Dagur - 30.03.1955, Page 6

Dagur - 30.03.1955, Page 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 30. marz 1935 í óttans dyrum Saga eítir DIANA BOURBON 24. DAGUR. (Framhald). Eg sá einnig svip Renés spegl- ast í skilrúmsglerinu, og skildi, að hvaS sem þessi sakleysislega spurning mín annars merkti í huga hans, var hugmyndin um leynidyr engan veginn nein nýj- ung fyrir hann. „Nei, heyrðu nú,“ sagði Babs. „Leynidyr! Ekki nema það þó. Annars er hugmyndin skemmti- leg. Það væri svei mér gaman að birtast allt í einu í klúbbnum þegar gleðskapurinn stendur sem hæst! En hvernig datt þér þetta íhug?“ Eg yppti öxlum. „Ekki af neinu sérstöku, mér flaug þetta bara í hug.“ Eg sá að hún trúði ekki þessari yfirlýsingu. René fór loksins, en lofaði að koma aftur síðar um daginn. Og um það bil klukkustund eftir að myrkt var orðið, var eg kölluð niður í anddyri. Yfirþjónninn til- kynnti, að sendiboði biði mín niðri. Hann hélt hann væri frá sendiráðinu, og vildi ekki koma inn fyrir. Þetta hlaut að vera Mohr! Og ■til þess að sætta þá, sem tor- tryggnir kynnu að vera, við komu hans, fékk hann mér digurt um- slag og lét mig kvitta fyrir. En lét dæluna ganga í hálfum hljóðum um leið: „Eg fór strax eftir að dimmt var orðið og ætlaði að taka g!er- augun þín, en það var óþarfi. Húsið var brunnið til ösku.“ „Hvað segirðu?“ „Brunnið til kaldra kola. Og laglega af sér vikið í þokkabót. í rústunum mátti sjá fosfórglampa, rétt eins ogíkveikjusprengjahefði verið að verki. Þeir halda því að íkveikjusprengja hafi fallið inn um þakglugga og ekki hafi verið tekið eftir því fyrr en um seinan. Og nú er ekkert að sjá þar. Bara rústir.“ „En lík Janie?“ „Þeir hafa ekki leitað að neinu líki. Þeir telja að lafði Janie hafi ekki verið heima. Og ef eitthvað finnst seinna, þá er það bara venjulegt slys í loftárás. Það er allt og sumt.“ Rétt í þessu kom herforingja- bill akandi að húsinu. í honum var Romney hershöfðingi. Ben kinkaði kolli til mín og flýtti sér í burt. Hann lofaði að láta mig heyra frá sér í síma síðar. Eg beið unz hershöfðinginn var kominn í talfæri. Hann varð á undan að ávarpa mig: „Hvernig líður henni?“ spurði hann. „Onnu? Hún er eins. Hún er enn meðvitundarlaus.“ „En Babs?“ „Hún er ákaflega taugaspennt. En það er eins og vænta mátti.“ „Eg get því miður ekkert stanz- að. Skrapp aðeins til þess að telja hana á að fara til Cambridgeshire ásamt drengnum og móður minni. Hún getur ekki gert neitt fyrir Onnu hér, og hún ætti ekki að vera hér, eins taugaóstyrk og hún er, meðan verstu loftárásirnar ganga yfir. Viljið þér ekki koma með mér til hennar? Eg er hræddur um hún neiti að fara.“ Og það voru engar ýkjur Babs neitaði ekki aðeins harðlega, hún æsti sig upp rétt eins og það væri óbærileg hugsun að skilja við þet^a gamla og draugalega hús. „Én kæra Babs,“ sagði hers- höfðinginn. „Þú gerir ekkert gagn með því að vera hér kyrr, hvorki fyrir sjálfa þig né aðra. Eg get fundið þig úti í sveit alveg eins oft og hér eins og nú er ástatt Og þú og drengurinn væruð örugg þar.“ „Nei, eg fer ekkert. Eg get ekki farið og eg vil ekki fara héðan,“ sagði Babs þvermóðskulega. Mér fannst aðeins vanta að hún segði,' að hún vildi ekki fara frá þessu húsi og þeim leyndardómi, sem það geymdi. „Kannske það sé einhver viss persóna hér, sem þú villt ekki yf- irgefa?" Rödd hans var breytt. Hann talaði hörkulega. „Þú mátt halda um það sem þér sýnist.“ Eg vildi ekki hlusta á þetta uppgjör og gekk út á ganginn og lokaði á eftir rnér. Skyldi þetta vera það, sem René átti að gera? Að balda henni kyrri í London ? Eftir dálitla stund kom hers- höfðinginn út frá henni. Hvað svo sem gerzt hafði var hann ekki lengur reiður. „Eg skal senda bíl eftir þér eftir klukkutíma eða svo,“ sagði hann í dyrunum. En hún sat við sinn keip. „Eg fer ekkert,“ endurtók hún í sí- fellu. Hann benti mér að fylgja sér. „Eg sendi bflinn í öllu falli,“ sagði hann. „En eg gæti trúað að hún neitaði enn aS koma- meS -honum. Eg skil ekki hvað gengur að henni. Kannske væri bezt að eg léti móður mína búa hér hjá henni um sinn.“ (Framhald). SKEMMTISAMKOMA í Sólgarði laugardaginn 2. apríl n. k. og hefst kl. 9.30 e. h. TIL SKEMMTUNAR: Sjónhverfingar: Björgvin Júníusson. Upplestnr og gamanvísur: Jón Norðfjörð Gamanþáttur: Guðmundur Ágústsson Spurnivgaþáttur: Já eða nei? Haukur og Kalli spila. Veitingar. Ungmennafél. Saurbæjarhr. STÚLKU vantar í eldhús Fjórðungs- sjúkrahússins á Ak. frá 15. apríl næstkomandi. Uppl. í síma 1294. Lítil íbúð í Flafnarstræti 37 cr til sölu. Tækifærisverð. Jóhamies Guðmundsson. Hafnarstræti 47. Innilaukar: Besoníu- og GIox- iníu laukarnir eru komnir aftur. Blómabúð KEA. Tökum fram í dag: Mokkastell (Postulm 6 teg.) Sígarettukassa Sígarettuhylki °g Öskubakka Blómabtið KEA. TIL SÖLU tvær, fjögurraherbergja íbúð- ir neðarlega á Oddeyri, góð geymsla í kjallara. Upplýsing- ar gefur ' < ' j ‘ - Elías Tómasson Búnaðarbankanum Barnavagn til sölu. A. v. á. Orgel (Leibmann) TIL SÖLU. Uppl. í síma 1588. EIN ÞYKKT, ER KEMUR í STAÐ SAE 10-30 OLÍUFÉLAGIÐ H.F. Söluumboð t Olíusöludeild KEA Sími 1860 og 1100. Jarðarför bróður okkar, STEFANS JÓNSSONAR, fer fram laugardaginn 2. apríl og hefst með húskveðju að Sandgerði í Glerárþorpi kl. 1 e. h. — Jarðsett verður að Lög- mannshlíð. Systkini hins látna. IHjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með g heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttatíuára afmæli s mínu. — Sérstaklega þakka ég „Kvenfélagi Svalbarðs- g strandar“ og „Kristinboðsfélagi kvenna Akureyriu ransn- | arlegar gjafir. — Guð blessi ykkur öll. g Sigríður Þórláksdóttir. g Geysir heldur konsert í Nýja Bíó næstkomandi sunnudag kl. 3 e. h. Ingibjörg Steingrímsdóttir syngur einsöng með kórnum. Aðrir ein- söngvarar eru: Henning Kondrup og Sigurður Svan- bergsson. HANDKLÆÐI HANDKLÆÐADREGILL 2 tegundir ÞVOTTAPOKAR Vefnaðarvörudeild Frá Skákfélagi Akureyrar Skákþing Akureyrar hefst sunnudaginn 3. apríl kl. 2 e. h. í Hafnarstræti 88. — Keppt verður um titilinn skák- meistari Akureyrar. — Þátttaka tilkynnist til stjórnar félagsins fyrir 2. apríl. Stjórniv. IJfsæðiskarlöflur Þeir, sem ætla að biðja oss fyrir sölu á útsæðiskartöfl- um tilkynni oss það fyrir páska. KJÖTBÚÐ KEA. Tilkynning um garða Þar sem nú er búið að ákveða þann hluta af Hafnar- og Golfvallargörðunum, sem látnir verða í ár undir kart- öflurækt fyrir almenning, er nauðsynlegt að þeir sem áður hafa haft garða þarna, tali við mig sem fyrst. Ekki síðar en 6. næsta mánaðar. Þeir, sem missa garða sína þarna, er hægt að benda á Vinnuskólalandið. Finnur Árnason. Auglýsið í Degi CBÍÍHSÍBÍtHShÖtHStHÍtHÍÍHÍtHÍtHÍtHÍÖÍBÍÖÖÍHÍtHÍÍHÍtHlHÍÖ-ttÖÍHlHÍÖÍHÍtH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.