Dagur - 30.03.1955, Síða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 30. marz 1955
Þðð þarf að varðveita gömlu
húsin í Fjörunni!
Hugleiðing í tilefni af samkomu Zontaklúbbsins
fyrir Nönnahúsið
Sunnudaginn 20. niarz sl. efndi
Zonta-klúbbur Akureyrar til
nokkurs konar kynningarsam-
komu á Hótel KEA hér í bæ. —
Var til samkomunnar stofnað í
því skyni, að kynna starfsemi fé-
lagsins, sem á þessum árum sér-
staklega beinist að því að halda í
heiðri minningu skáldsins og rit-
höfundarins Jóns Sveinssonar
(,,Nonna“). — Zontafélagsskap-
urinn er að sínu leyti eins og Ro-
tary, alþjóðafélagsskapur, þar
sem konur ,er reka sjálfstæða at-
vinnu eða stjórna fyrirtækjum,
eru þátttakendur. — Það kemur
því vel heim við hugsjón þessa
félagsskapar, að taka sér fyrir
hendur að halda á lofti minningu
heimsborgarans „Nonna“, sem
jafnframt er heiðursborgari Ak-
ureyrar.
Þetta var mjög ánægjuleg
kynning. Salarkynni hótelsins
vistleg eins og æfinlega: Björt
hlý og hrein og blóm á borðum
og alúð félagskvenna, eins og
nærri má geta, hin hlýlegasta.
Margt var til skemmtunar:
Hljómlisý söngur og ræður. —
Svafa Jónsdóttir, leikkona, setti
samkomuna, Gísli Jónsson,
menntaskólaken'ppj'i, flutti- ^ett
erindi um skáldið og Árni íírist-
jánsson, menntaskólakennari, las
upp úr dagbókum Sveins föður
„Nonna“ og úr bókinni „Nonni“.
Líf og starf Jóns Sveinssonar
má heita eitt hið mesta og sér-
kennilegasta æfintýri, sem fyrir
íslending hefur komið, og hafa
þeir þó margir lent í ýmsu. Jón
var einn hinn mesti ferðalangur á
sínum tíma, fór t. d. kringum
hnöttinn (en það er nú orðið svo
hversdagslegt!). En þeir munu
færri, sem haldið hafa 4515 (að
eigin sögn) erindi um ísland á
ótal mörgum þjóðtungum eins og
„Nonni" gerði og bækur hans eru
þýddar á 30 þjóðtungur. — Þar
hefur „Nonni“ stungið alla ís-
lendinga út!
,,Nonni“ átti heima á Akureyri,
áður en hann, barn að aldri, fór
til útlanda, og svo einkennilega
vill til, að húsið, sem mamma
hans átti, er til enn. — Það er
þetta hús, sem Zonta-klúbburinn
hefur eignast, góðu heilli, fyrir
tilstilli eigendanna: Sigríðar Da-
víðsdóttur og Zóphoníasar Árna-
sonar, og það er hugsjón félags-
kvennanna að laga og prýða þetta
gamla hús í Aðalstræti 54 (Fjör-
unni), svo að það verði sómasam-
leg minning um Jón Sveinsson.
Bráðum á „Nonni“ 100 ára af-
mæli (16. nóv. 1957) og þá vilja
konurnar að hægt-verði að hafa
húsið til - sýnis - almenningi, og
hyigjast þá'hafá safnað því, sem
til næst, af minningum um hann,
Þeir,' sém Hfá það, að Nonna-
húsið komist upp (og það er ekki
hætt við að konunum takist það
ekki), munu viðurkenna, að þær,
hafi lauðgað Akureyrarbæ að’
merkum verðmætum, sem inn-
lendir og erlendir férðamenn t. d.
munu gera sér far um að kynnast.
En það er fleira þama í Fjör-
unni, sem þarf að varðveita en
„Ntinnahúsið"! —’ Það er gamla
húsið hans séra Matthíasar, þar
þarf aðkoma upp Matthíasarsafni.
— Þar er gamla prentsmiðjan
hans Björns Jónssonar, elzta
prentsmiðja á Akureyri. — Þar
er einnig hús Friðbjarnar Steins-
Forn söngur og nýr
Nokkur forn islenzk viðkvœdi,
sbr. ritgerð Finns Jónssonar um
islenzk fornkvœði i Ársriti Frœðafé-
lagsins 1916:
— Enginn veit til angurs fyrr en
reytiir.
— Stí er enginn glaður eftir annan
þreyr.
— Vel vitdi eg við veröldina skilja.
— Syrigur i siglubandi,
kaldr vindr er genginn burt af
landi.
— Fellur dögg á fagra eik i lundi.
— Það er kaupmanna prýði,
peir vinda segl við rá,
sigla peir sjó, pó sjóinn yfir pá drifi.
— Blitt lœtur veröldin,
fölnar fögur fold,
langt er siðan mitt var yndið lagt
i tnold,
— Hvað vilja bœndur kcera,
nú tnega hofmenn lœra.
sonar, þar sem Goodtemplara-
reglan var stofnuð hér á landi og
Friðbjöm hafði sína bókasölu,
sem líklega er sú elzta á Norður-
landi.
Það ætti ekki illa við að sám-
eina allt þetta hverfi og gera úr
því eitt allsherjar byggðasafn,
stafn af gömlum, merkum húsum,
þar sem meikismenn-hafa-húsum
ráðið. Og safna þar að sjálfsögðu
mörgum merkum munum og
verðmætum, sem minna á þá
merku eigendur.
Þá verður gaman að koma J
Fjöruna, þó blessuð kirkjan sé
farin, illu heilli-
Að þessu munu mörg og góð
öfl vinna, en bezt treysti eg kon-
unum til framkvæmda.
Halldóra Bjarnadóttir.
Hver vill faka að sér að aka börn-
um að Pálmholti í sumar?
Barnaheimilið færir út kvíarnar - leysir vanda-
mál margra beimila
Barnaheimilið Pálmholt, sem
Kvenfélagið Hlíf starfrækir hér í
útjaðri bæjarins, hefur nú starf-
að í 5 sumur og nú, er 6. surr.arið
fer í hönd ,er heimilið að færa út
kvíarnar, því að aðsókn er mikil
og vaxandi og reynslan sannar,
að starfræksla heimilisins leysir
vandamál margra heimila í bæn-
um, og helzt þeirra, sem mesta
rörf hafa fyrir örugga barna-
gæzlu af ýmsum ástæðum. Blaðið
átti nú í vikunni tal við frú Elin-
borgu Jónsdóttúr og frú Kristínu
Pétursdóttur um þessimál. Skýi'ðu
)ær frá því, að ákveðið væri nú
að taka 60 börn á aldrinum 3—5
ára á heimilið í sumar, og er það
fleira en nokkru sinni fyrr. í
fyrra var hafizt handa um að
byggja leikskála við heimilið og
verður því verki lokið í sumar.
Batnar þá aðstaða til muna. Ann-
ars er heimilið vel búið að öllu
leyti og landrými er nægilegt.
Hefur félagið nú nýlega fest kaup
á landi til viðbótar, og er land-
rými Pálmholts þá orðið um 8
«*■ •
dagsláttur. Forstöðijjcpna í sum-
verður ungfrú Margrét
jSehram. ei) .þún, er útskrifua jir
fkstruskólp 1 Reýkjavlk, Vpr hún
fóstra á heimilinu í fyrra og töldu
þær Elinborg og Kristín að heim-
ilinu væri vel borgið í höndum
hennar og hins bezta af henni að
vænta í starfinu.
—o—
En barnaheimilið á nú að stríða
við vandamál, sem ekki er enn
séð hvernig leysist: flutningur
barnanna að heimilinu og frá því.
Undanfarin ár hefur 26 manna
vegn annast flutningana kvölds
og morgna og var það fyrir-
komulag ágætt, en nú er sá vagn
tekinn til annarra nota og ekki
fáanlegur. Er heimilinu nú hin
brýnasta nauðsyn að komast í
samband við einhvern aðila, sem
hefur ráð á „rútubíl" eða öðrum
hentugum vagni, sem nota mætti
til þessara flutninga kvölds og
morgna. Vill blaðið hér með
bcina því til þcirra, sem ráð hafa
á slíku farartæki, í bæ eða héraði,
að þeir athugi hvort ekki geti
samrýmst hagsmunum þeirra að
semja við forráðamenn barna-
heimilisins um flutningana. —
Hér er ekki ætlast til neinnar
góðgerðarstarfsemi heldur mun
koma full greiðsla fyrir. Þc-gar
flutningamálið er leyst, mun
barnaheimilið geta geta lagt fram
aukinn skerf tilaðleysavandamál
barnaheimilanna í, bænum, sem
þurfa áð'kprpa börnupum af göt-
untií og i Hoirt umhverfi sumár-
mánuðina. Með því starfi vinnur
Kvenfél. Hlíf samfélaginu öllu
gagn.
100þús.kr.gjöfKr. Kristjánsson-
ar 1944 er orðin 142 þús. kr. í ár
Sjúkrahúsið liefur móttekið helming fjárins
20 árgangar af barnabiaðinu
„Yorið" á Ákureyri komnir úf
Fyrir fáum dögum kom ú< hér
á Akureyri 1. hefti 21. árgangs
bamablaðsins „Vorið“ sem þeir
gefa út Hannes J. Magnusson
skólastjóri og Eiríkur Sigurðsson
yfirkennari.
Er þetta eintak 40 bls., prentað
á ágætan pappír og hið vandað-
asta að öllum frágangi. Efnið er
fjölbreytt, og hefst heftið á stuttri
grein eftir Hannes J. Magnússon,
þar sem hann gerir grein fyrir
því, hvers vegna hann hóf úlgáfu
barnablaðs á sinni tíð, og rekur
hann síðan sögu blaðsins með
nokkrum orðum. Hannes minnir
á það í grein sinni, að þegar hann
hóf undirbúning að útgáfunni,
haustið 1931, var öðruvísi um-
horfs í þjóðfélaginu en nú er. —
Lestrarefni barna var fremur fá-
tæklegt og full þörf að bæta úr
því. En mest réði þó, að hann
taldi slíkt blað geta orðið að liði
við að halda uppi félagsstarfsemi
meðal barna, til dæmis barna- og
unglingafélagsskap góðtemplara-
reglunnar. Fyrsta blað Vorsins
kom út í janúar 1932, aðeins 8
síður, og komu út 8 hefti á ári
fyrstu tvö árin, en síðan var
blaðið stækkað í 12 síður og stóð
svo í 2 ár. En þá féll útgáfan nið-
ur í 3 ár, en blaðið hóf göngu á ný
1939, og gerðist Eiríkur Sigurðs-
son þá útgefandi og ritstjóri með
Hannesi og hefur svo verið síðan.
Hefur Vorið komið út reglulega
síðan sem ársfjórðungsrit, og lauk
20. árganginum um sl. áramót.
Þetta barnablað hefur átt vin-
sældum að fagna víða um land,
en einkum er það útbreitt á
Norðurlandi. Blaðið hefur það
orð, að flytja einvörðungu mann-
bætandi lesefni, vera íslenzkt í
málflutningi og viðhorfum og
reyna að láta gott af sér leiða í
hvívetna. Með þessu framtaki
sínu hafa þeir Hannes J. Magn-
ússon og Eiríkur Sigurðsson
gert útgáfustarfsemi hér á Akur-
eyri fjölbreyttari en ella, og er
það einnig nokkurs virði. — Er
ástæða til að þakka það og árna
Vorinu gengis í framtíðinni.
Tveir umsækjendur um
starf garðyrkjuráðu-
nautar
o
Tveir menn sækja um starf
garðyrkjuráðunautar hér á Ak-
ueyri, en það var nýlega auglýst
lil umsóknar. Sækja Sigurður
ij
Gunnlaugsson garðyrkjumaður
og Óskar Eiríksson búfræðingur.
Árið 1944, á fimmtíu ára afmæli
kvenfélagsins Framtíðin afhentu
hjónin frú Málfríður Friðriks-
dóttir og Kristján Kristjánsson
forstjóri, félaginu gjöf, að upp-
hæð hundrað þúsund krónur.
Skyldi fjárhæð þessi skiptast
jafnt milli elliheimilissjóðs, er
kvenfélagið hafði þá efnt til, og
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, er þá var hafinn undirbún-
ingur að og kvenfélagið lét sig
miklu varða.
Hefur fé þetta staðið á vöxtum
síðan, í vörzlum Framtíðarinnar,
og nam hvor helmingur þess um
síðustu áramót röskum sjötíu og
einu þúsundi króna.
Nú hefur stjórn Framtíðarinn-
ar afhent gjaldkera bygginga-
nefndar sjúkrahússins hlut þess
í gjöfinni, og mun því fé þegar
ráðstafað til kaupa á nauðsynleg-
um lækningatækjum.
Stjórn Framtíðarinnar vill nota
þetta tækifæri til að endurtaka
þakklæti sitt til gefenda þessarar
höfðinglegu gjafar og jafnframt
fyrir þann skilning og velvilja, er
gjöfin lýsti til menningar- og
mannúðannára Akureyrarbæjar.
Stjórnin.
TIL LEIGU
Iíefi til leigu 14. maí 4 her-
bergi í Skipagötu 12. Til-
valin fyrir skrifstofur eða
einsmanns herbergi. Allar
uppl. veitir undirritaður.
Eyþór H. Tómasson
Ford Prefect
með nýlegri vél, í góðu lagi
og vel útlítandi, til sölu.
A. v. á.
ÍBÚÐ
Hjón með 1 barn óska eftir
2-3ja herbergja íbúð 1. eða
14. maí. Þarf helzt að yera
á Oddeyri.
Uppl. í síma 2284.