Dagur - 11.05.1955, Síða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 11. maí 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi,
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Breytt loftvog á Iíefla-
víkurflugvelli
ÞEIR, SEM LESA blöð kommúnista og þjóð-
/arnarliða, — eða leggja á sig að hlýða á orða-
fkak þeirra, — hafa tekið eftir breytingu, sem
/fir þennan liðskost hefur komið á einu ári eða
ivo. Sú var tíðin að blöð þessi — og þá einkum
Pjóðviljinn — voru barmafull af ýmiss konar
1 réttum af árekstrum í sambandi við dvöl varnar-
iðsins á Keflavíkurflugvelli. Að vísu voru fregnir
tesaar oftast stórum ýktar, og hvert smáatvik
liásið upp og gert sem ferlegast fyrir sjónum les-
■nrta. Hrekklausir lesendur úti á landi, sem aldrei
1 íöí'ðu Keflavíkurflugvöll augum litið, né ein-
cennisbúinn mann þaðan, áttu að trúa því, að við
.?,-txaflóann geysaði kalt stríð í milli íslendinga og
'arnarliðsmanna. Þar væru eilíf illindi, og hið er-
enda lið sífellt að færa sig upp á skaftið. Jafnframt
'ar lagt út af þessum texta. Samkvæmt útlegging-
■ n ni voru íslenzk stjórnarvöld áhrifalaus peð í
löndum foringja varnarliðsins. Leppur var þá
nunntamt orð í Þórsgötu og hjá Þjóðvörn. Oll
,;amibúðarmálin áttu að vera á stjórnlausu reki. —
Tlestir skyni bomir menn sáu frá upphafi
'ega, hverrar ættar þessi áróður var. Hann varð
bví aldrei áhrifamikill. En þeim, sem sáu, hvað var
»ð gerast, gramdist, að upplausnai-liði kommún-
sta skyldu lögð vopn 1 hendur með festuleysi og
■ ækifærisstefnu af hendi sumra íslenzkra ráða-
nanna, sem þarna hefðu átt að vera betur á verði.
'?ar á ofan voru lausatök á samskiptamálunum
: .íkleg til þess að bjóða heim hættum og vandræð-
um að óþörfu. Örlaði og nokkuð á því um sinn.
ALLT ÞETTA RÁÐSLAG varð til þess, að upp
?ar tekin markviss gagnrýni á framkvæmd varn-
arsamningsins í blöðum Framsóknarmanna og á
rlokksfundum. Fyrir síðustu kosningar var það
aitt af baráttumálum flokksins að koma fastara
skipulagi á þessi mál og fá Íslendingum sjálfum í
Uendur stjórn verklegra framvæmda þar á Suður-
lesjum. Framsóknarmenn vildu í hvívetna gæta
peirra skuldbindinga, sem þjóðin hafði tekizt á
íaendur með samningum við vinveitt ríki báðum
negin hafs, en jafnframt gæta réttar hennar í
illum þeim samskiptum og vinna að því að skapa
U'agnkvæmt traust.
TJpp úr kosningunum 1953 tóku Framsóknar-
nenn við stjórn utanríkismála, og hófu þegar þær
endurbætur, sem rætt hafði verið um fyrír kosn-
:.ngar. í upphafi var ekki sparað af hálfu komm-
'iinista og fylgifiska þeirra í þjóðvörn, að gera starf
ítanríkisráðherra tortryggilegt. Blöðin héldu
afram um sinn uppteknum hætti, að gera úlfalda
vir hverri mýflugu á Keflavíkurflugvelli, og blása
að glæðum óánægju og skilningsleysis. En ekki
eið á löngu áður en athugulir menn fóru að taka
iftir breytingu. Það virtist verða sífellt erfiðara
yrir blöðin að finna atvik frá samskiptum íslend-
nga og vamarliðsmanna sem hægt var að tylla
jpp á forsíðu undir stórri fyrirsögn. Almenningur
:'ór að leggja þennan mælikvarða á það, hversu
niðaði starfi utanríkisráðherra að fi-amkvæma
uinar nauðsynlegu umbætur. Og nú, að loknum
þremur missirum, er svo komið, að þessi frétta-
flutningur er að kalla horfinn úr
þessum blöðum. Efnið er þrotið.
Þjóðviljinn hefur neyðst til þess
að grípa æ oftar til gamla róðsins,
að birta reyfara úr skuggahverf-
um amerískra stórborga til þess
að halda gangandi ófrægingar-
stríði því, sem öllum kommún-
istablöðum er uppálagt að reka
gegn bandarísku þjóðinni .
EF MENN ÞURFA frekar vitna
við um þá breytingu, sem orðin
er á Keflaflugvelli frá því Bjarni
Benediktsson átti að heita
gæzlumaður þar af hálfu íslend-
inga, þá er þau að finna í.Þjóð-
viljanum sl. föstudag. Þar birtist
grein úr amerísku blaði, þar sem
blaðamaður nokkur, sem heim-
sótt hafði landa sína á Keflavík-
ui-flugvelli, kvartar sáran yfir
einangrun hersins og lýsir sökn-
uði hermannanna á því ástandi,
sem var. í greininni kemur fram
sama skilningsleysið á sérstöðu
íslendinga og hættum sambúðar-
málanna, er einkenndi afstöðu
þeirra íslendinga hér fyrr á árum,
sem ekki sáu nauðsyn á fast-
mótaðri framkvæmd varnar-
samningsins. Það er skiljanlegt,
að til séu Bandaríkjamenn, sem
eru andvígir einangrun hersins
og auknum áhrifum íslenzkra
stjórnarvalda á Keflavíkurflug-
velli. Þá brestur sögulega þekk-
ingu til að skilja afstöðu íslend-
inga. En þau stjórnarvöld amer-
ísk sem gert hafði sér far um að
kynna sér viðhorf íslenzku þjóð-
arinnar og meta sanngjarnlega
kröfur um fyllstu tillitssemi við
aðstæður hér, hafa reynzt
drengilega í þessum samskipta-.
málum, og hafa lagt fram sinn
skerf til þeirra endurbóta, sem
nú eru orðnar, enda verður það
æ Ijósara að þær eru öllum til
góðs.
UTANRÍKISRÁÐHERRA hef-
ur unnið mikið og gott starf með
nýskipan Keflavíkur málanna.
Forsíður Þjóðviljans og Þjóð-
varnar eru lýsandi tákn um ár-
angurinn. Þar sem áður voru
gunnreifir áróðursmenn, hnípir
nú þögul sveit og vandræðaleg. Á
hinu leitinu eru svo Flugvallar-
blað Sjálfstæðismanna, sem held-
ur uppi árásum á stefnu ráðherr-
ans og Framsóknarmanna. Á
meðan amerískir verktakar voru
alvaldir, og lausung var mest þar
um Suðurnes, líkaði þessu fólki
lífið mætavel. Meðan kommún-
istar voru iðnastir að prenta sög-
uir sínar í Þjóðviljanum, heyrðist
ekki hósti né stuna frá þessari
deild Sjálfstæðisflokksins. En
þegar fréttalind kommúnista á
Keflavíkurflugvelli er að mestu
uppþornuð, hefst söngurinn í
Flugvallarblaðinu. Þessi baró-
metsstaða er eins og hún á að
vera. Hún sýnir, að farin hefur
verið hin sanngjarna og skyn-
samlega leið í þessum málum.
§| iyl
Náttúiuundrin í bæjarlandinu.
TVÖ NÁTTÚRUUNDUR hér í
bæjarlandinu hafa einkum dreg-
ið að sér athygli síðustu daga.
Hafa áhorfendur látið sér um
munn fara, að vísindamenn vorir
leiti langt yfir skammt er þeir
gana vestur á Grænland eða upp
á Vatnajökul í leit að verkefnum.
En fyrirbæri þessi eru eldstöðv-
arnar í Glerárgili og framrás
skriðjökulsins við Galtalæk. —
Bæjarmenn aka daglega til að
skoða verkanir þyngdarlögmáls-
ins við Galtalæk. En enn er ékki
vitað til, að nokkur hafi fetað í
spor Mark Twains, sem settist
upp á skriðjökul í Sviss og ætlaöi
að taka sér far með honum til
byggða. En þótt hiaðamælir.gar
hafi ekki verið gerðar enn sem
komið er, mun ekki fjarri lagi að
áætla, að hraðinn sé svipaður og
á ýmislegri mannvirkjagerð bæj-
arins.
Eldstöðvar við Glerá.
ELDSTÖÐVARNAR í Glerár-
gili eiga sér lengri sögu. Mundi
rannsókn staðfesta, að bærinn
hafi átt logandi bakelda mest allt
stjórnartímabil núverandi ver-
aldarforsjár samfélagsins. En
fyrst fara af þeim sögur, sem um
munar, um það bil sem Hekla
gaus síðast. Vegfarendur, sem
komu flugleiðis til bæjarins,
horfðu undrunaraugum á reykj-
armekki, sem stigu til himins frá
krikanum, þar sem þjóðvegurinn
beygir austur yfir óshólma Eyja-
fjarðarár. Héldu sumir að þarna
væri á ferð samkeppni við túr-
isma Suðurlandsins.
SEINNA varð þessi sami eldur
laus við mógrafirnar vestan við
bæinn. Sáu brekkubúar eldstólpa
við himinn þar efra, og logaði þar
víst fjörutíu sinnum fjörutíu daga
og nætur, en þá lá við landauðn á
nálægum býlum. Eftir það hófst
bakeldagerðin í Glerárgili. Hefur
reykjarmekki mikla lagt upp úr
gilinu í allan vetur.
Ilmnr í lofti.
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ síð-
asta, er menn gengu á brekkurn-
ar til að njóta sumarblíðunnar,
kenndu þeir ilm í lofti. Ekki var
það vorilmur, en þar sem suð-
vestan andblær var á, var talið
að þar væri samfélagið að minna
á'sig og sína forsjármenn. Þeir,
sem gengu upp á hnjúka, eða
stigu upp á húsþök, og vildu fá
útsýn yfir landið eins og Helgi
magri á tindi Sólarfjalls, sáu blá-
leita móðu leggja upp úr Glerár-
gili og breiða sig yfir Mýrahverfi
og aðra byggð. Þótt, menn óttuð-
ust ekki móðuharðindi, sló samt
óhug á þá, sem sáu fugla himins-
ins bregða á flótta og flögra á
vinstri hlið undan ódauninum, og
leita griðlanda í görðum Innbæ-
inga. En mannfólkið bjóst um á
bak við rammlega lokaðar dyr og
glugga. Með morgunsárinu sóp-
aði vindurinn blámóðunni út í
hafsauga, og menn drógu andann
léttar í það sinn.
Hin nýja þumlungamæling.
MÓÐUNÓTTINA voru liðnir
réttir 24 dagar frá því að heil-
brigðisnefnd bæjarins hafði ski'áð
fordæmingu á eldstöðvunum í
Glerárgili. Tveir bæjarstjórnar-
fundir hafa verið haldnir á þeim
tíma. En enn hefur réttum yfir-
völdum ekki unnist tími til að
koma fundargerð ncfndarinnar á
dagskrá ,sVo sem þó er skylt að
gera. Liggur fundargerðin óaf-
greidd í skjalamöppum bæjar-
stjórans. Á þessum tíma mun
skriðjökullinn í Galtalækiargili
hins vegar hafa þokast áfram um
Framhald á 7. síðu.
Stóra Bessie í brezka þinginu
er kerling í krapinu
íslendingar mega vel muna frú Bessie Braddock,
þingmann frá Liverpool. Enginn maður á þing-
bekkjum hefur tekið stærra upp í sig um framferði
brezkra togara-
eigenda gagnvart
íslendingum, en
þessi 200 punda
kvenskörungur úr
V e r kam.flokkn-
um. Hún hefur
haldið því fram,
að löndunarbann-
ið sé samsæri tog-
araauðvaldsins til
þess að fá hærra
fiskverð úr hendi
b r e z k r a hús-
mæðra. Og þegar
hagsmunir hús-
mæðra eru í
hættu, er Bessie í
vígahug.
Nú á dögunum
átti hún í erjum
v i ð samflokks-
menn sína út af framboðsmálum. Af því tilefni er
ævisaga hennar rifjuð upp í stórum dráttum.
Þeir segja að hún líkist júffertu undir fullum segl-
um, er hún vaggar um þingsalinn. Og það fer hroll-
ur um Oxford- og Cambridgepiltana á þingbekkj-
unurn þegar Bessie lætur til sín heyra. Hún er
hvorki raddfögur né tiltakanlega orðprúð. Og mál-
far hennar er meira í ætt við sjómannskonur í
Liverpool en útvarpsþuli eða Oxfordprófessora. f
kappræðum er hún ekki lamb við að leika. Sumar
kveðjur, er hún sendir íhaldsþingmönnum, eru lík—
astar því, að þeir væru slegnir ..utan undir með
blautum fiski. Blöðin gera sér dælt við hana og
gera gys að henni. „Hún er þinginu til skammar,“
segja íhaldsþingmenn á stífpressuðum buxum og
gljáfægður skóm. En í hafnarhverfunum í Líverpool
er Bessie Braddock hinn sanni fulltrúi alþýðunnar
og er hyllt, hvar sem hún fer.
Bessie er líka þaðan upprunnin. Hún er 55 ára,
fædd í fátækrahverfi hafnarborgarinnar, þar sem
aðbúðin var þannig, að einn vatnskrani úti í porti
átti að duga handa heilu íbúðahverfi. Bessie var
uppalin í sárri fátækt og við mikið erfiði. Hún sór
þess dýran eið á unglingsárum, að rétta hlut verka-
kvennanna í heimaborg sinni og frelsa þær frá fá-
tækrahverfunum.
Þeir segja að hún eigi stórt hjarta, eins og sæmir
200 punda maddömu, en hún segist ekki hafa tíma
til að kenna í brjósti um fólk. „Það kemst enginn
langt á meðaum,kvuninni,“ segir hún. „Fólkið þarf
ekki meðaumkvun, það þarf starf.“ Hún var kjörin
bæjarfulltrúi er hún stóð á þrítugu, og þá þóttu
bæjarstjórnarfundir líflegri samkomur en áður, er
hún tók þar sæti. „Eg vildi eg hefði vélbyssu til að
nota á ykkur alla,“ hrópaði hún eitt sinn til bæjar-
fulltrúa íhaldsins, er hún hafði átt í orðasennu
við þá.
„Við höfum rottueyðir I þjónustu borgarinnar,
en hann eltir vitlausa tegund,“ sagði hún við þá í
annað sinn. Eitt sinn kom húri með heljarmikið
gjallarhorn á bæjarstjórnarfund, og ávarpaði fund-
armenn í gegnum það. í annað sinn kallaði hún
andstæðing „vísVitandi lygara“, og kaus heldur að
fylgja lögreglunni úr salnum en taka orð sín aftur.
Bessie er búin að sitja 10 ár á þingi og þau hafa
hreint ekki verið viðburðalaus. Þingmenn hafa átt
það til að ganga úr þíngsalnum, þegar hún hefur
haldið ræður.
(Framhald á 7. síðu).