Dagur - 30.04.1955, Blaðsíða 8
8
Bagub
Laugardaginn 30. apríl 1955
Berklavarnir í Indlandi
Heiibrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálparsjóðurinn
standa fyrir merkilegri berklavamastarfsemi í fylkinu Behar á Ind-
iand. Berklavarnastöð á hjólum fer um fylkið og eru börn gegnum-
lýst. Þá er og veitt aðstoð við að koma upp berklavarnastöðvum víðs
vegar í landinu. Þannig vinna Sameinuðu þjóðirnar m. a. merkilegt
starf í þeim hlutum heirns, sem mesta þörf hafa fyrir bætta heil-
brigðisþjónustu og aukið fræðslustarf.
Þæffir úr orafóríunni „Friður á
jörðu" á Mjukonierl Björgvins
Kantötukórinn hefur starfað í 24 ár
IS
úr nágrannðoyggðum
Á þriðjudagskvöldið kemur
verða kveðjuhljóinleikar Kan-
tötukórs Akureyrar fyrir Björg-
vin Guðmundsson tónskáld, í
Nýja-Bíó.
Og síðan verður konsertinn
endurtekinn 4 miðvikudags-
kvöldið. Með þessum hljómleik-
um lætur Björgvin Guðmundsson
af stjórn Kantötukórsins eftir 24
ára starf, en hann er stofnandi
kórsins og stjórnandi frá upphafi.
Þættir úr Friður á jörðu.
Á þessum kveðjuhljómleikum
verða fluttir 1. og 3. þáttur óra-
tóríunnar „FriSur á jörðu“ eftir
Björgvin, og hafa þeir þættir ekki
verið fluttir hér áður. En Tón-
listarfélagskórinn í Reykjavík
flutti meginhluta verksins fyrir
nokkrum órum, undir stjóm dr.
Urbancic.
Undirleik á píanó annast að
þessu sinni ungfrú Guðrún
Kristinsdóttir píanóleikari, en
með einsöngs- og tvísöngshlut-
verk fara Björg Baldvinsdóttir,
Eiríkur Stefánsson, Hermann
Stefánsson Jóhann Konráðsson,
Jóhann Ogmundsson, Lilja Hall-
grímsdóttir, Matthildur Sveins-
dóttir, Petrína Eldjám, Rósa Jó-
hannsdóttir og Sigríður P. Jóns-
dóttir. Er því vel vandað til flutn-
ings verksins.
Hóf að kynna sér óratór.'óverk.
Kantötukór Akureyrar á sér
merka sögu. Kórinn setti sér það
takmark að kynna órótóríóverk,
með þvi að flytja verk Björgvins
tónskálds, sem hann hefur samið
í því formi, og með flutningi
klassískra verka. Á nær aldar-
fjórðungsskeiði hefur kórinn
flutt mörg slík verk hér og í
hljómleikaferðum heima og er-
lendis.
Kórinn heíur haJdið hljómleika
hér á Akureyri árlega, og stund-
um oft á ári, sungið við ýmis
tækifæri. og farið söngferðir til
helztu kaupstaða landsins. Árið
1951 fór kórinn Norðurlandaför,
og tók þátt í söngkeppni bland-
aðra kóra frá Norðurlöndum. —
Hlaut kórinn þar 2. verðlaun og
ágæta dóma gagnrýnenda. Fóru
listdómarar þá miklum viður-
kenning-arorðum um Björgvin
sem tónskáld og söngstjóra.
Framííð kórsins óráðin.
Framtíð Kantötukórsins er
óráðin eftir að Björgvin lætur af
söngstjórninni. Þess er vænst, að
einhver taki upp merki hans og
kórinn geti starfað áfram. En vel
má svo fara, að bið verði á því að
tækifæri gefist til að hlýða á söng
kórsins aftur. Er þess að vænta,
að fjölmenni sæki hljómleikana í
næstu viku.
Saiiðhurður að lief jast í
Saurbæjarfireppi
Ur Saurbæjarhreppi er blaðinu
skrifað á þessa leið:
„Sauðburður er í byrjun á ör-
fáum bæjum hér, en mun al-
mennt hefjast eftir viku.
Mesta gleðiefni þessa dagana er
lausn verkfallsdeilunnar. Hefur
hún komið illa niður á bændum
ekki síður en á öðrum stéttum
þjóðfélagsins. Sérstaklega hefur
verið bagalegt, að steinefna-
áburðurinn tafðist. Hefði v.'ða
verið búið að bera hann á, af því
að vel hefur viðrað. En eins og
kunnugt er þarf steinaefnaáburð-
urinn, superfosfat og kalí, langan
tíma til að leysast upp, og þarf
því að 'bera hann á snemma, svo
að hann komi að fullum notum.
Bændur eru almennt farnir að
nota meira af honum en áðui og
telja þessar áburðartegundir
nauðsynlegar til að fá gott og
heilnæmt heyfóður. Hefur líka í
seinni tíð dregið mjög úr hinum
mikla kúadauða, sem var í hérað-
inu.
Byggingaframkvæmdir í hreppn
um verða nokkrar í sumar, enda
mun þeii-ra mikil þörf, sérstak-
lega með tilliti til þess að sauðfé
fjölgar ört. Einnig verða byggð
íbúðarhús á Sandhólum, Hleiðar-
garði og í Yztagerðislandi verður
byggt íbúðarhús og nýbýli stofn-
að.
Þessar byggingar verða þó því
aðeins gerðar, að smiðir fáist við
framkvæmdirnar. En á þeirn er
mikill hörgull eins og er.
Starfsemi Mjólkursam-
lags á Blönduósi -
bændur vænta bættra
skilyrða til sa uðfjár-
ræktar - hafnarbætur
á Blönduósi
Blönduósi.
Mjólkursamlagið á Blönduósi
hélt nýlega aðalfund sinn, Inn-
vegið mjólkurmagn var 12%
meira en í fyrra. F.ndanlegt verð
til bænda varð kr. 2,22, og er það
sama verð og var síðastliðið ár.
Sala hefur aukizt mjög á mjólk-
urdufti. Nýmjólkurduftið er eft-
irsótt til sælgætisgerðar. Meðal
kaupenda að því er t. d. Súkku-
laðiverksmiðjan Linda á Akur-
eyri. Undanrennuduftið er notað
í margs konar iðnað og er einnig
mjög gott fóður.
Tíðin hefur verið hin ágætasta
í sveitunum og útigönguhross eru
holdgóð. Þeim var víða gefið lítils
háttar í febrúar. Fénaðarhöld eru
ágæt. Lokun heiðanna vegna
sýkingarhættu. hefur þrengt
mjög að fénu undanfarið, og gert
það afurðaminna. Nú standa von-
ir til að heiðarnar vet-ði opnaðar
á ný, og er þá von um betri áf-
komu sauðfjárbænda en verið
hefur hin síðustu ár.
Tún eru tekin að gróa. Fiskur
er enginn í flóanum, og hefur
ekki verið til margra ára Er
órannsakað, hvað því veldur.
Hafnarbætur er mikil og hráð
naúðsyn á Blönduósi. í fyrrasum-
ar var nokkuð unnið að hafnar-
bótum og þá m. a. sökkt niður
steinkeri miklu og verður öðru
væntanlega sökkt þar í sumar.
Hin lélega höfn á Blönduósi hefur
verið öllum almenningi hér
vestra til mikils baga og aukið
vöruverð til stórra muna. Áfram-
haldandi hafnarbætur eru því
mikið áhugamál manna. og það
sem þegar hefur verið gert, eykur
bjartsýni manna um farsæla
lausn málsins í næstu framtíð.
Hólaskóla slitið í dag
Hólar í Hjaltadal.
Hólaskóla verður slitið í dag.
Verður nánar sagt frá því í næsta
blaði.
Snjólaust er í Hjaltadal og
gróður farinn að sjást á túnum.
Vegir eru sæmilegir enda gert
við þá jafnóðum, meðan klaki er
að fara úr jörð.
Sauðburður byrjar um miðjan
maí en gemlingar eru látnir bera
viku fyrr. Hross hafa gengið
mjög vel undan vetrinum að
þessu sinni.
Guðrún á Guðlaugs-
stöðum látin
Blöndudal 21. apríl.
Hinn 14. þ. m. var jarðsungin að
heimagrafreit að Guðlaugsstöðum
merkiskonan Guðrún Björnsdóttir,
kona Páls Hannessonar á Guð-
laugsstöðum. Varð Guðrún rúm-
lega áttræð (f. 10. marz 1875).
Þau Páll og Guðrún bjuggu við
mikla rausn á Guðlaugsstöðum í
fleiri áratugi, en vom hætt búskap
fyrir nokkru. Páll dvelur enn á
ættaróðalinu, Guðlaugsstöðum, hjá
Guðmundi syni sínum, sem þar er
tekinn við búi. Af börnum þeirra
hjóna eru enn á lífi: 2 dætur (Ar-
dís hárgreiðslukona í Rvík og
Hulda, kona Péturs Péturssonar
hreppstj. á Höllustöðum') og 3
synir, auk Guðmundar: Björn á
Ytri-Langamýri, dr. Halldór sauð-
fjárræktarráðunautur og Hannes
Pálsson, sem fyrr bjó á Undirfelli
í Vatnsdal. — Allt merkt fólk og
mikilhæft.
Vegir eru hér í sýslunni mjög
slæmir. Komast rnjólkurbilarnir
ekki allar leiðimar, og hefur það
valdið sumum bændum miklum
óþægindum.
Mjólkurbúið olckar tók á móti
1,782,488 kg. mjólkur á árinu sem
leið, með 3,62% meðalfitu. Fulln-
aðarverð til bænda verður kr. 2,22
við stöðvarvegg. — Aðalfundir
samvinnufélaganna hjá ckkur
verða fyrst í maí.
Mun betri aflabrögð á
Bauganesi en áður -
bryggjugerð í aðsigi
Hauganesi.
Frá Hauganesi róa þessir batar:
Draupnir. 11 lesta bátur, Níels
Jónsson 7—8 lestir, Sævaldur, 13
lestir, og tiúllubátur. Auk þess er
nú senn tilbúinn til róðra nýr
bátur, sem Skipasmíðastöð KEA
hefur smíðað fyrir þá Kjartan
Valdimarsson og Sveinbjörn Jó-
hannsson. Róðrar byrjuðu um
mánaðamótin síðustu og hefur
afli verið mun betri en undanfar-
in ár, einkum var góður afli um
páskaleytið. Aflahæstu báíarnir
hafa fengið um 130 skippund.
Heldur tregari afli er nú í seinni
tíð. Frá Litla-Árskógssandi róa
þessir bátar: Otur, 7 lestir, Pálmi,
10—11 lestir, og trillúbátur. Þess-
ir bátar byrjuðu mun seinna en
'Hauganesbátar og hafa því aflað
minna. Bryggjusmíði er nú eitt
mesta áhugamól fólksins á
Hauganesi, enda er ný bryggja ög
bætt aðstaða skilyrði fyrir því, áð
efla megi útgerðina frá þorpinu.
Hreppurinn liefur nú ákveðið
fyrir sitt leyti að stefna áð hafn-
armannvirkjagerð að Hauganesi.
Er þess vænst, að undirbúningur
verði gerður í sumar, svo að
bryggjugerðin sjálf geti hafizt
vorið 1956.
Mesta af Jabrota í manna
minnum við Langanes
Þær fréttir berast frá Raufar-
höfn, að aldrei þefði önnur eins
aflahrota komið þar í manna
minnum, eins og var fyrir norð-
austangarðinn síðasta. Á hand-
færi var svo óðui: fiskui’, að næst-
um var sama hvort beita var not-
uð eða ekki. Nylonfærin reyndust
sérlega vel. Einnig voru lögð
þorskanet í fyrsta skipti þar
eystra og aflaðist ágætlega í þau.
Flýgur fiskisaga.
Bátar frá Húsavík reru þangað
austur, er þeir fréttu um aflann,
og náðu nokkrum ágætum róðr-
um.
Snjólaust er í nágrenni Raufar-
hafnir, nema þar sem stórfenni
var, og.vegir sæmilegir. Jörð var
aðeins tekin að grænka. Bændur
eiga nóg hey. Á mánudaginn kom
Selfoss með tilbúinn áburð,
útlendan, til Raufarhafnar.
Enn hefur ekki gefið á sjó og
óttast menn að fiskurinn verði
farinn þegar veðri slotar.
Lokið kennslu í héraðs-
skólamim á Laugum
Laugum í Reykjadal.
Kennslu og prófun er nú lokið
í 3 deildum Laugaskóla í Reykja-
dal, eldri deild, yngri deild og
smíðadeild. Hæsta meðaleinkunn
í eldri deild hlaut Tryggvi
Stefánsson frá Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal, 8.95. Hæsta meðal-
einkunn í yngri deild hlaut Sig-
tryggur Vagnsson Hriflu í Ljósa-
vatnshreppi, 8.79. Hæstu einkunn
í smíði hlaut Bjarni Hólmgríms-
son frá Yztuvík í Grýtubakka-
hreppi, 9.5.
Fæðiskostnaður varð 16 krónur
á dag fyrir pilta og kr. 12.80 fyrir
stúlkur. Þar með reiknaðar
hreinlætisvörur.
Nemendur þyngdust til jafnað-
ar um 5.1 kg. Bryti skólans var
Hlöðver Hlöðversson, Björgum í
Kinn, og matráðskona Ingigcrður
Jónsdóttir, Ondólfsstöðum.
Sýning á smíðisgripum pilta
var haldin 27. þ. m. Að venju var
smíðað mjög mikið, og mest af
húsgögnum, svo sem borðum og
stólum, skrifhorðum og margs
konar skápum. Ennfremur hefil-
bekkjum. 12 nemendur voru í
smíðadeildinni og smíðakennari
Þórhallur Björnsson. Hefur hann
nú starfað ósliíið við Laugaskóla
í 30 ár sem smíðakennari. Frá
sýningu á handavinnu stúlkn-
anna var áður sagt hér 'í blaðinu.
Nemendur gagnfræðadeildarinn-
ar lesa nú undir próf.
Nemendur, er lokið hafa skóla-
vistinni í vetur, voru kvaddir
með samsæti 28. þ. m. og þeim
afhentar einkunnir sínar klukkan
11 í gærmorgun. Allmargar um-
sóknir hafa borizt um skólavist
næsta vetur.