Dagur - 11.05.1955, Page 7

Dagur - 11.05.1955, Page 7
Miðvikudaginn 11. maí 1955 D AGUR 7 Guðmundur Gunn- I [ laugsson byggingameistari, Básveg 3, Keflavík, er sextugur í dag, 11. maí. Hann er Skagfirðingur að ætt og flutti til Siglufjarðar 1930 og stundaði þar húsasmíðar til ársins 1951, en hann flutti til Keflavíkur. Hann vinnur þar nú við húsabyggingar og er hinn ernasti. Munu margir Norðlendingar senda honum hlýjar kveðjur á þessum tímamótum. «* Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). nú eru aldnir orðnir, hafði ekki einu sinni dreymt um slíkt og óska sér margir að þeir væru ungir orðnir í annað sinn og þátttakendur í stórfelldu land- námi, sem nú væri unnt að hefja. Ög vissulega bjóða sveitirnar ungu fólki margfalt betri lífsskil- yrði en áður, þrátt fyrir ummæli landnámsstjóra og þrátt fyrir lánsfjárvöntun. Og enn bjóða þær fegurð og frjálsræði og ótakmarkað oln- bogárými til athafna. Engu skal um það spáð, hvemig þróun at- vinnulífsins í landinu verður í næstu framtíð, * eða hvað bíður elzta atvinnuvegar landsins,land- búnaðarins. ’Pcf væri þess óskandi að þjóðfélagið byggi svo að land- nemum sínum, að næsti land- námsstjóri þurfi ekki að taka sér þau orð í munn,. að áhyggjur og erfiði sé þatS eíhá orugga, sem falli þejm í skau.t. MÓÐIR, KONA, MEYJA (Framhald af 4. síðu). Nú á dögunum átti Bessie í einni orrustunni enn. Og í þetta sinni við eigin flokksbræður en ekki íhaldsmenn. Heima í kjör- dæmi hennar höfðu Bevanistar orðið ofan á í uppstillingarnefnd, og tilkynntu nú, að Bessie Brad- dock mundi ekki verða í kjöri aftur. Bessie er andvíg Bevan og öllu hans ráðslagi. Hún var einu sinni kommúnisti, en nú lýsir hún fyrrverandi samherjum þannig: „Kommúnistaflokkurinn er rot- inn allt í gegn. Og eitt er víst: Kommúnistum og ljósrauðum aftaníossum þeirra skal ekki tak- ast að bola mér frá þingmennsku. Eg skal sýna þeim, hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni. Eg gef ekki skít fyrir kommúnista.“ Og Bessie vissi hvað hún söng. í vikunni sem leið var taflstaðan breytt. — Uppstillingamefndin hafði beygt sig fyrir brottrekstr- arhótun miðstjórnarinnar, en áð- ur mun Bessie hafa verið búin að þjarma að miðstjórninni. Nefndin ■birti tilkynningu um að frú Bessie Braddock, hin mikilhæfa þingkona, mundi enn á ný verða í kjöri fyrir Verkamannaflokkinn í einu kjördæmi Liverpool-borg- ar. Og það má telja nokkurn veginn víst, að 26. maí næstkom- andi fái Bessie umboð kjósenda til þess 'að ár enn á bekkjum brezka þingsins. • FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). nokkra þumlunga. Liggur því ljóst fyrir, að hann hefur skotið bæjarstjóranum og starfsliði hans rækilega aftur fyrir sig. í sumum framkvæmdamálum bæjarins verður hraðinn ekki einu sinni mældur í þumlungum. Viðureign samfélagsins við njólann. Höfundur, sem nefnir sig „um- bótamann“ skrifar á þessa leið: Á ÁLIÐNUM vetri síðastliðinn, kvisaðist að undur væru að ger- ast hér á Akureyri. Var því hvísl- að manna á milli, að njólinn væri farinn að vaxa. Þótti það með ólíkindum, þar sem frosthörkur voru miklar um það leyti. Um svipað leyti varð það kunnugt, að garðyrkjuráðunautur bæjarins, Finnur Árnason, hefði sagt lausu starfi sínu hjá bænum, og urðu þá sögurnar um njólann tákn- rænar. Finnur hafði barizt hreystilega gegn njólanum í mörg ár og hefði líklega gengið af hon- um dauðum, ef forsjón bæjarins hefði framlengt kjarasamninginn við ráðunautinn. Njólinn, sem allir kannast við, er talinn ill gresi. Hann þykir ekki hæfa í menningarborg og er strádrepinn, hvar sem til hans næst. Það er búið að setja mikið fé til höfuðs honum hér á Akureyri, og þrátt fyrir frjósemi hans og vaxtar- mátt, lét ann undan síga í fyrstu lotu. Aftur á móti hefur hann numið ný lönd í útjöðrum bæjar- ins og hefur kunnað vel við sig þar. Fátt þykir bera gleggri vott ómenningar en njóli. Ógnar hann fólki næst á eftir rottum og minkum. Húseigendur umhverf- ast, svo og húsfreyjur, ef örlar á njólablaði innin girðingar og taka þau sér bitrustu vöpri í hörid. Vegfarendur hringja á rs^ktiin^r^ ráðunaut, ef þeir sjá' *riio!;f' á förnum vegi, og tilkynna fundinn með viðeigandi óskum um bráða eyðingu á kostnað bæjarsjóðs “ Óvinurinn cnn á ferð. Enn segir ,,umbótamaður“: „EKKI VÉRÐUR um það dæmt hve snemma njólinn tók að vaxa í ár. Víst er um það að nú skýtur hann hvarvetna upp kollinum, rauðbrúnn, gróskumikill og safa- ríkur. Þær köhur, sem kunna vel til matreiðslu gi-ænmetis, gera ljúf- fenga rétti úr hinum ungu njóla- blöðum. Er það kunnugt að fornu og nýju. Hér á Akureyri er þetta talin álíka fjarstæða og að eta hund og leggur enginn sér slíkt til munns. Fremur mun það þykja ,,kuldalegt“ að eta óvini sína. Þetta viðgengst þó víða í veröld- inni og veitir sigurvegaranum tvöfalda gleði og alveg óyggjandi vissu um sigurinn. Það væri vissulega athugandi hvort þessi aðferð hentaði ekki Akureyring- um ágætlega í baráttunni við hina óvelkomnu jurt. Hún er mjög ein fóld, og mundi hafa hin undur- samlegustu áhrif. í fyrsta lagi auka heilbrigði manna og kenna þeim grænmetisát. f öðru lagi þyrfti bærinn engu að kosta til útrýmingar njóla.“ VINNUBUXUR KVENNA. Einlitar og skozkar. Síðar og hálfstðar. Gott úrval. Ráðskona óskast á fámennt sveita- heimili. Afgr. vísar á. TILSOLU: Nýjar kvöldvökur, And- vari, Urval, Gríma, Dvöl, jj o. £1; Allt komplett. Afgr. vísar á. Braunsverzlun Eldhús- Igluggatjaldaefni MEÐ PÍFU. Kr. 11.90 metrinn. Braunsverzlun [VINNUFATAEFNI rautt, blátt, hvítt, grænt, brúnt, grátt o. fl. litir. Nýkomið. Braunsverzlun iRIFSEFNI í kjóla Svart, blátt grátt. Nýkomið. Braunsverzlun Gluggatjaldaefni ,,CRETONNE“ tvíbreitt. : Kr. 14.50 metrinn. Braunsverzlun EIN ÞYKKT, ER KEMUR í STAÐ SAE 10-30 OLÍUFÉLAGIÐ H.F. Söluumboð í Olíusöludeild KEA Sími 1860 og 1100. I. O. O. F. — Rb. 2 1045118V2 — O I. O. O. F. — 1375138V; — Kirkjan. Messað á Akureyri kl. næstk. sunnudag. Hinn almenni bænadagur. Sálmar: 374, 376, 378 og þjóðsöngurinn. — P. S. Kirkjan. — Fermingarmessa í Lögmannshlíð næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — K. R. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að sunnudaginn 15. maí á Möðru- völlum kl. 2 og að Bægisá kl. 4 e. u Almennur bænadagur.) — Á uppstigningardag kl. 2 e. h. mess- að í Glæsibæ og sunnudaginn 22. maí kl. 2 e. h á Bakka. Fermt verður að forfallalausu á Möðru- völlum á hvítasunnudag og að Bægisá á annan. Almennur bænadagur verður að venju undanfarinna ára hald- inn 5. sunnuda geftir páska, 15. maí. Hefur biskup landsins ný- verið skrifað öllum prestum hér að lútandi og á bænarefnið að vera það „að þakka Guði vernd hans og forsjón og biðja hann að vaka yfir þjóð vorri og öllum þjóðum heims, svo að ríki hans drottni og dauðans vald þrotni, og kærlcikurinn megi lýsa öllum í Jesú nafni til sátta og friðar og samstarfs.“ — Ætlast er til þess, að guðsþjónusturnar fari fram þennan dag með sama fyrir- komulagi og hina fyrri bænadaga og verði messað í sem flestum kirkjum. — Hugmyndinni urn al- mennan bænadag hefur verið vel tekið gf þjóðinni, Og epn munu söfnuðir landsins, í bæ og byggð, fagna helgihaldi bessa nýja há- tíðisdags og streyma að kirkjum sínum. Végpa "þésscítíf ftú. aýóáy og mýrar 'tirðnar varpstöðvár íugl- anna ætti hvergi á íslandi að brenna sinu héðan í frá. Hestamannafélagið Léttir held- ur fund föstudaginn 13. maí n.k. í Ásgarði (Hafnarstræti 88) kl. 8.30 e .h. Egill Bjarnason ráðunautur L. H. mætir á fundinum og sýnir kvikmyndir. Stjórnin. - Art Buehwald (Framhald af 5. síðu). framkvæmdir þeirra við Huleh- vatn. Þeir eru þar að þurrka upp geysistórt vatn og ætla að breyta botni þess í akurlendi. Því er ekki að neita, að þarna er myndarlega að verki verið, einkum mun þetta gleðja auga þeirra, sem sífellt vilja vera að snúast í kringum framræsluáætl- anir. En jafnvel þótt maður hafi engan áhuga fyrir þeim fræðum, leizt okkur svo á, að enginn ferðamaður fengi að fara úr landi fyrr en hann hefði séð Huleh- framkvæmdirnar. Það væri svo sem velkomið að lýsa mannvirk- inu fyrir ykkur, en við ætlum samt að láta það vera, því að vafalaust eigið þið eftir að sjá það með eigin augum, og þá er illt að vera búinn að spilla ánægjunni af því. En það getum við þó sagt ykkur með sanni, að áin Jórdan verður aldrei hin sama aftur. Einkaréttur: NY Herald Tribune. 12-13 ára unglingsstúlka áskast í létta vist. Uppl. í síma 1004 og 1692. Mflrgrét Ásgeirsdóttir. Bifreiðaskoðunin. í dag á að mæta til skoðunar með bifreiðar A—301—350, á morgun 351—400, á föstudag 401—450. -x Akureyrarkaupstaður hefur lát- ið sérprenta áætlun um tekjur og gjöld ársins 1955. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Opinberar samkomur verða í kvöld (miðvikudag) og fjögur næstu kvöld kl. 8.30 e. h. öll kvöldin. Ræðumaður: Guðmund- ur Markússon frá Reykjavík. — Allir velkomnir. 75 ára varð í gær ekkjan Lilja Friðfinnsdóttir, Gránufélagsgötu 28. Hún er frá Sauðaneskoti á Ufsaströnd, aystir Þorvalds út- gerðarmanns í Olafsfirði og þeirra systkina. Giftist Sigur- birni Friðrikssyni og bjuggu þau lengi í Ólafsfirði, en frá 1920 hér í bæ. Sigurbjörn er látinn fyrir nokkrum árum. Lilja er mæt kona, vel gefin og vel að sér um marga hluti. Hún er vel ern. Sjötug varð laugardaginn 7. febr. ekkjan Guðný Jónsdóttir á Ytra-Brennihóli í Kræklingahlíð. Guðný er Skagfirðingur að ætt, en fluttist hingað norður fyrir' nokkrum árum með dóttur sinni og tengdasyni. Á hún heimili hjá þeim, en hefur starfað undanfarin misseri meira og minna á Elli- heimilinu í Skjaldarvik, vinsæl kona og vel metin. Sjötugur varð Tryggvi Valde- marsson, smiður, 6. maí sl., nú til heimilis í Skjaldarvík. Hann er fæddur Svarfdælingur og ólst upp í Skíðadal, en fór að stunda sjó innan við fermingu og var sjómaður um árabil á fiskiskip- um af öllum gerðum. — í júní- mánuði 1920 varð hann fyrir því slysi á togaranum „Rán“, á veið- um út af Vestfjörðum, að „lenda í vírunum“, sem kallað er á sjó- mannamáli og missti þá annan fótinn. Þrátt fyrir þetta mikla áfall hefur þó Tryggvi reynzt hlutgengur vel á vettvangi starfs og stríðs, enda hörku-duglegur maður einbeittur og kjarkrr.ikill með afbrigðum. Var hann árum saman vélamaður á smærri skip- um, eftir að hann var gróinn sára sinna, og síðan gekk hann að ýmsum störfum í landi sem heill væri. Og kom þá í ljós, að hann var hinn bezti smiður og stóð um skeið fyrir húsabyggingum víða hér um sveitir og lagði gjörva hönd á margt. En síðustu 'árin hefur hann þó orðið að hafa minna um sig, sökum heilsubil- unar, þó sjaldan sitji raunar enn iðjulaus með öllu. — Tryggvi á sex börn á lífi, og er einn sonur hans Sigurður bóndi á Ósi í Hörgárdal. — Vinir þessa giaða, hugdjarfa sjötuga víkings árna honum heilla og blessunar. Samvinnan, apríl—maíheftið, er nýlega komið út. Er það að verulegu leyti helgað 70 ára af- mæli Jónasar Jónssonar skóla- stjóra. Er foi-síðumynd af honum og greinar um hann eftir Jón Sig- urðsson í Yztafelli, Bjarna Bjarna son á Laugarvatni og Sigurð Kristinsson, fyrrv. forstjóra. — Annað efni er þetta helzt: Fram- kvæmdir og fjárfesting í sveitum eftir Hannes Pálsson, grein um mannanöfn fyrr á árum, Blir.dir fá sýn eftir Snorra Sigfússon, frá- sögn af skógrækatrstarfi Sigurðar Jónssonar í Stafafelli, Skattamál samvinnufélaga eftir Vilhjálm Jónsson, lögfræðing, Veðrið er- hvorki vont né gott eftir Jón Ey- þórsson. Þá eru greinar, smásaga, grein um Píus páfa og RembranÖt og sitthvað fleira er í þessu hefti, sem er 38 bls. ;

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.