Dagur - 04.05.1955, Page 2

Dagur - 04.05.1955, Page 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 4. maí 1955 LAUST OG FAST Ranglát lagaákvæði íyrir landbúnaðinn Eftir Jón á Laxamýri — SEINNI GREIN. — „Sparibúinn viðhlæjandi" Það hefur vakið nokkra athygli hér í bæ, að stórorðustu skamma- greinarnar, sem hér sáu dagsins ljós meðan á verkfallinu stóð, birtust í málgagni Alþýðuflokks- ins. Var engu líkara, en forsvars- menn blaðsins teldu, að þeir þyrftu að viðhafa allan þennan hávaða til þes að minna á, að þeir og blað þeirra væri til. En stundum gleyma menn hvort tveggja af eðlilegum ástæðum. í síðasta tbl., að afloknu verk- falli, skrifar ritstjórinn ýmsan fróðleik um bað, hverjir hafi orð- ið sér til skammar í verkfallinu, og nýtur þess, að hann er allra manna bezt fallinn til þess að kveða upp slíka dóma. En bezt tekst honum upp, er hann talar um „sparibúna viðhlæjendur verkamanna“. Það er víst ljóti lýðurinn, og einhver munur á erfiðismönnunum hjá ríkistrygg- ingunum, sem hvorki eru spari- búnir né heldur með ógeðslegt smjaðursbros á vörum framan í verkamenn. Þrír á móti einuin. í Reykjavik tefldu kommúnistar fram einum ræðumanni úr flokki sínum á útifundinum 1. maí. Þeir munu hafa treyst Hannibal til þess að láta ekki skutinn eftir liggja, er hann flutti ávarp sitt í útvarpinu. Brást sú von heldur ekki. Hér á Akureyri munu kom- múnistar enn tortryggja Hanni- . bal, þótt hann eigi það ekki skil- ið. Sendu þeir því þrjá réttlínu- menn til ræðuhalda á útifundin- um hér, á móti einum krata. — Tókst kommúnistum með þessu atS koma flokksstimplinum á há- tíð^höld verkamanna einu sinni enn, og spilla því þar méð, að al- menn þátttaka væri í útifundin- um og kröfugöngunni. Síðan kom- Enn um leiksýninguna á Hrafnagili Einn af leikcndum í sjónleikn- um „Skjaldvör töllkona“, sem verið er að leika á Hrafnagili um þessar mundir, sendi blaðinu ábendingu til viðbótar því sem áður hefur vcrið rætt um þennan sjónleik hér í blaðinu. „í tilefni af því, sem sagt var í næst síðasta tbl. Dags um sjón- leikinn Skjaldvöru tröllkonu, vildi eg mega bæta við nokkrum orðum. í umræddri grein er frá því sagt að Ungmennafélagið Framtíð í Hrafnagilshreppi hafi staðið að sýningunni. En blaðinu mun ekki hafa ver- ið sagt frá því, sem þó var bæði rétt og skylt að gera, að þessi sjónleikur hefði aldrei verið þar á svið settur að þessu sinni, ef ekki hefði notið við frú Pálínu Jónsdóttur, húsfreyju á Grund. Það var hún, sem valdi leikritið og útvegaði alla leikarana. Það var einnig hún, sem saumaði búninga og fékk aðra að lám hjá Leikfélagi Akureyrar, og enn- fremur lagði hún, ásamt manni sínum, til húsnæði til æfinga. og sparaði enga fyrirhöfn. Síðan varð það að samkomulagi, að Ungmennafélag sveitarinnar tæki við og sæi um samkomurnar, og hefði af þeim ágóða, er verða kynni, og rennur hann til vænt- anlegs félagsheimilis að Hrafna- gili. — En hlutur húsfreyjunnar á Grund í þessum leikmálurn er svo mikill að rétt er að um hann sé getið í sarnbandi við bá. Jeik- starfsemi, sem nú er í Hrafna- gilshreppi." múnistar tóku upp á því að gera 1. maí að áróðursdegi fyrir flokk sinn, hafa liátíðahöldin hér verið sviplítil og kröfugangan jafnan fámenn. Sömu rétttrúnaðarand- litin ár eftir ár og nokkurt slang- ur af börnum. — Ekki sjást þar heldur „sparibúnir viðhlæjend- ur verkamanna“. Árásin á Útgcrðarfélagið. Það hefur vakið athygli, að kommúnistar réðust heiftarlega á Utgerðarfél. Akureyringa i blaði sínu meðan verkfallið stóð og endurtóku árásirnar í ræðum 1. maí. Vildu kommúnistar binda alla togara félagsins hér við bryggju meðan verkfallið stóð, til stórfellds tjóns fyrir bæjarfé- lagið og útgerðina, en án þess að verkfallsmenn hefðu af því nokk- urn stuðning. Ekkert verkfall var á skipunum, og þvi heimilt að sigla þeim viðstöðulaust til veiða eða annað, eftir því sem nauðsyn krafði. Allir sjá það, að það hefði engu breytt um úrslit verkfalls- ins, þótt tekizt hefði að binda skipin hér við bryggju. Afergja kommúnsta að stöðva þau, er flestum bæjarmönnum furðuefni. Ræðuhöld kommúnista 1. maí gefa til kynna, að eitthvað meira búi undir en enn er séð. Um s.l. helgi var haldið i Siglu- firði Skíðamót Noxðuxlands. Stóð Skíðafélag Sighifjö’rðar fyrir mótinu, en þátttakendur voru frá Siglufirði, Akureyri og Ólafs- firði. Alls 14 keppendur. Mótið fór fram í Skarðsdal,' sámmt frá Siglúfjarðarkaupstað. Var þar nægur snjór og ágætt skíðafæri, þótt komið sé fram á sumar. Héðan frá Akureyri fóru 5 keppendur: Sigtr. Sigtryggsson, Akureyrarmeistari í ár, Skjöldur Tómasson, Valgarður Sigurðsson, Gísli Bragi Hjartarson og Reynir Pálmason. — Á laugardaginn var keppt í svigi, í öllum flokkum. Urslit urðu þau að Norðurlands- meistari varð Hjálmar Stefáns- son, Siglufirði, 2. Sigtryggur Sig- tryggsson, Akureyri. í B-flokki varð fyrstur: Valgarður Sigurðs- son, Akureyri, 2. Kristinn Steins- son, Ólafsfirði. í C-flokki varð fyrstur: Sveinn Níelsson, Siglu- firði. — Á sunnudaginn var keppt í stórsvigi karla, öllum flokkum. Hjálmar Stefánsson, Siglufirði, varð einnig Norður- landsmeistari í þeirri grein. En fleiri luku ekki keppni í A-fl. /Einstaklingseðli íslendinga Saga lands vors segir frá þvi, hvernig einstaklingsvaldið ris upp á móti almannaafskiptum og hvern- ig það að lokum verður að lúia fyr- ir meginhugsjón þjóðernisins, sem heimtar hlýðni og rcekt við sameig- inlega hagsmuni. En þar á eftir sýnir einnig saga vor, hve litið al- menningsvaldinu verður ágengt i þvi að uþþucta valdafýsn persón- unnar yfjr sinurii eigin lögum i fái- menna víðáttulandinu. Vér höfum komið fram i ijós timans, sem er að liða, með þar sterku Iwatir til ein- rccðis og afskiþtaleysis frá öðrum um eigin hagsmuni vora, sem ein- kenndu forfeðurna, sem leituðu undan einingu Noregs---------“ (Einar Benediktsson skáld i rceðu á ísl.degi i Vesturheimi 1921). í B-flokki varð fyrstur Valgarð- ýr .SJigurSssop* . Akureyri, . Skjöldur Tómasson, Akureyri, og 3. Kristinn Steinsson Ólafsfirði. í C-fl. sigraði Reynir Pálmason, Akureyri. — Þá var keppt í stökki: Þar sigraði Skarphéðinn Guðmundsson, Siglufirði, 2. varð Jónas Ásgeirsson, Siglufirði, ís- landsmeistarinn í stökki og 3. Guðmundur Árnason, Siglufirð.i Mótinu var slitið með samsæti að Hótel Höfn á sunnudagskvöld- ið. Akureyringarnir komu heim þegar um nóttina, fóru sjóleiðis til Dalvíkur og á bifreiðum það- an. Seinni hljómleikar Kantötukórsins í kvöld í gær voru fyrri kveðjuhljóm- leikar Kantötukórs Akureyrar fyrir Björgvin Guðmundsson, tónskáld. En í kvöld kl. 8.30 e. h. syngur kórinn í síðasta sinn undir stjórn Björgvins, í Nýja Bíó. Fluttir verða 1. og 3. kafli óra- tóríunnar Friður á jörðu, með píanóundirleik frk. Guðrúnar Kristinsdóttur píanóleikara. ÞÁ HEFUR ríkisskattanefndin á þessu ári samkvæmt lögum stór hækkað mat á búfé bænda til eignar og eignarskatts. Á sauð- fénu er hækkunin sem hér segir: Ær úr 300 kr. í 500 kr. eða 66% gemlingar úr 200 kr í 350 kr. eða 75%, hrútar úr 300 kr. í 800 kr. eða 270%. Nú er féð talið fram til eignar og eignarskatts í janúar eða í byrjun skattársins og ekkert tillit tekið til vanhalda eða viðhalds. En hvorttveggja rað er þó mikil skerðing. í með- alári farast alveg 3—4% af hinu metna fé og um' 5% af ánum verða geldar og ærin skilar ekki nema 6 ár fullum afurðum, yfir- leitt. Þá er hún orðin ógjaldgeng og send á blóðvöllinn fyrir lágt verð, sem ekki nær 300 krónum. Þannig verður hún að endurnýj- ast, sem gerist alls ekki af sjálfu sér. Til þessa hvors tveggja ber að sjálfsögðu að taka tillit til við matið. •—o— ÞÓTT ÆRIN sé söluhæf í far- dögum, loðin og lembd, þá er hún það með afurðinni, lamblaus mundi hún ekki seljast nema á 300 kr. Það er hennar eignar verð. Samkvæmt lagaákvæðinu er þá ærin metin á nýári með ýæntanlegri brúttóafurð. Eg held áð hliðstæða fjarstæðu, sé hvergi að finna, hvorki í fasteigna- ‘eðá lausafjármati, til skatts. Annars þýðir ekki að tala um söluverð að vori til, því að þar er engin endastöð til að koma bessutn skepnum í verð yfirleitt — vildu allir selja myndu engir kaupa. Endastöðin er sláturverðið. Dílk- sugur með lamibi gera ekki 500 kr. á blóðvelli með því verði sem nú er. Segjum að ær með lambi geri 450 kr. Segjum að ein- hver, sem getur fengið þetta verð fyrir parið á blóðvelli hætti við að farga því, en setji hvort tveggja á, ána og lambið. Þá ber honum, samkv. lögum, að meta þessar tvær skepnur á 850 kr. eða 400 hærra en mögulegt var að fá fyrir þær. Þetta mat er því algerlega út í loftið og harla óréttlátt. Með þvi að meta ána á nýári til eignar og eignarskatts með væntanlegri brúttóafurð verður útkoman næsta brosleg: Dilkarnir, niðurlagðir að hausti, er mikill hluti af kaupi bænd- anna, sem búið er að meta fyrir fram sem eign til skatts. Ætli það sýndist fært að bæta við eign í bíl, væntanlegu kaupi bílstjór- ans á komandi ári eða að garð- eigandi ætti að hlýta því mati að garðurinn, með væntanlegu brúttóverði uppskerunnar á næsta hausti, væri á nýári met- in þannig til eignar. ■—o— FLEIRA VERÐUR og mjög óréttlátt í þessu sambandi. Hér um slóðir var, á sl hausti all- margt lamba ósöluhæft sökum rýrðar, vegna hins kalda sumars og stórhríða og harðra frost í september mánuði og margt lamba villtist undan ám í hrak- viðrum snemma í júlí. Bændur settu þessi lömb á til ao reyna að gera þau söluhæf, sem vetur- gamlar kindur. Ekki er hægt að telja bessi lömb meira en 100 kr. virði hvort. En um nýár í vetur varð — samkv. lögum — að meta þau á 350 kr. hvert til eignai. En ekki nóg með það. Nú komu þessi lömb fram yfir lambasöluna í fyrra og bar þá líka að telja þau til tekna sem bústofnsauka og sem tekjur á liðnu ári. Nú hefur einhver 10 lömb með bessum hætti. Verður hann þá, samkv. lagaákvæðum, að telja sér þau til eignar á 3500 kr. og líka til tekna á 350 kr. Er þetta furðu- leg vitleysa þar eð lambakríli þessi voru ekki nema um þúsund króna virði að haustinu. í lögunum er ákvæði um það að endurskoða skuli eignarmat á búpeningi 5. hvert ár. Hækkun getur skiljanlega ekki komið til greina, nema þá samkvæmt verð- hækkum afurðanna. Nú hafa af- urðir sauðfjár hækkað undanfar- in 5 ár um nálægt 26%. Ef hækka ætti samkvæmt því á ærin að gilda 380 krónur en gemlingurinn 250 krónur. Annars er matið nærri lagi og áður var. Ærin á 300 kr. — eins og'hún gerir lamb- laus — og geml. á 200 krónur. — Fleira mætti um þetta segja, þótt eg láti nú staðar numið að sinni. En eg vil taka það frám, að það er fjarri mér að eg vilji telja bændur undan því að gjalda skyldur og skatta tif hins opin- bera. En svona ranglátum lögum, sem hér að framan er vikið að, verður að breyta í réttmætara horf og bændur eiga ekki með þögn og þolinmæði að taka svona löguðu. Það er öllum fyrir beztu, að lög í landi hér séu réttlát og gangi jafnt yfir alla. —o— ÞAÐ ER KAPPSMÁL fyrir þjóðina að leggja sem mest fé í landbúnaðinn, annars staðar verður það ekki betur geymt eða notað fyrir nútíð og framtíð. Þar bíða möguleikarnix’. Ekki er búið að rækta nema 5% af rækt- anlegu landi og landbúnaðurinn á í dag eftir að verða mikill út- flutningsatvinnuvegur. Það verð- ur að stefna fjármagninu iim í landbún'aðinn, en ekki frá. — Það er, sem betur fer, ekki hægt að leika sér með jörðina eins og krónurnar, láta hana gilda annað í dag en hitt á morgun eða hafa hana í umferð. Heldur er ekki hægt að byggja íbúðarhús í sveitum til að leigja út. Landbún- aðurinn hefur nauðsynlegt að- dráttarafl til að draga að sér fé og ávaxta það með vaxandi af- komumöguleikum fyrir fólkið í í dag og á morgun. Þetta þurfa allir skynbærir að skilja og ekki hverfa frá aðalatriðunum. Vegna fjái’hagslegrar afkornu þarf þjóð- in fyrst og fremst fleiri ábyrga framleiðendur og aftur ábyrga framleiðendur, bæði til lar.ds og sjávar. •—o— EG GÆTI í DAG breytt um háttu, selt jörð og bú, haft hæga daga og velt mér í skattfrjálsum sparipeningum. En slíkt teldi eg svik við mípa þjóð og sveit og, hérað oijJ vílihinn ágæta atvinnu-, veg, landbúnaðimi. Kaupandi (Framhald á 7. síðu). Mjólkur- og brauðbúðir Athugið: að frá 1. maí til 30. september verður öllum sölubúðum — þar á meðal mjólkur- og brauðbúðum —, lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum. Mjólkursamlagið. Skíðamót Norðurlands í Siglufirði

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.