Dagur - 04.05.1955, Blaðsíða 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 4. maí 1955
Landakynning „Orlofs" í Skjaíd
borgarbíó annað kvöld"
Kvikmynd og frásögn frá íslendingabyggðum
í Kanada og víðar
Nú sækir unga fólkið í sundlaugina
Aðsókn að útisundlaug bæjarins hefur stóraukizt siðan vatnshitun-
artaekin voru tekin í notkun, og það þrátt fyrir að aðgangseyrir
er nú reiknaður, en áður var ekkert gjald tekið. Myndin er tekin
við sundlaugina nú á dögunum.
Ákveðið að hefja þegar vinnu við
frystihúsbryggjuna á Oddeyri
Þýzkur verkfræðingur væntanlegur til við-
r
ræðna við stjórn Utgerðarfélagsins um
hraðfrystihúsmálið
Annað kvöld efnir ferðaskrif-
stofan „Orlof“ til fyrstu landa-.
kynningar sinnar hér á Akureyri,
og verður kynning þessi helguð
Kanada og Bandaríkjunum. G'sli
Guðniundsson, tollvörður, mun
flytja frásögn og skýringar við
nýja kvikmynd, sem tekin hefur
verið í íslendingabyggðunum í
Kanada.
Þá verða sýndar kvikmyndir
með skýringum Gísla frá ýms-
um merkisstöðum í Bandaríkjun-
um. „Orlof“ hefur gengizt fyrir
nokkrum slíkum landakynning-
um í Reykjavík og hafa þær allar
verið vinsælar og mjög fjölsóttar.
Aðgangur er ókeypis.
Hópferð vestur.
í ráði er að ferðaskrifstofan
efni til kynnisfarar héðan að
heiman vestur til Kanada í sum-
ar og mun verða ferðast um mán-
aðartíma um hinar ýmsu íslend-
ingabyggðir vestanhafs og flestir
merkisstaðir þar heimsóttir. í
þessa för verður haldið 12. júní
n. k. og .verður flogið beint til
Winnipeg, þar sem ferðin sjálf
hefst. Sökum erfiðra póstsam-
gangna í verkfallinu hefur ekki
enn verið gengið frá endanlegri
kostnaðaráætlun farar þessarar,
en nokkur sæti eru enn laus.
Fararstjóri verður Gísli Guð-
mundsson, en hann er gjörkunn-
ugur í íslendingabyggðunum og
hefur dvalizt þar um 10 ára skeið.
Önnur landakynning síðar.
Auk íslendingakvikmyndar-
innar, verða sýndar fleiri kvik-
myndir frá Vesturheimi, m. a.
frá hinum fræga þjóðgarði í
Yellowstone Park, frá New York
og víðar.
Síðasti Bændaklúbbsfundur-
inn var haldinn að Hótel KEA 26.
f. m. Á þessum fundi voru þrjú
mál tekin til meðfcrðar. Fram-
sögumenn voru þeir Jón Rögn-
valdsson, sem talaði um garð-
rækt o. fl., Gunnar Kristjónsson
á Dagverðareyri talaði um
reynslu sína í kornrækt, og Ámi
Jónsson tilraunastjóri gerði kar-
töfluræktina að umtalsefni.
Allmargir bændur og aðrir
jarðræktarmenn tóku til máls á
fundinum og var hann hinn
ánægjulegasti.
Bændaklúbbsfundunum er nú
lokið að þessu sinni. Hafa þeir
jafnaðarlega verið haldnir á
hálfsmánaðarfresti í vetur og
hafa verið ágætlega sóttir, þegar
veður og færi hafa ekki hamlað
fundarsókn.
Fjölmörg landbúnaðarmál hafa
verið rædd og oftast hafa ..fag-
menn“ haft framsögu og tekið
þátt í umræðum.
Þessi landakynning „Orlofs“
er hin fyrsta, sem ferðaskrifstof-
an kemur upp utan Reykjavíkur,
og er í ráði, að eftir nokkrar vik-
ur verði efnt til annarrar slíkrar
hér í bæ. Mun hún væntanlega
fjalla um Suðurlönd.
Landakynningin annað kvöld
verður í Skjaldborgarbíói, eins
og áður er sagt og hefst kl. 9 e. h.
og er öllum frjáls aðgangur.
í Íslendingabyggðum Kanada
er nú talið að búi um 30 þús.
manns af íslenzku bergi brotnir
og er fólk hvatt til að nota þetta
tækifæri til þess að kynnast lífi
þess og starfi af eigin sjón og
raun.
Burtfararprófum lokið
á Hólum
Búnaðarskólanum á Hólum í
Hjaltadal var slitið á laugardag-
inn var. Af þeim sem luku burt-
fararprófi hlaut hæsta einkunn
Frímann Þorsteinsson frá Syðri-
Brekkum í Skagafirði, 1. eink.
8.87 stig. f yngri deild varð hlut-
skarpastur Bergur Þorsteiusson
og fékk hann í aðaleinkunn 8.98
stig. f bændadeild varð Diðrik
Kuhn hæstur. Hlaut ágætisein-
kunn, 9.46 stig.
Einn nemandi skólans hafði
nokkra sérstöðu. Var það Indriði
Ketilss. frá Ytra-Fjalli í S.-Þing.
Hann var í bændadeild í fyrra-
vetur, en settist svo í yngri deild
í haust og lauk prófi með henni
nú í vor. Fékk hann ágætisein-
kunn, 9.75 stig.
Fæðiskostnaður skólapilta
varð kr. 23.00 á dag. Þar með
talið þjónustugjald. — Verknám-
ið hófst þegar á mánudag
Einetæður félagsskapur.
Félagsskapur, sem þessi, mun
vera einstæður í sinni röð liér á
landi. Með hverju árinu sem líður
hafa fundir þessir orðið fjöl-
mennari og vinsælli. Ýmislegt
hefur verið sagt frá þeim hér i
blaðinu og hafa þeir, sem ekki
hafa átt þess kost að sækja fund-
ina, látið í ljósi ánægju sína yfir
því.
Bændaklúbburinn er um margt
ólíkur öðrum félögum. Fundirnir
eru líka í ýmsu á annan veg en
almennt gerist. Þar eru engar
samþykktir gerðar, éngin fundar-
gjörð skrifuð, ekkert félagsgjald
er greitt og allir velkomnir. Ef til
vill er það vegna þessa algerða
frjálsræðis, hve fundir þessir eru
vinsælir. Og víst hafa þeir verið
hinn bezti skóli og auk þess oft
bráðskemmtilegir.
Ef að líkum lætur mun starf
hafið að nýju þegar s.umarönnum
lýkur.
Jónasarlundiir í
Hriflu
Á sjötíu ára afmælinu var
Jónasi Jónssyni frá Hriflu marg-
víslegur sómi sýndur. Vinir hans
í Reykjavík og grennd efndu til
fiölmenns samsætis að Hótel
Borg. Þar fluttu ræður Vilhjálm-
ur Þór bankastjóri, Erlendur
Einarsson forstjóri, Guðlaugur
Rósinkranz þjóðleikhússtjóri,
Helgi Lárusson kaupm., Jörund-
ur Brynjólfsson Alþingisforseti
o. fl. Voru Jónasi afhentar góðar
gjafir. Fyrr um daginn höfðu
vinir Jónasar afhent honum mál-
verk, er Gunnlaugur Blöndal
listmálari hafði gert af Jónasi, og
ennfremur hafði honum verið til-
kynnt, að ýmsir þingeyskir og
eyfirzkir vinir hans gæfu 5000
trjáplöntur til að gera Jónasar-
lund í Hriflu. Ýmis annar sómi
var honum sýndur á þessum degi.
Kópavogur orðinn
kaupstaður
Alþingi afgreiddi á mánudag-
inn lög um stofnun kaupstaðar í
Kópavogshreppi. Hefur það ver-
ið mikið deilumál syðra. Einkum
hafa kommúnistar verið því and-
vígir, en andspyrnuna má rekja
til þess, að einn af réttlínumönn-
um þeirra er oddviti og tekur
fyrir einhver hæstu laun á ís-
landi. Verður bæjarstjóri hins
nýja kaupstaðar að sætta sig við
miklu minni völd og laun en
oddviti kommúnista hefur haft.
- Saga íslendinga
(Framhald af 1. síðu).
þeirrar stefnu hér á Iandi voru
Bjarni Thorarensen og Fjölnis-
mennirnir Jónas Hallgrímsson,
Tómas Sæmundsson, Konráð
Gíslason og Brynjólfur Pétursson.
I síðari hluta þessa bindis verð-
ur meðal annars lýst dómsmálum,
heilbrigðismálum, samgöngum og
landbúnaði, útvegi og viðskiptum
og bindinu lokið með nánari frá-
sögn af frelsisbaráttunni og athöfn-
um Jóns Sigurðssonar.
Mun bindinu ljúka með þjóðhá-
tíðinni 1874, þegar þau miklu
þáttaskil urðu, að Kristján níundi
færði Islendingum nýja stjórnar-
skrá, en skömmu síðar lauk starfs-
degi Jóns Sigurðssonar.
Verzlunum lokað kl. 12
á laugardögum
Frá og með næstk. Iaugar-
degi verður verzlunum hér
lokað kl. 12 á hádegi, en opið
til kl. 7 á föstudagskvöldum.
Mun svo verða í sumar. Þá
heíur- blaðið fengið þær upp-
lýsingar, að kjötbúð KEA og
úíibú og nýlenduvörudeild
KEA og útibú verði opnar frá
kl. 8.30 á laugardagsmorgna í
sumar.
ÐAGUR
kemur út á laugardaginn, 7.
maí. Auglýsingar þurfa að ber-
ast fyrir hádegi á föstudag.
Dagur er bezta auglýsingablað-
ið á Norðurlandi.
Á hafnarnefndarfundi nú fyrir
skemmstu var ákveðið að hefja
hið fyrsta vinnu við fyrirhugaða
bryggjugerð á Oddeyri, en
bryggja sú á að vera við hrað-
frystihúsið og til upplags fyrir
togarana.
Verður byrjað að gera vinnu-
palla, svo að hægt sé að fara að
ramma niður bryggjujárnið, sem
hér er til og hefur lengi beðið þess,
að verkið gæti hafizt.
Hraðfrystihúsmálið.
Teikningar af fyrirhuguðu hrað-
frystihúsi hér eru fyrir nokkru full-
Eldsvoði í Skagafirði
A mánudaginn um miðjan dag
brann bærinn í Syðri-Hofdölum í
Viðvíkursveit í Skagafirði. Brann
bærinn til ösku og varð fáu einu
úr honum bjargað. Framhús voru
úr timbri, en að öðru leyti var bær-
inn torfbær.
Tvíbýli er i Syori-Hofdölum.
Búa þar Trausti Arnason og Krist-
ján Hrólfsson. Hafði Kristján ný-
lega flutt úr gamla bænurn í nýtt
hús, en átti þó ýmsa muni þar eft-
ir, en Trausti bjó þar með allt sitt.
Tveir togarar Útgerðar-
félagsins landa edendis
Tveir af togurum Útgerðarfélags
Akureyringa lar.da fiski erlendis
um þessar mundir. Svalbakur íór
með eigin afla og saltfisk úr Slétt-
bak til Esbjerg í Danmörku og
landar þar í vikunni, en Harðbak-
ur er á leið til Aberdeen í Skot-
landi með saltfisksfarm. Sléttbak-
ur fór héðan á veiðar í fyrrakvöld
og verður afli hans hertur hér, en
Kaldbakur er að ljúka saltfiskstúr
og er væntanlegur hingað innan
skamms.
gerðar, og hafa þau þýzku fyrir-
tæki, sem til orða hefur komið að
lánuðu fé til mannvirkisins, fengið
þær til athugunar.
Hingað er væntanlegur innan
skamms verkfræðingur frá þessum
fyrirtækjum, til viðræðna við
stjórn Útgerðarfélagsins um málið.
Verður ekki fullyrt að sinni, hvort
hið fyrirhugaða þýzka lán er fáan-
legt, eða hverjar horfur eru á þvi,
að framkvæmdir við frystihúss-
byggingu geti hafizt fyrir alvöru.
En það mun þó vilji forráðamanna
Útgerðarfélagsins að byrja á verk-
inu hið allra fyrsta.
Hreiður á snúrustaur!
Þclta auðnutittiingshreiður er á
baklóí) hér í bænuni, og er dálítið
skemmtilega fyrir komið, eins og
raunar má sjá á myndinni.
Hreiðurkarfan er ofan á snúru-
vaíningum, en ofan á oka hafði
ýruband verið hengt, og lenti
spvrðan því unáir hreiðrinu, en
ýsusporðamir eru eins og til
skjóls fyrir egg og unga. Hætt cr
við, ao ýsan verði orðin í meira
lagi sigin um það bil er ungarnir
verða fleygir.
Bændaklúbbur EyYirðinga fekur
sér hvíld frá sförfum a5 sinni
Félagsskapur, sem nýtur vaxandi vinsælda og
vekur athygli víða um land