. Margrét Ingólfs
dóttir, varaformaður, María Thor
arensen, gjaldkeri, Þórhildur
Steingrímsdóttir. ritari, Rannveig
Þórarinsdóttir, meðstj., Elínborg
Jónsdóttir, meðstj.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa: Haukur
Snorrason ritstj., formaður, Árni
Björnsson, ritarþ Guðmundur
Blöndal, gjaldkeri, Ásgrímur
Stefánsson, varaform., og Jón H.
Oddsson.
í fulltrúaráð félagsins voru
kjörnir 12 menn. auk stjórnar-
innar, og hlutu þessir kosningu:
Jóhann Frímann, Jakob Frí-
mannss,. Þorst. M. Jónsson, Am-
þór Þorsteinsson, Ingimundur
Árnason. Brynjólfur Sveinsson,
Stefán Reykjalín, Guðmundur
Guðlaugsson, Þorsteinn Stefáns-
son, Þorsteinn Davíðsson, Sig-
mundur Björnsson og Olafur
Magnússon.
Leikfélðg Ákureyrar sýnir „Mýs
cg menrf effir John Sfeinbeck
Leikstjóri er Giiðmundur Gunnarsson
Um þessar mundir er að Ijiika
æfingum hér á Akureyri á leik-
ritinu „Mýs og menn“ eftir
bandaríska rithöfundinn John
Steinbeck.
Er þetta þriðja viðfangsefni
leikfélagsins á leikárinu. og hið
eina, sem er alvarlegs eðlis.
Það sem réði vali þessa heims-
fræga leikrits Steinbécks, segja
forráðamenn félagsins, er snilld-
arleg samning þess og frábær
túlkun höfundarins á hverri ein-
ustu persónu. Það hefur einnig
þann kost, að vera ekki mjög dýrt
í uppfærslu, þó að það krefjist
fjögurra mismunandi leiksviða.
Búningar eru einfaldir og leik-
ritið ekki mannmargt; „Mýs og
menn“ hafa farið sigurför um all-
an heim og í Reykjavik var leik-
ritinu tekið með miklum ágætum.
Það fékk sérstök verðlaun leik-
dómenda í New York sem bezta
leikrit leikársins 1937—;38. Sagan,
samnefnd leikritinu, er mörgum
kunn, því að hún hefur verið
gefin út í íslenzkri þýðingx’. og
leikritið hefur verið leikið i út-
varpið. En það er von leikfélags-
ins að leikritinu verði vel tekið,
þar sem marga mun fýsa að sjá
með eigin augum þessar um-
komulausu en sönnu manngerðir
Steinbecks.
Guðm. Gunnnarsson er leiksf jóri.
' „Mýs og menn“ er í 3 þáttum
og 6 sýningum og leikarar eru 10
talsins. Með hlutverk fara: Jón
Kristinsson Páll Helgason,
Bjarni Finnbogason, Guðmundur
Gunnarsson, Þráinn Þórhallsson,
Jón Ingimarsson, Edda Scheving,
Guðmundur Magnússon. Jón
Þóx-arinsson og Vignir Guð-
mundsson. Leikstjóri er Guð-
mundur Gunnarsson og er þetta
í fyrsta sinn, sem hann stjórnar
dramatískum leik, en hann er
reyndur og bekktur leikhúsmað-
ur hér í bæ og hefur stjórnað
allmörgum leikritum af léttari
tegundinni. Það mun óhætt að
treysfa Guðmundi til þess að
leysa'þetta mjög svo erfiða verk-
efni af hendi svo að vel fari sakir
ágætra leikarahæfileika, sérstak-
lega góðrar þekkingar á leik-
sviðsbúnaði og öllu er að upp-
færsíu leiks iýtur.
Væntanlega verður hægt að
frumsýna leikinn um miðjanæstu
viku, en ýmissa atvika vegna hef-
ur frumsýning dregist, m. a.
vegna veikinda af völdum inflú-
enzufaraldurs.
Gamanleikur í vor.
Ákveðið er næsta verkefni L.
A. verði leikrit er Jón Norðfjörð
stjórnar og verður það sennilega
gamanleikur, en ekki er fullráðið
enn. Væníanlega hefjast samt æf-
ingar á honum um svipað leyti og
,,Mýs og menn“ fara á svið. Mun
nánar sagt frá því leikriti síðar.
lýr me
Bæjarstjórinp befur sagt af sér - skipt um
forseta bæjarstjóniar
únista, sem. hafa stjórnað bænum
að undanförnu. Eftir þetta sagði
bæjarstjórinn, Friðfinnur Árna-
son. af sér og hefur bæjarstjóra-
starfið nú verið auglýst laust.
Þykja nú helzt hoi’fur á, að
Framsóknarmenn og Sjálfstæðis-
menn myndi meirihluta ásamt 1
Alþýðuflokksmanna og komm- | fulltrúa úr verkalýðsflokki.
Nýlega fór fram kjör forseta
bæjarstjórnar í Húsavík og var
Karl Kristjánsson albin. kiörinn
í stað Axels Bcnediktssonar
skólastjóra.
En harrn var áður bæjarstjórn-
arforseti í krafti meirihlutavalds
Enn koma nýir bílar til Akureyrár
Nýlega var hér birt mvnd af nýjum bílum, sem til bæjarins komu. Voru það Chevrolet- og Opel-bílar,
sem KEA hefur xunboð fyrir. Með Helgafelli komu nú á dögunum, auk Chevrolet- og Buick-bíla til
KEA, brezkir Ford-bílar til Bílasölunnar h.f. Sjást þeir á myndinni, Zephyr-, Prefect- og Consul-bílar
frá Fordverksmiðjunum brezku.