Dagur - 26.05.1955, Qupperneq 1
J
Fylgist mcð því, sem gerizt
hér í kringum oltkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kcmur næsí út miðviku-
dagimi 1. jún:.
XXXVin. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 26. maí 1955
30. tbL
Ákureyringur við nám í Bandaríkjunum
Tryggvi Jónsson frá Akurcyri, scm myndin er af, dvelur nú í Rich-
mond í Bandarkjunum ásamt 4 öðrum íslendingum, sem þar eru við
vinnu og nám hjá Virginia Tractor Company. Kynna þeir sér m. a.
meðferð stúrrá vinnuvéla af ýmsum gerðunt, og alveg sérstaklega
öryggisreglur við notkun þeirra.
Ðagblöðin i Osló minnast fornra tengsla og
fagna nýjnm samskiptum
EINKASKEYTI TIL DAGS.
Osló í gær.
Oslóborg var fánum prýdd í
morgun í tilefni forsetakomunn-
ar, og öli dagblöð landsins birtu
greinar um norsk-íslenzk sam-'
skipti fyrr og síðar, cn þau dcrifa
öli hjartaniega og vinsamlega.
Klukltan um 11 í morgun fór
mannfjöldi að safnast saman í
grennd við Hönnördbryggju, sem
er örskammt frá ráðhúsi borgar-
innar. Loguðu 10 kyndlar á hafn-
arhliði ráðhússins til hátíðabrigð-
is. — Klukkan 11.30 s'gldi „Gull-
foss, fríður cg fánum skreyttur, í
augsýn áhorfenda í landi, og litlu
fyrr hófst skothríð til heiðurs gest-
unum frá hinum aldna Akershus-
kastala. Lífvörður konungs hafði
fylkt liði við höfnina og herhljóm-
sveit lék. Ólafur krónprins hélt
síðan á herbát að skipshlið, en aðr-
ir norskir tignarmenn og ráðherrar,
og íslenzku sendiherrahjónin og
fleiri, biðu gestanna.
Kíukkan laust fyrir 12 kom Há-
kon konungur og kannaði liðsveit-
ir. — Virtist aðkt n umcnr um hinn
aldni konungur, beinn í baki og
hinn íyrirmannlegasti, bera aldur-
inn vel.
Rétt um klukkan tólf renndi svo
báturinn að bryggju og forseta-
hjónin og fylgdarlið þeirra steig á
land, i för með krónprinsinum, en
konungur tók á móti þeim. Eftir að
menn höfðu heilsast fóru konungur
og forseti liðskönnun, en mikill
mannfjöldi, sem safnast hafði sam-
an allt í kring, laust upp húrra- og
fagnaðarhópum. Síðan stigu þeir
konungur og forseti í bíl og óku af
stað um Karl-Jóhannsgötu til kon-
ungshallarinnar, en forsetafrúin ók
með krónprinsinum. Mikiíl mann-
fjöldi hcrfði á ckuferðina til hall-
arinnar, og var heimsókn þessi á
hvers manns vörum.
Síðdegis í dag leggur forseti
blómvönd á minnisvarða fallinna
Norðmanna í Akershuskastala, en
heldur síðan í ráðhúsið. — í kvöld
er mikil veizla á konungsgarði.
A morgun er heimsókn í Háskól-
ann og söfnin á Bygdöy, og um
kvöldið hátíðarsýning í Þjóðleik-
(Framhald á 7. síðu).
Endurbætur á Hótel
KEA
; r
Afaiigi í starfi nautgriparæktarfélagamia, sem
vænlegur er til árangurs í kynbótastarfiim
Um miðjan maí var Hótel KEA
tilbúið að taka á móti ferðamanna-
straumnum. Var þá lokið ýmsum
endurbótum innanhúss. Öll her-
bergi voru máluð og lagfærð og
aðalsalur hótelsins málaður og
prýddur með ljósum gluggatjöld-
um og blómum. Ennfremur hefur
anddyri verið prýtt og fleyri endur
bætur gerðar.
Hótelið er nú ágætlega búið til
að taka á móti þeim ferðamanna-
straum, sem leggur leið sína hing-
að norður. Er það ánægjulegt að
geta í höfuðstað Norðurlands tek-
ið á móti gesturn, æðri sem lægri,
og veitt þá þjónustu, er fullnægi
kröfum tímans. — Hótelstjóri er
Sigurður Sigurðsson.
Frá fræðsluskrifstofu
KEA
Samvinnukvikmyndin „Viljans
merki“ verður sýnd í deildum
KEA í næsta mánuði. Deildar-
stjórar þyrftu sem allra fyrst að
athuga hvenær þeir teldu heppileg-
an sýningartíma, svo að raða mætti
niður sýningunum á ákveðna daga
nokkru fyrirfram.
Reynt verður að sýna tvisvar á
hverjum stað, ef óskað er. Til
greina gæti komið að fella kvik-
myndasýninguna inn í dagskrá
annarrar samkomu, en þó því að-
eins að um innansveitar- (og
ókeypis-) skemmtun sé að ræða.
Fræðslufulltrúinn verður til við-
tals á fræðsluskrifstofunni (í Hó-
tel Goðafoss) flesta virka daga kl.
13—16, þó ekki laugardaga.
Á aðalfundi Sambands naut-
griparæktarfélaga í Eyiafirði,
scm haldinn var að Ilótel KEA
10. ma: sl., var cndanlega samþ.
að stofna búfjárræktarstö). Verð-
ur henni valinn staður á Akur-
eyri.
Stofnun búfjárræktarstöðvar
hefur alllengi verið á dagskrá hjá
eyfirzkum bændum, svo sem vikið
hefur verið að hér í blaðinu áður.
En á aðalfundi S. N. E., sem hald-
inn var 10. þ. m., var endanlega
samþykkt að kaupa hið kunna býli,
Lund við Akureyri, og einnig
Raungárvelli, í þessu skyni. Um
þetta segir svo í fundargjörðinni:
Stofnun búfjárræktarstöðvar.
„Formaður sambandsins, Halldór
Guðlaugsson, hafði framsögu máls-
ins. Skýrði hann gang málsins frá
því að síðasti aðalfundur fól
stjórninni að vinna markvisst að
athugunum á því máli. Lýsti hann
störfum stjórnarinnar og árangri,
sem er, að nú stendur S. N. E. til
boða kaup á býlunum Lundi og
Rangárvöllum, fyrir samtals kr.
550.000.00 með hagkvæmum
greiðsluskilmálum og öðrum skil-
yrðum viðkomandi. Lýsti hann
nauðsyn á stofnun búfjárræktar-
stöðvar og skýrði frá möguleikum
til stofnunar slíkrar stöðvar.
Olafur Stefánsson, ráðunautur
Búnaðarfélags Islands, talaði um
gagn og nauðsyn afkvæmarann-
sóknarstöðvar. Lýsti hann áliti
sínu á staðsetningu slikrar stöðvar
að Lundi og Rangárvöllum er hann
taldi góða að sínu áliti, eftir þeim
athugunum er hann hefði getað
framkvæmt á stuttum tíma. Til
máls tóku Sigfreður Guðmundsson,
Stefán Halldórsson, Jón Guðmann,
Arni Jónsson, Jón Kjálmarsson,
Jónas Kristjánsson og Eggert Ða-
víðsson.
Stjórnin lagði fram tvær tillögur
í málinu. Fyrri tillagan var svo-
hljóðandi:
Aðalfundur S. N. E., haldinn á
Akureyr i 10. maí 1955, samþykkir
að fela stjórninni að ganga frá
kaupsamningi jarðanna Lunds og
Rangárvalla við Akureyri, á grund-
velli kauptilboða þeirra, er fyrir
íundinum liggja frá eigendum
nefndra jarða og að fengnu sam-
þykki Búnaðárfélags Islands og
landbúnaðarráðherra, til þess að
stofnsetja þar og starfrækja búfjár-
ræktarstöð fyrir héraðið. Tillagan
var samþykkt í einu hljóði.
Síðari tillagan var svohljóðandi
og samþykkt í einu hljóði:
Þá heimilar fundurinn stjórninni,
að fengnu samþykki yfirstjórnar
búnaðarmálanna í landinu, að
hefja á þessu ári, ef unnt reynist,
nauðsynlegar byrjunarframkvæmd
ir að stofnun slíkrar búfjárræktar-
stöðvar. Sé stjóminni heimilt, í
nafni félagsdeildanna og á ábyrgð
þeirra, að veðsetja eignir S. N. E.
og taka lán, sé það fáanlegt, til við-
bótar því handbæra fé, er S. N. E.
hefur nú til umráða, bæði tií
greiðslu á kaupverði nefndra jarða,
svo og til nauðsynlegra fram-
kvæmda vegna búfjárræktarstöðv-
arinnar."
Með stofnun búfjárræktarstöðv-
ar stíga Eyfirðingar stórt skref í
búfjárræktinni. Þessari nýju stöð
er fyrst og fremst ætlað hlutverk
í nautgriparæktinni og e. t. v. einn-
ig í sauðfjárrækt.
Búfjárræktarstöðin að Lundi á
að' vera eins konar framhald af
sæðingarstöðinni á Grísabóli.
A mámidagirm komu hingað
til bæjarins Gíslj Sígurbjörns-
son framkvæmdastjóri og tveir
þýzkir verkfræðingar frá fyrir-
tækjum þeim sem reiðubúin
eru ad taka a5 sér framkvæmd
hraðírysíihússbyggingar fyrir
Utgerðarfélag Akureyringa h.f.
og lána fé til framkvæmdanna.
Hélt stjórn Ú. A. fundi með
þeim þann dag og aftur í gær,
sem enduðu með því að upp-
kast að samningum var undir-
ritað af báðum aðilum, en
samningarnir taka þó ekki gildi
fyrr en þeir hafa verið sam-
þykkíir af stjórnum beggja
Iandanna.
Útgerðarfélagið mun nú
scmja við byggingameistara s
bænum inn framkvæmd sjálfr-
ar húsbyggingarinnar. Gangi
greitt að fá nægilega marga
fagmenn, standa vonir til að
byggingaframkvæmdir hcfjist
fljótt upp úr hvítasunnu.
Hinir erlendu verkfræðingar
athuguðu einnig slippinn á
Oddeyrartanga og möguleika á
framkvæmdum þar. Vonandi
leiðir sú athugun einnig til
samninga um framkvæmdir
þar.
Snarpur jarðskjálfta-
kippur
Aðfaranótt 19. þ. m. varð all-
snarpur jarðskjálftakippur víða á
Norðurlandi. Vaknaði fólk sums
staðar af fasta svefni um eða litlu
eítir klukkan 3 um nóttina. Hvergi
hafa, s%’o vitað sé, orðið skemmd-
ir á húsum eða öðrum mannvirkj-
um. Jarðskjálftamælar sýna að
jarðskjálftakippurinn muni hafa
átt upptök sín 20 km. vestur af
Grímsey.