Dagur - 18.05.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. maí 1955
DAGUR
7
Clorox
í eins Itr. fiöskum og 4Vi 1. flöskum.
Nýlenduvörudeildin og útibúin.
Rúsíuur
steinlausar
Laukur
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin.
Heilhveiti
Getum nú boðið liáttvktum viðskiptpmönnum okkar
tvennskonar heilhveiti GRÓFT og FÍNmalað. Góðfús-
Iega takið fram við pöntun Itvora teg. þér óskið að kaupa.
VÖRUHÚSIÐ H.F.
Húseign fil sölu
i
-Tilboð óskast í húseign mína Helgamagrastræti 21.
Húsið er 2, 4. herbergj'a fbúðarháÉðir.'Bjóða'idá'i hvóra
hæð fyrir sig eða báðar saman. — Tilboðum sé skilað
•fyrir 30. þ. m.
Ragnar Jóhannesson
Sími 1620 og 1100
>
Opna haffasfofu mína
föstudaginn 20. maí n. k. í Hafnarstræti 95. (Þar sem
áður var Hattabúð Akureyrar.)
Tliora Cliristensen
Hdfnarstrœti 108.
MYNDAVÉLAR
LJÓSMÆLAR
FILMUR
KODAK og DEKOPAN
Einnig LITFILMUR
Járn- og glervörudcild.
Rafhlöður í rafgirðingar
Véla- og búsáhaldadeild.
- Sjálfsafgreiðslu
búðir
(Framhald af 1. síðu).
nýjar hugmyndir um fyrirkomulag
og innréttingar svona búða. Innan
matvörusölunnar er t. d. sífellt
verið að fjölga þeim vörum, í þess-
um búðum, sem snerta eldhúsið á
einn eða annan hátt. Vörum í
standardumbúðum fjölgar sífellt,
og frystitæknin hefur opnað mögu-
leika til þess að geyma matvæli
langtímum saman, kannske ár í
stað fárra mánaða fyrr. Nú kaupa
menn heilar máltíðir í einum
pakka.
— Verða umbúðir þá ekki dýr-
ar, og krefst þetta sölukerfi sér-
stakrar pökkunartækni í mat-
vælaiðnaðinum?
Það er að sjálfsögðu mjög mikil-
vægt, að þróunin stefni að hentug-
um og fallegum umbúðum á sem
flestum vörum. Umbúðir um
neyzluvöruna er þjónusta við
neytandann, og eiga þess vegna að
vera fyrsta flokks. Þetta kostar
auðvitað talsvert, en aðgætandi er,
að í afgreiðslubúðunum með gamla
sniðinu er ekki hægt að komast af
án umbúða. Hin standardíseraða
innpökkun í sjálfafgreiðslubúðum
er heldur ekki mjög dýr, því að
mikið af henni má framkvæma í
vélum, bæði innpökkun og vigtun.
Framleiðendur eiga í harðri sam-
keppni um hagnýtar og fallegar
umbúðir, og þessi samkeppni hef-
ur líka áhrif á gæði innihaldsins.
En menn þurfa ekki endilega að
taka allt skrefið í einu. Það má
breyta til í áföngum.
Aðstaða viðskiptamannsins —
viðhorf húsmóðurinnar.
Mr. Swentor telur að samband
verzlunar og viðskiptamanns verði
nánar og betra í hinum nýju búð-
um. I eldri búðunum, þar sem
menn bíða eftir afgreiðslu, er ekki
tjmiítil að ræða um vörurnar við
afgreiðslufólkið, í nýju búðunum
er öðru máli að gegna. Þar kemst
einn maður yfir mikið leiðbeining-
ar- og hjálparstarf. Það er eftir-
minnileg reynsla fyrir húsmóður-
ina, að koma í velútbúna sjálfaf-
greiðslubúð. Hún getur lært þar
margt um vörur og innkaup, og
hefur meira frjálsræði um vöruval
en áður.
Meiri verzlún — aukin sér-
þekking verzlunarfóiks.
Hinn ameríski sérfræðingur
segir, að reynslan í Bandaríkjunum
hafi sannað, að salan eykst þegar
húsmæðurnar geta valið varning-
inn sjálfar. Þær kaupa gjarnan
meira, en þær hafa á innkaupalista
sínum, er þær sjá úrvalið í kring-
um sig. I Bandaríkjunum umsetur
sjálfafgreiðslubúð birgðir sínar
16—17 sinnum á ári, en 11—12
sinnum á ári er lika góð útkoma.
Nú er viðhorfið þar til afgreiðslu-
fólksins líka breytt. Áður var ekki
krafizt sérþekkingar til að fá starf
í matvörubúð, nú er krafizt fólks
með sérmenntun og hæfni til
fyrsta flokks þjónustustarfs, segir
Mr. Swentor að lokum.
Fundur hér á föstudag.
Þessa dagana skoðar þessi sér-
fræðingur verzlanir í bænum, og
ræðir við verzlunarmenn um þessi
efni. Á föstudagskvöldið hefur
hann fund með þeim, flytur ræðu
um þetta málefni, sýnir skugga-
myndir og kvikmyndir til skýr-
ingar.
Hörpusilki
Byggingarvörudeild .
I. O. O. F. 2 — 1375208% —
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju kl. 5 e. h. á sunnudaginn
kemur. — P. S.
Messa í Akureyrarkirkju á
uppstigningardag kl. 2 é. h. K. R.
Ferming í Lögmannshlíðar-
kirkju kl. 2 á sunnudaginn kem-
ur. Þessi börn verða fermd: Björg
Sveinsdóttir, Bandagerði, Rósa
Magnúsdóttir, Sunnuhvoli, Jón
Kató Friðriksson, Kollugerði 2,
Olafur Gíslason, Árnesi 2, Sig-
mundur S. Björnsson, Kollugerði,
Stefán V. Þorsteinsson, Blómst-
urvöllum, Víglundur Þorsteins-
son, Blómstui'völlum.
Fíladelfía, Lundargötu 12. Al-
menn samkoma á uppstigningar-
dag kl. 8.30 e. h. og á sunnudag
kl. 8.30 e. h. Guðmundur Mark-
ússon talar á þessum samkomum.
Verið velkomin.
Bifreiðaskoðunin. í dag á að
mæta til skoðunar með bifreiðir
551—600, á fimmtudag er engin
skoðun. Á föstudag 601—650, á
laugardag er engin skoðun. Á
mánudag 651—700, á þriðjudag
701—750 á miðvikudag 751--800,
og á fimmtudag 801—850.
I. O. G. T. Stúkan Brynja held-
ur síðasta innifund sinn á þessu
vori í Skjaldborg n.k. mánud. kl.
8.30 e. h. Vígsla nýliða. — Kosn-
ing fulltrúa á Stórstúkuþing. —
Rætt um sumarstarfið. Skemmti-
atriði.
Frá Amtsbókasafninu. Safn-
inu verður lokað úm tima vegna
talningar.
Tilkynning frá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar. — Ráðunautur
sambandsins, Ingi Garðar Sig-
urðsson, er fluttur að Þingvalla-
stræti 14, Akureyri. Sími 1315.
Frá Hjálpræðishernum. Aðal-
ritari Hjálpræðishersins í Nor-
egi, J. A. Albro ofursti, heimsæk-
ir Akureyri föstudaginn 20. maí
og sunnudaginn 22. maí. —
Föstudaginn kl. 20.30: Fagnaðar-
samkoma í kirkjunni. — Sunnu-
daginn kl. 11 og kl .20.30: Sam-
komur í sal Hjálpræðishersins.
Kl. 16.30: Útisamkoma. — Með
ofurstanum eru: Frú Albro,
major Gulbrandsen, kapteinn
Guðfinna Jóhannesdóttir. Söngur
og hljófærasláttur.
Vorþing umdæmisstúku Norð-
urlands verður háð á Akureyri
um næstu helgi og hefst kl. 5 e.
h. á laugardag í Skjaldborg.
Til leigu:
,■ ‘ 2 samliggjandi herbergi fyr-
skrifstofur eða léttan iðnað
á góðum stað í bænum.
Uppl. i síma 13J2.
Nemendahljómleikar
Tónlistarskóla Akur-
í Samkomuhúsi bæjarins
sunnudaginn 22. maí 1955 kl.
4 e. h.
Aðgöngumiðar við inngang-
o O o o
inn.
Ford Prefect
til sölu ef samið er strax.
Bifreiðinni er ekið aðeins
26 þús. km.
Afgr. vísar á.
10-12 ára telpa
óskast til að gæta ungbarns
í sumar.
Afgr. vísar á.
Herbergi
óskast til leigu, lielst á
Norðurbrekkunni. —
Uppl. i sima 2080
Atvinna
Stúlka, vön saumaskap, ósk-
ast strax. — Uppl. í
Klœðaverzlun
Sig. Guðmundssönar h.f.
Hafnarslrœti 96.
MÓÐIR. KONA, MEYJA
(Framhald af 4. siðu).
það vera, að fótastærðin er ekkert
einsdæmi. Konan er öll að stækka.
Mælingar sýna, að meðalhæð
danskra kvenan hefur aukizt um
10 cm. á síðustu 15—20 árum. Það
er því ekki nema eðlilegt, að fæt-
urnir hafi stækkað um leið.
Hér skiptir mestu máli að viður-
kenna staðreyndir, kaupa skó við
hæfi, en pynta ekki sjálfan sig með
þröngum skóm.
- Stokkhólmsferð
(Framhald af 5. síðu).
landanna. Þessum ferðum hefur
verið komið á við Kaupmannahöfn
og Ösló og nú í dag við Stokkhólm.
Það er von okkar að Helsingfors
geti síðar bætzt í hópinn.“
Flugfélag íslands nýtur vaxandi
vinsælda og margir munu fagna
hverjum nýjum áfanga er félagið
nær, svo sem gert var í hinni fyrstu
áætíunarferð þess til Stokkhólms.
E. D.
Afgreiðslustúlka
óskast hálfan eða allan dag-
inn, ekki yngri en 17 ára.
Helzt eitthvað vön af-
greiðslustörfum.
o
Sími 1555.
ÁSBYRGI h. f.
UNDIRFÖT
UNDIRKJÓLAR
BLÚNDUKOT
MJAÐMABELTI
BRJÓSTAHÖLD
SPORTSOKKAR
fallegir litir.
ÁSBYRGI hi.
ÍBÚÐ
3—5 herbergi til leigu mn
/mánaðamót.
Uppl. i sirna 1312.
Oska eftir
léttri vinnu einhvern hluta
dags, t. d. annast sjúklinga ,
á heimilum.
Afgr. vísar á.