Dagur - 04.05.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1955, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 4. maí 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangur kostar kr. 60.00. Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Að aflokim verldalli LANDSFÓLKIÐ dregur andann léttara síðan 'erkfallinu lauk. Mönnum er fullvel ljóst, að i'ausnin hlýtur að draga dilk á eftir sér og „kjara- iætur“ er ekki allt sem sýnist. En almenningur 'agnar endalokum verkfallsins eigi að síður. Terkfallsbarátta truflar ekki aðeins eðlilega starf- -ækslu í þjóðfélaginu og veldur efnahagstjóni. Hún hefur blátt áfram ill áhrif á andrúmsloftið. 'Ooft er lævi blandið, „sundurlyndisfjandinn“, sá 'amli draugur, fer ljósum logum um landið. Þeir, nem í einfeldni sinni héidu, að hann hefði verið ,-iendur út á sextugt djúp, vakna við vondan fraum. Hann er enn fyrirferðarmikill, og sjaldan 'erri viðfangs en nú á síðustu tímum. Það er i Mhugsunarefni fyrir alla landsmenn, að ekki • tkúli geta verið meiri eining í þessu litla þjóð- i lagi um heill og heiður lands og þjóðar en raún ■>er vitni. 4 ÞAÐ VAR bent hér í blaðinu, er verkfallið ,;tóð sem hæst, að kröfurnar hefðu í upphafi ver- : ð settar hærra en skynsamlegt mátti kalla, ef erlunin var að ná samningum á skömmum tíma. Eftir viku verkfall buðu atvinnurekendur 7% og étu skína í að þeir mundu færa sig í 10%, ef uamningar mættu takast á þeim grundvelli. Slíkir uamningar, að viku verkfalli loknu, hefðu verið : niklu hagstæðari fyrir verkamenn en sú niður- :?taða, sem fékkst að loknum sex vikum. En commúnistar, sem mestu réðu um framkvæmd ærkfallsins, voru ekki við mælandi. Þeir héldu kröfunum í 20—25%. Styðui þrákelkni þeirra þá :?koðun, að þeir hafi haft miklu meiri áhuga fyrir að prófa verkfallið sem pólit'skt vopn, en koma skjótlega á raunhæfum kjarabótum fyrir verka- :nenn. Verkamenn hefðu haft meiri hag af því að semja um 10% hækkun á kaupgjaldi þegar :i upphafi en 11% hækkun að sex vikum loknum. Hins vegar má segja, að ríkisstjórnin hefði mátt /era fyrr á ferðinni með boð sitt um atvinnu eysistryggingalöggjöf, og raunar hefði verið eðli- egra, að frumvarp um slíka löggjöf hefði komið ram frá stjórnarílokkunum án verkfalls. Yfir eitt ætti það að vera starfsregla atvinnurekenda »g rikisvalds, að veita verkafólki þá hlut teild í þjóðartekjunum sem fært er, og það iryggi, sem þjóðfélagið ræður við, af frjálsum nija og án aflrauna. Eigum við eftir að læra nikið í því efni. En verkfallsbaráttan öll hefur eitt í Ijós, að þjóðfélagið er mjög vanbúið að eysa deilumál stéttanna, eða forða slíkum irekstrum í tíma. Vinnulöggjöfin er gölluð, og >kortur áreiðanlegrar vitneskju um greiðslugetu rtvinnuveganna og raunverulegar þjóðartekjur, ii heilbrigðu samkomulagi fjötur um fót. Samn ngarnir að lokum bera meiri keim af niðurstöðu dilrauna en beztu fáanlegri lausn fyrir alla aðila. Samvinnunefnd verkamanna og atvinnurekenda ;>em Alþingi hefur nú lagt til að stofnsett verði — að tillögu Framsóknarmanna — hefur ærin /erkefni. Starí hennar ætti að greiða fyrir því, að í.iatröm verkfallsbarátta, sem leiðir til efnahags- i.egs og siðferðilegs tjóns fyrir þjóðfélagið, verði i.ekki endurtekin í bráð. EN ÞÓTT nokkur kauphækk- un til handa lægst launuðu stétt- unum hafi vei-ið réttlát, er miklu torveldara að koma fram raun- verulegum kjarabótum þeim til handa en ýmsir virðast ætla. Samflot margra stétta — og sumra allvel launaðra — um allsherjar kauphækkun, eins og þá, sem nú er orðin, gerir fram- tíðina ótryggari fyrir það fólk, sem helzt þarf á bættum kjör- um að halda, en það eru hinir raunverulegu verkamenn. Enda er eftirleikurinn nú þegar hafinn. Bændur hafa krafizt tafarlausrar vei’ðhækkunar á landbúnaðaraf- urðum, til þess að þeir fái sam- bærilega kauphækkun og verka- menn. Er það og réttlætiskrafa, sem hlýtur fram að ganga. Þá munu sjómenn telja sanngjarnt, að fiskverð hækki til þess að veita þeim hliðstæðar launabæt- ur, og í kjölfarið koma svo út- gerðarmenn með kröfur vegna aukins framleiðslukostnaðar. Og svo koll af kolli. Þegar öll kurl verða komin til grafar, er hætt við, að lítið verði eftir af kjara- bótum þeim, sem um var samið nú, nema atvinnuleysistrygging- arnar, sem aldrei átti að þurfa að sækja með verkfallsbaráttu. Þannig eru þessi mál miklu erfiðari viðfangs en sýnist á yfír- borðinu. og kauphækkun langt frá því að vera einhlít. Forustu- menn launasamtakanna gera sér þetta og Ijóst, og nú að verkfalli loknu beinist áróður þeirra að því, áð verkafólk eigi að fylgja eftir lausn verkfallsins með póli- tískri baráttu. Hentast sé fyrir launamenn, að fela þeim mönn- um pólitísk völd, sem fyrirferð- armestir voru í verkfallsbarátt- unni. En launamenn á íslandi eru ekki hlynntari kreddu sósíalism- ans í dag en þeir voru fyrir verk- fallið. Framkvæmd vei-kfallsins lofar heldur engu góðu um sann- girni og vitsmuni þeirra, sem þar voru á oddinum. Aukin kynni af tillitsleysi ríkisbákns og nefnda- valds gera menn fráhverfari hinni sósial'sku kreddu. Sjálf- stæðiskennd og einstaklings- hyggja íslendinga er fráhverf múgmennsku sósíalismans og þeirri jafnaðarmennsku, sem vill steypa allt landsfólkið í sama mótinu. En þriðja leiðin er opin öllum þeim, sem hvorki una kredduvísindum sós'alisma né auðhyggju íhaldsmanna. Það er leið samvinnustefnunnar, sem tryggir réttlátan skerf öllu vinn- andi fólki, án þess að leggja bönd á frelsi þess eða setja fjarlægt i-íkis- og ráðavald ofar rétti ein- staklingsins. Af afloknu verkfalli er ljósara en fyrr, að sáttaleið samvinnustefnunnar er greiðasta leiðin til réttlátara þjóðfélags. Átök öfgamanna til hægri og vinstri stefna til upplausnar. Hver lausn, sem fæst fram með aflraunum verkfalls, skapar þeg- ar ný vandamál, og svo hefur farið hér í þetta sinn. Þegar þau vandamál taka að knýja á dyr stéttanna, ætti reynsla síðustu sex til sjö viknanna að verða öllu lándsfólkinu minnisstæð. Áfengissalan og héraðsbannið. E. S. skrifar blaðinu: f „Degi“ frá 27. apríl s.l. var bréf um áfengismál, og var skoð- un höfundar, að lítið gagn væri að héraðsbanninu, þrátt íyrir þær tölulegar upplýsingar, sem fyrir liggja frá Áfengisverzlun ríkisins. Annars var grein þessi hógvær og laus við það ofstæki, sem einkennt hefur greinar móti héraðsbanninu í vetur. Það e. því ekki ætlun mín að svara grein þessari, en mér þykir hinsvegar rétt, að fleiri sjónarmið komi fram í umræðum um þetta mál. f vetur birtu blöðin myndir af vínsendingum til Akureyrai^ og. var þar gefið í skyn, að þær væru einsdæmi. Nú hefur komið í ljós, að sent hefur verið í pósti hingað áfengi fyrir 1,9 milljónir króna 1954, en selt var hér úr Áfengisverzlun ríkisins fyrir 7 milljónir króna 1953. Nú verður mörgum að spyrja: Hversvegna voru þá ekki birtar myndir í blöðunum? Reynt hefur verið að gera tor- tryggilegar tölur Áfengisverzl- unarinnar um áfengissölu hingað. Vitanlega gefa þær ekki fulln- aðarskýringu á vínnotkun hér. En þær eru einu tölurnar, sem til eru um vínnautn á Akureyri 1954 og verður hver að draga út frá þeim sínar ályktanir. Bent hefur verið á, að í 7 millj ón króna sölu hér 1953, sé líka það áfengi, sem selt var út úr bænum. Þetta er rétt. En erfitt er að áætla, hve mikið það hefur verið. En ekki get ég hugsað mér, að það hafi farið yfir IV2 milljón króna. En þetta er þó aðeins á- giskun. Þá eru engar tölur yfir það, sem einstaklingar hafa keypt af áfengi og flutt sjálfir til bæjar- ins 1954. Og nú freista ég þess að giska á aftur. Ég get vart hugsað mér, að það geti verið meira en V2 milljón króna. Dæmið lítur þá þannig út, að á árinu 1953 hafi Akureyringar keypt áfengi hér fyrir 5V2 milljón króna. En 1954 fyrir 2,8 millj ónir. Virðist því að áfengiskaup hér í bænum hafi minnkað um 2J/2-3 milljónir kr. frá árinu áður. Að minnsta kosti er það víst, að þau hafa minnkað stórlega. f t t /- fiO Ástandið við fuglatjörnina. Borgari skrifar blaðinu: „Þið hafið að undanförnu gert ykkur tíðrætt um fegrun bæjar- ins, og þið hafið a. m. k. tvisvar talað um brotthvarf Finns Árna- sonar garðyrkjuráðunautar, saknaðartón. Eg vil taka undir það, og þó komst eg einkum í þá stemningu, er eg átti leið fram hjá fuglatjörninni nú um s.l. helgi. Þar mátti sjá á, að Finnur er farinn. Er nú engu líkara en allt það starf sem búið er að leggja fram til prýðis á þessum stað, eigi að grotna niður í óhirðu og ómyndarskap. Myndarskapur inn í framkvæmdunum minnir á lýsingu ykkar á öskuhaugunum á dögunum. Þeir ætla því ekki að gera það endasleppt, ráðs- menn •bæjarins. En frá tjörninni er það að segja, að hún var mjög vatnslítil, vatnsminni en eg hefi séð hana áður, nema þegár hreinsun hefur verið gerð, en ekki var því að heilsa nú, að sú aðgerð stæði yfir. Rusl og óþverri Framhald á 7. síðu. F ræðslustarf ney tendasamtakanna NÝLEGA barst blaðinu sending frá Neytendasam- tökunum í Reykjavík, þrír bæklingar til leiðbeining- ar fyrir almenning, sem samtökin hafa gefið út. Heita þeir: „Að velja sér skó,“ „Heimilisstörfin" og „Heim- ilisáhöld". Neytendasamtökin gegna hér svipuðu hlut- verki og stofnanirnar „Hemmens forsikrings institut“ í Svíþjóð og Statens Husholdningsraad í Danmörku. Þau leitast við að auka vöruþekkingu almennings, gera fólk færara en ella að dæma um, hvort það fær fyrsta flokks vörur eða ekki, og hvort sú vara, sem boðin er, hentar því eða ekki. Fyrir heimilin er slík þekking hin mesta nauðsyn. Miklir peningar fara í súginn fyrir vanþekkingu og óhentug innkaup. Leið- beiningarstarfsemi er nytsamleg, og starfsemi hinna ungu Neytendasamtaka hér athyglisverð og líkleg til verulegs gagns. BÆKLINGAR þeir, sem hér um ræðir, eru hinir fróðlegustu, smekklega úr garði gerðir, prýddir fjölda mynda til skýringar efninu. I þeim er mikill hagnýtur fróðleikur, sem getur orðið húsmæðrum að miklu gagni. Bæklingarnir munu fást í bókaverzlunum, en hentugast er fyrir þá, sem vilja eignast þá, að gerast félagsmenn í Neytendasamtökunum, en það er öllum heimilt. Fyrir 15 kr. árgjald fá menn alla bæklingana, svo og Neytendablaðið, sem er leiðbeiningablað fyrir almenning. Þeir, sem hafa áhuga fyrir að auka vöru- þekkingu sína, ættu að skrifa til samtakanna, pósthólf 1096, Reykjavík, og láta skrá sig. Þá auglýsir skrif- stofa samtakanna, að hún veiti meðlimum sínum lög- fræðilegar upplýsingar og aðstoð vegna kaupa á vör- um, án sérstaks gjalds. Virðist því svo, sem þarna fáist talsvert fyrir lítið gjald, og vill kvennadálkurinn hér með vekja athygli húsmæðra á þessari starfsemi. HÉR VAR á árum áður oft rætt um nauðsyn þess, að hefja hér á landi starfsemi hliðstæða þeirri, sem Statens Husholdningsraad í Danmörku hefur með höndum og hliðstæðar stofnanir í Svíþjóð. Nú þegar vísir til slíks starfs er hafinn hér, ættu húsmæður að notfæra sér þá aðstoð, sem þarna er upp á að bjóða. I fyrrnefndum bæklingum eru t. d. mjög hagnýt ráð, sem gætu sparað mörgu heimili útgjöld og erfiði. Þeíta þyrftu fleiri að reyna! Eiginmaður nokkur hafði um langan aldur hlustað á kvartanir konu sinnar um erfiðið í heimilinu, þar sem allt virðist stundum kalla að í einu, ekki aðeins húsverk og matargerð, heldur og eftirlit með börnum og ótal margt annað. Honum leiddist nöldrið, svo að hann ætlaði að slá konuna út af laginu með því að bjóðast til að taka að sér störfin í einn dag, meðan frúin létti sér upp. Hann hélt nákvæma skrá yfir störf sín, og samkvæmt frásögn danska blaðsins Berlingske Tidende, leit hún þannig út: Opnaði dymar fyrir börnunum 106 sinnum Hrópaði „Láttu þetta kyrrt!“ 94 — Batt skóreimar barnanna 26 — Svaraði spurningum þeirra 234 — Gaf þeim vatn að drekka 36 — Skildi þau í áflogum 18 — Missti þolinmæðina 64 — Auk þessa gekk hann sem svaraði 35 km vegalengd er hann elti börnin uppi, til þess að fá þau til að koma í mat. Hann samþykkti óðara, er konan kom heim, að gefa henni þvottavélina, sem hún hafði lengi verið að biðja hann um! Tungumál tilfinninganna Hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri Arturo Tosca- nini á að hafa sagt, að þegar hann tali við fallega konu, reyni hann ævinlega að gera það á frönsku, en sé umræðuefnið fræðilegt, noti hann ensku. Þýzlcu segist hann nota, ef hann vilji hræða einhvern, og ítölskuna sína segist hann nota einvörðungu, þegar hann sker sig við morgunraksturinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.