Dagur - 30.03.1955, Síða 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 30. marz 1955
Sparimerkjasala í barnaskólanum
Sala sparimerkja hér í Bamaskólanum hefur gengið greiðlega í vet-
ur og hafa bömin keypt merki fyrir álitlega fjárupphæð. Vafalaust
er, að mikið af þeim peningum, sem nú er á vöxtum í banka, hefði
ella farið í sælgætiskaup eða annan óþarfa. Snorri Sigfússon, sem
hefur umsjón með þessari starfsemi fyrir hönd Landsbankans, hefur
skýrt blaðinu svo frá, að kennaralið Barnaskólans hér hafi lagt fram
mikið og gott starf sparifjársöfnuninni til styrktar. Myndin er tekin
í kennslustund nú í vikunni. Öm Snorrason kennari er að afhenda
sparimerki í einum bekk skólans.
Andrúmsloffið hér og í Reykjavík
heilbrigðara en í öðrum bæjum
í síðasta hefti Fréttabréfs um
heilbrigðismál, sem próf. Níels
Bungal ritar; er fróðleg grein um
heilnæmi andrúmsloftsins í ýms-
um borgum og niðurstöður rann-
sóknar; sem brezki vísindamað-
urinn prófessor Kennaway hefur
gert í brezkum borgum og hér á
landi og í Kaupmannahöfn og
Osló.
Kom prófessorinn hingað til
lands 1953 og var að hans tilstilli
komið fyrir rannsóknartækjum í
rannsóknarstofu Háskólans í
Reykjavík, í Barónsstig í
Reykjavík og í sjúkrahúsinu hér
á Akureyri. Mældist sótmagn
andrúmsloftsins hér miklu minna
en í enskum borgum og mun
betra en í höfuðborgum Norður-
landa, og arsenik í lofti og sóti var
Tvær ýtur að snjó-
mokstri á Öxna-
dalsheiði
Þessa dagana vinna tvær ýtur
að snjómokstri á Öxnadalsheiði
og hefur vegamálastjórninbrugð-
ist vel og drengilega við að opna
samgönguleiðina suður til n'okk-
urrar frambúðar, en vegurinn er
nú að kalla eina leiðin, sem fær
er; síðan verkfall hófst. Mikill
snjór er á heiðinni á svonefndum
Flóa, og eru göngin víða um
mannhæðar há. Unnið er að því
að ryðja snjónum sem mest út af
veginum. Akfæri var allgreitt í
fyrradag, og kom áætlunarbíll
Norðurleiðar frá Reykjavík hing-
að kl. 11.30 um kvöldið. Holta-
vörðúheiði er farin á hjarni, en
snjólaust að kalla er á láglendi
hér veetur undan.
hér hverfandi lítið miðað við það,
sem annars staðar gerist.
Virðist því af þessum áthug-
unum, að andrúmsloft hér sé
heilnæmara og hreinna en í öðr-
um bæjum. Er vonandi, að Rvik
og Akureyri takizt að halda þess-
um heiðri, að vera lofthreinustu
bæir Evrópu.
Séra Þormóður á Yatns-
enda látinn
Fyrir fáum dögum andaðist á
ríkisspítalanum í Kaupmanna-
höfn séra Þormóður Sigurðsson
á Vatnsenda í Ljósavatnshreppi.
Hafði hann farið til Danmerkur
til að leita sér lækninga. Séra
Þormóður var rúmlega fimmtug-
ur, fæddur árið 1903, að Yztafelli
í Köldukinn, sonur Sigurðar
bónda og ráðherra Jónssonar og
Kristbjargar Marteinsdóttur
konu hans. Hann lauk guðfræði-
námi 1928 og var vígður til Þór-
oddsstaða í Kinn sama ár. Síðan
1931 sat hann á Vatnsenda. Auk
prests-tarfs gegndi hann ýmsum
trúnaðarstörfum í sveit sinni.
Togararnir landa
saltfiski
Togarar Útgerðarfélags Akur-
eyringa h.f. hafa landað hér á
Akureyri síðustu daga sem hér
segir: Harðbakur 25. þ. m. 148
lestir saltfiskur og 36 lestir nýr
fiskur. Skipið fór á veiðar á laug-
ardag. — Kaldbakur 28. þ. m. 120
lestir saltfiskur og 2 lestir nýr
fiskur. Skipið fór út í gær. —
Sléttbakur í gær, áætlað, 80 lestir
saltfiskur, 25 lestir nýr fiskur.
Skipið fer út í dag. — Svalbakur
er væntanlegur hingað í dag.
Togarinn heitir Norðlendingur og
á heima í Ólafsfirði
Er þegar farion að veiða fyrir frystihús
Hörmulegt slys
í gærkveldi
I gærkveldi, rétt áður en
blaðið fór í pressuna, vildi það
slys til að Ilelgi Stefánsson frá
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal
varð undir dráttarvél, er hann
var að leggja af stað með aust-
ur yfir heiði ásamt tveimur
sveitungum rínum er voru með
sína dráttarvélina h\Tor. Var
hann þegar fluttur í sjúkrahús
og var meðvitundarlaus síðast
þegar fréttist.
Aðalfundur Framsókn-
arfélags Svarfdæla
Framsóknarfélagið í Svarfað-
ardal hélt árshátíð sína að Höfða
19. marz sl. Helgi Símonarson
bóndi að Þverá flutti aðalræðuna,
Jóhannes Oli Sæmundsson
fræðslufulltrúi sýndi 2 kvik-
myndir og sagði ferðaþátt og
Björn Jónsson bóndi á Ölduhrygg
las upp kafla úr bók Davíðs Stef-
ánssonar, Sólon Islandus. Siðan
var dansað fram á nótt. Veitingar
voru hinar myndarlegustu og
samkomnan eins fjölsótt og hús-
rúm frekast leyfði og hin ánægju
legasta í hvívetna.
í s.I. viku luku fullírúar norð-
lenzku kaupstaðanna þriggja,
Olafsfjarðar, Sauðárkróks og
Húsavíkur, við hlutafélagsstofn-
un um togaraútgerð þá, sem búin
er að vera á döfinni frá því á s.l.
hausti.
Heitir útgerðarfélagið Norð-
lendingur, og ber togarinn, sem
félagið hefur keypt með milli-
göngu fjármálaráðuneytisins,
sama nafn. Er heimilisfang skips-
ins í Ólafsfirði og ber það ein-
kennisstafina ÓF—4. í stjórn hins
nýja félags eru Jón Gunnarsson
kaupfélagsstjóri, ÓJafsfirði, form.
Björgvin Bjamason, bæjarstjóri,
Sauðárkróki, og Jóhann Her-
mannsson, bæjarfulltr.^ Húsavík.
Félagið hefur samið við Út-
gerðarfélag Akureyringa um
rekstur togarans og er Guðmund
ur Guðmundsson framkv.stjóri
skipsins.
Skipið fór á veiðar um s.l. helgi
og hefur aflað vel í upphafi að
þvl blaðið hefur frétt. Mun skip- ’
ið leggja upp aflann til frystingar. ’
Fjölmeniii á æskulýðs-
fuiidinum
Mikið fjölmenni sótti æsku-
lýðsfundinn í Akureyrarkirkju á
sunnudaginn. Veður var ákaflega
gott og lék Lúðrasveitin úti og
var þar fjöldi áheyrenda. Síðan
var gengið til kirkju og var svo
margt kirkjugesta, að eigi fengu
allir sæti. Aðalræðuna á fundin-
um flutti séra Kristján Róberts-
son. Almennur söngur var og var
m. a. sungið lag og sálmur fund-
arins: „Hver stund er stund með
þér“. Fundurinn stóð í röskar
2 klst.
Ymis tíSindi úr nágrannabyggðum
Afli glæðist mjög á
heimamiðum eyfirzku
hátanna
Ólafsfirði.
Tveir trillubátar, sem réru í
fyrradag með loðnu, fengu góð-
an afla. Stígandi 6 þúsund pund
og Þrándur 3 þúsund pund.
Jörundur kom með fullfermi
til Ólafsfjarðar í gærmorgun og
landaði þar í gær. Var skipið að-
eins fáa daga í þessari veiðiför.
Nokkuð af aflanum var karfi.
M.s. „Haukur“ kom til Ólafs-
fjarðar á sunnudaginn. Hann var
á vertíð í Hafnarfirði en leitaði
til heimahafnar þegar verkfallið
skall á. Hann var með mikinn
fisk um borð en fékk ekki losun
í Hafnarfirði. í Keflavík gat hann
losað 8 tonn, en með afgar.ginn
kom hann norður og verður fisk-
urinn hengdur upp. Hann var far
inn að skemmast lítilsháttar.
Haukur mun fara á togveiðar og
leggja aflann upp á Dalvík og
Ólafsfirði.
Undanfarið hefur verið at-
vinnuleysi í kaupstaðnum. Hefur
nú brugðið mjög til batnaðar i
því efni og hafa menn nóg að
gera eins og er.
ísinn á Mývatni 95
cm. þykkur
Reynihlíð.
Mývatnssveit hefur verið björt
og fögur undanfarið. En vetrar-
ríki er mikið og frostharka hverja
nótt, allt upp í 14 stig. Þó brá til
þíðviðris á þriðjudagsnótt og var
nokkur bloti í gær. Snjór er ekki
mikill en jörð er djúpt frosin. ís-
inn á miðju Mývatni reyndist 95
cm. þykkur, er hann var mældur
fyrir fáum dögum. Vegirnir bera
glögg merki hinna langvarandi
frosta í vetur. Frostið hefur Iyft
þeim óvenjumikið. Eru því ræsi
varasöm og virðast sokkin. Einn-
ig vegarkaflar þeir, er liggja á
klöpp eða annarri fastri undir-
stöðu. Er vegurinn af þessum
sökum ósléttur. — 25. þ. m. lézt
að Skútustöðum í Mývatnssveit,
Margrét Benediktsdóttir. Var
hún elzti Mývetningurinn. Mar-
grét var vinnukona alla æfi og
hin mesta trúleiks- og sómakona
oghafði oftar en einu sinni hlotið
verðlaun fyrir störf sín.
Loðnuganga á Eyjafirði
Haugaresi.
Bátarnir á Hauganesi reru á
mánudag með nýja loðnu frá Ak-
ureyri til beitu. Aflinn var 4—6
skippund. Sjómenn verða varir
við miklar loðnugöngur út í firð-
inum og eru þær á innleið. Ekki
hefur þó tekizt að veiða hana þar
út frá.
Raufarhöfn sérstakt
læknishérað
Rauíarhöfn.
Fjöldi fólks frá Raufarhöfn er
á vertið fyrir sunnan í vetur. Er
þar því fremur fámennt. Snjór er
ekki sérlega mikill þar austur frá,
en svellalög og mjög frosin iörð.
í fyrradag samþykkti Alþingi
að Raufarhöfn yrði sérstakt
læknishérað. Fagna Raufarhafn-
arbúar þessari nýju lagasetningu.
Hrefna skotin við
Hrísey.
Hríseyjarbátarnir fengu léleg-
an afla á mánudag. Telja sjómenn
þar að enn muni ekki veruleg
fiskiganga komin.
Páll Pálsson hrefiiuskytta skaut
hrefnu á mánudaginn, út á móts
við Hrísey. Er þetta fyrsta hrefn-
an, sem hann veiðir í ár. Fór
hann með hana til Dalvíkur og
var unnið þar að hvalskurði í
gær
Loðna veiðist á Akur-
eyrarpolli
Á sunnudaginn veiddist fyrsta
loðnan á Akureyrarpolli, um 25
tunnur. Mest af henni var þegar
selt til beitu í verstöðvarnar út
með firðinum. Pollurinn var ísi
lagður í fyrradag. En í gær varð
aftur vart við loðnu og var þegar
í gærmorgun farið að kasta fyrir,
hana.
Húnavaka á Blönduósi
Dagana 22. til 27. marz stóð hin
árlega Húnavaka á Blönduósi. —
Var gestkvæmt í bænum þessa
daga og margt til skemmtunar að
vanda. Leikfélagið á Blönduósi
sýndi „Þrjá skálka“. en leikstjóri
er Tómas R. Jónsson á Blönduósi.
Héraðsbúar sáu fyrir söng á vök-
unni. Hafði Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps samsöng, en söng-
stjóri er Jón Tryggvason í Ártún-
um. Einnig skemmti Karlakórinn
Húnar með söng, en söngstjóri er
Guðmann Hjálmarsson. Þá voru
kvikmyndasýningar dansskemmt
anir o. fl. Meðal þess, sem fram
fór, og athygli vakti, var mælsku-
keppni í milli héraðsbúa austan
og vestan Blöndu. Kepptu í öðru
liðinu Ágúst B. Jónsson á Hofi,
Runólfur Björnsson á Kornsá,
Halldór Jónsson á Leysingja-
stöðum og Lárus Sigurðsson á
Tindum, en í hinu liðinu Gunn-
ar Grímsson, Skagaströnd, séra
Valdimarsson Skagaströnd, séra
Pétur Ingjaldsson, Höskuldsstöð-
um, og Pétur Pétursson, Blöndu-
ósi. — Þótti að þessu hin bezta
skemmtun og ræðumenn standa
sig með prýði.