Dagur - 11.05.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 11.05.1955, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudagimi 11. maí 1955 liðindi úr nágrannðbyggðum Mmningaríundur um sfsrf gamla kvennaskóians á Laipiandi Gróðursett verða 3Ö0 sígræn tré eða eitt á hver ja oámsmey og kennslukonu, sern við skólann dvaldi Ýmis Kirkja í smíðum á Hofs- ósi - myndarleg sam- koma fyrir kirkju- byggingarmálið Héraðssamb. cyfirzkra kvenna héll aðalfund sinn í Húsmæðra- skólanum á Laugalandi sunnu- daginn 8. maí s!ðast liðinn, og var hann mjög fjölsóttur. Hófst hann með guðsþjónustu, er sóknarprest urinn, séra Benjamín Kristjáns- son flutti, en að henni lokinni var gengið til venjulegra fundar- starfa: lagðir fram reikningar og skýrslur um störf Sambandsins og félaga þeirra, sem í því éru, en þau eru alls fimm. Einnig fóru fram kosningar. Héraðssambandið hefir einkum heit sér fyrir eflingu heimilisiðn- aðarins á félagssvæði sínu og hef- ur það flesta vetur haft einhver námskeið á sínum vegum í vefn- aði eða saumum. En upprunalega var það stofnað til að vinna að endurreisn Húsmæðraskólans á Laugalandi og hefir það hlynnt að honum með ýmsum hætti og ávallí haft tvær konur í skólaráði. Minningarlundurinn. , Að frumkvæði Sambandsins var á 75 ára afmæli gamla Kvennaskólans á Laugalandi, fyr Undanfarið hafa sýningar kvik- myndaklúbbsins .,Filmíu“ hér í bæ fallið niður sökum þess, að kvikmyndimar voru með Gull- fossi, og fengust ekki afgreiddar í Iand sökum verkfallsins. I kvöld kl. 7 verður fyrsta sýn- ing „Filmíu“ eftir þetta hlé, í Nýja-Bíó. Verður þar sýnd myndin „Jeanne d’Arc“, en hún var fyrsta myndin sem sýnd var í Reykjavík á vegum „Filmíu“ í nóv. 1953 og hefur nú verið sýnd aftur þar vegna fjölda áskorana. Á sunnudaginn kl. 1 sýnir , Film- a“ nýja þýzka mynd, „La Pal- oma“, í Nýja-Bíó, sem hefur hvarvetna hlotið hið mesta lof. Ný skrá. VerSa sýningar á vegum „Filmíu“ á hverjum sunnudegi hér eftir kl. 1, á sama stað, og verða þá sýndar gamlar og nýjar úrvalskvikmyndir, m. a. væntan- lega „Pepe le Moko“, frönsk mynd, og „Maðurinu, sem vissi of margt“, ensk mynd, tekin af Al- fred Hitchcock. Innan skamms verður nýrri kvikmyndaskrá, með útdrætti úr efni myndanna útbýtt meðal félaga í „Filmíu“. Saga sveitastúlku. ,,Jeanne d‘Arc“, sem sýnd er í kvöld, var gerð í Frakklandi árið 1928 og eru allir leikendumir franskir. Fjallar myndin um feril frönsku sveitastúlkunnar, sem bjargaði ættlandi sínu frá ósigr- um og hörmungum, en endaði líf sitt á bálkestinum í greipum ir þrem árum síðan, stofnað til þess að koma upp lundi til minn- ingar um starf eldra skólans og hafa ýmsir afkomendur og vanda menn gömlu námsmeyjanna gef- ið til þess myndarlegar gjafir. Eru þau samskot nú alls orðin 9075,00 ícrónur. Hefir Jón Rögnvaldsson garð- yrkjufræðingur í Fifilgerði gert skipulagsuppdrátt að garðinum, sem valinn hefir verið staður í sambandi við skólalóðina, og er nú búið að gera um hann vandaða girðingu og byrjað að gróðursetja og langar sambandið til að ljúka því að mestu í sumar. Ætlunin er að gróðursetja um 300 s'græn tré eða sem svarar fjölda þeirra náms meyja og kennslukvenna sem við skólann dvöldu, og síðan birki og reynivið til skjóls og skrauts. Samþykkt var á fundinum að gefa 3000,00 krónur til plöntu- kaupa. Stjórn Héraðssamabndsins skipa: Sigríður Einarsdóttir, Eyralandi, formaður, Jónína Björnsdóttir, Laugalandi, ritari, og Kristbjörg Kristjánsdóttir, Jódísarstöðum gjaldkeri. munkavalds miðaldanna. En hún varð brátt tekin í dýrlingatölu og er „Heilaga Jóhanna“ einn af höfuðdýrlingum Frakka í dag. — Leikstjórinn er danskur, Carl Dreyer, og aðalhlutverkið leikur Maria Falconetti, en það var fyrsta og síðasta kvikmyndahlut- verkið hennar. Hún er nú nýlátin í Suður-Ameríku. Þegar um 1930 var „Jeanne d’Arc“ talin til s:- gildra kvikmyndaverka og hefur síðan farið siguríör um heim allan. Filmía er ekki skemmtiklúbhur. „Film'a“ hefur nú sýnt all- margar myndir hér í vetur, á fyrsta starfsári sínu, og hafa und- irtektir félagsmanna almennt verið góðar. Hlutverk félagsins er að sýna félagsmönnum sínum gömul og ný listaverk úr heimi kvikmyndanna, og jafnvel frem- ur gömul, að gegna á þann hátt menningarhlutverki og veita fé- lagsmönnum sínum menntun og fræðslu um hina nýju list, kvik- myndina um leið. Hins vegar hefur „Filrníu" aldrei verið ætlað að vera skemmtifélag, né sýna fé- lagsmönnum s'num myndir. sem eru ,,spennandi“ eða skemmtileg- ar á þann hátt, sem kúrekamvnd- ir, eða innihaldslitlar dans- og söngvamyndir gerast. ,,Filmía“ er fyrst og fremst fyrir það fólk sem hefur yndi af góðri leiklist á hinu hvíta tjaldi, og kann að meta það, sem bezt hefur verið gert í heimi kvik- myndalistarinnar á hverjum tíma. Sóknarnefnd Hofsóshrepps og sóknarpresturinn, séra Árni Sig- urðsson gengust fyrir samkomu í barnaskólahúsinu á Hofsósi sunnudaginn 8 maí til ágóða fyr- ir kirkjubyggingu á Hofsósi. — Samkoman hófst kl. 5 með ’-æðu er séra Árni Sigurðsson flutti. Þá söng kirkjukór Sauðárkróks und- ir stjórn Eyþórs Stefánssonar og að lokum voru sýndar kvik- myndir. Samkoman var vel sótt og þótti takast prýðilega. Hofsósingar tóku á móti kirkju- kór Sauðárkróks af mikilli rausn og vinsemd, voru margar ræður flutlar undir borðum og lýstu þær vakandi áhuga fyrir söng- mennt og kirkjulegum málefnum. Meðal þeirra, er þar töluðu, var prófasturinn, séra HelgiKonráðs- son. Byrjað var á byggingu kírkj- unnar í Hofsósi í fyrra, og er nú búið að steypa hana upp og timb- Á síðastliðnu ári samþykkti Alþingi ný lög um fuglafriðun og er þetta fyrsta vorið og sumarið, sem þau lög gilda. Lög þessi byggjast í grundvallaratriðum á alþjóðasamþykkt um friðun fugla, sem gerð var í París árið 1950. Nokkrar breytingar eru í nýju lögunum, sem almenningi virðast ekki vera kunnar. Þykir hlaðinu því rétt að rekja hér á eftir ákvæðin gagnvart nokkrum helztu fuglategundunum. Um 200 tegundir. Um 200 fuglategundir hafa náðst hér á landi. en af þeim verpa hér aðeins um 70 tegundir. Af þessum íslenzku varpfuglum njóta aðeins 3 tegundir engrar friðunar, en það eru hrafn, kjói og veiðibjalla. Af óvissum gestum og umferðafuglum, sem hér eru jafnan margir má aðeins veiða 4 Reykvíkingar bjóða upp á skemmtun Hér kom á sunnudaginn kaba- rett-flokkur ísl. tóna frá Reykja vík, hljóðfæraleikarar, söngvarar, dansarar, leikarar o. s. frv., cg hélt hér 4 skemmtanir yfir dag- inn sem voru allvel og sumar ágætlega sóttar. Greiddu menn 35 kr. í aðgangseyri. — Meðal skemmtikraftanna voru kunn nöfn úr útvarpinu, einkum dæg- urlagasöngfólk. í hópnum var Kristinn Hallsson söngvari, og að öðrum ólöstuðum mun hann hafa vakið rnesta hrifningu. En æði bragðdaufir voru sumir dægur- lagasöngvararnir við hliðina á honum. urklæða þak hennar. Hefur þessi áfangi tekizt vel og reynzt til- tölulega mjög ódýr. Mikið er þó ógert enn og vantar að sjálfsögðu fé til þess að fullgera kirkjuna. Hofsósingar munu hins vegar leggja allt kapp á að korna verki þessu áfram og fullgsra bygging- una hið fyrsta. Aðalfundur Ungmenna- sambands Skagfirðinga Aðalfundur Ungmennasam- bands Skagafjarðar var haldinn á Sauðárkróki 23. og 24. apríl Foi'maður sambandsins, Guð- jón Ingimundarson, bauð fulltrúa velkomna til fundarstarfa og flutti yfirlit yfir störf sambands- stjórnar á liðnu starfsári. Sam- bandið hafði staðið fyrir eða átt þátt í tíu mótum og kappleikjum á liðnu ári. Að venju hélt sambandið hér- aðsmót sitt á Sauðárkróki 17. júní og sá um fjölbreytt hátíðahöld þann dag. íþróttakennarar störfuðu á vegum sambandsins um nokkurt skeið og leiðbeindu félögum við margs konar íþróttaiðkanir og önnur félagsleg störf, tegundir tímabundið, en þær eru: Litli-hvítmáfur, friðaður frá 19. maí til 15. ágúst, blesgæs, friðuð frá áramótum til 20. ágúst, og Margæs og helsingi sem njóta sömu friðunar. Endur og gæsir friða'ðar að vorinu. Grágæsin er nú fríðuð á vorin og til 20. ágúst, ennfremur heiða- gæsin. þá eru endur allar friðaðar frá áramótum til ágústloka. nema sefönd og toppendur, sem ekki njóta friðunar nema frá 20. apríl til 20. ágúst, og stokkönd, rauð- höfði og hávella sem ekki njóta friðunar í jan. og febrúar. Lóm- urinn er friðaður frá 20. apr.til 20. ágúst, rjúpan er ófriðuð aðeins á tímahilinu 15. október til 22. desember. Sjófuglar. Um sjófugla gilda þessar regl- ur: Friðunar frá 19. mai til 15. ágúst njóta: skúmar-, silfurmáfur, litli-svartbakur, hettumáfur, rita, álka, langvía, stuttnefja, teista og lundi. Frá 1. april til 20. ágúst njóta friðunar: fýll, súla, díla- skarfur og toppskarfur. Óheimilt er þv I að skjóta svartfug! allan eftir 19. maí. , Eggjataka bönnuð. Um egg tegundanna gildir sama vernd og um líf þeirra. Á tak- mörkuðum svæðum þar sem veiði eða eggja- og ungataka sjó- fugla hefur talizt til hlunninda, skulu friðunarákvæðin ekki vera því til fyrirstöðu, að nytja megi þau hlunnindi eftirleiðis. Vegna fornra hlunninda er taka andar- eggja leyfð við Mývatn, en háð ákveðnum reglum. Heimilað er að taka krluegg, þó aldrei nema fyrsta varp og ’ annað egg af tveimur. En til allrar eggjatöku þarf sérstakt leyfi. Á fundinum voru rædd ýmis félagsmál og gerðar margvíslegar, samþykktir um verkefni þau, sem framundan eru. Þá var rætt um stuðning ung- mennafélaga við bvggingu sjúkra húss á Sauðárkróki, og samþvkkt tillaga þess efnis, að ungmenna- félagar beiti sér fyrir því að bú- endur sýslunnar leggi inn á reikning sjúkrahúss á Sauðár- króki eitt lamb' á komandi hausti. Sðari daginn þáðu fulltrúar kaffiboð UM.F Tindastóls á Sauð- árkróki. í stjórn voru kosnir þeir Guð- jón Ingimundarson, Sauðárkróki, Sigurður Jónsson, Reynistað, og Magnús H. Gíslason Frostastöð- um. Skólaslit í Glerár- Barnaskóla Glerárþorps var sagt upp síðastliðinn föstudag. 80 börn hafa stundað nám þar sl. vetur. Þar af luku 10 böm burt- fararprófi. Hæstu einkunn hlaut Olafur Kristjánsson, Ljótsstöð- um, 9.33. Sala á sparimerkjum í skólanum hófst eftir áramótin, og seldust merki fyrir rúmlega 6 þús. krónur. — Börnin höfðu samkomur í vetur til ágóða fyrir ferðasjóð sinn og var ágóði um 1800 krónur. Vorskólinn hófst sl. laugardag fyrir 3 yngstu ár- ganga barnanna. — 3 kennarar starfa við skólann. Skólastjóri er Hjörtur L. Jónsson. Frá starfi barnaskólans á Sauðárkróki Barnaskólanum á Sauðárkróki var slitið 1. maí. Skólastjórinn, Bjöm Daníelsson, flutti yfirlit yfir vetrarstarfið, og minntist í því sambandi á væntanlegar framkvæmdir við skólahús og leikvöll, en þar er enn margt ógert, en verður smám saman unnið að því eftir því sem fjár- hagur leyfir. Jafnframt minr.tist hann á hinn lofsverða árangur, sem náðst hefði í sparifjársöfnun skólabarna á vetrinum, og þakk- aði þann skilning og velvilja, sem foreldrar virðast sýna því máli. Á vetrinum eignaðist skólinn segulbandstæki í félagi við Gagnfræðaskólann. Heilsufar skólabarna var injög slæmt mestan hluta vetrar og al- veg fram undir vor, er það komst loks í eðlilegt horf. Alls voru 106 börn í skólanum, en það er lág tala. borið saman við íbúafjölda staðarins. Oll börn luku ársprófi og þar af 24 barnaprófi, 5 þeirra með ágæt- iseinkunn. Hæstu meðaleinkunn hlaut Jósefína Hansen, 9,48. Af barnaprófsbörnum hlutu 15 börn 1. eink. og ágætiseink. í réttritun, 16 1. eink. og ágætiseink. í mál- fræði og 19 1. og ágætiseinkunn í reikningi. Þeim börnum, sem hlutu hæstu meðaleinkunn í hverjum bekk voru veitt bókaverðlaun úv ný- stofnuðum sjóði. Að lokinni ræðu skólastjóra tóku til máls Sigurður P. Jónsson kaupmaður, sem er prófdómari við skólann, og Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri, er skýrði frá verðlaunasjóði, er hann hann mundi afhenda skólanum til að veita þeim börnum viðurkenn- ingu, er sköruðu fram úr í kur- teisi og prúðmannlegri fiam- komu. Vorskólinn hófst mánudaginn 2. maí. Þar innriluðust 26 nýliðar. FiEmíu-kíúbburinn hefur starf á nf með sýningu á Jeanne d'Árc Áðeins kjói, hrafn og veiðibjalia njófa engrar friðunar að Eögum Fyrsta vorið, sem nýju fuglafriðunarlögie gilda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.