Dagur - 11.05.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 11.05.1955, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUK kemur næst út laugardag- inn 14. maí. XXXVni. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. maí 1955 27. tbl. Hagnýf ha eykur feg urððrskyn nemen Skipuleg leit að nýjum fiskimiðum fyrir ian land oq ausi Fjöldi bæjarhúa skoðaði Iiaiidavimiusýumgu Gagsifræðaskól anemenda . Á sunnudaginn var hin árlega handavinnusýning nem. Gagn- fræðaskóla Akureyrar og var sýningin í mörgum stofum, enda fiölbreytt og niyndarleg að vanda. . Eins og áður er meginhluti sýnjngarinnar handavinna stúlkna, og eru þar hannyrðir og saum- aðar flíkur af fjölmörgum gerð- um. Nýjung var að þessu sinni að til sýnis voru fallegar prjóná- vörur ásamt hekluðum og gimb- uðum munum. Af handavinnu pilta vakti bókbandið einna mesta athygli, enda vel unnið og smekklega. Virðist bókband henta vel sem skólavinna fyrir unglinga, og ágætt er það fyrir sem flesta, að kunna að binda bækur. Auk bókanna voru smíðis- gripir ýmsir, svo og húsgögn. Þá voru sýndar teikningar nemenda og kenndi þar margra grasa. M. a. sást þar bíll, módel 1955, svo að ljóst er, að unglingarnir fylgjast með tímanum. Þá voru sýr.dar iðnteikningar. Nemendur vilja sjá árangur erfiðis síns. Fræðsluráði bæjarins og ýms- um öðrum gestum var boðið að skoða sýninguna. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri ræddi um sýninguna og handavinnukennsl- una og lagði áherzlu á, að hún færi þannig fram, að hún glæddi vinnugleði nemenda, yki fegurð- arskyn þeirra, en væri þó um leið 17. júní nefnd kosin Bæjarstjóm Akureyrar kaus á fundi sínum fyrra þriojudag nefnd manna til að annast hátíða- höld í bænum 17. júní n. k. Var framkvæmdanefnd hátíðahald- anna í fyrra endurkosin einróma, enda þótti húh starfa þá með á- gætum, en hana skipuðu: Jón Norðfjörð, Páll Helgason, Jón Ingimarss., Herm. Stefánss., Jóh. Þorkels's., Magnús Björnss. Glæsilegur vagn tekinn í notkun á Dalvíkur- leiðinni Nú í vikunni var tekinn í notfk- un mjög giæislegur iángferða- vagn á áætfunarleiðinni Dalvík- Akureyri sem útibú KEA í Dal- V.’k hefur sérleyfi á. Er þetta stór nýtízku almenningsvagn af Volvo gerð, búinn ágætum sætum og er hið bezta farartæki í hvívetna. Er mikill fengur að þessum stóra og myndarlega vagni. hagnýt. Nemendur vilja sjá árang- ur vinnu sinnar, annars verður hún þeim til leiðinda, sagði skóla- stjórinn. — Handavinnukennarar skólans eru: Frk. Freyja Antons- dóttir, frk. Kristbjörg Kristjáns- dóttir, frú Bergþóra Eggertsdótt- ir, Guðmundur Frímann og Guð- mundur Gunnarsson. Teikni- ! kennslu annast Guðmundur Gunn- arsson og Haraldur Sigurðsson. Gróðursetningarvinna byrjar hjá Skóg- ræktarfélaginu Skógræktarfélag Akureyrar byrjar gróðursetningu í Kjarna- skógi annað kvöld (fimmtud. 12. þ. m.). Farið verður frá Hótel KEA kl. 7.30. Framvegis verður gróðursett hjá félaginu á þriðju- dags- og íimmtudagskvöldum. — Farið verður á sama t'ma öll kvöldin. Félagið heitir á bæjar- búa að styrkja starfið með því að taka þátt í gróðursetningu og væntir einnig aðstoðar bílaeig- enda við fiutning sjálfboðaliða. Tryggvi Þorsteinsson (sími 281) tekur á móti þátttökutilkynning- um. — Fyrsta sameiginlega gróð- ursetningarferð UMSE og Skóg- ræktarfél. Eyfirðinga er næstk. laugardag. Fara Akureyringar og fólk úr Hrafnagilshreppi í Kjarnaskóg. Og sama dag er gróðursetning f Glæsibæjar- hreppi, utan við Lónsbrú og verða þátttakendur úr hreppnum og af Akureyri utan Glerár. Viimuskóli starfræktur Iiér í sumar Ráðgert er að starfrækja Vinnuskóla bæjarins með svip- uðu fyrirkomulagi og sl. sumar. Starfsgreinar verða m. a. garð- rækt og fiskþurrkun, svo fremi að fiskur verði fáanlegur. Garð- ræktin er fyrirhuguð á Glerár- eyrum. Þeir foreldrar, sem áhuga hafa á því að koma börnum sín- um í Vinnuskólann, tilkynni það sera fyrst til formanns Vinnu- skólans, Árna Bjarnarsonar, sem gefur allar nánari upplýsingar um væntanlega stavfsemi hans, í vor og sumar. í Vinnuskólann verða tekin börn á aldrinum 11— 13 ára. — For,m. nefndarinnar segir blaðinu, að tillaga sú er birtist í síðasta tbl.um vinnuskóla á sjó, er í athugun hjá neíndimii. Forset.i Ítalíu Myndin er af Gicvanni Gronchi, sem nýlega var kjörinn forseti ítaiíu. Er kjörtími hans til ársins 1862. Haitn er úr stjórnarflokkn- uin, Kristilega demókrataflokkn- um, en í vinstri armi hans, og naut ekki stuðnings Scelba for- sætisráðberra né Fanfani for- manus flokksíns. Þykir kosning bans áfall fyrir þessa síjórnmála menn báða, og líklegt að núv. stjórn ítaiíu verði ekki Ianglíf úr bessu. Fyrsta knattspyrnu- keppni sumarsins Á sunnudaginn fór fram hrað- keppnismót í knattspyrnu hér á vellinum og kepptu KA, Þór og MA. — KA sigraði : móti þessu. Kalt var í veðri og keppnin frem- ur dauf, enda er þetta fyrsti kappleikur sumarsins. Áthygíísverð tílíaga nokkurra þingmanna Framsoknarflekksins Frarn er komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar urn að gerð verði skipuleg leit að fiskimiðum fyrir togara íyrir Norðurlandi .og Austurfandi. Eru flulningsmenn nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins, þcir Bernharð Stefánsson, Vilhiálmur Hjálmarsson, Hall- dór Ásgrímsson, Karl Kristjánsson og Gísli Guðjnundsson. Tillaga þessi byggist á nýfeng- inni reynslu á togveiðum fyrir Norðausturandi og á þeirri stað- reynd, að þessi landshluti á í vax- andi mæli afkomu sína undir tog- araútgerð og starfrækslu fisk- vinnslustöðva. Togaraútgerð hef- ur á seinni árum farið hraðvax- andi frá Norðurlandi, svo sem kunnugt er, og fiskiðjuver hafa risið upp eða eru í undirbúningi. Hins vegar er mjög óhentugt tyr- ir togara, sem leggja upp í heima- höfn, að þurfa að sækja á fjarlæg mið suma árstíma. f greinargerð segja flutnings- menn að hér sé um svo þýðingar- mikið mál að ræða, að enginn dráttur megi verða á framkvæmd þess, enda bendi nýfengin reynsla til þess að leit þessi myndi bera góðan árangur. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skcra á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að fram fari skipuleg leit að nýjum togaramiðuin fyrir norðan Iand og austan. Nauðsynlegur kostnaður greiðist úr ríkissjóði.“ í fylgiskjali með tillögunni vitna flutningsmenn í álit skip- stjórans á togaranum Austfirð- ingi, og skal það sagt í stuttu máli. Starfstími fiskiðjuveranna, sem starfrækt eru í mörgum sjávar- ,rSkóli fyrir skattgreiðendur” - frumsýning hér í næstu viku Leikfélagið sýoir „Mýs og «ienn“ í Húsavík iim næstu belgi Nú er að Ijúka æfingum hjá Leikfél2gi Akureyrar á frönskum gamanleik, scm ber nafnið „Skóli fyrir skattgreiðendur“. — Mun frumsýning verða hér í næstu viku. Höfundar eru Vernuil og Berr, en þýðandi er Páll Skúlason Spegilsritstjóri. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. Leikurinn gerist í París í nú- tímanum, cg fjallar á skemmti- legan hátt um skattaframtöl og ónákvæmni við framtalningu og annað í þc-im dúr. Með aðalhlutv. fara Jón Norðfjörð, Brynhildur Steingrímsdóttir og Júlíus Júlí- usson frá Siglufirði, sem leikux hér sem gestur. Iiefur hann farið með hlutverk sitt áður í Siglu- firði. Aðrir leikendur eru: Páll Halldórsson, Jóharin Ogmunds- son, Sigríður P. Jónsdóttir, Vign- ir Guðmundsson, Jónas Jónasson, Halldór Helgason, Pálína Guð- mundsdóttir og Bára Björgvins- dóttir. ,,Mýs og menn“ í Húsav k. Ákveðið er að Leikfélag Akur- ej'rar fari leikför til Húsavik nú um helgina, hina fyrstu í sögu þess, og sýni sjónleikinn ,.Mýs og menn“ í samkomuhúsinu bsr. — Verða sýningar kl. 8 á laugar- dagskvöldið og kl. 4 á sunnudag- inn. Leikfélag Húsavikur annast undirbúning þar. þorpum norðan- og austanlands, verður of stuttur, ef þau verða eingöngu að treysta á bátafisk og halli verður á rekstri þeirra. Af- koma verkafólks á þessum stöð- um verður þá að sama skapi lé- leg. Miðin of fjarlæg- Togarar þeir, sem gerðir eru út frá þessum stöðum, leitast við að leggja aflann upp í heimahöfn. En þetta er miklum erfiðleikum bundið, þar eð þeir verða að sækja á fjarlæg mið fyrir vestan land eða sunnan eða jafnvel við Grænland og eyða þá 2 sólar- hringum umfram í siglingu, e£ landa skal eystra. Afleiðingin verður einnig styttri veiðitími. Brýn nauðsyn er.því að finna ná- lægari mið. Mið fundin við Kolbeinsey. Fyrir austan og norðan Iand eru stórir flákar, sem nýtízku togarar geta fiskað á dýpis vegna. Skipuleg leit hefur ekki farið fram. En einstakir togar- ar hafa reynt fyrir sér hér og þar. Þórður Sigurðsson skipstjóri á Austfirðingi, hefur öðru hverju eytt einu til tveim dægrum í þessu augnamiði, og ekki án árangurs. SI. sumar fann hann fiskimið austur af Kolbeinsey. Entist þetta mið, ásarnt fleiri smáblettum, svo vel að Austfirðingur hefur ekki aflað betur annað sumar. Fátt skipa var á þessum slóðum. Og miðið er lííið og mun þola illa mörg veiðiskip í lengri tíma. Það cr skoðun Þórðar, að ekkcrt verð hetra gert fyrir fiskiðjuverin og togaraútgerð- ina en að láta fara fram skipu- lega leit að nýjum og nærtæk- ari miðum á norðaustursvæð- inu. Hér er um mikið flæmi að ræða, sem liggur frá Kolbeinsey norður og austur fyrir Jan Mayen og þaðan suður undir Færeyjar. 5 stiga frost í gær- morgun Kuldatíð liefur verið hér nyrðra um hríð, og oft frost í uppsveitum, en frostlaust hér á Akurc-yri að deginum. Kald- ast varð í fyrrinótt og mældist rösklega 5 stiga frost hér á brekkúnum snemma í gærmorg un. Hefur gróðri lítið sem ekki farið fram nú um hr.’ð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.