Dagur - 30.03.1955, Qupperneq 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 30. marz 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Gjalddagi er 1. júlL
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Vcið á rafmagni frá orkirverunum
1 í UMRÆÐUM ÞEIM, sem hér hafa farið fram
nn rafmagnsverð, hefur komið í ljós, að á sama
:íma sem Sogsvirkjun selur ái-skw. á 650 krónur
lyggst Laxárvirkjun láta j)á, sem við orkuverið
skipta, greiða 850 kr. Eru menn ekki sammála um
éttmæti þeirrar verðlagningar. í sambandi við
oessi mál er fróðlegt að athuga afstöðu löggjafans
il i-afmagnsverðsins. Er þá fyrst að geta þess, að
/firstandandi Alþ. hefur til meðferðar tillögu átta
oingmanna Framsóknarflokksins, sem gerir ráð
: yrir að ríkisstjórnin undirbúi ráðstafanir til þess
nð raforka til almenningsnota verði seld sama
J ærði um land allt. Tillögu þessari fylgir ítarleg
ireinargerð, og segir þar m. a. á þessa leið:
,Á SUMARÞINGINU 1942 fluttu nokkrir þing-
i : ienn Framsóknarflokksins tillögu í sameinuðu
1 )ingi um raforkumál. Var þar lagt til, að kosin
yrði 5 manna nefnd, er gera skyldi tillögur urp
járöflun til þess að byggja rafveitur í því skyni
ih koma nægilegri raforku í allar byggðir lands-
: ns, „enda verði raforkan ekki seld hærra verði í
ii eifbýli en stærstu kaupstöðunum á hverjum
iíma.“
^essi tillaga var samþykkt á Alþingi með 43
! namhljóða atkvæðum.
Vfeii ihluti raforkumálanefndarinnar, sem kosin
j 'ar samkvæmt framannefndri ályktun árið 1942,
. iamdi frv. til raforkulaga og skilaði því til ríkis-
-tiórnarinnar í nóv. 1944. Skömmu síðan, í janúar
'.945, hlutaðist nefndin til um, að frumvarpið var
ómíð fram á Alþingi, sem þá var að störfum.
flutningsmenn frumvarpsins voru fimm, og fjór-
: r þeirra höfðu átt sæti í nefndinni sem samdi
: rumvarpið. í 12. gr. frv. var ákvæði um, að verð
:'aforkunnar frá ríkisrafveitunum skyldi vera hið
sama um land allt. En frumvarpið hlaut ekki
: íullnaðarafgreiðslu á þinginu.
.4 næsta þingi, seint á árinu 1945, var fram bor-
. ð frv. til raforkulaga að tilhlutun samgöngumála-
i ; 'óðuneytisins, og var það afgreitt með nokkrum
ireytingum sem lög frá þinginu. í frumvarpinu
'oru engin ákvæði um jafnt raforkuverð. Fulltrúi
5'' amsóknarfk)kksins í iðnaðarnefnd neðri deild-
ar bar fram svohljóðandi breytingartillögu við
I rrumvarpið:
,áöluverð raforkunnar skal vera hið sama um
dlt land og eigi hærra til notenda utan kaupstað-
anna en íbúar þeirra þurfa að greiða á hverjum
! ';íma að meðaltali.11
! Tillaga þessi var felld í þingdeildinni með 15
] <egn 13 atkvæðum.
Þá fluttu þrír þingmenn Framsóknarflokksins
uvohljóðandi tillögu:
„Heildsöluverðið skal vera hið sama um allt
] ,.and.“
j Tillaga þessi féll með jöfnum atkvæðum, 16
j igegn 16.
Á Alþingi 1952 flutti Eiríkur Þorsteinsson, þing-
•naður Vestur ísfirðinga, frumvarp til laga um
jöfnun raforkuverðs, en það hlaut ekki fullnaðar-
í afgreiðslu.
Eins og hér hefur verið rakið, hafa verið gerðar
j íokkrar tilraunir til þess að fá lögfest það fyrir-
j iieit, sem þingmenn gáfu ágreiningslaust með
J í lamþykkt þingsályktunai tillögunnar 1942, að raf-
orkan yrði ekki seld hærra verði
í dreifbýli en í stærstu kaupstöð-
unum ,en þær tilraunir hafa enn
ekki borið árangur.
Fyrirtæki þau, sem nú selja
raforku hér á landi, eru nálega
öll byggð af ríkinu eða með meiri
eða minni aðstoð þess. Ákveðið
hefur einnig verið, að ríkið byggi
þær aðalrafveitur til almennings-
þarfa, sem komið verður upp í
náinni framtíð. Og þar sem þjóð-
félagið hefur tekið þessar fram-
kvæmdir á sig í svo stórum stíl,
eins og nauðsynlegt var, er eðli-
legt, að allir þegnar þess njóti
sömu kjara. Mikið vantar nú á,
að svo sé hjá almenningsrafveit-
um, t d. er áberandi hátt verð á
rafmagni frá rafveitum á þeim
stöðum, sem ekki hafa vatnsafl
til rafmagnsframleiðslunnar.
Það er nú orðið viðurkennt af
möi'gum, að nauðsyn beri til að
gera aðstöðu manna í lífsbarátt-
unni sem jafnasta, hvar sem þeir
búa á landinu. Á það hefur verið
bent, hversu þýðingarmikið sé að
skapa og viðhalda jafnvægi í
byggð landsins. Starfa nú tveir
stjórnskipaðir menn að athugun
þeirra mála, samkv. ályktun Al-
þingis. Eitt af því helzta, sem þar
hlýtur að koma til greina, er að
gera ráðstafanir til þess að jafna
svo sem verða má aðstöðu manna
til að njóta þeirra lífsþæginda og
gæða, sem almenningur sækir
eftir og telja má til lífsnauðsynja
nú á tímum, en þar er rafmagnið
í fremstu röð.“
ÞAU RÖK, sem hér hafa verið
færð fyrir tillögunni um jöfnun
rafmagnsverðsins, eru vissulega
svo stei’k, að ótrúlegt verður að
telja, að ekki sé meirihluti fyrir
henni á Alþingi. Þinginu má ekki
ljúka svo, að úr því fást ekki
skorið.
Á nátfúrugripasafni.
Á SUNNUDÖGUM leggja
margir leið sína í náttúrugripa-
safn bæjarins í slökkvistöðvar-
byggingunni. Þótt safnið sé ungt
að árum, er þar margt merkilegt
að sjá. Fuglasafnið er mjög gott
og er sífellt að aukast. Og fyrir
áhuga umsjónarmannsins og vel-
vilja margra bæjarbúa, berast
safninu á ári hverju ýmsir munir.
Koma þeir víða að. Sumt útvegar
umsjónarmaðurinn — Kristján
Geirmundsson — sjálfur. Nýlega
hefur safninu t. d. bætzt storkur,
og fékk Kristján hann í skiptum
fyrir íslenzka fuglahami, frá
þýzku náttúrugripasafni. Stund-
um koma sjómenn með muni. —
Hafa skipsmenn á Sambar.ds-
skipunum og togurunum verið
drjúgir að afhenda safninu fugla
og sjódýr, til gagns og gamans
fyrir þá, sem í landi eru. Standa
bæjarbúar í þakkarskuld við alla,
sem hlynna að safnínu. Það er
ungt, en þegar góður vísir þess,
sem koma skal. Hálfnað er verk
þá hafið er.
Menningarstarfsemi á
hrakhóluni.
HÉR ER ÝMIS viðleitni til
menningarstarfsemi af bæjarins
hendi, en öll er hún á hrakhólum
og býr við þröngan kost. Amts-
bókasafnið, það merkilegá safn,
er í bráðarbirgðahsúnæði, svo
þi'öngu, að það notast engan veg-
inn eins vel og efni standa til Og
er þetta rétt hermt, þótt safninu
bætist einhver herbergi í sama
húsi, sem nú stendur til. Hús-
næðismál safnsins verða ekki
leyst nema í bókasafnsbyggingu
sem frá upphafi er sniðin um
bókasafnið og þá starfsemi, sem
því er tengd. Hér er til mei'kileg-
ur vísir að byggðasafni, en það
safn er húsnæðislaust með öllu.
Bærinn á vísir að málverkasafni,
sem vafalaust mundi aukast og
eflast, ef til væri einhver sama-
staður fyrir þær myndir. Hér er
nú rætt um að efna til Matthías-
arsafns, en húsnæðisleysi er þar
helzti þröskuldur í vegi, og svo
mætti lengi telja.
Safnahús er lausnin,
Á ÞESSUM húsnæðisvandræð-
um fyrir mer.ningarstarfsemi í
bænum er aðeins ein framtíðar-
lausn: bygging safnahúss, sem frá
upphafi væri sniðið utan um
þessa starfsemi alla og höfð við
vöxt. Þetta er framtíðarmál. Ljóst
ér, að bærinn skortir fjárhagslegt
bolmagn til þess að koma upp
slíku hvisi á næstunni. En hann
gæti farið að undirbúa það.
Stofna þarf safnahússsjóð, og
bæjarfélagið á að leggja dálítið fé
í hann á hverju ári. Ef sú stefna
hefði t. d. verið tekin upp fyrir 10
árum, mætti hefja verkið á þessu
ári og byggja í áföngum. Eg er
mótfallinn þeirri hugmynd að
gera efri hæð slökkvistöðvar að
safnahúsi fyrir bæinn: Það hús-
næði, er byggt verður, getur
komið í góðar þarfir fyrir ýmsa
starfsemi hæjarins, sem rrú er í
leiguhúsnæði. Safnahús á að vera
sérstök bygging á góðum stað, og
þannig gert, að það verði bæjar-
prýði og raunverulegur styrkur
öllu menningarstarfi í bæjarfé-
laginu.
Veiðiskapur í heiðavötnum.
Baidur Jónsson skrifar blaðinu
á þessa leið:
f 12. tölublaði Dags, 9. þ. m.,
á bakhlið þess, eru: Ýmis tíðindi
úr nágrannabyggðum. Þar á með-
al frá Fosshóli: Hjarnið á Fljóts-
heiði bílfært. Silungsvciði á
hciðavötnuni.
Ráðgerð er silungsveiðiför suð-
ur á Kálfborgarárvatn og ýtt
óbeint á fleiri til hins sama —
Trúlegt þykir mér að fréttamaður
blaðsins hafi eiginlega ekkert
leitt hugann að því, hvort slíkt
væri heimilt eða ekki .Annars
hélt eg að öllum almenningi væri
það ljóst, að enginn einstaklingur
mætti veiða fugl eða fisk í annars
landi án leyfis. Eg tek þig á hné
mér — góði Lúther (fréttamaður
blaðsins) — eins og lítinn dreng
og kenni þér það, að þú munir
ekki hafa heimild til að veiða sil-
ung í Kálfborgarárvatni, og þeg-
ar þér er kennt — er öðrum bent
— bent á það að enginn utan
sveitar og allmargir innansveitar
hafa ekki rétt til að veiða í
nefndu vatni og ætlast er til að
Fyrir nokkrum árum stofnuðu
þeir hagi sér þar eftir.
nokkrir Bárðdælir veiðifélag
Kálfborgarárvatns. Aðaltilgangur
þess félags var og er að leitast
við að rækta og efla silungsstofn-
inn, svo að útvegurinn beri sig
betur. — Meðlimir þessa félags
hafa EINIR dorgarveiðirétt upp
um ís á margnefndu vatni. —
Þannig standa sakir nú.“
Eiginmennirnir, sem vinna eldhússtörfin
Vestur í Bandaríkjunum eru sífellt í gangi svo-
nefnd skoðanakönnun um svo að segja allt í milli
himins og jarðar. Gallupstofnun og fleiri slíkar eru
'sífellt að rannsaka hvað fólk hugsar og gerir, og
birta niðurstöður. Sennilega er oft eitthvað að
marka þessi vísindi, þótt fyrir hafi komið að þeim
hafi skjátlast hrapallega, einkum í sambandi við
kosningaspár. Nákvæmari munu þær vera, er þær
taka fyrir störf manna fremur en hugsanir.
— Ætla má því, að það sé eitthvað að marka,
er þær birta t. d. fróðleik um það, hvernig eigin-
mennirnir reynist við eldhússtörfin. En samkvæmt
nýjustu niðurstöðum eru þeir drjúgir við diskaupp-
þvott og eldamennsku þar vestur frá. í nýlegu hefti
af Look er t. d. greint frá því, að 62 af hverjum 100
eiginmönnum í Bandaríkjunum hjálpi konum sín-
um við að þvo upp og 40 af hverjum hundrað hjálpi
til við eldamennskuna. Það kom og í ljós, að yngstu
eiginmennirnir eru harðduglegastir á þessu sviði. f
New York til dæmis hjálpuðu 87 af hverjum 100
eiginmönnum á aldrinum 21—29 ára við ýmiss kon-
ar innanhússtörf. En þeir virðast slappast með
aldrinum. Þegar aldurinn er kominn yfir 45 ár er
prósentan líka komin niður í 70. Virðist mega skoða
þetta sem uppbót á að verða gamall.
í þessu sama Look-hefti, er fróðleg og gamansöm
grein um eiginmenn í þessu nýja hlutverki. Er
greinarhöfundur að velta því fyrir sér, hvernig
standi á því, að húsbóndinn á heimilinu, sem fyrir
nokkrum áratugum sat keikur við borðsendann og
lét heimilisfólkið stjana við sig er nú sjálfur á
hlaupum fram í eldhús að sækja þetta eða hitt, og
stendur svo með svuntu að diskauppþvotti að lok-
innni máltíð Ástæðurnar cru margvíslegar, en höf-
undur telur meginorsök ógæfunnar (fyrir karlþjóð-
ina) að karlmenn gerðust stuðningsmenn kvenrétt-
inda á liðnum áratugum i stað þess að halda eins
lengi í forréttindi sín og stætt var. Eftir að jafnrétti
var viðurkennt, gat ekkert forðað karlmönnunum
frá eldhúsinu, segir þar. Þá kennir hann því og um,
að karlmenn hafa — af misskilningi — lagt sig fram
um að finna upp alls konar heimiilstæki til hús-
hjálpar, svo sem þvottavélar, ísskápa, uppþvottav.,
ryksugur o. s. frv. en gættu bara ekki að því að út-
koman á því varð sú, að þeir máttu sjálfir erfiða við
að nota þessi tæki. Þá hafa karlmenn, segir í grein-
inni, barizt fyrir styttri vinnutíma og lengri helgum,
og til hvers? Jú til þess að þrífa til í kjallaranum,
mála gluggana, þvo upp, ditta að girðingunni. Þetta
ei’ sjálfskaparvíti að áliti höfundar, en of seint að
iðrast eftir dauðann.
Við eigum cngar stofnanir hér á Islandi, sem geta
saga okkur hve mörg prósent af íslenzkum eigin-
mönnum tilheyra hinni nýju stétt eldunar- og hrein
gerningamanna, en ætla má, að við slögum í þessu
efni, sem sumum öðrum efnum, hátt upp í Amer-
íkumanninn. Ungu eiginmennirnir standa við eld-
húsborð og vaska og hlaupa um húsið með diska-
iþurrku eða bleyju, en þeir eldri eru kannske eitt-
hvað slappari, hér eins og þar. íslenzka konan er
enginn eftirbátur stallsystra sinna í öðrum löndum
að krefjast jafnréttis.