Dagur - 26.05.1955, Síða 4

Dagur - 26.05.1955, Síða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 26. maí 195!» Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Árgangur kostar kr. 60.00. BlaðiS kemur út á hverium miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. ! PRENTVERK ODÐS BJÖRNSSONAR H.F. Stórir pokar og litlir I DOÐRANTI einum miklum, sem kommúnistar íáfu út á íslenzku fyrir nokkrum árum og nefnist í oeirri útgáfu „Réttlæti, en ekki hefnd“, segir höf- jndur bókarinnar, ameríski blaðamaðurinn Lauter- öach, frá þvi á einum stað, að hann kom eitt sinn á itimarkað í Rússlandi og kynntist verðlagi þar. Svo ' uliur sem hann er þó af samúð í garð sóvéttanna, )g svo gjarnt sem honum er þó annars að líta á ailt, »em hann sér þar eystra, gegnum rósrauð gleraugu fraumóramannsins — annars hefði „Mál og menn- ng'1 vissulega aldrei haft fyrir því að koma bók hans ít á íslenzku með ærnum kostnaði — fer þó ekki :ija því, að honum blöskri algerlega verðlagið á slík- ím stöðum. Klykkir hann þá ófögru lýsingu út með Ter.sum orðum (bls. 23): „Bændurnir komu til narkaðarins með tvo poka: lítinn poka fyrir vör- trnar, sem þeir ætluðu að selja, og stóran poka fyr- i' rublurnar, sem þeir fengu fyrir þær.“ — Leiðir þá uf sjálfu sér, að þessu hefur verið þveröfugt farið tm kaupendurna, er þangað leituðu eftir brýnustu íauðsynjum sínum, um fram mjög nauman skammt, iji þeir fá annars staðar á hóflegu verði gegn ikömmtunarmiðum: — Viðskiptavinirnir hafa auð- 'jrað orðið að láta stóra pokann með rúblunum fyr- r litla pokann með afurðunum, enda segir t. d. um oetta efni á bls. 50 í sömu bók, að „miðað við slikt 'erð, voru mánaðarlaun Natjösu virði tveggja syk- urpunda og eins smjörpunds.“ HÉR ER AFLEIÐINGUM verðþenslu og lág- liengis lýst einkar vel í fáum orðum og með skýrum iæmum. Því einu skal hér við bætt, að það kemur ag allvel fram í bókinni — en þó skýrar annars stað- ir að vonum — að þetta ófremdarástand bitnar auð- /itað fyrst og fremst á þeim, sem sízt skyldi: Þeim jmkomuminnstu og fátækustu, daglaunamönnum og /erksmiðjufólki. Embættismennirnir, liðsforingjarn- :"r og flokksbroddarnir hafa nóg úrræði að afla sér skömmtunarseðla, enda sjást þeir aldrei á slíkum stöðum, og enda þótt svo væri ekki, hafa þeir tugi oúsunda rúblna í laun á mánuði, á móti sex til sjö lundruðum þeirra, sem lægst hafa kaupið, að fanga- stéttinni frádreginni. — Svo virðist sem kommún- :”stum hér heima þyki þetta ástand mjög til fyrir- •nyndar, að öðrum kosti mundu þeir naumast vera að flagga slíkum upplýsingum í ritum þeim, sem jþeir sjálfir gefa út. Og annars mundu þeir ekki, æ ifan í æ, efna til verkfalla og kaupsprenginga, enda þótt öllum sé nú orðið ljóst, að slíkt leiðir aðeins til þess, að „rúblnapokinn" stóri stækkar óðfluga, en , ,Iitli pokinn" með nauðsynjavörunum minnkar jafn- /el að sama skapi. BJARTSÝNIR MENN vona, að leiðtogar þjóð- anna séu teknir að átta sig á þeirri staðreynd, að eins og málum er nú komið í heiminum um vígbún- að og möguleika gereyðingarstríðs, borgi sig ekki ::ramar að efna til styrjalda, því að þar geti enginn aigrað, en allir hljóti að tapa. Vonandi líður þá einn- :ig að því, að leiðtogar atvinnustéttanna átti sig á 'því í tæka tíð, að sá tími er nú liðinn, þegar þess var ■ jinhver von, að verkföll og vinnustyrjaldir leiddu til annars en sýndarsigra, sem engum koma að gagni, ■sn baka mörgum, ef ekki öllum, þegnunum tjón, og geta jafnvel svipt öllum grundvelli undan heilbrigðu athafnaKfi og f járhag þjóðanna: Þar fer ætíð á sömu leið nú orðið, þegar til slíkra óynd- isúrræða er gripið: Stóri pokinn stækkar, en minni pokinn minnkar, þveröfugt við það. sem til var ætlazt. Það er því engin veginn að ósekju, að þeir gerast nú æ fleiri — bæði launþegar og framleiðend- ur — sem vilja skakka þennan hættulega leik, áður en framleiðsl- an stöðvast og fjárhagsgrundvöllur þjóðarbúsins hrynur að fullu. Þeir ætlast til þess af ríkisvaldinu, að það setji sem bráðast heilbrigða vinnulöggjöf, þar sem réttur laun- þeganna sé tryggður, en jafnframt reistar við því skorður, að fámenn klíka óhlutvandra manna, sem vill þjóðfélagskerfi lýðræðisins feigt, geti hvenær sem er att verka- mönnum og öðrum launþegum út í verkföll, jafnvel gegn vilja meiri- hlutans í stéttarfélögunum, svo sem oft verður nú raunin á. SETNING NÝRRAR vinnulög- gjafar — myndugrar, en þó sann- gjarnrar og heilbrigðrar, — er kveði skýrt á um þetta, er orðin aðkallandi nauðsyn, sem löggjaf- arvaldið verður að taka föstum tökum. En slíkar ráðstafanir eru þó engan veginn nægilegar, heldur verða aðrar og jákvæðari aðgerðir að koma til, ef vel á að fara. Það er sanngjarnt og sjálfsagt, að laun- þegum verði jafnan tryggður full- ur réttur til eðlilegra og réttmætra kjarabóta í beinu hlutfalli við þá batnandi afkomu, sem þjóðarbúið í heild gæti vissulega notið, ef at- hafnalífið og framleiðslan væri ekki stöðugt trufluð með harðvít- ugum og stöðugum borgarastyrj- öldum milli launþega og framleið- enida, Svo sem nú hefur gengið um sinn, þar sem deilunum hefur lang oftast — a. m. k. nú upp á síðkast- ið — lokið með kauphækkunum, en engum raunverulegum kjarabót- um. — Af þeim úrræðum, sem stungið hefur verið upp á í þessu sambandi, virðast tvö einkum koma til greina: Annað er hlut- fallsleg breyting á öllum launum og þjónustugjaldi hvers konar eftir heildartekjum þjóðarbúsins á hverjum tíma — eins konar land- aurareikningur í nýrri og endur- bættri mynd. — Hætt er þó við, að slíkt kerfi reyndist alltof flókið og erfitt í framkvæmd, og stöðugt mætti um það deila, hver vera ætti hlutfallstala hverrar atvinnustétt- ar við þá skiptingu. — Hitt úrræð- ið, er úrræði samvinnunnar. Það er þaulreynt í framkvæmd á sviði hvers konar viðskipta og hefur ennfremur verið reynt í sambandi við margs konar framleiðslu, — og hefur alls staðar gefizt vel. Sam- vinnumenn trúa því, að á grund- velli samvinnunnar verði að byggja á sem allra flestum sviðum við- skipti þegna -og þjóðfélags í fram- tíð, ef stéttastríðið -— hin ófrjóa og háskalega barátta um stóru og litlu pokana — á ekki að leggja fjárhag og atvinnulíf þjóðanna i auðn og rústir á næstu tímum. Sumarnámskeið á Löngumýri Eins og auglýst hefur verið hefj- ast sumarnámskeið að Löngumýri í Skagafirði fyrir ungar stúlkur þann 25. júní næstkomandi. Forstöðukonan þar, frk. Ingi- björg Jóhannsdóttir, var nýlega erlendis og kynnti hún sér þá tii högun á slíkum sumarnámskeið- um. Byrjaði hún þessa starfsemi síðastl. sumar. Hér er um að ræða hálfsmánað- ar námskeið við nám og leik. — Er allt miðað við það að gera dvöl ungu stúlknanna á staðnum upp- Verkafólk til laudbiui- aðarstarfa Búnaðarfélag íslands hefur hafl forgöngu um ráðníngu erlends verkafólks til landbúnaðarstarfa. Hafa þegar verið ráðnir 40 dansk- ir landbúnaðarverkamenn og talið líklegt að hægt sé að ráða mun fleiri ef þörf reynist. Erfiðlega gengur með kvenfólkið. Hefur enn ekki tekizt að fá konur til land- búnaðarstarfa fré meginlandinu. Helzt er í ráði að leita fyrir sér í Færeyjum í þessu efni. byggilega ag hressandi. — Skilyrði eru hin beztu og starfskrafta: við námskeiðin mjög góðir. — Vil eg hvetja foreldra til þess að gefa dætrunum kost á að dvelja á Löngumýri hálfan mánuð í sumar. Þátttöku er hægt að tilkynna ckk- ur séra Kristjáni Róbertssyni og til Löngumýrarskólans. P. S. Svíar reisa undraborg Síðustu fregnir berma að Svíar ætli að reisa undraborg skammt frá Stokkhólmi og ef áætlunin stenzt, verður hún tilbúin árið 1960. 35 þús. manns eiga að búa í borg þessari. Verður hún að ýmsu leyti frábrugðin því sem áður hef- ur þekkzt. Má þar meðal annars nefna, að þar verður vel séð fyrir þörfum bílaeigenda með því að ætla bílastæði fyrir hverja 5 íbúa. Þá verður þarna markaðstorg eitt mikið og á það að vera undir gleri og upphitað. Frá torginu, sem að einhverju leyti verður kærkominn hvíldarstaður, liggja svo götur hinar ýmsu opinberu byggingar, bíó og verzlunarhús og eiga þær líka að vera með glerþaki. Kvennaskólinii á Blönduósi 75 ára KVENNASKÓLINN Á BILÖNDUÓSI er 75 ára um þessar mundir. Var þess minnst á veglegan og virðulegan hátt með hátíðahöldum á Blönduósi um. síðustu helgi. Hófust hátiðahöldin á laugardaginn, 21. maí sl. Þann dag skipti um veður, og varð blíðviðri báða hátíðisdagana. Á laugardagirm var almenn samkoma, en á sunnu- daginn nemendamót. Hófst það með guðsþjónustu kl. 2 e. h. og þjónaði prófasturinn, séra Þorsteinn Gísla- son í Steinnesi. Meðal ræðumanna á skólahátíð þessari voru þeir Steingrimur Steinþórsson ráðherra, Jón Pálmason al- þingismaður, Guðbrandur ísberg sýslumaður og Jóra Baldurs kaupfélagsstjóri. Karlakórinn Húnar og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps skemmtu með söng. Mot þetta sóttu um 500 manns, flest konur. Skól- anum voru færðar margar veglegar gjafir í tilefni afmælisins. Kvennaskólinn á Blönduósi er nýlega endurbættur .og féll kennsla njður eitt ár af þeim sökum. Var það árið 1952—1953. Hóf hann svo starf með endurnýj- uðuni krafti undir stjórn hinnar kunnu skólastýru, frú Huldu Stefánsdóttur. Kvennaskólinn á Blönduósi var fyrstu ár sín að UndirfeHi í Vatnsdal og Lækjamóti og síðan að Ytri- Ey, áður en hann var fluttur að Blönduósi. — Fór snemma mikið orð af honum og hefur hann alla tíð átt vinsældum og virðingu að fagna, svo sem glögg- lega kom fram á 75 ára afmæli hans um síðustu helgi. Sumaráætllm Flugfélags íslands á imiaiilandsleiðum Sumaráætlun Flugfélags íslands..á innanlandsflug- leiðum gekk í gildi í gær (25. maí). Verður hún með svipuðu sniði og í fyrra, nema hvað flugferðum til Egilsstaða verður fjölgað til muna. Er ráðgert að fljúga þangað alla virka daga. Þá verða í fyrsta skipti í sumar reglubundnar flugferðir milli Reykjavíkur og Grimseyjar, með viðkomu á Akureyri í báðum leið- um. Hefjast þessar ferðir um miðjan júní, og er ráð- gert að fljúga á sunnudögum. Verður fjögurra tíma viðstaða í Grimsey, og gerir það mönnum kleyít að skoða sig um á eynn io gnjóta náttúrufegurðar norðan við. heimskautsbaug. Milli Akureyrar og Reykjavíkur verða farnar 18 ferðir í viku: morgun-, síðdegis- og kvöldferðir fjóra daga vikunnar og morgun- og kvöldferðir þrjá daga. Vestmannaeyjaferðir verða tvær alla virka daga, en ein ferð á sunnudögum. Eins og áður er getið verða flugferðir til Egilsstaða alla virka daga, og verða tvær þeirra um Akureyri og ein um Hornafjörð. Þá verður flogið til ísafjarðar alla daga, að sunnudögum undan- teknum, Til Hornafjarðar og Sauðárkróks verða þrjár ferðir í viku hverri og tvær ferðir til eftirtaldra staða: Flat- eyrar, Þingeyrar, Patreksfjarðar, Blönduóss, Kópa- skers, Siglufjarðar og Fagurhólsmýrar. Vikulegar ferð- ir verða farnar til Bíldudals, Hólmavíkur, Sands, Kirkjubæjarklausturs, Skógasands (um Vestmanna- eyjar) og HeUu (um Vestmannaeyjar). Flugvélar Flugfélags íslands munu halda uppi áætl- unarflugi til 20 staða utan Reykjavíkur í sumar, og munu þær verða á ílugi 142 klukkustundir að jafn- aði á viku. Sökum síaukins kostnaðar við allan rekstur flug- véla félagsins hefur orðið að hækka fargjöld á innan- landsflugleiðum, en þau hafa haldizt svo til óbreytt undanfarin fimm ár. Gekk fargjaldahækkunin í gildi 25. maí. Sá háttur verður jafnframt upp tekinn, að veita 10% afslátt af farmiðum, séu þeir keyptir fram og aftur samtímis. Aður var aðeins veittur slíkur af- sláttur á leiðinni Reykjavík—Vestmannaeyjar— Reykjavík. Flugfarmgjöld hjá Flugfélagi íslanda munu hins vegar haldast óbreytt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.